Dagur - 28.02.1995, Síða 11

Dagur - 28.02.1995, Síða 11
Þriðjudagur 28. febrúar 1995 - DAGUR -11 Skólamál Þegar þessar línur eru ritaðar hef- ur verkfall kennara staðið í rúma viku. Lítið hefur þokast í samn- ingaviðræðum og þær raunar legið niðri aö mestu leyti. Fyrir okkur foreldrana er því þessi staða mála mikil vonbrigði og mörgum of- býður það virðingarleysi sem nemendum er sýnt með því að vísa þeim úr skóla á þennan hátt, því þrátt fyrir allt er fræðslu- skylda hér á landi og hana uppfylla stjóm- völd ekki í verkfalli. Það er samhengi sem er á milli virðingar fyrir skólastarfi og lengdar verk- falls; dragist lausn deilunnar á langinn, eru það skýr skilaboð um að menntun bama okkar sé ekki mikils metin. Okkur hefur verió haldiö í þeirri trú undafarin ár að það væru breytingar í vændum og virðing fyrir skólastarfi myndi aukast. Stjómvöld báðu okkur að sýna þolinmæði á niðurskurðar- tímum því verið væri að móta nýja menntastefnu og góð grunn- skólalög sem öllu myndu breyta til hins betra. Við bitum á jaxlinn og á meðan hafa bömin okkar vaxið úr grasi í sínum fjölmennu bekkjum með skertan kennslutíma 1 tvísetnum skólum. Þau verða ekki endursýnd, það er ekki hægt að spóla bemskuna til baka. Skólinn þarf að breytast Við viljum gjaman sjá breytingar í skólamálum. • Fyrst og fremst viljum við að öll böm fái góða menntun og að öllum nemendum líði vel í skóla. • Við viljum að öll böm geti byrjað skóladaginn sinn á morgn- ana þegar besti tíminn er til náms. • Við viljum að hægt sé að skipuleggja skólastarfið án þess að fella niður kennslu eins og gert er t.d á starfsdögum. • Við viljum að það sé skilgreint sem fullt starf að kenna einum bekk. • Við viljum að kennarinn hafi svigrúm til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda sinna. • Við leggjum áherslu á að sérhverjum kennara sé gert kleift að sinna fjölþættu samstarfi við foreldra, samkennara sína og aðra starfsmenn skólans. Til þess að þessar sjálfsögðu skipulagsbreytingar verði að vem- leika þarf að ganga frá nýjum samningum við kennara. Við vit- um að kennarasamtökin leita samninga á þessum nótum og einnig em breytingar af þessu tagi á stefnuskrá stjómvalda. Hvers vegna þarf verkfall til að þetta mál nái fram að ganga? Skólamálin ofar á forgangslistann Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, lagði áherslu á það í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að mannauðurinn er sú auðlind sem aldrei þrýtur. Ræktarsemi við þann auð er mikilvægari en allt annað því af þeim auði vex allur annar auður. Forsetinn okkar benti á það að erlendir forystumenn á ýmsum sviðum em óðum að átta sig á því að menntun og þekking muni ráða úrslitum varóandi vel- gengni einstakra þjóða í harðnandi samkeppni. Við hljótum að taka undir þá áskorun hennar til ís- lenskra stjómmálamanna að þeir beri menntunina sérstaklega fyrir brjósti. Nú er nóg komið Verkfall kennara er neyðarúrræði og vissulega er brýnt að knýja fram skipulagsbreytingar í skólum landsins. En hver er fómarkostn- aðurinn? Það er ljóst að þolin- mæði foreldra er á þrotum og með hverjum degi vaxa áhyggjur þeirra af skólagöngu nemenda í grunn- og framhaldsskól- um. Krafa okkar hlýtur að vera sú að samningsaðilar setj- ist niður og leysi þann hnút sem málin em komin í. Stjóm- völd verða að axla sína ábyrgð og fylgja sinni eigin menntastefnu eftir í verki. Kenn- arar verða líka að taka mið af að- stæðum í samfélaginu og átta sig á því að ekki fást allar kröfur í gegn í fyrstu lotu þótt lagt sé af stað með slíkt markmið. Við foreldrar eigum líka að axla okkar ábyrgð, standa vörð um rétt bama okkar til menntunar og gæta þess að skólaganga þeirra sé farsæl og ár- angursrík. Nú er tími kominn til að við rísum upp og krefjumst þess að málin verði leyst án tafar. Ef við gemm það ekki, hvemig getum við þá ætlast til þess að nokkur annar setji menntamálin í forgang? Unnur Ilalldórsdóttir. Höfundur er formaóur Landssamtakanna Heimilis og skóla. Verslunarfélag Raufarhafnar: Nýjung í þjónustunni - heit súpa í hádeginu „Þetta gengur þokkalega en verslunin mætti vera meiri,“ sagði Jón Eiður Jónsson hjá Verslunarfélagi Raufarhafnar. Verslunarfélagið hefur nú fitjað upp á nýjung og býður heita súpu, brauð með áleggi og in- dælis kaffi fyrir aðeins 400 kr. í hádeginu, þó menn megi borða eins og þeir geta í sig látið af veitingunum. Verslunarfélagið rekur dag- vöruverslun og er með gistirými fyrir 12 manns. Nú hefur verið opnaður veitingasalur þar sem morgunverður og hádegisverður er á boðstólnum. Jón Eiður sagði fyrsta daginn sem opið var að einn maður hefði komið í hádegis- mat en átti von á að mál þróuðust fljótlega svo að það fjölgaði í veit- ingasalnum í hádeginu. Hann taldi að fólk sem væri á ferðinni mundi kunna að meta svona þjónustu og einnig önnum kafnir Raufarhafn- arbúar. Nú færu loðnuskipin að koma og aðkomufólk þegar ver- tíöin færi í gang. Jón Eióur bíður bjarsýnn með heitu súpuna og enginn þarf að vera svangur í há- deginu á Raufarhöfn. IM LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI lS) Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1995 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina rikissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og meðlO. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.530,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1994 til 10. mars 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 19 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1995. Reykjavík, 28. febrúar 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS . ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Aðalfundur Dagsprents hf. verður haldinn að Strandgöfu 31, Akureyri, mánudaginn 6. mars nk. kl. 17.30. Stjórnin. Krabbameinsfélagið Aðalfundur á Akureyri Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrenn- is verður haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins Glerárgötu 24, 2. hæð, þriðjudaginn 14. mars 1995 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fræðsluerindi: Krabbameinsleit á Akureyri í aldarfjórðung, hefstkl. 21.00. Fyrirlesari: Jónas Franklín formaður Krabbameinsfélags Ak- ureyrar og nágrennis. Adalfundur er öllum opinn og hvetjum við félaga til að fjölmenna. Stjórnin. ;aúpí Þriðjudag Sprengitilboð a sprengidaginn Saltkjöt Rif 318 kr. kg. Blandað 499 kr. kg. Valið 688 kr. kg. Rófur 55 kr. kg. Kartöflur 55 kr. kg. Gular baunir 69 kr. kg. Beikonkurl 405 kr. kg. MiðvikudugifUboðí Fiskiofnréttur „Sælkerans" 398 kr. kg. áður 590 kr. kg. Reykt ýsa 454 kr. kg. áður 577 kr. kg. FimMtudffptilkM^ Folaldagúllas 640 kr. kg. áður 988 kr. kg. Folaldasnitsel 767 kr. kg. áður 1188 kr. kg. Nautapiparsteik úr lund 1698 kr. kg. áður 2263 kr. kg. Kryddlegin nautasteik úr lund 1698 kr. kg. áður 2263 kr. kg. i \ m KJORBUÐIN 1 ,L. vi- L," SlMI 12933 - FAX: 12936

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.