Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Þriðjudagur 28. febrúar - DAGUR - 9 SÆVAR HREIÐARSSON Sund -Óðinn: Ómar sundmaður ársins Ferð íslendinga á leik Liverpool og Manchester United: Stærsti leikur tímabilsins Sigurlið Kroppamótsins, ÍBA a. Liðið var heidur þunnskipað þegar kom að verðiaunaafhendingu en hampar hér sigurlaununum ásamt Hinrik Þórhalls- syni, þjálfara sínum. Mynd: SH. Undir lok síðasta mánaðar var haldinn aðalfundur Sundfélags- ins Óðins og strax að fundi lokn- um var uppskeruhátið félagsins þar sem kjöri var lýst á sund- manni ársins hjá félaginu. A aðalfundinum var kosin ný stjóm. Formaður var kjörinn Jón Már Héðinsson og aðrir stjómar- menn eru Sigursteinn Vestmann, Margrét Ríkharðsdóttir, Helga Al- Innanhússknattspyrna: ÍBA sigraði á Kroppamóti Eins og greint var frá í Degi fyr- ir skömmu hefur ferðaskrifstof- an Ratvís á Akureyri tryggt sér um 100 miða á leik Liverpool og Manchester United í ensku úr- valsdeildinni þann 19. mars næstkomandi. Ratvís verður með helgarferð til Manchester þar sem knattspyrnufíklum gefst einstakt tækifæri til að sjá draumalið sín leika. Leikur Liverpool og Manchest- er United verður leikinn á sunnu- degi og er þetta án efa stærsti leik- ur sem þessi lið eiga eftir að leika í vetur. United er í baráttunni um meistaratitilinn við Blackburn og ekkert mundi gleðja Liverpool-að- dáendur meira en að ná að gera út um vonir United. Farið verður til Englands eftir hádegið á föstudeginum 17. mars og daginn eftir gefst Englandsför- um kostur á að sjá önnur uppá- haldslið sín í enska boltanum. Ratvís mun aðstoða fólk við að fá miða á aðra leiki eftir því sem kostur er og úr ýmsu er að velja. „Margir hafa sýnt áhuga á að fara til Leeds eða Nottingham og menn eiga sín draumalið sem hægt er að halda írskættaðir upp á þjóðhá- tíðardag sinn, St. Patricks daginn. Má búast við að í Manchester verði allt grænt og fljótandi í öli. Ráðgert er að hópurinn fari saman í skoðunarferð á Old Traf- ford, heimavöll Man. Utd., fyrir leikinn á sunnudeginum. Þar gefst fólki kostur á að skoða sig um innan dyra í búnings- og fundar- herbergjum auk þess sem farið er inn á völlinn og rifjuð upp saga félagsins og leikvangsins. Heim- koma er áætluó seint á sunnudags- kvöld. Verðið á pakkanum eru tæpar 40 þúsund og nú er bara að stökkva á gæsina ðg drífa sig aó panta far svo hægt sé að ganga frá öllum endum. Ef næg þátttaka fæst frá Akureyri er ætlunin að reyna að fá beint flug frá Akur- eyri. „Eg ætla að reyna að koma því við ef áhugi verður nægur. Annað hvort að vélin fljúgi beint frá Akureyri, sem væri það al- besta, eða að flogið yrði með Ak- ureyringa til Keflavíkur og þaðan áfram,“ sagði Halldór. Löngu er uppselt á leik Liver- pool og Manchester United og slegist um miðana á þennan stór- leik. Eftirspumin er mikil og Hall- dór sagðist hafa fyrirspumir bæði frá Noregi og írlandi eftir þeim mióum sem hann hefði tryggt sér á leikinn. „Það er svo sem ekkert vandamál að losna við miðana ef Islendingar kveikja ekki á þessu.“ freósdóttir og Oddný Hjaltadóttir. Varamaóur var kjörinn Haukur Stefánsson. A uppskeruhátíðinni var kjör- inn sundmaóur ársins 1994 og hreppti Ómar Þorsteinn Ámason titilinn auk þess sem hann fékk vióurkenningu fyrir besta afrek karla á liðnu ári. Þorgeróur Bene- diktsdóttir fékk viðurkenningu fyrir besta afrek kvenna á liðnu ári. Einnig var veitt viðurkenning fyrir mestu bætingu milli ára á Desembermóti Óðins sem Anna Kristín Sigursteinsdóttir hlaut. Wolfgang Frosti Shar, fyrrver- andi þjálfari sundfélagsins, sem lét af störfum sl. haust var kvadd- ur og honum þökkuó frábær störf síðustu sex ár hjá félaginu. Fyrir skömmu var haldið Kroppamót Dropans í innan- hússknattspyrnu í fþróttahöll- inni á Akureyri. Þar voru mætt til leiks öll helstu kvennalið af Norðurlandi til að reyna með sér og þegar upp var staðið var það a-lið IBA sem sigraði. ÍBA sigraði a-lið Dalvíkinga í úrslitaleik, 3:1 eftir að hafa lagt Lauga-stelpur að velli í undanúr- slitum. Dalvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Tindastól í undanúrslitum. Liðunum níu sem mættu til leiks var skipt í tvo riðla og þau lið sem að lokum léku til úrslita sigmðu í sitt hvomm riðlinum. í a-riðli sigraði Dalvík a en Laugar enduðu í öðru sæti. Önnur lið í riðlinum voru IBA b, Völsungur og Ex Girls, sem skipað var gam- alreyndum knattspymukonum. A- lió IBA sigraði í b-riðli en Tinda- stóll varð í öðm sæti. Með þeim í riðli vom Leiftur og Dalvík b. Hér á eftir eru úrslit í einstökum leikj- um mótsins. Riðlakeppni: ÍBA b-Dalvík a 0:3 Tindastóll-ÍBA a 0:7 Ex Grils-Laugar 0:1 Leiftur-Dalvík b 1:0 Völsungur-ÍBA b 1:2 ÍBA a-Dalvík b 6-1 Dalvík a-Ex Girls 1:1 Tindastóll-Leiftur 2:1 Laugar-Völsungur Leiftur-ÍBA a Ex Girls-ÍBA b Dalvík a-Völsungur IBA b-Laugar Dalvík b-Tindastóll Völsungur-Ex Girls Laugar-Dalvík a Undanúrslit: Dalvík a-Tindastóll Laugar-ÍBA a Úrslitaleikur: ÍBA a-Dalvík a nota laugardaginn til að skoða,“ sagði Halldór Jóhannsson, eigandi Ratvís. Margir leikir em á svæð- inu og lestasamgöngur eru mjög góðar og auðvelt að komast á hvaóa völl sem er. Manchester City leikur á laugardeginum á Ma- ine Road í Manchester gegn Shefffíeld Wednesday, Blackbum mætir Chelsea í næsta nágrenni, Leeds fær Coventry í heimsókn og Newcastle og Arsenal reyna með sér í Newcastle. Þá geta þeir sem hafa áhuga á að sjá frænduma, Þorvald Orlygsson og Láms Orra Sigurðsson, í leik með Stoke skroppið á heimaleik liðsins gegn Reading. Þetta ætti því að vera sannkölluð veisla fyrir fótbolta- fíkla. Heimsþekktar verslanir eru í miðborg Manchester og skemmt- analífiö líflegt. Þeir sem hafa áhuga geta einnig skellt sér í leik- hús enda stórsýningar á þessum tíma í borginni. Hópurinn dvelur á glæsihóteli í Manchester yfir helg- ina með sundlaug, næturklúbbi og öllu tilheyrandi. Búast má við miklum glaumi á þessu svæði Englands á föstudeginum en þá Ómar Þorsteinn _ Árnason, sund- maður ársins hjá Óðni 1994.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.