Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 16
dmhhe Akureyri, þriðjudagur 28. febrúar 1995 Kodak Express seóafraraköllan -kim GÆDAFRA MKÖLL UN m ...munið afsláttarkortin ^Pedtomyndir? Skipagata 16 Sími 23520 Metró keypti Linduhúsið Metró á Akureyri hefúr keypt Linduhúsið. Reiknað er með að allstór hluti hússins, sem er um 3000 m2, verði síðan seldur eða leigður. Aö sögn Ingimars Friðriksson- ar, framkvæmdastjóra Metró á Akureyri, hefur fyrirtækið með þessu tryggt sér húsnæði og at- hafnasvæði til frambúðar, ásamt því sem bílastæðamálin eru komin í gott horf. Verður með vorinu ráðist í ýmsar lagfæringar og end- urbætur. Að sögn Ingimars mun Metró fyrst og fremst nýta neðstu hæð hússins fyrir afgreiðslu á timbri, spónaplötum, sementi, ein- angrun o.fl. byggingavörum, en sala á þessum vöruflokkum hefur aukist jafnt og þétt. HA Góð rækjuveiði á Dohrnbanka - allt að 40% aflans fer í tvo stærstu flokkana á Japansmarkað Flestir þeirra frystitogara sem eru á rækjuveiðum hér við land, liðlega 15 skip, eru komnir á rækjumiðin vestur á Dohm- banka, sem er við miðlínu milli íslands og Grænlands, en þar hefúr að undanförnu fengist stór og góð rækja sem að mestu hef- ur farið í pakkningar á Japans- markað. Hörður Már Guðmundsson, skipstjóri á Hjalteyrinni EA-310, segir stærstan hluta aflans fara í pakkningar á Japansmarkað, og um 39% af því hafi farið í tvo stærstu flokkanna, þ.e. LL-stærð sem er 50 til 70 stk/kg og L-stærð sem er 70 til 90 stk/kg og um 30% í M-stærð sem er 90 til 120 stk/kg. Þannig að aðeins um 30% fari í minni flokka og þar af er stærðin 120 til 150 stk/kg oft soðin og pökkuð í sérstakar pakkningar. Sú rækja sem er minni en það, þ.e. ræka sem er 150 stk/kg eða meira er heilfryst um borð og fer síðan til vinnslu í landi, þ.e. svokölluð iðnaðarrækja. Enginn ís er á Dohmbanka eóa í næsta nágrenni en vestanátt gæti fljótlega valdið ísreki inn á svæðið sem trufla myndi veiðamar. Bræla var í gær á miðunum og var Hjalt- eyrin EA í vari undir Grænuhlíð- inni í ísafjarðardjúpi ásamt öðrum rækjutogurum að undanskilinni Sunnu SI-67 frá Siglufirði sem var á Dohmbankanum. Eftir verulegu er að slægjast hjá rækjutogurunum að veiða rækju í stærðinni 50-70 stk/kg (LL) en fyrir hana fást 840 og allt upp í 1.540 kr/kg. Af stærðinni 70-90 stk/kg fást 390 kr/kg og 90- 120 stk/kg fást um 330 kr/kg. GG © VEÐRIÐ Veðurstofan spáir enn á ný norðaustlægri átt á landinu í dag og á Norðurlandi verða él. Sama spá er síðan fyrir þrjá næstu daga og allt fram á föstudag er því spáð norðaustlægri átt og éljum norðalands en léttskýjuðu veðri sunnan heiða. Einnig má búast við nokkru frosti. Síðan bara að bíða og vona að helgin verði betri. Mikið sjónarspil í gangi við austanverðan Hofsjökul: Þjórsárjökull skríður fram Ut úr Hofsjökli suðaustan- verðum gengur svokallaður Þjórsárjökull. Hann er nú að skríða fram á 7-8 km kafla um 5-10 km norðan við Arnarfellin. Jökullinn er frekar flatur en stálið er engu að síður allt að 10 metrar. Án efa hafa margir fjallafarar áhuga á að skoða þau umbrot sem þarna eiga sér stað, en tiltölulega stutt er fyrir Norð- lendinga að komast á staðinn. Sl. vetur var framskrið Síðu- jökuls mikið í umræðunni og nú í vetur er Tungnárjökull einnig að skríða fram. Að sögn Smára Sig- urðssonar, sem ásamt tveimur fé- lögum sínum fór á vélsleða að Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri: Oanægja með samningana H. laugardag var haldinn að- samþykkt að kanna enn frekar Við breyttum þessu þessu nún: Sl. laugardag var haldinn að- alfundur Félags málmiðnað- armanna á Akureyri og um Ieið voru nýju kjarasamningarnir teknir til afgreiðslu. Hákon Há- konarson, formaður félagsins, sagði það hafa staðið uppúr í umræðu manna um samningana að mönnum fyndist þeir mjög lé- legir og mjög sterk gagnrýni á þær rýru kjarabætur sem lægst- launaði hópurinn fékk. samþykkt að kanna enn frekar með hvaða hætti félagið gæti stutt vió bakið á atvinnulausum félags- mönnum. „Vió höfum gegnum tíðina ver- ið með stuðning við þá sem hafa viljað stunda t.d. eða tölvunám. Við breyttum pessu þessu núna í þá veru að greiða skráningargjald fyrir ákveðinn fjölda félagsmanna við öldungadeildina í VMA og þannig opna þeim fleiri möguleika til að bæta við sitt nám,“ sagði Hákon. HA Togarinn Sjóli HF fær nafnið Málmey: Er aö frysta loðnu í Vestmannaeyjahöfn um 20 tonnum af loðnu ekið til Sauðárkróks Eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu sátu 15 manns af 33 hjá þegar samningamir voru afgreiddir og segir Hákon það lýsa áliti manna á þeim. „Þessi kaup- hækkun sem slík er auóvitað af- skaplega lítil, hjá okkur iðnaðar- mönnunum koma kanski 1.400 kr. í veskið á mánuði þegar búið er að draga af þessu öll gjöld,“ sagði Hákon. Eftir er að ganga frá sér- stökum kjarasamningi við Slipp- stöðina-Odda hf„ sem öll stéttar- félögin sem eiga starfsmenn í fyr- irtækinu standa sameiginlega að. Hefst vinna vió það væntanlega í vikunni. A aðalfundinum var einnig fjallað um mörg önnur mál, m.a. stöðu atvinnulausra. Tekin var ákvörðun um að styrkja starfsemi Punktsins verklega. Einnig var Frystitogarinn Sjóli HF-1, sem í októbermánuði sl. var keyptur af Djúphafl hf„ dóttur- fyrirtæki Skagfirðings hf. á Sauðárkróki, hefur legið í Vest- mannaeyjahöfn að undanförnu. í gærmorgun var hann búinn að frysta tæp 200 tonn af loðnu en skipið frystir um 50 tonn á sól- arhring. Loðnuna fær togarinn m.a. frá Vinnslustöðinni hf. Sjóli HF-1 mun skipta um nafn á næstunni og verða skírður Málmey, og verður hann væntan- lega skráöur í Hafnarfirði þar sem Djúphaf hf. er skráð þar. Um 20 tonnum af flokkaðri loðnu var ekið norður til frysting- ar hjá Fiskiðjunni hf. á Sauðár- króki frá Fiskimjöli & Lýsi hf. í Grindavík af loðnubátunum Sunnubergi og Hábergi og er þetta frumraun Sauókrækinga á þessu sviói líkt og var með Utgerðarfé- lag Akureyringa er þangað barst loðna til frystingar austan frá Nes- kaupstað. Ekki eru líkur á að framhald verði á loðnufrystingu á Sauðárkróki frekar en á Akureyri því hrognafyllingin er að nálgast 23% og þá verður farið að frysta hrognin en hrygnan fer sjálf til bræðslu. GG Þjórsárjökli nú um helgina, er framskriðið talsvert hægara en t.d. í Síðujökli í fyrra. Engu að síður er jökulinn á nokkurri hreyfingu og nýleg sleðaför voru þegar kom- in nokkra metra undir jökulstálið. Þaó er stórfengleg sjón að sjá jökul skríóa fram, eða kannski réttara sagt heyra umbrotin og skynja þá ógnar krafta sem þar eru aö verki. „Maður sér inn í hreinar ísblokkir og hátt upp í jökulstálinu voru gríðarstórir steinhnullungar. Það er alveg þess virði að fara og skoða þetta, enda tiltölulega stutt fyrir menn af Norðurlandi,“ sagði Smári. I beina línu frá skálunum Laugafelli eru um 30 km að miðju jökulsins þar sem hann skríður fram. Færið á hálendinu er að sögn Smára gott um þessar mund- ir, bæði fyrir jeppa og vélsleða. HA •rÍnnanhúss-') múlning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 2356^j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.