Dagur - 28.02.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 28. febrúar 1995
„Kvótí
Það var mikið líf og fjör á hagyrð-
ingakvöldi í Deiglunni á Akureyri sl.
fimmtudagskvöld sem Gilfélagið og
dagblaðið Dagur stóðu fyrir. Eins og á
hagyrðingakvöldinu á sama stað í
október sl. var húsfyllir og skemmtu
viðstaddir sér konunglega.
Við háborðið sátu rímnasnilling-
amir Hákon Aöalsteinsson, Austfirð-
ingur að ætt og uppruna, Osk Þorkels-
dóttir frá Húsavík og Stefán Vil-
hjálmsson, Austfirðingur en nú búsett-
ur á Akureyri. Birgir Sveinbjömsson,
aðstoðarskólastjóri Bamaskóla Akur-
eyrar, sá til þess að samkundan færi
vel fram.
Ekki er þess kostur að gera hag-
yrðingakvöldinu tæmandi skil hér, en
aðeins gripið hér og þar niður.
Til aó byrja með voru hagyróing-
amir beðnir að lýsa sér sjálfum. Osk
lýsti tilurð sinn á þennan hátt:
Faðir minn Keli af fjörðunum vestur
folanum brynnti íþingeyskri sveit.
Óskin svo birtist sem óboðinn gestur
afurðin stendur hér lítil og feit.
Hákon sagöi aó hann hafi eitt sinn
ort um sig kynningarljóó sem hann
hafi æ síðan notast vió:
Eg upplifað margt um mína daga
meira en flestir á langri cevi.
Efalaust verður mín cevisaga
ekki talin við barnahcefi.
En heillandi lími er horfinn og liðinn
hausinn er fullur af bönnuðum myndum.
Fótspor mtn liggja um landið og miðin
leiðin er vörðuð af allskonar syndum.
Syndin þykir víst fáumfögur
fjölmargt er um hana rcett og skrifað.
Þelta eru eflaust sannar sögur
en syndlaus gceti ég hreint ekki lifað.
Flest hefég valið og fáu hafnað
fjölbreytl er orðið í sálarmalnum.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri,
sími 96-26900
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu emb-
ættislns að Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri, föstudaglnn 3. mars 1995 kl.
10.00, á eftirfarandi eignum:
Hafnarstræti 97, hl. 1A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
Iðnlánasjóður og Landsbanki ís-
lands.
Hafnarstræti 97, hl. 2D, Akureyri,
þingl. eig. Hönnunar- og verkfræð-
ist. h.f., gerðarbeiðendur Akureyr-
arbær, Iðnlánasjóður, Sýslumaður-
inn á Akureyri og íslandsbanki h.f.
Hafnarstræti 97, hl. 2H, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f. og
Iðnlánasjóður.
Hafnarstræti 97, hl. 3A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
Iðnlánasjóður, Landsbanki íslands
og íslandsbanki h.f.
Hafnarstræti 97, hl. 5A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
Iðnlánasjóður, Landsbanki íslands
og (slandsbanki h.f.
Hafnarstræti 97, hl. 6A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagiö Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
Iðnlánasjóður, Landsbanki Islands
og íslandsbanki h.f.
Hafnarstræti 97, hl. 4A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
iðnlánasjóður, Landsbanki Islands
og (slandsbanki h.f.
Höfn II. Svalbarðsströnd, þingl. eig.
Soffía Friðriksdóttir, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins,
Landsbanki Islands, Sýslumaður-
inn á Akureyri, Vátryggingafélag Is-
lands h.f. og Islandsbanki h.f.
Sýslumaðurinn á Akureyri
27. febrúar 1995.
Hagyrðingakvöld í Deiglunni á Akureyri sl. funmtudagskvöld:
er sanngjam á konur sem mala“
En lengstaf hef ég syndum safnað
svona eru margir á Jökuldalnum.
Stefán Vilhjálmsson var eini hag-
yrðingurinn við háborðið sem einnig
var þar á hagyrðingakvöldinu í októ-
ber sl. Hann hafði oró á því að hann
hefði ímyndað sér aö þetta hagyrð-
ingakvöld yrði rólegra en það fyrra.
Eftirfarandi vísa varð til:
I annað sinn vindur á vertshús mér blés
þetta víðkunna Ijóðaselur.
Því fmnst mér nú rétt að mér haldi til hlés
svo hinfái að njóta sín betur.
Hákon orti til Oskar Þorkelsdóttur:
Svona er Ósk, ég hef séð hana oft
sœlleg í dagsins önn.
Það er í henni þingeyskt loft
og þó er hún lítil og grönn.
Gestir skemmtu sér konunglega í Deiglunni, enda hagyrðingarnir í fínu
formi. Myndir: GG.
Við háborðið sátu hagyrðingarnir Hákon Aðalsteinsson, Ósk Þorkelsdóttir og Stefán Vilhjálmsson auk stjórnand
ans, Birgis Sveinbjörnssonar.
Og til Stefáns Vilhjálmssonar orti
Hákon (stutthendur):
Eflegg ég mat á mannkosti
í Mjóafirði.
Ekkert telst þar einskis virði.
Ganga menn þar gœflyndir
með geði þekku.
Mislangir íbrattri brekku.
Fœddir eru í firði
sem er flestum þrengri.
Með annan fótinn aðeins lengri.
Fyrri- og seinnipartar
Rímnasnillingamir köstuðu fram
fyrripörtum og létu kollegum sínum
eftir aó botna. Hákon kastaði fram
þessum fyrriparti:
Nú er milli stríða stund
styttir upp og léttir til.
Og Osk botnaði:
Hylur snjórinn hœð og grund
hugann dreymir vor og yl.
Stefán botnaði svo:
Stefja málin létta lund
Ijóðafáknum hleypa vil.
Og Hákon botnaði sjálfur:
Sólarblettur lífgar lund
loksins eru veðraskil.
Það var þröngt á þingi í Deiglunni, en gestir létu það að sjálfsögðu ekki á sig
fá.
Efveður geisa á þorra þung
þá skal beita gríni.
Og Osk svaraði snarlega:
Borða svið og súran pung
súpa á brennivíni.
Hákon var á svipuðum slóðum:
Scekja í búrið súran pung
og súpa létt á víni.
Stefán botnaði sjálfur:
Stinga í hákarl, stúta pung
með staupi af brennivíni.
Osk varpaði fram þessum undur-
fagra fyrriparti:
Hákon var hins vegar á matamót-
um. Hann botnaði:
Minnkað hefur maturinn
sem maga þeirra seður.
Stefán botnaði eigin fyrripart á
þennan hátt:
Heima situr sonur minn
sárum trega veður.
Pólitíkin bar auðvitað á góma og
Stefán kom með þennan fyrripart:
Hvað eiga kappar að kjósa í vor
klofningur ríkir svo víða.
Stefán svaraði snarlega:
Ljóðspeki sína þcer lát' ekkifala
líkast til skortir þœr trúðseðli og mont.
Hákon var með aðra útgáfu:
Kvóti er sanngjarn á konur sem mala
það kemur í veg fyrir hroka og mont.
Stjörnumerki
Hagyrðingamir færóu sig yfir í
pælingar um stjömumerki og varð þá
Stefáni á orói:
Annað þó í raun er rétt
við rímið má ei drabba.
Hátt og skýrt því hérfram sett
Hákon er í krabba.
Og Stefán bætti um betur og orti
um stjómandann, Birgi Sveinbjöms-
son, og stjömumerki hans:
Til að stjórna styrk þarfbein
því stundum myndast hnútur.
Best þá sendir boðin hrein
Birgir yfirhrútur.
Strumpasex
Eins og kom fram í fréttum urðu
menn þess varir að kynlíf hafði
skyndilega slæðst inn á myndbönd
með Strumpunum og hafói fullorðna
fólkið allt í einu áhuga á þessum
teiknimyndahetjum. Hákon orti af
þessu tilefni:
Fyrir vestan létt er lund
lífleg menning þar á ferð.
Kvöldin löngu styttir stund
Strumpamynd af lengri gerð.
Birgir stjómandi Sveinbjömsson
fór með eftirfarandi vísu af sama til-
efni sem hann sagði vera eftir Inga
Steinar Gunnlaugsson á Akranesi:
Börnin sitja með kók og kex
kvikmynd rúllar, spennan vex.
Eyrun sperrast, augun stara
allir hissa, sjáið bara
Strumparnir farnir að stunda sex.
Óðar fram í eldhús hlaupa
einum rómi hrópa tvö;
megum við ekki mamma kaupa
Mjallhvíti og dvergana sjö?
Kosningar
Eins og kunnugt er verður kosið til
Alþingis eftir fáeinar vikur. Birgir fór
með vísu eftir Bjöm Ingólfsson:
Loforðanna listi er digur
og líklegast sannast fyrir rest.
Að allir vinni einhvern sigur
einnig þeir sem tapa mest.
Osk var líka á pólitískum nótum
og hún kastaði fram þessari hugvekju:
Eg spái ei mikið í spilin hjá þeim
sem sparka og Ijúga og svíkja.
Mig dreymir og sé oft í huganum heim
þar sem heiðarleg vinnubrögð ríkja.
G-Iista plöntur
Ósk rifjaði upp að fyrir síðustu bæjar-
stjómarkosningar á Húsavík hafi G-
listamenn gengið í hús og gefið hús-
ráðendum birkiplöntur. Ósk heimsótti
nágranna sinn, sem er harður allaballi,
viku síðar sá hún hvar plantan lá enn-
þá í reiðileysi. „Eg spurði hann hvem-
ig stæði á því að hann léti þetta
viðgangast. „Æi, hún Sigga mín
gleymdi að kaupa mold,“ svaraói
hann. Eg brá mér því heim, setti mold
í poka, fór með hann um hæl og lét
vísu fylgja með.“
Ósk sagði að þar sem konudagur-
inn væri nýlega liðinn hefði henni
dottið í hug að bauna einum konu-
dagsfyrriparti á þá félaga, Stefán og
Hákon. Fyrripartur Óskar var eftirfar-
andi (í formi spumingar):
Keyptirþú blómvönd og brasaðir steik
á blessaðan konudaginn?
Stefán botnaði:
Ég er kotroskinn gcei í karlrembuleik
en við konurnar hreint ekki laginn.
Og Hákon svaraði:
Svo fékk hún í kaupbceti slitróttan sleik
við slíkt er ég þónokkuð laginn.
Stefán kastaði fram fyrriparti sem
tengist þorranum:
Ef að snót með yndishót
undir fót þér gefur.
Og Stefán svaraði snarlega:
Taktu skjótur meyju mót
manndómsbót þá hefur.
Seinnipartur Hákons var hins veg-
ar:
Skaltu þjóta á mannamót
meðan kvóta hefur.
Kennaraverkfallið var ofarlega í
huga Stefáns og hann kastaði fram
eftirfarandi fyrriparti:
Innan sleikja askinn sinn
okkar lcerifeður.
Ósk hafði ráð við þessu og botnaði
undir eins:
Vilja djúpt í vasann minn
verkfall engan seður.
Ósk var ekki í neinum vandræðum
með að botna, en hún tók sér það
bessaleyfi að breyta fyrripartinum og
setti -krata í stað -kappa:
Guðmurtdur ataður auri ogfor
og engum vill Jóhanna hlýða.
Hákon hafði auðvitað svar við
þessu:
Það verða á kjörstaðinn vandgengin spor
og vont sinni köllun að hlýða.
Stefán botnaði sjálfur:
Flokkarnir sumir aðfalla úr hor
og foringjar dóminum kvíða.
Ósk bar fram samviskuspumingu í
formi fyrriparts:
Hvers vegna er það sem karlarnir tala
en konurnar þegja- mér finnst þetta vont.
Gjöfln er þingeysk og grceðir upp tómið
gleður og lífgar upp íslenska fold.
Gáðu nú vel hvort að G-lista blómið
grói og dafni íframsóknarmold.
Stefán rifjaði upp ferð með Gunn-
ari mági sínum Frímannssyni út á
Garðshom á Þelamörk þar sem þeir
voru að stússa í girðingarvinnu.
Gunnar mun hafa stungið G-lista
plöntu nióur í gróðurmoldina og varð
honum þá að orði:
Þakklát var Þelamörkin
hver þúfa og sérhver laut.
Þegar Alþýðubandalagsbjörkin
undir bláhimni rótum skaut.
óþh/GG