Dagur - 28.02.1995, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 28.febrúar 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SfMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ADRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIR A. GUÐSTEINSSON,
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
LEIÐARI
Nú eru rúmlega tveir ménuðir þar til flautað verður til
fyrsta ielks í heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem
eins og kunnugt er fer fram hér á landi. Undirbúningur er í
fullum gangi og samkvæmt orðum fulltrúa Alþjóðahand-
knattleikssambandsins sem hér voru á ferð fyrir skömmu
er hann fyllilega á áætiun og engin ástæða til þess að
örvænta.
Ekki þarf að hafa um það mörg orð að á ýmsu hefur
gengið síðan sú ákvörðun var tekin að heimsmeistara-
keppnin yrði haldin hér á landi. Lengi vel ríkti um það full-
komin óvissa hvort unnt yrði að halda keppnina hér vegna
ónógrar aðstöðu, en þvi máli var farsællega lent og ráðist í
stækkun Laugardalshallarinnar. Þeirri framkvæmd miðar
vel og allar áætlanir ætla að standast.
Þessi óvissa hefur óneitanlega skaðað umgjörð keppn-
innar. Markaðs- og kynningarstarfi hefur ekki verið hægt
að haga eins og nauðsynlegt er. Engu að siður fullyrða
þeir sem til þekkja að erlendis sé ekkert minni áhugi fýrir
þessari heimsmeistarakeppni en fyrri keppnum.
Ekki skortir úrtöluraddir hér innanlands. Umrasðan um
heimsmeistarakeppnina hefur lengstaf verið á heldur nei-
kvæðum nótum. Talað hefur verið um að fslendingar
hefðu ekki skipulagshæfileika til þess að halda slika
keppni, skipulag á sölu gistirýmis og aðgöngumiða sé í
molum o.s.frv. Auðvitað er það ekki svo að allar hliðar
undirbúnings keppninnar séu fuUkomnar, en hins vegar
fer þvi viðs fjarri að undirbúningurinn sé í molum. Það
staðfesta orð fuUtrúa Alþjóðahandknattleikssambandsins,
sem veittu framkvæmdanefnd HM-95 sérstaka viðurkenn-
ingu vegna góðs undirbúnings.
Það er rétt sem Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska lands-
Uðsins í handknattleik, sagöi í sjónvarpi á dögunum, að ís-
lendingar virðast upp til hópa ekki gera sér grein fyrir því
hvílíka stærðargráðu af keppni verið er að tala um. Þetta
er einfaldlega langstærsti íþróttaviðburður sem íslending-
ar hafa orðiö vitni að hér á landi og umfangi hennar verður
ekki líkt við leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs héma
um árið. Þetta er miklu umfangsmeira og stærra mái.
í stað þess að eyöa kröftum sínum í að agnúast út í
keppnina, hver í sinu horni, er mikiu nær að menn taki
höndum saman um að gera heimsmeistarakeppnina að
eftirminnilegum viðburði fyrir land og þjóð. Hingað kemur
fjöldinn allur af fréttamönnum og ísland verður skyndi-
lega i kastljósi erlendra fjölmiðla, hvað sem hver segir um
vinsældir handknattleiksins. Fréttamennirnir munu ekki
einungis senda fréttir af handbolta, þeir munu beina sjón-
um að mörgum öðrum þáttum þjóölifsins. Þess vegna er
mikilvægt að vel takist til með allan undirbúning og fram-
kvæmd heimsmeistarakeppninnar. Við fáum ekki annað
eins tækifæri á næstunni, það er eins gott að landsmönn-
um sé það ljóst.
iUtemjanleg
skepnat?
Kosningar nálgast nú óðfluga og
ævi þessarar ríkistjómar er senn á
enda runnin. Næstu vikumar verö-
ur vonandi hressileg pólitísk um-
ræóa í þjóðfélaginu um helstu
strauma og stefnur, flokka og von-
andi málefni. Það eru mörg mál-
efnin sem flokkamir deila um og
er það gott og blessað. Það er
hinsvegar eitt mál sem enginn
deilir um, ekki vegna þess að það
séu allir sammála um það, heldur
vegna þess að allir stjómmálaleið-
togamir nema einn vilja ekki tala
um málió. En af hverju vilja menn
ekki skiptast á skoðunum um þetta
mál eins og öll önnur? Svarið felst
ekki í því aó um smámál sé að
ræða, heldur er málið þvert á móti
of viðamikið til þess að kosnir
fulltrúar á Alþingi treysti sér til
þess að mynda sér skoóun um það
og upplýsa kjósendur. Hvemig má
það vera að heilu stjómmálaflokk-
amir taka ekki hugsanlega aðild
Islands að Evrópusambandinu til
umræóu og segja það ekki vera á
dagskrá? Hvenær mun þagnar-
bindindinu Ijúka?
Missum af tækifærum með
því að sitja hjá
Þessi skrípaleikur hefur leitt til
þess aó við erum eina lýóræðisrík-
ið í Evrópu sem höfum ekki
myndaó okkur skoðun um hvort
við viljum hugsanlega vera þátt-
takendur í Evrópusambandinu.
Við gerum okkur kannski ekki
grein fyrir því að með því að sitja
hjá og gera ekkert I okkar málum
emm við að missa af aragrúa
tækifæra. I dag er staðan þannig
að ungt fólk þarf að borga svim-
andi háar upphæðir í skólagjöld
utan Norðurlandanna og ýmsar
leiðir til styrkja á vegum evr-
ópskrar samvinnu á sviði æsku-
lýðsmála og málefna fatlaðra eru
að lokast á nefið á okkur vegna
þess að vió stöndum bara hjá og
fylgjumst með. Það eru vióameiri
og fleiri tækifæri sem við erum
hugsanlega að missa af, því lengur
sem við stöndum aðgerðarlaus,
því fleiri verða tækifærin. I hug-
um margra er ESB bákn, illtemj-
anleg skepna sem lætur ekki að
stjóm eða jafnvel hættulegur óvin-
ur. En það er nú einfaldlega svo
að allar þjóðir sambandsins hafa
talið sér hag í því að ganga inn en
ekki af illri nauðsyn.
Eigum að ræða Evrópusam-
bandsaðild og samnings-
markmið
En hvemig geta flestir pólitískir
ráðamenn þessara þjóðar reynt að
telja okkur trú um að við eigum
ekkert erindi inn i Evrópusam-
bandið þegar þeir hafa ekki viljað
ræða um kosti þess og galla?
Sumir hafa sagt; málið er ekki á
dagskrá fyrr en eftir ríkjaráðstefn-
una, sem er á næsta ári, aðrir
halda því fram að vegna þess að
Norðmenn höfnuðu sínum samn-
ingum þá höfum við ekkert að
gera meö Evrópusambandið, enn
aðrir hræðast skammstöfunina
ESB og vilja bara alls ekki ræða
um málið almennt. Þessu fólki vil
ég benda á að Island er sjálfstætt
land sem er og verður ekki undir
hatti Norðmanna. Ennfremur vil
ég benda á að við verðum aö geta
rætt málin og myndað okkur
samningsmarkmið áður en aó sótt
er um formlegar viðræður við
Aðalheiður Sigursveinsdóttir.
„Þessi skrípaleikur
hefur leitt til þess
að við erum eina
lýðræðisríkið í Evr-
ópu sem höfum
ekki myndað okkur
skoðun um hvort
við viljum hugsan-
lega vera þátttak-
endur í Evrópusam-
bandinu.“
Evrópusambandið, síðan er reynt
að ná samningum við Evrópusam-
bandið og þá verður hægt aó tala
um hvort við eigum að segja já
eóa nei um hugsanlega aðild okk-
ar að hinni sameinuðu Evrópu.
Enginn veit hvaó kemur út úr
þessum samningum nema aó við
látum á það reyna, hvað okkur
stendur til boða. Þá fyrst getum
við farið að mynda okkur skoðun
um inngöngu.
Óábyrgt að segja Evrópu-
málin ekki á dagskrá
Forustumenn flestra flokka hafa
gefið loðin svör um hvað þeir
muni gera í þessum málum eftir
kosningar. Eitt er víst að málin
veróa rædd næstu fjögur árin. Það
er afar líklegt að þau verði skoðuó
nánar en nú er gert. Þess vegna er
það vægast sagt óábyrgt af for-
ystumönnum þeirra flokka sem
ekkert gefa upp um sínar skoðanir
að segja að málið sé ekkert á dag-
skrá. Mitt mat er að þeir séu ein-
faldlega hræddir við að missa
fylgi kjósenda. Til að friða alla er
málið einfaldlega sett útaf dag-
skrá, einfalt og gott. Eða hvað?
Nei. Stjómmálamenn eiga að vera
þátttekendur í því aó upplýsa þjóð
sína á málefnalegan hátt um það
sem skiptir okkur máli, mig og
þig. En hvemig geta þeir fullyrt að
eitthvaö sé ekki á dagskrá þegar
það hefur ekki verið rætt? Hver
ræður því hvað er á dagskrá? Hafa
leiðtogar þessa lands verið dug-
legir við að upplýsa okkur um
Evrópusambandið, hugsanlega
kosti og galla? Hvað fmnst þér?
Aðalheiður Sigursveinsdóttir.
Höfundur er varaformaóur Sambands ungra
jafnaóarmanna og alþjóðaritari.
Vöknum ekki upp við fjöl-
flokka vinstri stjóm í vor
Bati í efnahagslífmu er sýnilegur,
útflutningur hefur aukist, hagvöxt-
ur er á nýjan leik og kaupmáttur
fer hækkandi. Ástæðan er að stór-
um hluta sú að ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar hefur tekist aó skapa
stöðugleika og umhverfi sem er
fyrirtækjum hagstætt. Raungengi
er lágt, verðbólga lítil, vextir lágir
og skattaálögur hafa verið minnk-
aðar. Hóflegir kjarasamningar
sem miða að aukningu kaupmátt-
ar og kjarajöfnun hafa verið undir-
ritaðir. Mikilvægt er aó haldið
verði áfram á sömu braut.
Sagan kennir okkur
Sagan kennir okkur að það tekur
skemmri tíma að eyðileggja stöð-
ugleika heldur en skapa hann.
Skýrasta dæmið er frá sumrinu
1971. Þá hafði Viðreisnarstjóm-
inni tekist að bregðast við erfið-
leikum og koma þjóöarbúskapn-
um á lygnan sjó. í kosningunum
missti stjómin fylgi og við tók
þriggja flokka vinstri stjóm undir
forystu Framsóknarflokksins.
Einn af þeim flokkum var af svip-
uðum toga og Þjóðvaki. Á örfáum
mánuðum hafði vinstri stjómin
endaskipti á stjóm efnahagsmála
og uppúr því hófst óðaverðbólgu-
tímabilió og framsóknaráratugim-
ir tveir.
Eftir næstu kosningar gæti ver-
ið hætta á að mynduð verði fjög-
urra flokka vinstri stjóm undir
forystu Framsóknarflokksins enda
hefur formaður Framsóknar-
flokksins lýst því yfir að hann
stefni að myndun slíkrar stjómar
undir forsæti sínu. Væntingar
kjósenda um að hann stefni að
samstjóm Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks em því úr lausu
lofti gripnar.
Þótt fáir trúi því að vinstri
stjóm geti lent í sömu ógöngum
og stjómin 1971 er staðreyndin
sú aó fjölflokka stjómir em vara-
samar. Miklu erfíðara er að gera
málamiðlanir milli margra flokka
heldur en tveggja. Afleiðingin er
óstjóm og óeðlilega mikil áhrif
lítilla flokka eða einstaklinga í
oddastöðu.
Þau hrossakaup sem fylgja fjöl-
flokkastjóm voru áberandi í tíð
síðustu ríkisstjómar Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags, Fram-
sóknarflokks, Borgaraflokks og
Stefáns Valgeirssonar. Sú stjóm
byggói upp opinbert sjóðakerfi
kringum útflutningsgreinamar,
kerfí sem laut pólitískri stjóm. Þá
ultu örlög fyrirtækja oft á ákvörð-
unum sjóðstjómanna frekar en at-
höfnum stjómenda og starfsfólks
í fyrirtækjunum. Stuðningur Borg-
araflokksins var aó hluta keyptur
með stofnun ráðuneytis umhverf-
Jón Helgi Björnsson.
ismála og veitingu sendiherra-
stööu í París. Fleiri dæmi væri
hægt að nefna, enda ekki tæmandi
upptalning á því prangi er við-
gekkst í þeirri ríkisstjóm.
Að lokum
Kosningamar í apríl snúast um
hvort mynduð verði fjögurra
flokka vinstri stjóm undir forystu
Framsóknarflokksins eða tveggja
Eftir næstu
kosningar
gæti verið
hætta á að
mynduð verði
fjögurra
flokka
vinstri stjórn.
flokka ríkisstjóm undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Sagan kennir
okkur að það er þjóðamauðsyn að
forðast vinstri stjóm undir hand-
leiðslu Framsóknarflokksins.
Sjálfstæðisflokknum er best
treystandi til að viðhalda stöðug-
leika og hlúa að áframhaldandi
samkeppnishæfni útflutnings-
greinanna, þaó hefur sagan einnig
kennt okkur.
Jón Helgi Björnsson.
Höfundur er rekstrarhagfræöingur og líffræö-
ingur og skipar 4. sæti á framboöslista Sjálf-
stæðisflokksins í Noröurlandskjördæmi eystra.