Dagur - 18.03.1995, Page 4

Dagur - 18.03.1995, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 18. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, (ax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Gulir og glaðir í dag fer fram í Reykjavík fyrsti úrslitaleikur KA og Vals í íslandsmótinu í handknattleik. í fyrsta skipti í sögunni er lið af Norðurlandi í baráttu um íslands- meistaratitil í handknattleik og fannst kannski ýmsum tími til kominn. Árangur KA-manna á þessu keppnistímabili er í einu orði sagt stórglæsilegur. Úrslitaleikur KA og Vals í Bikarkeppni HSÍ verður lengi í minnum hafður en eins og kunnugt er stóðu norðanmenn þar uppi sem sigurvegarar eftir harða rimmu. Eftir þann leik bjuggust margir við að KA-menn væru saddir en ann- að kom á daginn. Þeir hafa sýnt ótrúlegan styrk í leikj- um í átta liða og fjögurra hða úrslitunum sem hefur vakið verðskuldaða aðdáun. KA-menn hafa sýnt fram á að það var engin tilviljun að þeir urðu bikarmeistar- ar. Þeir eru einfaldlega með gífurlega sterkt lið sem hefur alla burði til þess að verða íslandsmeistari. Árangur KA-manna á þessum vetri hefur smitað út frá sér á Akureyri og víðar á Norðurlandi. Áhugi á handknattleik hefur aukist verulega og ólíklegasta fólk hrífst með. Dagur óskar KA-mönnum góðs gengis í baráttunni framundan og væntir þess að heimamenn styðji vel við bakið á þeim. Frábær skíðamaður Kristinn Björnsson skíðamaður frá Ólafsfirði gerir það gott þessa dagana í skíðabrekkunum á meginlandi Evrópu. Um síðustu helgi náði hann frábærum árangri á skíðamótum í Sviss og sl. þriðjudag hélt hann upp- teknum hætti og skíðaði glæsilega á svigmóti á Ítalíu. Óhætt er að fullyrða að enginn íslenskur skíðamað- ur hefur náð jafn góðum árangri og Kristinn, en hann hefur sýnt fram á að með miklum dugnaði og elju er allt hægt. Kristinn er einfaldlega að komast í fremstu röð alpagreinamanna í heiminum og mikils er að vænta af honum á næstu árum. Hins vegar er vert að hafa í huga að til þess að Kristinn geti stundað íþrótt sína verður hann að fá fjárhagslegan stuðning opin- berra aðila og fyrirtækja. Öðruvísi gengur dæmið ekki upp. I UPPAHALDI að má með sanni segja að KA-liðið í handbolta hafi komist í uppáhald norðan heiða í vetur og í dag hefst slag- urinn utn íslandsmeistaratitilinn. Því er vel við hœfi að hafa hrein- rœktaðan KA-handboltamann í Uppáhaldi Dags í dag. Leó Örn Þorleifsson heitir kappinn, sonur hins kunna handboltagarps Þor- leifs Anatiíassonar og íngveldar Bryndísar Jónsdóttur. Leó Örn er í 4. bekk Menntaskól- ans á Akureyri á félagsfrœði- braut og verður því stúdent í vor ef verkfallið leysist í tceka tíð. Hann hefur alla tíð œft og spilað með KA, lengi vel bœði fótbolta og handbolta en fyrir 3-4 árum fór hann að einbeita sér að handboltanum. Leó Örn býr í foreldrahúswn en unnusta hans er Akureyringurinn Drífa Björk Sturludóttir. Hvaða malur er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Pepperóní pizza frá Greifanum er toppurinn." Hvað borðar þú áður en þú ferð í leiki? „Fyrir heimaleiki borða ég alltaf sérstaka blómkálssúpu að hætti móður minnar cn þegar við erum fyrir sunnan er það yfirleitt spag- hettí.“ Uppáhaldsdrykkur? „Kók.“ Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? „Ég er nú ekki liötækur í heimilis- störfunum en mér finnst ágætt að skúra herbergið mitt svona fyrir jólin. Það er tvímælalaust leiðin- legast að strauja.“ Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? „Já, já, næstum alla daga vikunnar í KA-heimilinu.“ Ert þú í einhverjum klúbb eðafé- lagasamtökum? „KA og svo er ég í Verði, félagi ungra sjálfstæóismanna.“ H vaða blöð og tímarit kaupir þú? „Hér á heimilinu kaupuni við Dag og DV.“ Hvaða bók eránáttborðinu hjá þér? „Síóara bindið af Heimsljósi eftir Halldór Kiljan Laxness en ég er í Laxnessklúbbnum og finnst karl- inn þrælgóður.“ / hvaða stjörnumerki ert þú? „Hrútnum, verð tvítugur á kosn- ingadaginn.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ný dönsk, Bjöm Jörundur er á toppnum." Vppáhaldsíþróttamaður? ,Það er Alfreð Gíslason, hann er mjög góð fyrirmynd.“ Hvað hotfir þú mest á í sjónvarpi? „íþróttir, fréttir og góðar kvik- myndír.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestáUt? „Ég hafði alltaf ofurtrú á Albert Guðmundssyni en eftir að hann lést þá tök Davíó Oddsson við.“ Hyer er að þínu matifegursti staður á íslandi? „Eyjafjörður, cngin spurning.“ Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum nú? „Ætli það væri ekki ágætt að búa í Hafnarfirði, það er viðkunnanlcgur bær.“ Hvaða hiut eða fasteign langarþig mest til að eignast um þessar ntund- ir? „Gullpeninginn sem fellur íslands- meisturunum í skaut, það væri gaman að bæta honum í safnið, enda ætlum við alla leið.“ Hvar skemmtir þú þér best? „í Sjallanum og 1929 en svo skemmti ég mér örugglega best á Pollinum eftir kosningadaginn, þá verð ég örðinn nóg gamall til að mæta þangað.“ Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þtnum? „Mér l'innst gaman að skreppa í bíó þegar ég hef tíma til þess en svo cr líka ljúft að vera heima, slaka á og lcsa.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Handbolti, númer eitt, tvö og þrjú.“ KU ORÐ FRÁ H VAMMSTANCA kristjánbjörnsson Afti erfðasyndar Nú erfist afli, sem ekki er enn far- ið að veiða, en þá aðeins meðal útvegsmanna. Ég bíð því gapandi eins og sjálfur þorskurinn eftir fréttum af afdrifum kvótaeignar vió skipti vegna hugsanlegs skiln- aðar útvegshjóna. Þorskígildið er hugmynd manna um það magn fiskitegundarinnar sem ætla má að þvælist í net útgerðarmanna við verstöðina ísland á hverju ári. Verbúðarlíf okkar hinna er samof- ið þessum netatrossum svo að ekki verður um villst. Því er skilj- anlega glamrað á því á pöllum Al- þingis aó óveiddur þorskur verði ætíð að vera í eigu Islendinga. Þjóðemiskenndin er auðvitað magnþrungin í huga stjómmála- manna fyrir kosningar og hljótum við að sjá fyrir okkur öll tárin sem renna um hvarma útvegsmanna á bak við tjöldin. Aðeins einum þeirra er þaó sérlega lagið að tár- ast ævinlega í beinni útsendingu þegar þessa ímynduðu þjóðareign ber á góma. Hann hefur því eðli- lega verið settur í forsvar hinna sem aðeins geta grátið krókódíla- tárum opinberlega. Þorskurinn er sameign þjóðarinnar og því ætti ég að eiga eitthvað í honum. Svo er þó ekki því á mig hefur aldrei verið lagóur neinn skattur sem nefndur er eftir þorski eða ýsu. Einn aðili í þessu landi hefur þó séð í gegnum möskvana sem hylja sjónir okkar hinna. Það er skatturinn. Hann hefur skattlagt óveiddan fisk sem eign útvaldra sem aldrei þurftu þá að kaupa hann af þjóðinni. Hann er meira að segja svo óforskammaður þessi skattur aó spyrja ekki löggjafann áður. Og nú hefur hann einnig skattlagí aumingja litlu erfingjana að góssinu. Erfðafjárskattur hlýtur að vera þung byrði sem genginn ái leggur þannig óvart á komandi kynslóðir. Bætist þessi þorskkvóti því við aðra kvóta hvers manns- bams er það hlýtur í vöggugjöf. Einn sá lífseigasti er vafalaust erfðasyndin sjálf. Þaó er kvótinn sem hver og einn á í upprunasynd- inni eða með öðrum orðum sá biti eplis sem höggormurinn tældi Evu til að næla sér í og veita. Hér erum vió einmitt aö tala um sneið af þjóðarkökunni eða eitthvað því um líkt. En minnst á Adam og Evu, þaó fræga par, sem ekki skildi að skiptum þótt bjátaði á, hljótum við að dást að því hvernig þau létu reka sig saman úr para- dísinni og héldu áfram að geta böm. Þar er enginn kvóti. Hér heima er engu líkara en kvóti sé á fjölda hjúskaparára og gerist þaó nú í öllum stéttum að hjón skilja. Við hljótum því að leiða hugann að mögulegum skilnaði eða hjú- skaparvanda útgerðarhjóna eins og annarra. Varð því til þessi leió- inda vísa sem ég læt fljóta hér með af einskærum skepnuskap er fínnst í genum allra manna: Kös af þorski, konumynd, hún krefur mann að skiptum. Því afli finnst og erfðasynd, hjá öllum útvegsœttum. Af því við tölum nú um alla menn, veró ég að segja hér eitt að lokum. Hverju breytir það fyrir mig, hér ystan á verbúðarbekkn- um, hvort útvegsbóndinn heitir Jón í Reykjavík eða Smith í Hull eða Spinósa á Spáni. Þaó eina sem myndi breytast er líklega sú stað- reynd að um eignir hans veróur fjallaó fyrir skattadómstólum ytra en ekki hér heima. Og söngurinn um ættjarðarástina myndi þagna í tengslum vió allan hégómann þeg- ar sérkjör valinna manna ber á góma. Krafa mín í þessum sam- búðarvanda þjóðar og útvegs- kónga er því einföld. Réttið mér og öllum þcgnum hlutabréf í þorski sem ekki hefur verið veidd- ur og hafið verður aftur sameign íslendinga. Og við skulum hafa hlutabréf þessi skattfrjáls.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.