Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 13
POPP Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR -13 MAGNÚS CEIR GUÐMUNDSSON Tímamótum fagnað - hjá einni af þekktustu hljómsveitum Kanada Rush. Tríó skipað sömu mönnunum í 20 ár. Árið 1970 tóku þrír unglingspiltar í Toronto í Kanada sig til og stofnuðu hljómsveit. Fyrirmyndin voru Led Zeppelin og aðrar bresk- ar blúsrokkhljómsveitir, sem ráð- andi voru í tónlistarheiminum. Fyrstu þrjú árin voru lög þessara fyrirmynda það sem félagamir einbeittu sér fyrst og fremst að, en árið 1973 höfðu þeir þó á skömm- um tíma hljóóritað nægt frumsam- ið efni til að fylla stóra plötu. Árið eftir varð platan síðan að veru- leika eftir að Mercuryútgáfan í Kanada hafði tekið félagana þrjá upp á sína arma. Farsælir fulltrúar Lýsingin hér á undan á við um upphaf einnar af þekktustu, vin- sælustu og örugglega langlífustu rokkhljómsveitum Kanada fyrr og síðar, Rush. Það sem svo meira er, er að nú um þessar mundir fagnar tríóið því að hafa verið eins skip- að í tuttugu ár, eða frá því önnur platan, Fly by night, kom út árið 1975. Voru það bassaleikarinn og söngvarinn Geddy Lee, gítarleik- arinn Alex Lifeson og trommu- leikarinn John Rutsey, sem stofn- uðu Rush og gerðu fyrstu sam- nefndu plötuna, en á Fly by night hafði Neil Peart hins vegar leyst Rustey af hólmi og hefur tríóið ekkert breyst síðan. Kom Peart með nýja og fjölþætta reynslu inn í hljómsveitina m.a. á sviði tækni og textasmíða, geröi það að verk- um að Rush þróaðist burt frá blús- rokkinu yfir í „gáfumanna“ eða listrokk, eins og stundum er sagt, á borð vió það sem t.d. hinar bresku Yes, Genesis og jafnvel Pink Floyd. Sérstaóa Rush varð þó samt sem áður fljótt ótvíræð og er stíll þeirra á suman hátt e.t.v. aðgengilegri en hjá t.d. Yes. Næstu plötur, Caress of steel og tónleikaplatan All the world’s a stage, sýndu þessa stílmótun Rush vel, en með plötunni A farewell to kings, gætti hins vegar nokkurrar stefnubreytingar þar sem poppað- ari áhrifa kenndi. Sú þróun hélt áfram á næstu plötu, Hemispher- es, og hafa viss melódísk popp- áhrif ætíð fylgt Rush síðan í hinni sérstæðu en jafnframt nýjunga- gjörnu og framsæknu rokktónlist- arsköpun Rush. Áðurtaldar plötur, en þó sérstaklega þær sem næst komu á eftir, Permanent waves, Moving pictures, tónleikaplatan Exit stage left, Signals og Grace under pressure (á tímabilinu 1980- 1984) seldust allar vel og færðu Rush stigvaxandi frægð. Síðast- töldu plötumar fimm náðu t.d. all- ar inn á topp tíu bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þær hafa svo í ofanálag þótt hver annarri betri að mati gagnrýnenda. Vegna þess hversu plötumar hafa einmitt þótt heilsteyptar, hafa einstök smá- skífulög ekki orðið til þess aö selja plötumar, en það hafa hins vegar tilkomumiklar og glæstar tónleikaferðir gert. Er það ekki hvað síst fyrir hversu góð tón- leikasveit Rush er, að hún hefur öðlast þann orðstír sem raun ber vitni. En það eru gömul sannindi og ný að tónleikagæói tríóa séu oft meiri en annarra. Segir þaó raunar alla söguna unt Rush, að tónleikaplöturnar eru eigi færri en þrjár hingað til, síðast A show of hands 1989 og nú mun víst vera von á meiru svo góðu. Fagna með sínum hætti Líkt og í fleiru ætla þeir félagarnir í Rush, Lifeson, Peart og Lee, að fara sínar eigin leiðir í aó fagna áðumefndum tímamótum á ferlin- um. I stað þss að gefa út kassa eða annars konar safndæmi, meö eða án áður óútgefins eða nýs efnis, eins og títt hefur verið á slíkum tímamótum, hafa þeir þremenn- ingamir í hyggju að útsetja og taka upp að nýju nokkur af þeirra bestu lögum með útgáfu á dagskrá síðar á árinu. Og ekki bara það, heldur langar þá líka að fara í sér- staka afmælistónleikaferð, sem reyndar myndi aðeins miðast viö Ameríku og síðan tónleikaplata gefin út í kjjölfarið. Þetta er óneit- anlega nokkuð spennandi dæmi, sem vonandi verður aó veruleika, en nánari áætlun er ekki ennþá ljós. Það er líka óvíst hvenær ný hljóðversplata kemur næst frá Rush, þar sem þeir þrír hafa haft í nógu að snúast á eigin vegurn. Meðal annars hefur Peart t.d. ver- ið einn aðalmaðurinn á bak við plötu til heiðurs minningu djass- trommarans fræga Buddy Rich, sem lést eigi alls fyrir löngu. Kom þessi plata út fyrir skömmu og heitir eftir því sem best er vitað, Burning for Buddy. Wet wet wet er stórtæk í gerð nýjustu plötu sinnar. „Þeir votu“ velja líst Það er ekki ofsögum sagt aó skoska popphljómsveitin Wet wet wct hafi stolió senunni á síðasta ári I poppinu, allavega hvað varðar vinsældir í Bret- landi. Sat hún nefnilega sem kunnugt cr með túlkun sína á gamla Troggslaginu Love is all around á toppnum í Brct- landi í heila þrjá mánuði á síó- asta ári, sem er met. Sló Wet wet wet þar m.a. hinum maka- lausu vinsældum Bryan Ad- ams ntcð lagið sitt (Everything I do) I do it for you úr bíó- myndinni um Hróa hött við, en það var líka vikum saman á toppnum í Bretlandi árið 1993. Wct wet wet, sem kentur frá Glasgow, hefur hins vcgar ekki sent frá sér nýtt efni síóan 1991, eða frá því High on the happy side kom ÚL En á því er að veróa bragarbót og er reyndar oróin, því ný srná- skífa, sem væntanlega á að fylgja vinsældum Love is all around, er nú nýkomin út með laginu Hey Julia. Listaverkapiata I kjölfar hcnnar kemur svo ný hljóðvcrsplata út í næsta mán- uöi, sem hafa mun yfir sér nokkuö sérstakt yfirbragð. Þar er sérstaklega átt við útlit piötunnar, cn þeir félagamir fjórir í Wet wet wet hafa feng- ió til liðs við sig hvorki lleiri né færri en 18 skoska lista- menn til hönnunar plötuum- slagsins. Meðal annars munu andlitsntyndir af sveitarnteó- limunum og túlkanir myndlist- armannanna á innihaldi lag- anna prýóa plötuna og „bók- ina“ sem jafnan fylgir geislaplötunum. Síðan er sú nýstárlega hugmynd uppi um að sýningar á upprunalegu málverkunum verði haldnar víðsvegar í Evrópu og þá í tengslum við tónleika hljóm- sveitarinnar á viðkomandi stöóunt. Hugmyndin er svo cinnig sú að vcrkin setji á ein- hvem hátt svip á sviósmynd tónleikaferðarinnar. Það verð- ur því líklega óhætt að segja að um „Listavcrkaplötu“ sé að ræða hjá Wet wet wet. Em það að sögn margir af þekktustu málurum Skota sem koma að þessu verki fyrir hljóntsveit- ina. Punktar Elton John enn á fullu Gleraugnaglámurinn góðkunni, Elton John, hefur ekki látið deig- an síga í tónlistinni þótt fótbolta- ævintýrið mcó Watford stæöi stutt og að í einkalífinu hafi verið vissir erfiðleikar. Heldur hann áfram að senda frá sér vinsæl lög og selja piötur sínar í ntilljónavís cins og ckkert hafi í skorist Nýj- asta smáskífulagið hans, Bclicve, fór beint í sautjánda sæti breska listans fyrir röskri viku, en það er undanfari enn einnar nýrrar plötunnar frá honum og þá væntanlega meó vini sínum og samstarfsmanni lengst af, texta- smiðnum Bemie Taupin, sér til fullþingis. Nefnist platan Made in England og er ekki að efa að hún muni sjást í efstu sætunt víða líkt og flestar plötur Eltons hafa gert. Stevie með „Friðarspjall“ Önnur stórstjama, engu síðri en Elton John, sem líka spilar gjam- an á píanó og er líka með gler- augu, en svört þar sern hann er blindur, Stevie Wondcr, er sömu- leióis að senda frá sér nýja plötu. Stevie Wonder í „syngjaiuli saniræðu“. Elton John gcfur ekkert cftir. Conversation piece kallast hún, Friðarsamtal eða Friðarspjall. Af henni er lagið For your love nokkuð spilað á útvarpsstöðvum þessa dagana. Bíóplata Eins og sagt var frá hér á síðunni fyrir þálfum mánuði, á Unun nýtt lag, Ég hata þig, í nýrri íslenskri bíómynd, sem nefnist Ein stór fjölskylda. Vcrður myndin frurn- sýnd í lok þessa mánaðar og er leikstjóri hennar með meiru, Jóhann Sigmarsson, en hann varó frægur á Islandi árið 1992 fyrir aó gera hina geysivinsælu mynd Veggfóður - Erótísk ástarsaga, ásarnt Júlíusi Kemp. Nú eftir helgina kemur hins vegar út sem forskot á sæluna, sautján laga geislaplata meö lögum úr mynd- inni, þar sent auk Unun(ar) Bubbi, Bubbleflies, Birthmark, Texas Jesus, Kolrassa Krókríó- andi, Lipstick lovers og Skárra en ekkert, eiga hlut að máli. Eiga þessi ntynd og platan cflaust eftir aó vekja mikla athygli. Ennþá týndur Nú röskum einunt og hálfum ntánuði eftir að hann hvarl', hefur enn ekkert spurst til gítarleikara Manic street preacers, Richey James Edwards. Bifreið hans fannst aó vísu fyrir rúmri viku, en hvorki tangur né tetur af Jarnes. Þannig aukast því miður líkumar á aó hann hafi farið sér aó voða, en frantanaf var ekki talin sérstök ásueða til að halda þaö. Leit er þó haldið stöðugt áfram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.