Dagur - 18.03.1995, Side 9

Dagur - 18.03.1995, Side 9
Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR - 9 Loðnubátur leggur að bryggju Fyrir nokkrum dögun kom loðnubátur- inn Guðmundur Ólafur ÓF-91 til lönd- unar í Krossanes. Við lögðum leið okkar á bryggjuna og tókum þau tali Ástu á vigtinni, Maron í brúnni og sjómanns- konuna Sigríði frá Ólafsfirði. Guðmundur Ólafur ÓF- 91 kemur að bryggju í Krossanesi. Karlinn í brúnni miðin, aó vísu vorum við 30 tíma hingað, það var leiðinlegt veður í gærkvöld og nótt.“ - Er mannlífið um borð ekkert orðið þungt eftir sex vikna veiði án hlés? „Nei, nei, þetta eru frískir og hressir strákar. Flestir eru búnir að vera á loðnu í mörg ár og vita að hverju þeir ganga. Núna er þetta al- gjört kapphlaup við loðnuna, það gera sér allir gein fyrir því. Loðnan bíður ekki eftir okkur við verðum að taka hana meðan hún gefst og ég held að það sé mjög stutt eftir núna. Þetta veltur allt á því að það verði gott veður næstu daga svo hægt verði að nýta loðnuna til hrogna- töku, þá fjölgar aðeins krónunum, þær eru ekki svo margar." - Er það ekki vel launað, að vera loðnusjómaður? „Þetta gefur ágætlega af sér þann stutta tima sem loðnan veiðist en svo eru dauðir tímar á milli.“ - Stundið þið ekki annarskonar veiðar milli loðnuvertíða? „Jú.jú, viö förum á rækju.“ - Eru það ekki styttri túrar? „Það eru vikutúrar og landað í heimahöfn, þannig að það er allt annað lífsmynstur,“ sagði Maron skipstjóri á Guðmundi Ólafi. KLJ Hann heitir Maron og er Bjömsson, skipstjórinn á Guðmundi Ólafi. Hann var á leiðinni heim til Ólafs- fjarðar ásamt hópi bátsverja, leigu- bíllinn beið þeirra á bryggjunni. - Maron, hvað eru margir í áhöfninni á Guðmundi Ólafi? „Við erum 14, allir Ólafsfirðing- ar.“ - Svo þið eruð á leiðinni til Ól- afsfjarðar? „Já, það er orðið ansi langt síðan við komum heim. Við erum að hugsa um að athuga hvort við finnum húsin okkar. Er ekki allt á kafi í snjó?“ - Verður svo siglt á miðin í fyrramálið? „Já, við verðum svona 23 tíma á Feðgarnir Gylfi og Trausti eru saman á Guðmundi Oiafi, á milli þeirra stendur karlinn, Maron Björnsson. Gylfi er á sinni sjöttu loðnuvertíð en Trausti sonur hans tekur nú í fyrsta sinn þátt í eltingarleiknum við þennan smáa en eftirsótta fisk. Myndir: Robyn Beðið eftir pabba ábryggjutmi Þau voru komin frá Ólafsfirði meó mömmu sinni, Sigríði Helga- dóttur, til aó ná í pabba, systkinin Sigvaldi Þór og Guórún Helga, en faðir þeirra er Finnur Steingríms- son, vélstjóri á Guðmundi Ólafi. Aðspuró sagói Sigríður að loðnusjómenn ættu rétt á fjórum frídögum í mánuði samkvæmt samningum en þaó gengi nú ekki alltaf upp þegar verið væri að elt- ast viö loðnuna. „Þetta hefur samt aldrei verið svona langt hjá þeim. Þeir hafa yfirleitt fengið sín frí á Guðmundi Ólafi þangað til núna. Núna er komið á sjöttu viku síöan þeir komu heim og þeir fá aðeins frí til klukkan ellefu í fyrramálið,“ sagði Sigríður. í þann mund lagðist Guðmund- ur Ólafur að, klukkan var rétt að verða sex og því 17 klukkustundir til stefnu, dýrmætar samveru- stundir áður en faðir og eiginmað- ur héldu út á haf á ný. Finnur Steingrímsson vélstjóri, kominn í faðm fjölskyldunnar eftir sex vikna aðskilnað. Á innfelldu myndinni er Sigríður með systkin- in Sigvalda Þór og Guðrúnu ^ Helgu. V Astaer á „Eg er búin að vinna héma við löndunina meira og minna í þrjár vertíðir,“ sagði Asta Alfreðsdóttir, en hún fylgist með vigtinni þegar loðnunni er dælt upp úr bátunum í Krossanesi og inn í verksmiðjuna. „Þegar bátamir leggjast að er dælan hífð um borð, sjó dælt í lestamar og loðnunni dælt upp úr bátunum og inn. Fyrst fer hún í gegnum vélamar sem kreista úr henni hrognin og svo áfram inn í verksmiðjuna - Hvað verðið þið lengi að landa úr Guðmundi Ólafi? „Ef vel gengur er hægt að dæla um 150 tonnunt á klukkustund. Það tekur því aðeins nokkra klukkutíma að landa úr Guðmundi Ólafi en hann er með um 610 tonn. Svo löndum við strax á eftir úr Þórði Jónassyni en hann er með eitthvað aðeins meira, ætli þessi törn taki ekki svona tíu tíma,“ sagði Ásta. Ásta sagði að þegar Siguróur VE, en hann er í hópi stærstu loðnubátanna, kæmi í Krossanes væri hann oft með ein 1400 tonn og þá tæki um það bil tíu tíma að landa úr honum einum. Hún sagði vigtinni Ásta Alfreðsdóttir bíður eflir loðn- unni við dyr vigtarskúrsins í Krossa- nesi. að þeir bátsverja sem ekki væru á vakt á meðan á löndun stæði væru snöggir að fara í land enda stuttur tími til stefnu. Algengast væri að bátamir færu aftur um leið og þeir væru lausir vió dæluna, það er aó segja innan nokkurra klukku- stunda. KLJ smm Hlíf ísaksdóttir, nemi: Niðurskurður ríkisstjórnarinnar í menntamálum og versnandi staða námsmanna er eitt það versta sem gerst hefur á þessu kjörtímabili. Alþýðu- bandalagið og óháðir vilja auka framlög til menntamála og bæta stöðu námsmanna. Með því að veita menntamálunum forgang er verið að byggja upp fyrir framtíðina. Mér líst vel á það ! og ætla þess vegna að kjósa G-listann. Raffíhlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. ----------------------r Sælkerar í sveltína Notalegt veitingahús í hjarta Eyjafjaröarsveitar Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 18 Pantið í tíma vegna mikilla bókana sýningarkvöldin í síma 31333 Velkomin(n) á Kvennaskóla Café Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit, sími 31333 RAUTTLjÓS^lRAUTTLjQS!' yUMFERÐAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.