Dagur - 18.03.1995, Page 15

Dagur - 18.03.1995, Page 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Sú allra frægasta Bjartasta vonin í Hollywood heitir JULIA ORMOMD- Hún er nánast óþckkt í dag en þegar árið er á enda ntun hún hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórmyndum vestan hafs. Hún vinnur hug hjartaknúsarans Brad Pitt í myndinni Legends of the Fall, sem hefur fengið mjög góðar viótökur undanfarnar vikur í Bandaríkjunum. I sumar ntun hún síó- an koma fram í tveimur stórmyndum til viðbótar. Hún heillar Richard Gere í miðaldamynd- inni First Knight, þar sem hún skákaði kynbombum á borð við Sharon Stone, Michelle Pfeiffer, Geena Davis og Demi Moore í baráttunni um hlutverkið, og hún verður í aðalhlut- verki í endurgerð myndarinnar Sabrina, þar sem hún var valin fram yfir Winonu Ryder og Juliette Binoche til að leika á móti Harrison Ford. Þrátt fyrir að leika gegn öllum þessum stóru stjömum féll þessi 29 ára enska leikkona ekki fyrir neinum þeirra. Hún hefur reyndar yfirgefið eiginmann sinn síðan frægðin knúði dyra en er komin í Julia Ormond leikur nú á móti Harrison Ford í endur- sambúð með kvensjúkdómalækni gerð myndarinnar Sabrina, sem Audrey Hepburn ^ sínum í London. gerði ódauðlega árið 1954. r Tyra Banks þykir ekki siðri en Naomi og öllu skemmtiiegri. Aöeins pláss fyrir eina ískubransinn getur verið crfiður og þrátt fyrir að Æ. flestar fyrirsætumar haldi öðru fram er samkeppnin hörð. MÁOMI CÁMPBELL er sögð ein sú allra harðasta í bransanum og hún beitir öllum brögðum til að halda sér á toppnum. Sagan segir að aðeins sé pláss fyrir eina hör- undsdökka glanspíu í hópi ofur- fyrirsæta og sú stúlka sem ógnar Naomi mest er bandaríska stúlk- an Tyra Banks, sem bæði er yngri og þykir þægilegri í sam- skiptum. Fjörið hófst fyrir tveini- ur ámm og stendur enn. Eftir að hafa neitað að taka þátt í tísku- sýningu með Tym beitti Naomi áhrifum sínum til þess að Elite umboðsskrifstofan segði upp santningi sínum við „hina nýju Naomi'*. Elite gaf eftir að lokum og Tyra var látin flakka. „Allt umstangið í kringum Naomi var að gera mig vitlausa,“ segir Tyra. „Ég var bara 17 ára skóla- stúlka og allir sögðu mér að ég mundi mala Naomi en í raun er- urn við báðar fómarlömb tísku- bransans, þar sem aðeins er pláss fyrir eina litaða ofurfyrirsætu,'1 segir Tyra, sem hefur nú snúið sér að kvikmyndaleik og fyrsta hlutverk hennar verður í mynd- inni Higher Leaming, sem unn- usti hennar, John Singleton, leik- stýrir. Hún hefur reyndar áður reynt fyrir sér í leiklistinni í grín- þáttunum The Fresh Prince of Bel-Air, sem em vinsælir vestan hafs. Naomi beitir öllum brögðum til að viðhalda vinsældunum. Mikið hefur verið rætt um að nektarsenur séu oft óþarfar í kvikmyndum og aðeins bætt inn í til að auka aðsóknina. Margar af helstu leikkonum nútím- ans setja sig á háan hest þegar slík- Helen Mirren er ófeimin þegar ncktin er annars vegar. ar nektarsenur em í handritum og segjast aðeins tilbúnar að stripplast ef hlutverkið krefst þess af list- rænni nauðsyn. Enska leikkonan HELEM MIRKEN, sem tilnefnd er til Oskarsverðlauna í ár fyrir leik sinn í myndinni The Madness Of King George og er íslenskum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunn sem lögreglukona í breskum fram- haldsþáttum á borð við Prime Suspect, segir þetta lélega afsökun. Þó hún sé kannski ekki meðal snoppufríðustu kvenna kvik- myndageirans hefur hún aldrei beðist undan að leika í slíkum at- riðum og hún segir af og frá að hún afklæðist einungis ef hlutverk- ið krefst þess. „Það er þvættingur. Ekkert hlutverk krefst þess og ég hef aldrei notað þá afsökun. Það em bíógestir sem krefjast þess. AI- menningur vill sjá leikara nakta. Ég er ekki að segja að ég njóti þess að vera allsnakin fyrir framan myndavélamar en það er það gjald sem ég er tilbúin til að borga fyrir frægðina," segir Helen Mirren. Fred Dryer er með stæltari mönn- um þrátt fyrir að eiga aðeins tvö ár eftir í fimmtugt. Nýv « bvjóstor vaktinni Sjálfskipaða kyntröllió David Hasselhoff og samstarfsfólk hans í Baywatch mega búast við samkeppni á næstunni því kominn er nýr hárkarl í sjóinn. FRED DRYER, sem eitt sinn var sá allra vinsælasti í sjónvarpsþáttun- um Hunter, er í aðalhlutverki í nýjum strandþáttum, Land’s End, sem byggja að miklu leyti á sömu atriðum og Baywatch, strandlífi og lögulegum dömum. Þrátt fyrir að Dryer sé orðinn 48 ára er hann hvergi banginn og tilbúinn að tak- ast á við nýtt verkefni. „Ég er viss um að ég lít vel út í sundskýlu. Ég væri ekki að þessu annars,“ sagði Dryer í viðtali fyrir skömmu. Að- ur en hann snéri sér að leiklistinni var hann ruðningsstjama í vamar- línu New York Giants og Los Angeles Rams. Eftir þrettán ár í ruöningi hætti hann árið 1981 en öfugt við flesta fyrrum íþrótta- menn þá hélt hann áfrarn aó æfa. „Þegar ég hætti að spila hélt ég áfram að æfa eins og ég væri enn atvinnumaður." Lfpptökur á Land’s End hefjast fljótlega í Cabo San Lucas í Mexíkó og sýningar hefj- ast vestan hafs í september næst- komandi. Leikarinn kröftugi von- ast til aö þættir hans verói jafn vinsælir og Baywatch. „Ég get séð vió David Hasselhoff hvar sent er og hvenær sem er,“ sagði Dryer. Jean-Claude Van Dammc, eins ^ og hann gerist bestur. r Með mr í takinu Kraftakarlinn og bardagamaðurinn JEAM- CLÁUDE VAM DAMME hefur tekið aftur saman við fjórðu eiginkonu sína, Darcy LaPier, sem fór fram á skilnað frá honum í nóvember sl. „Við getum ekki án hvors annars verið. Hún er sálufélagi minn og við munum vera saman að eilífu," sagði Van Damme eftir að Darcy flutti inn til hans á ný. „Skilnaðinum er aflýst og við erum brjálæðislega ástfangin. Ekkert fær hindrað slíka ást,“ segir Van Damme. Eftir að Darcy fór fram á skilnað eftir aóeins 9 mánaða hjónaband fór Jean-Claude aftur í arma þriðju eiginkonu sinnar, belgísku vaxtarræktarkon- unnar Gladys Portugues, og tveggja bama þeirra á meðan Darcy flutti í foreldrahús. Jean-Claude og Darcy hittust síðan fyrir tilviljun á Golden Globe verölaunaalhendingunni í janúar og ástin blómstraði á ný. Jean-Claude sagði gamla vandamálið hafa verið aö Darcy skildi ekki hversu kær Gladys væri honum enda móðir bama hans. „Ég ber mjög hlýjan hug til hennar en mun aldrei taka saman við hana á ný. Hún er ótrúleg kona, frábær. Ef ég væri kona þá stæði hún mér framar en Gladys var ekki mjög kynferðisleg og samband okkar var meira eins og hjá systkinum,“ sagði Van Damme.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.