Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 18. mars 1995 Kvennalið ÍBA í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum, Hinriki Þórhallssyni. Þær urðu deildarmeistarar í 2. deild í Það þarf að gcra ýmislegt fleira en spila til að ná árangri í fótbolta. Hér fyrra og ætla sér stóra hluti í 1. deildinni í ár, en þetta er eina 1. dcildar knattspyrnuliðið á Akureyri. hoppar Bryndís Sigurðardóttir og Hjördís Úlfarsdóttir teygir. Knattspyrnukonurnar í IBA - æfa allt árið og ætla sér stóra hluti Sumarið 1993 sameinuðust meistaraflokkar Þórs og KA í kvennaknattspyrnu í eitt lið, sem hefur síðan þá keppt undir merki ÍBA. Þessi vaski kvennahópur sigr- aði í 2. deild í fyrra og alveg síðan síðasta leik lauk í haust hafa þær æft af kappi enda ætla þær sér sannar- lega að standa sig í 1. deildinni á komandi sumri. Deildarmeistarar 2. deildar hctjurnar sér sannarlega að vera komnar í gott form. Þessa dagana glíma þær við stöðvaþjálfun. A myndinni má sjá Ragnheiði Páls- dóttur, Katrínu Hjartardóttur og Hjördísi Úlfarsdóttur. Ifarpa Frímannsdóttir á léttu flugi en hún æfir bæði fótbolta og hand- bolta með ÍBA og mætir því oft á æfingu, sjö sinnum í viku. Blaöamaóur Dags sótti knatt- spyrnukonurnar og þjálfara þeirra, Hinrik Þórhallsson, heim á æfingu í Iþróttahöllinni á Akureyri á dög- unum. I hópnum eru 12-16 stelpur á aldrinum 15-33 ára en meirihluti hópsins er í kringum tvítugt. Margar þeirra hafa æft knatt- spymu síðan þær voru níu eða tíu ára og hafa því ódrepandi áhuga en liðió í heild er þó frekar ungt. Aldursforseti er Valgerður Jó- hannsdóttir, 33 ára dugnaðarfork- ur, sem er komin með fjölskyldu og böm en lætur það ekki aftra sér frá því aó keppa í meistaraflokki. ÍBA stelpumar sigruóu í 2. deild í fyrra og keppa því í 1. deild í ár. Þær ætla sér stóra hluti og stefna ótrauðar að því að verða í þaó minnsta um miðja deild, alla vega ætla þær sannarlega ekki að falla. Einmitt þess vegna hófust æfingar fyrir komandi keppnistímabil ekki fyrir nokkrum vikurn heldur strax og síðasta keppnistímabili lauk. Þær æfa fímm sinnum í viku. Skokkað milli snjóskaflanna Undir stjóm Hinriks þjálfara æfðu þær fótbolta úti fyrst í haust en í október fóru þær inn, tóku sér lóð- in í hönd og fóru að lyfta. Þær æfðu lyftingar af kappi í þrjá mán- uði til að ná upp styrk og krafti. Um áramótin hófust svo hlaupin, þær sáust á hlaupum víðsvegar um bæinn inn á milli snjóskaflanna en þess á milli sprettu þær úr spori innan dyra. Þegar blaðamaður Dags sótti þær heim tóku þær á í stöðvaþjálfun, hoppuðu, köstuðu, spörkuðu og hlupu. Arangurinn var skráður og skjalfestur enda vissara að beita öguðum vinnu- brögóum þegar hátt er stefnt. Á fótboltavellinum með strákunum Stelpumar hafa flestar þá sögu að segja að helstu leikfélagar þeirra á æskuárum voru strákamir á fót- boltavellinum þó svo þær hafi æft í hópi kynsystra sinna. „Þegar við fórum út að leika okkur á kvöldin fórum við alltaf í fótbolta með strákunum." Þær segja að þaó sé líka stað- reynd að stelpurnar hætti fyrr, áhugasamar fótboltastelpur hætti margar skömmu eftir ferntingu og svo hætti annar hópur um tvíttugt. „Þaó virðist vera algjör undan- tekning ef stelpum tekst að halda áfram að æfa á fullu eftir að þær hafa stofnað fjölskyldu, sem er auðvitað mjög ósanngjarnt, því fjölskyldulífið stoppar greinilega ekki strákana." Fáránlegt „Það er alveg fáránlegt aó telja eina íþrótt kvennaíþrótt og aðra karlaíþrótt,“ segir ein fótbolta- kvennanna, Harpa, sem einnig æf- ir handbolta. Hún segist ckki sjá neinn mun á því fyrir sig sem konu hvora íþróttagreinina hún stundi. Stelpurnar viðurkenna að þær hafi kynnst því viðhorfi aö fótbolti sé á einhver hátt ekki talin sérlega kvenleg íþróttagrein. Sum- ar hafa jafnvel þurft að glíma við gamaldags drauga eins og aó kon- ur verði hjólbeinóttar og ókven- legar ef þær æfi fótbolta. Breytt viðhorf Þó telja stelpurnar að þessi nei- kvæðu viðhorf heyri fortíóinni til og nú finnist engum, sem fylgist með tíóarandanum, neitt sérkenni- legt eóa ókvenlegt við það aö æfa og keppa í fótbolta. I það minnsta finnst þeim það sannarlega ekki, enda stoltir fótboltagarpar, einu fótboltamennimir á Akureyri sem keppa í 1. deild í ár. KLJ Æfíngin verður að vera númer eitt, tvö og þrjú - segir Hinrik Þórhallsson Hinrík Þórhallsson, íþrótta- kennari í Verkmenntaskólan- um á Akureyri, þjálfar stelp- urnar í meistaraflokki ÍBA. - Hinrik, hvenær fórst þú að þjálfa þetta lið? „í fyrra. Ég tók við þeim fyrir rúmu ári og við settum okkur þriggja ára markmió. Þá var markmiðið að komast upp, og það tókst. Núna ætlum vió aó standa okkur vel í deildinni og svo ætlum við aó standa okkur enn betur sumariö 1997. Ég tel alvcg raunhæft að ÍBA geti verið eitt af þremur bestu lið- um landsins í framtíðinni enda eru margar efnilegar stelpur í yngri llokkunum. Hins vcgar er það ákvcðinn þröskuldur að margar stelpnanna viróist skorta áræði og metnað til að stefna að því af einurð að komast í meistaraflokk. Strákum finnst það mikil upphefð að vera valdir til að æfa meó meist- araflokki en svo er því miður ekki nenia í undantekningartil- vikum hjá stelpunum. Flestar kjósa frekar að æfa eingöngu með öórum flokki.“ - Hafa orðið miklar brcytingar á þjálfun knattspymukvcnna á síðustu árum? „Já, þaö hafa orðið gífurlegar breytingar. Það var þannig að æf-! ingar hjá stelpum voru léttari en hjá strákum cn það var auóvitaó vitleysa. Síðan stelpurnar fóru aó æfa eins mikið og strákamir þá hefur kvennaknattspyman batnað gífurlega. Stelpumar þurfa líka að koma því inn hjá scr að það sé sjálfsagt að mæta á hvcrja einustu æfingu. Afmæli hjá vinkonu gengur ekki fyrir æfingu, æfingin er númer eitt ef þær ætla að vera í þessu á annaó borð. Þannig er þaó hjá strákunum, þaó er engin spurning aó cf það cr æfing þá gengur hún fyrir. Það var mitt fyrsta verkefni að breyta þessum hugsunarhætti. Að öðru ieyti er ekkert öðmvísi að þjálfa konur en karla. Það cru sömu lögmálin sem gilda á báðum stöðunt, stelp- umar geta alveg tekist á vió sömu æfingar og strákar." - Eruð þió ekki undir sama hatti og önnur fótboltalió á Noró- urlandi hvað varðar aðstöðuleysi til æfinga? „Jú, vissulcga búum við vió Hlnrik Þórhallsson. afleitar aðstæður. En þetta er það sem við búum við og við reynum einfaldlega að gera okkar besta úr því og árangurinn yerður svo að koma í Ijós. Við crunt allavega í góðu líkamlcgu formi. Æfingar hafa gengió vel hjá okkur í vetur, þetta er harður kjami sem æfir mjög vel og þá láta framfarimar ekki á sér standa. En auðvitað vantar okkur ntciri lcikrcynslu. Þetta lið hefur þá sérstöðu að það er sameinað úr lióum KA og Þórs og þaó er þessara félaga að styðja við bakió á okkur. Við höfum fengið mjög góða aðstöóu hjá báðum fcJögunum til æfinga, enda veróa þessi félög að styöja þetta sameiginlega lió og standa við það sem lofað var í upphafi þegar liðin vom sameinuó." - Nú náði landsliðið í kvcnna- knattspymu mjög góðum árangri á síðasta ári. Hcfur þaó ckki hvetjandi áhrif? „Jú, vissulega, þaö er mjög hvetjandi fyrir stelpumar. Þaó sýnir þcirn líka aó cf cinhvcrjir standa sig vcl þá vekur það at- hygli og vinsældir. Árangur laðar til sín áhorlendur, það er einfald- lega lögmál. Knattspymukonur þurfa aó sýna árangur áður en þær gcta búist vió því að einhver komi að horfa á þær, það er rnál- ið. Þetta sannast til dæmis í Nor- egi. Þar standa bæði fótbolta- og handboltakonur sig bctur á al- þjóðamælikvaróa en karlar og þá liggur athyglin og áhorfió þcirra mcgin,“ sagði Hinrik. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.