Dagur - 18.03.1995, Síða 12

Dagur - 18.03.1995, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 18. mars 1995 I VINNUNNI HJÁ SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, HÁRSNYRTI Hún hefiir hendur í hárí í dag förum við í heimsókn í vinn- una til Soffíu Jónsdóttur, sem starfar á Hárgreiðslustofunni Kam- illu á Akureyri. Hún er fædd og uppalin i Eyjafjarðarsveit en hefur búið á Akureyri síðan hún var 16 ára gömul. Eiginmaður hennar er Halldór Brynjarsson, iðnrekstrar- fræðingur, sem á fyrirtækið Véla- og stálsmiðjuna á Akureyri ásamt fleirum, þau hjónin eiga tvö börn. „Ég lærói hárskuró og útskrif- aðist sem hárskeri en nú hafa fé- lög hárgreiðslufólks og hárskera verió sameinuðu og eftir samein- inguna nefnumst vió hársnyrtar. Ég lærði í Iðnskólanum í Reykjavík en var á samningi hjá Rakarastofu Sigvalda í Kaupangi. Ég tók sveinspróf árió 1983 en fékk meistarabréf árið 1986. Ég vann svo hjá Sigvalda í tiu ár en á þeim tíma dvaldi ég tímabundið í Reykjavík og starfaði þá á stofu í Mosfellsbæ sem hét Hársport Díönu. Það var svo árið 1990 sem ég fór að vinna á Hárgreiðslustof- unni Kamillu og þar hef ég verið síðan. Kamilla er lítil tveggja kvenna stofa, svona bílskúrsstofa, þar vinnum við tvær ég og eigandi stofunnar, Olöf Kristjánsdóttir." - Hvernig líkar þér að vinna á svona fámennri stofu? „Það hentar mér afskaplega vel. Mér finnst það persónulegt og heimilislegt. Mér finnst litlu stof- urnar hafa miklu fleiri kosti en galla og þar er minna stress.“ - Nú ert þú í hlutastarfi. Hvernig er vinnutíminn þinn? „Ég vinn frá eitt til að ganga sjö þrjá daga vikunnar. Um þessar mundir vinn ég líka á laugardög- um en þá eru flestir viðskiptavin- anna á leið á árshátíð og oft glatt á hjalla á stofunni. Það hefur aukist mikið á síðustu árum að konur komi í blástur eða greióslu áóur en þær fara á árshátíö. Fyrir jól og páska er svo nauðsynlegt að vinna meira til að geta sinnt sínum við- skiptavinum. Þegar ég er ekki í_ vinnunni þá nýt ég þess að sinna eigin heimili og börnum." - Hvað er þitt fyrsta verk þegar þú kemur í vinnuna? „Ég undirbý daginn í lok hvers vinnudags. Þá fer ég yfir þá sem skráðir eru hjá mér daginn eftir og velti því fyrir mér hvaða þjónustu ég geti boðið þeim. A svona lítilli stofu þekkir maður viöskiptavinina og þeirra hár. Það er gaman að geta miólað til þeirra nýjustu fræðslu um ný efni eða greiðslur, sem ég hef kynnt mér á námskeiðum, í fagtímaritum eða á sýningum. Svo tek ég á móti fyrsta við- skiptavininum en dagurinn er nær undantekningarlaust fyrir fram skipulagður, yfirleitt er ekki hægt aó fá tíma hjá okkur samdægurs. Svo gengur þetta koll af kolli, klipping, strípur, litur, blástur, permanent og svo framvegis alveg fram á kvöld.“ - Er gaman að vera hársnyrt- ir? „Já, tvímælalaust. Þetta er krefjandi og skemmtilegt starf sem er í sífelldri þróun. Mannlegu samskiptin sem fylgja starfmu eru gefandi en um leið krefjandi. Það er ekki hægt að mæta í vinnuna illa upplagður eða hálf lasin. Þró- unin í efnum, tækni og tísku er líka mjög ör og mikið að gerast, námskeið, sýningar og keppnir og það heldur áhuganum svo sannar- lega vakandi.“ - Það hljóta líka að fylgja starfínu einhverjir gallar? „Mér finnst mjög gaman að þessu starfi svo ég finn ekki marga galla. Þó má segja aó það sé galli að þetta er dæmigert vöðvabólgustarf. Svo vinnum við líka allan daginn meira og minna með kemísk efni og það er auóvit- að ekki sérlega hollt. Efnin eru samt alltaf að batna og verða um- hverfisvænni þannig aó þetta er allt í framför.“ - Hvað einkennir hártískuna í dag? „Það er mjög vinsælt aó setja strípur í mörgum litum í hár, tvo til þrjá liti í hvern koll, það er ríkj- andi tíska en hins vegar skapar hver persóna sinn eigin stíl.“ - Áttu einhver ráð í poka- horninu til fólks í sambandi við hármeðferð? „Þau eru auðvitað persónu- bundin, en almennt má segja að íslendingar þvo sér allt of oft, það á ekki aö þvo hárið á hverjum degi. Svo vil ég líka ráöleggja fólki að velja góð efni til aó setja í eigið hár, það margborgar sig,“ sagöi Soffia. KLJ MATARKROKU Rl NN Svín í pottí að dönskum sið KRYDD. DIKltjro o' I / KORN og tómatar í báta. Kjötið brúnað í potti og öllu hinu bætt í, lokið sett á. Lækkið hitann og látið réttinn krauma í um það bil 20 mín. Þetta er mildur og góður réttur fyrir alla fjöl- skylduna. Hasselbackkartöflur 8-10 kartöflur 1 nisk. smjör, bráðið 1Z tsk. salt Alfaalfa eða ref- smári er belgjurt og það eru spírurnar sem oftast eru notaðar, einkum í salat eða með brauði. Fræin eru Ijós- brún með hnetubragði þau eru notuð í kök- ur og eftirrétti. Það er Pia Maud Petersen frá Óð- insvé í Danmörku sem er í Matar- króki Dags að þessu sinni. Pia fluttist til Akureyrar árió 1987. Hún var að fylgja Islcndingnum sem hún kynntist í sínum heima- bæ og er nú eiginmaóur hennar, Jóhannesi Ófeigssyni rafmagns- tæknifræöingi, til Islands og ætl- aði þá að dvelja hér í eitt ár. Pia er hér enn og henni líkar mjög vel að búa á Akureyri. Hún er hjúkr- unarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar nú á Seli. Þau hjónin eiga tvær ungar dætur, Maríu og Evu Björk. Pia sagói að helsti munurinn á mataræði Dana og Islendinga væri að sínu mati að Danir borð- uðu mikið meira svínakjöt en hér tíðkaðist, minni fisk og miklu minna lambakjöt. „Lambakjötið í Danmörku er frá Nýja-Sjálandi og með ullarbragði. Það er sann- arlega ekki gott, þess vegna kom íslenska lambakjötið mér veru- lega á óvart,“ sagði Pia. Pia býóur upp á skemmtilegan matseðil en forrétturinn og eftir- rétturinn eru einnig upplagðir sem hvers kyns klúbbréttir eða meðlæti með sunnudagskaffinu. I næsta Matarkróki verður Björg Malmquist. Forréttur Krœklirtgar í kryddsmjöri fyrir sex 2 dósir krœklingar, 250 g hver (í vatni) 75 g nijúkt smjör 1 laukur, fint hakkaður 2 lauf hvítlaukur 3 msk. steinselja, ný.fín hökkuð 2 msk. hesilhnetur.fínt hakkaðar 3 msk. brauðmylsna 2 tsk. sítrónusafi Z tsk. salt pipar, nýmalaður Meðlæti: Ristað brauð og sítrónu- bátar. Látið renna vel af kræklingnum og setjið hann í eldfast mót. Blandið saman smjörinu og öllu nema brauðmylsnunni og látið yfir kræklinginn. Stráið brauð- mylsnunni yfir. Bakið í miðjum ofni í 6 mínútur við 225°C, berið fram heitt. Aðalréttur Svínalundir í potti 2 svínalundir 1 paprika, stór grcen 1 paprika, stór rauð 2 laukar, 200 g 4 tómatar, 200 g 50 g smjör 1 msk. paprikuduft 2 dl sýrður rjómi salt, pipar Hver lund er sneidd í 5-6 bita. Laukur og paprika skorið í hringi Flysjið kartöflumar og skerið í örþunnar sneiðar niður að miðju. Raðið þeim í eldfast smurt mót og penslió með smjöri, stráið salti og bakið í miðjum ofni í 60 mín. við 225°C. Ferskt salat / kínakál 3 appelsínur 2 dl sýrður rjómi Sneiðið kálió í örþunna strimla. Afliýðiö appelsínurnar og brytjið, blandið öllu saman, skreytió með nokkrum appelsínuteningum. Einfalt, ódýrt og ferskt salat. Eftirréttur Piparkökuostakaka Botninn er búinn til úr 75 g af bræddu smjöri og 150 g af muld- um piparkökum, blandað saman og sett í botninn á móti. 4 blöð matarlím 200 g rjómaostur 2 cgg 2 dl sýrður rjómi 1 tsk. vanillusykur 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. sítrónuhýði 50 g flórsykur Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni í um það bil 5 mín. Hrærið rjómaostinn saman við eggja- rauðurnar, geymið hvíturnar, sýróa rjómann, vanillusykurinn, sítrónusafann og sítrónuhýð- ið.Takið matarlímið úr vatninu og bræðið í vatnsbaði, kælið örlítió og hrærið varlega út í ostinn. Stíf- þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn svo saman við þær. Blandið eggjahvítuhrærunni sam- an við rjómaostblönduna og setj- ið ofan á botninn. Kælið í 2-3 klst. Skraut: 4 blöð matarlím eru lögó í bleyti í kalt vatn í 5 mín. og síð- an tekin upp úr, brædd í vatns- baði og kæld aðeins. Matarlímið er svo sett út í 2.5 dl af ávaxta- safa t.d. af niðursoónum apríkós- um, heildós, bætið vatni út í til að ná réttu magni. Raðió apríkósun- um á kökuna til skrauts og hellið vökvanum yfir, kælið í 1-2 klst. KLJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.