Dagur - 18.03.1995, Side 5

Dagur - 18.03.1995, Side 5
Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR - 5 í dag eru aðeins 50 dagar fram að heimsmeistarakeppninni í handknattleik: Dagur og HM ’95 miðasala efna tíl HM-getraunar Halldór Jóhannsson. í dag, laugardaginn 18. mars, eru aó- eins 50 dagar þar til heimsmeistara- keppnin í handknattleik, langstærsti íþróttaviðburður hér á landi til þessa, hefst. Dagblaóið Dagur og HM ’95 miðasala hafa af þessu tilefni tekið höndum saman um HM-getraun sem mun birtast í blaðinu frá og með deginum í dag. Til mikils er aó vinna og eru lesendur blaðsins hvattir til að taka þátt í getrauninni frá byrjun. HM-getraunin Fyrsti getraunaseðillinn í þessari HM-getraun Dags og HM ’95 miða- sölu er hér á síðunni. Eins og sjá má er spurt um höfunda HM-lagsins svokallaða. Gefnir eru þrír mögu- leikar og skulu þátttakendur krossa við þann möguleika sem þeir telja réttan og senda til Dagur - HM-getraun, Strandgötu 31,600 Akureyri. Getraunin mun síðan birtast á íþrótta- síðu blaðsins alla virka daga og snúast spurningarnar að sjálfsögðu um hand- knattleik; sögu hcimsmeistarakeppn- innar, heimsmeistarakeppnina á Is- landi í maí nk. og íslenska handknatt- leikslandsliðió fyrr og nú. Dregið veröur úr réttum lausnum fyrir hvem dag og fær vinningshafi að launum HM-bol og HM-minjagripi. Lausnarseðlar verða síðan settir í pott og úr honum dregnir tveir seðlar. Hinir heppnu hljóta að launum tvo miða á einn leik- dag í D-riðli heimsmeistaramótsins sem fer fram á Akur- eyri. Þaó skal skýrt tekið fram að ekki verður dregið dag- lega. Fyrsti útdráttur verður miðvikudaginn 29. mars og nöfn vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 30. mars. Næsti útdráttur verður 5. apríl og nöfn vinningshafa birt 6. apríl, þriðji útdráttur verður 12. apríl og nöfn vinnings- hafa birt 13. apríl, fjórði útdráttur verður 19. apríl og nöfn vinningshafa birt 20. apríl, fimmti útdráttur verður 3. maí og nöfn vinningshafa birt 4. maí og sjötti og síðasti út- dráttur verður miðvikudaginn 10. maí og nöfn vinnings- hafa birt 11. maí. Rétt er að taka fram að lesendur geta sent inn lausnir fyrir hvem dag eöa safnað seðlum fyrir hverja viku og sent í einu umslagi. Þannig er unnt aö senda lausnarseðla fyrir 18., 21, 22., 23., og 24. mars í einu umslagi, en at- hugið að póstleggja bréfið strax föstudaginn 24. þannig að tryggt verði að það verói komið í okkar hendur fyrir fyrsta útdrátt þann 29. mars. Geymið ekki að tryggja ykkur miða! „Frá og með 18. mars eru allir miðar á keppnina í lausa- sölu og þannig getur hver sem er keypt miða á leiki í for- keppninni, milliriðlum, undanúrslitum cða á sjálfan úr- slitaleikinn. Nú er því eins gott fyrir fólk að geyma ekki að tryggja sér miða á kcppnina," sagði Halldór Jóhannsson hjá HM ’95 miðasölu. Halldór sagði að enn væri hægt að kaupa miða á leiki á Akureyri, en eins og hefur komið fram leiða þar saman hesta sína Svíar, Hvít-Rússar, Spánverjar, Kúvætar, Brasilíumenn og Egyptar. Fyrirfram er gert ráð fyrir að Svíar vinni riðilinn og gangi það eftir spila þeir áfram í milliriðli á Akureyri. Sama gildir um liö núm- er tvö í riólinum, sem má reikna meó að verði Hvít-Rússar, Spánverjar eða Egyptar. Hin liðin í milliriðlinum hér norðan heiða verða efstu liðin í riól- inum í Kópavogi og það gætu hugs- anlega orðið Þjóóverjar og eða Dan- ir. Verði þetta upp á teningnum er ljóst að leikir í milliriðlinum á Akur- eyri veróa geysilega skemmtilegir. Halldór sagðist alltaf hafa átt von á því að Islendingar myndu ekki taka við sér fyrr en síðari hluta marsmánaðar og í apríl og sú spá muni rætast. Hann segist hafa orðið þess var að undan- fömu að fyrirspumum hér innanlands hafi fjölgað, t.d. hafi hann fengið upp- hringingu á dögunum austan frá Þórshöfn, en þar séu menn að leggja drög að hópferð til Akureyrar. Halldór segir að ekki verði vandamál að nálgast miða. Hægt sé að kaupa rniða með því að fara inn á næstu ESSO-stöð hafa samband vió HM ’95 miðasölu á Akureyri í síma 96-12999, sem geti annað- skuldfært aðgöngumiðana á greiðslukort viökomandi eða sent þá í póstkröfu. D-riðilI á Akureyri Heimsmeistarakeppnin hefst formlega sunnudaginn 7. maí en fyrsti leikur í D-riðli á Akureyri verður mánudag- inn 8. maí. Þá spila fyrst kl. 15 Spánverjar og Kúvætar, kl. 17 Svíar og Hvít-Rússar og Egyptar og Brasilíumenn kl. 20. Síðan verða þrír leikir á sama tíma þriðjudaginn 9. maí, fimmtudaginn 11. maí, föstudaginn 12. maí og sunnudaginn 14. maí. Verð aðgöngumióa á hvem leikdag í forkeppninni (þrír leikir) er krónur 3.300, 1.100 krónur að meðaltali á leik. Leikir í milliriðli verða þriðjudaginn 16. maí og mið- vikudaginn 17. maí kl. 17 og 20 báða dagana. Verð aógöngumióa hvom leikdag (tveir leikir) er 4.400 krónur. HM ’95 miðasala býður svokallað Akureyrar forkort, sem gildir sem aðgöngumiði á alla 15 leiki í D-rióli á Ak- ureyri. Þetta kort kostar 13.200 krónur, afslátturinn nem- ur verð eins leikdags, 3.300 krónur. Einnig er í boði svo- kallað Noróurlandskort sem gildir sem aðgöngumiði á alla leiki í D-riðli á Akureyri og fjóra leiki í milliriðli á Akureyri. Verð þessa Norðurlandskorts er 21.000, afslátt- urinn er 4.300 krónur. Þriðji afsláttarmöguleikinn er Ak- ureyrar alkort, sem gildir sem aðgöngumiði á alla keppn- ina. Verð þessa korts er 34.600 krónur, afslátturinn er 9.100 krónur. óþh r' i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i HM-getraun Dags og HM '95 miðasölu 50 dagar fram að HM Hverjir eru höfundar HM-lagsins svokallaða? ( ) Magnús og Jóhann. ( ) Geirmundur Valtýsson og Hjólmar Jónsson. ( ) Gunnar Þórðarson og Davíð Oddsson. KrossiS við rétt svar og sendið seðilinn ril: Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akur- & Símanúmer HM '95 miöosölu: 96-12999 Miðvikudaginn 29. mars verður dregið úr réttum lausnum fyrir dagana 18., 21., 22., 23., og 24. mars og nöfn vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 30. mars. Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja- gripi vegna HM-95. Auk þess verða lausnarmiðar 18., 21., 22., 23. og 24 mars settir í pott og úr honum dregn- ir tveir miðar. Hinir heppnu fó hvor um sig tvo miða einn leikdag (þrjá leiki) í D-riðli HM '95 á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir fyrstu fimm daga getraunarinnar í einu umslagi. Það skal itrekað að fyrsti útdrátlur verður miðvikudaginn 29. mars. Utankjörfundar- kosning Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosn- inga, sem fram fara 8. apríl 1995, hófst 28. febrúar sl. Kosið er á skrifstofu embættisins aó Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, alla virka daga á venjulegum skrif- stofutíma frá kl. 09.00 til 15.00 svo og kl. 17.00 til 19.00 og kl. 20.00 til 22.00. Laugardaga og sunnu- daga kl. 13.00 til 16.00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið kl. 09.00 til 15.00 alla virka daga svo og á öðrum tím- um eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tím- ann utan hins venjulega skrifstofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. mars 1995. Aðalfundur Aðalfundur Kælismiðjunnar Frost hf. verður haldinn á Fiðl- aranum, Akureyri, laugardaginn 25. mars 1995 og hefst kl. 12.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ákvæði nýrra hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins þess efnis að gefa stjórn þess heimild til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða um- boðsmönnum þeirra á skrifstofu félagsins í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, vesturendi, Reykjavík, dagana 20.-24. mars nk. milli kl. 9 og 15 og á fundarstað. Tillögur sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 18. mars. Ársreikn- ingur félagsins fyrir árið 1994, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 18. mars. Kópavogur, 10. mars 1995. Stjórn Kælismiðjunnar Frost hf. HF. K&LISMIÐJAN ■FROST MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Námskeið Innanhússklæðningar Námskeið um innanhússklæðningar verður haldið 24. og 25. mars nk. • Á námskeiðinu verður m.a. farið í: • Uppbyggingu og gerðir innveggja. • Hljóó- og hitaeinangrun. • Brunavarnir. • Mismunandi veggklæðningar s.s. gips,- spónaplötu- og harðviðarklæðningar. • Frágang blautrýma. • Lagnarými og frágang lagna. • Kerfisloft og kerfisveggi. Námskeiðið verður haldið í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Námskeiðsgjald er kr. 3000.-. Skráning hjá F.B.E. í síma 22890 og M.B.N. í síma 11222. Skráning stendur til miðvikudags 22. mars. Fræðsluráð byggingariðnaðarins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.