Dagur - 06.04.1995, Page 1
78. árg.
Akureyri, fimmtudagur 6. april 1995
68. tolublað
% Venjulegir og demantsskornir B trúlofunarhringar ^ Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR VL/)) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI
Höfuðstöðvar SH
á Akureyri verða
í Linduhúsinu
- Sölumiðstöðin leigir húsið til 10 ára
með forkaupsréttarákvæðum
Igær var skifað undir samn-
inga milli Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og Metró á
Akureyri um leigu SH á Lindu-
húsinu við Hvannavelli 14 á Ak-
ureyri, sem Metró keypti fyrir
rúmum mánuði. Samingurinn er
til 10 ára með forkaupsréttar-
ákvæðum. Metró mun afhenda
húsið tilbúið undir þá starfsemi
SH sem þar verður, eigi síðar en
15. júlí nk. Þörf SH fyrir hús-
næði á Akureyri er ekki leyst
með þessu og er enn verið að
svipast um eftir geymsluhús-
næði með mikilli lofthæð fyrir
umbúðalager.
Ljóst er að ráðast þari' í veru-
legar breytingar á Linduhúsinu,
m.a. lyfta þaki þess til að full loft-
hæó verði á þriðju og efstu hæð-
inni. A fyrstu og annarri hæö
verður umbúðaframleiðsla og lag-
er cn á cl'stu hæðinni skrifstofur
SH. Hver hæð í Linduhúsinu cr
um 1000 fermetrar og samtals er
gólfflöturinn því um 3000 fer-
metrar.
Gylfi Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri markaðsmála hjá
SH, mun sem kunnugt er ílytjast
búferlum til Akureyrar og veita
starfseminni þar forstöðu. Hann
scgir cnn leitað að geymsluhús-
næði meó mikilli lofthæð fyrir
stærstan hluta þess umbúðalagers
sem verður á Akureyri, en þaðan
verður umbúðum dreift til l'rysti-
húsa á Norður- og Austurlandi.
Vitað er aó meðal húsa sem skoð-
uð haí'a verið í því sambandi er
íþróttaskemman á Oddcyri.
„Við munurn taka við húsnæð-
inu 15. júlí og þá förum við að
koma okkur fyrir. Þær áætlanir að
starfsemi SH á Akureyri veröi
komin í gang fyrir haustið eiga
því að standast fyllilega miðað við
þetta,“ sagði Gylfi Þór Magnús-
son. HA
Nú er ljóst að þetta fornfræga hús, þar sem til fjölda ára hcfur verið framleitt sælgæti, fær nýtt hlutverk.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fær það afhent 15. júlí nk. Mynd: Robyn
Framkvæmdastjóri Árfells um horfur í byggingariðnaðinum á Dalvík:
Næsti vetur verður byggingar-
iðnaðinum enn erfiðari
Horfur í byggingariðnaði á
Dalvík eru fremur dökkar
um þessar mundir og ekki fyrir-
séð að nein stærri verkefni séu
framundan á komandi sumri,
hvorki á Dalvík né í nágranna-
sveitarfélögunum, ncma ef vera
skyldi stækkun kirkjunnar í Ól-
afsfirði og bygging nýs safnaðar-
heimilis við hana. Dalvíkurbær
hefur staðið í tveimur stórum
byggingarframkvæmdum að
undanförnu, þ.e. byggingu sund-
laugar og stækkun Dalbæjar,
heimilis aldraðra, og því var við-
búið að ekki yrði ráðist í stærri
byggingaframkvæmdir á næst-
unni eftir þær stóru fram-
kvæmdir. Nokkrir iðnaðarmenn
á Dalvík eru á atvinnuleysisskrá
vegna þessa samdráttar og ekki
líkur á að úr þeim þrengingum
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar:
Sprenging síðustu daga
Samkvæmt venju er dágóður
hópur fólks sem greiðir at-
kvæði utan kjörstaðar fyrir AI-
þingiskosningarnar nk. laugar-
dag, en það getur fólk gert kom-
ist það ekki á kjörstað á laugar-
daginn. Atkvæði er hægt að
greiða hjá hreppstjórum og
sýslumönum og um hádegi í gær
höfðu á annað þúsund manns
greitt atkvæði utan kjörstaðar
hjá sýslumönnum á Norðurlandi
eystra og vestra. Þar til viðbótar
eru síðan aðsend atkvæði og þeir
sem greiða atkvæði hjá hrepp-
stjórum.
A Sýsluskrifstoi'unni á Blöndu-
ósi höfóu 68 manns greitt atkvæði
um hádegi í gær, hjá Sýslumann-
inum á Sauóárkróki 118 og aö
auki höí'óu 29 greitt atkvæði á
Sjúkrahúsinu. A Siglufirði höí'ðu
113 greitt atkvæði utan kjörstaðar,
81 á Ólafsftrði, yfir 500 á Akur-
eyri og 142 á Húsavík. Flestir
voru sammála um aó utankjör-
staðaatkvæðagreiðsla hefði farið
rólega af stað en tvo síóustu daga
hefur verið mikið að gera. Töluðu
sumir um sprcnginu í gær og
fyrradag.
Þessi mál viróast vera í svipuð-
um farvegi og fyrir undanfamar
kosningar. Fólk er þó minna á
ferðinni á þessum árstíma en þegar
kemur fram á vorið og því spáðu
sumir því að utankjörstaóaatkvæði
verði færri nú en þegar kosið er í
maí, svo dæmi sé tekið. HA
Styrkir til þróunar atvinnulífs á landsbygginni:
Um 300 umsóknir bárust
Stjórn Byggðastofnunar tók
þá ákvörðun að verja veru-
legum hluta af ráðstöfunarfé
sínu á þessu ári til styrktar þeim
sem stuðla vilja að þróun at-
vinnulífs á landsbyggðinni. Lögð
verður megináhersla á nýsköpun
í atvinnulífmu, styrkveitingar til
vöruþróunar og markaðsmála
og til að auka hæfni starfs-
manna, eins og segir í auglýs-
ingu frá Byggðastofnun, þar sem
auglýst er eftir styrkumsóknum
til slíkra verkefna. Tvær úthlut-
anir verða á þessu ári og rann
umsóknarfrestur vegna fyrri út-
hlutunarinnar út um síðustu
mánaðamót. Um 300 umsóknir
bárust og nemur samanlögð
upphæð þeirra hundruðum
milljóna króna.
Að sögn Benedikts Guómunds-
sonar hjá Byggóastofnun á Akur-
eyri verður nú i'arið í að flokka
umsóknir niður og fara yfir þær.
Gert cr ráð fyrir fundi hjá
Byggðastofnun undir lok þessa
mánaóar og þá bjóst Bcnedikt við
að fyrstu umsóknir yróu afgreidd-
ar.
I auglýsingunni frá Byggða-
stofnun kemur fram að umsækj-
endur geti verið einstaklingar, fyr-
irtæki, atvinnuþróunarfélög eða
sveitarfélög. Lögð er áhersla á
vandaðan undirbúning vcrkefna er
varðar nrarkmið, umfang, vinnu-
aðferðir og fjármögnun, en um-
sækjendur þurfa sjálfir að taka
þátt í kostnaði. Umsóknarfrestur
vegna síóari úthlutunarinnar renn-
ur út 1. september. HA
rætist nema byggingarfyrirtæki
fái verkefni utan byggðarlagsins,
t.d. á Akureyri.
Daníel Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri byggingarfélagsins
Arfells hf., segir ckki fyrirsjáan-
legar neinar stórar framkvæmdir á
vegunr Dalvíkurbæjar, en skóla-
bygging er næsta stóra fram-
kvæmd á hans vegum, en vcgna
þröngrar fjárhagsstöðu eru ekki
ekki líkur til þess að þær fram-
kvæmdir hcfjist fyrr en á árinu
1996. Til þess aö hafa nægjanleg
verkefni verði að leita þcirra utan
bæjarmarkanna, en í dag er verið
að innrétta eina íbúð fyrir félags-
lega kerfió og verið er að byggja
tvær íbúðir í Skógarhólum og er
önnur þcirra seld og þokkalegar
líkur á sölu hinnar íbúðarinnar.
Danícl segir að vcturinn 1995 til
1996 verði byggingariðnaðinum á
Dalvík cnn crfióaðri en þessi vctur
með tilliti til verkefna, og enginn
hafi sótt um byggingarlóð hjá
bænum þó eitthvað hafi verið um
fyrirspurnir.
Bjöm Friðþjófsson, fram-
kvæmdastjóri Tréverks hf., segir
mjög rólegt yfir byggingariðnað-
inum á Dalvík um þessar mundir,
en sitt lítið af hverju í smærri
verkum. Starfsmenn eru aóeins 9
talsins, sem er aðeins helmingur
þess sem verið hefur undanfarin
sumur og ckki líkur eins og er aó
þeirn fjölgi. Tréverk hf. hóf sl.
haust byggingu á einbýlishúsi í
Skógarhólum sem veróur selt fok-
hclt eða tilbúið undir tréverk, allt
eftir óskum kaupanda, og ekki séu
fyrirsjáanleg verkcfni á vegurn
ríkis eða sveitarfélaga á þcssu ári.
Tréverk hf. hefur tekið þátt í
útboðsmarkaðnum á Akureyri, nú
síðast í félagslegar íbúóir við
Snægil I, sem Hyrna hf. hlaut, en
ekki enn fengið verkcfni. Tilboð
Hyrnu hf. var 90,5% af kostnaðar-
áætlun en tilboð Tréverks 92,8%
af kostnaöaráætlun. Dalvíkurbær
sótti urn lcyfi fyrir þrjár félagsleg-
ar íbúöir á þessu ári, en óljóst er
um framgang þcss máls, m.a. þarf
fyrst aó auglýsa eftir notuóu íbúð-
arhúsnæði skv. reglugcrð þar að
lútandi.
Björn segir menn horfa með
nokkurri bjartsýni til flutnings
hluta af starfsemi Sölumiðstöóvar
hraðl'rystihúsanna hf. til Akureyr-
ar og mcnn utan Akureyrar ali
vissa von í brjósti um að það hafi
einnig áhrif í nágrannasveitarfé-
lögunum.
Byggingarfélagið Daltré hf. á
Daivík er að ljúka við viðbygg-
ingu við Dalbæ, heimili aldraða,
og á að skila því á komandi vori.
Síðan hei'ur fyrirtækið ekki nein
stærri vcrkefni á prjónunum á
næstu misserum frekar en önnur
byggingarf'yrirtæki á Dalvík. GG
Ársþing ÍBA:
Vernharð kjör-
inn íþróttamað-
ur Akureyrar
Vernharð Þorleifsson, júdó-
kappi úr KA, var kjörinn
íþróttamaður Akureyrar 1994
en íþróttabandalag Akureyrar
stendur að kjörinu. Úrslitin voru
kunngjörð á fimmtugasta árs-
þingi IBA í gærkvöld.
Vemharð cr vel aó þessum titli
kominn, þar sem hann varð tvö-
faldur Islands- og Norðurlanda-
meistari og endaói í 9. sæti á Evr-
ópumótinu á síðasta ári. Annar í
kjörinu var kylfingurinn Sigurpáll
Gcir Sveinsson, sem sigraöi á
Landsmóti GSÍ sl. sumar. Þriðji
var handknattleikskappinn Alfreð
Gíslason, i'jórði Konráð Óskars-
son körfuknattleiksmaður og
fimmti Hciðar Ingi Agústsson,
fremsti íshokkíleikmaður landsins.
Nánar veróur fjallað um ársþingið
í blaðinu á morgun. SH.