Dagur - 06.04.1995, Síða 4

Dagur - 06.04.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERD M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON ((þróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI Í0 00 Því hefur verið haldið fram að kosningabarátta á ís- landi sé að færast nær þvi sem þekkist vestur í henni Ameríku. Kosningabaráttan fer í auknum mæh fram í fjölmiðlum, eins og þekkist vestra, og bihð mihi fram- bjóðenda og kjósenda lengist. Auglýsingar stjórn- málaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag eru meira áberandi en áöur, einkum í dagblöðum og sjónvarpi. Erfitt er að áætla þá fjármuni sem flokkarn- ir verja til til kynningar á stefnumálum og frambjóð- endum, en það má ljóst vera að þeir eru umtalsverðir. í Bandaríkjum og mörgum ríkjum Vestur-Evrópu hafa auglýsingarnar öðru fremur sýnt frambjóðendur en minna hefur farið fyrir stefnumálunum. Þetta er töluvert áberandi í auglýsingum stjómmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag. Einkum hefur flokksformönnum verið teflt fram meira en oft áður. Þetta er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Það er örugglega nokkuð til í því hjá ráðgjöfum flokkanna í auglýsinga- málum að það sé best til árangurs falhð að tefla fram frambjóðendum í auglýsingunum. Það em þeir sem máhð snýst um. Ekki skal því þó haldið fram að stefna flokkanna skipti ekki máli, en í fjölmiðlasamfélagí nú- tímans fara stefnumáhn inn um annað og út um hitt hjá ótrúlega mörgum kjósendum. Kosningabaráttan hefur færst í auknum mæh inn í fjölmíðlana, fullyrða má að aldrei áður fyrir þingkosn- ingar hafi verið raeiri umræða um stjórnmál á öldum ljósvakans og í dagblöðum en nú. Það verður ekki merkt að á þessu sviði sé hörð samkepprxi milli fjöl- miðlanna, þeir einfaldlega sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sinni, hver á sinn hátt, að miðla upplýsingum til fólks. Það er síðan kjósendanna að gera upp sinn hug í kjörklefanum. Örugglega eru menn ekki á eitt sáttir um þá þróun í kosningabaráttu að hún sé að stórura hluta háð í fjölmiðlum, en hitt er það að fjölmiðlaleiðin er örugg- lega raun virkari leið fyrir flokkana til þess að kynna sín stefnumið og frambjóðendur. Kosningafundir með gamla laginu, þar sem frambjóðendur mæta í félags- heimihn og kynna sig og sína, kunna aö heyra brátt sögunni til vegna þess að aðsókn á þá er ekki nógu góð. Það er athyghsvert að á sameiginlegum fram- boðsfundum í Norðurlandskjördæmi eystra hefur fundarsóknin verið áberandi raest í fámennustu byggðarlögunum. Kosningabaráttan hefur að margra mati verið held- ur daufleg og undir það má taka að vissu leyti. En baráttan hefur virst vera heiðarleg og persónulegt rætið skítkast látið vera. Það er mest um vert. Opimt og hrakinn miðí til landbúnaðarráðherra Kæri Halldór! A dögunum varst þú meó fund hér i bænum sem ég hafði áhuga á að sækja en vegna ófærðar komst ég ekki, en hringdi í vit. minn Gulla Jón sem er okkar æósta ber og spurði hann hvort ég gæti borió fram nokkrar spurningar í síma. Hann taldi á því öll tormerki, svo mér fannst cinfaldast að skrifa þér nokkrar línur. Eg ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allt það góða sem þú hef- ur gert fyrir okkur bændurna í ráð- herratíó þinni en láta nöldrió bíða. Eg held að ég þori að fullyrða að bændurn upp til hópa þykir vænt um þig. Suntir eru af skiljanlegum ástæóuni ekkert aó flíka því. Hún mamma kenndi mér snemma að ég ætti ekki að vera feintinn aó hæla fólki fyrir sem það gott gerði og einnig öfugt. Bændur hafa alla tíó vcrió miklir trúmenn. Við trúöum í blindni á kaupfélögin, SIS og bún- aðarsamtökin. Við færóum þcirn ómældar fórnir. Nú þegar bænda- samtökin riðlast, SIS er oltió og vió eigum ekkcrt lengur til aó gefa kaupfélögununt og hefur líka ver- ið sagt að við eigum þau ekki lengur, fóru margir að ruglast í trúnni og hafa jafnvel breytt bæn- um sínum. Það var hérna á dögunum í kringum þingslitin að mér varð á að hnerra. I staö þess að biðja Guð að hjálpa mér eins og fólk hefur gert allar götur frá svartadauða, hrópaói ég samkvæmt ntinni nýju trúarjátningu; „Blöndal hjálpi mér“. Konan ntín, sem ekkert skil- ur í trúmálum bænda, var við hlið mér og sagði nteð þjósti; „Hvern andskotann ætli hann hjálpi þér? Var það ekki hann sem var að bera fram á Alþingi og samþykkja ný vegalög sem geta orðið þess valdandi að bændur verði öreigar og kannski verra en það á cinu sekúndubroti séu þeir svo óheppn- ir að eiga hross á eóa vió vegi landsins. Já, ég get sagt þér þaó Halldór, að þetta kom illa vió mig og ég svaf lítið næstu nótt, því trú- ntál eru viðkvænt mál. Raun er jafnan sögu ríkari. Þætti mér vænt um ef þú skýróir fyrir mér þetta alvarlega mál á traustvckjandi hátt, ekki þingntannablaðri. Það var hérna á dögunum aö í Ríkisútvarpinu kom fram tilberi frá einu tryggingarfélaginu. Hlakkaði mikiö í honum yfir slaf- aki þessara vegalaga. Taldi hann tryggingarfélögin laus allrar ábyrgðar ef sækja skyldi að bænd- um ef slys yrðu vegna hrossa. Já, nú eiga geðklofa ökufantar að sækja sínar bætur beint til fólks sem sumt á minna en ekki neitt. Hvað segir þú um girðingarmálin? Eiga bændur að giröa af veginn og halda við girðingunum cða er það Vegagerðarinnar? Þegar ég var strákur var einn strákur í þorpinu sem keyrði á og drap alla hunda bæði í þorpi og sveit. Var svo komió að illa gekk að sntala byggðina. Bílstjóri þessi var hcldur l'úll í skapi. Konur kcnndu kvenntannsleysi um, bæði fýluna og hundadrápið. AUar göt- ur frá þessunt hundabana hcf ég fylgst náió með því fólki sem keyrt hefur á skepnur og komió hefur í ljós að það allt bcr merki um skapgerö hundabanans. Og það scm verra er að þessi fjandi virðist ganga í ættir. Stundum hef- ur þaó hvarflað að mér hvort ckki væri skynsamlegra fyrir þjóðfé- lagið í heild að íjarlægja þetta fólk af vegununt en blessaðar skepn- urnar. Mikió af orku þinni í ráðherra- tíó hefur runnió í að bcrjasl við karakúlhrútinn Jón Baldvin. Hefur þér alltaf veist betur og Jón farið sneyptur undan í llæmingi og fláó hvettið. Máski er það þess vegna sent þú ert vinsælastur allra ráð- herra. Mér flnnst að Davíð haft stundum notið þess aó þú ert vax- inn til átaka. Já, svo er það stóra spurningin. Halldór, ef svo ólík- legt skeði, að stjórnarflokkarnir fengju nteirihluta í næstu kosning- unt, mynduð þið Tómas Ingi þá grípa í bjúgviði vandræðahrútsins Jóns Baldvins og leiða hann á kofa næstu ríkisstjórnar? Gaman væri einnig að vita hvort hún Svanhildur frænka myndi vera til- kippileg að hotta á cl'tir bekra aó jötunni og skapkerunum? Þetta er þaó sem ég þarf aó vita fyrir kosn- ingar. Eg sendi eitt sinn Steingrími Sigfússyni bréf í sama blaði þegar hann var landbúnaóarráðherra. Hann hefur ekki ennþá svarað mér. Eins og þú skilur, Halldór, þá hvarflar bara ekki að mér að kjósa svoleiðis menn. Ekki þar fyrir að Steingrímur var góður landbúnað- arráðherra. En hann komst samt aldrei með tærnar þar sem þú hvíl- ir hælana. Þú mátt ekki skilja mig svo, Halldór, að mér sé eitthvað illa við Jón Baldvin. Nei, síóur en svo. Hann er bara að verða svo átakanlega leiðinlegur í fjölmiðl- um og minnir mig einna helst á háskólagengna konu sem hafa verið heldur daprar að undan- gengnu. Nú eru þær farnar að þrátta um hvort Guð sé með tippi eóa hinseigin, þú veist. Eg veit að þú manst það, Halldór minn, að kosningar nálgast. En ég er heldur afskekktur menningunni. Hingað hefur ekki verió mokað í fjórar vikur, ekki komið póstur í tvær vikur og auk þess á síminn það til að bila og á þeim bæ cr ekki flýtt sér til viðgeróa eins og til dæmis hjá Rafmagnsveitunum. Já, þess vegna gæti svarið þitt orðið síöbú- ið nema í tíma sé tekið. En auðvit- að þarf ekki að segja þér þetta. Þú ert yfirmaður bæði vegamála og Pósts og síma og veist manna best hvernig hlutir á þeim bæjum eiga að ganga. Og hvernig líst þér svona yfir- leitt á menntamálin okkar, Hall- dór? Heldurðu að ekki sé kominn tími til aó stjórna þeim eitthvað? Krakkarnir sefjast í hópum inn á mcnntabrautir sem þjóðinni koma aldrei að notum og offramleiðsla á menntamönnum í fjölmörgum greinum er að verða eins og í dilkakjötinu. Við sitjum uppi með hjarðir af hámenntuðum rötum sent á skólaárum sínum voru að- eins bögglar á þjóðinni en eftir það böl til dauðadags. Þcir, þessi volæðisgrey, standa í þeirri mein- ingu að þær fáu hræður sem enn vinna á Islandi séu ekki of góðar að mata þau, svona líkt og maríu- erla gauksunga. Mér skilst að stærsti atvinnurekandi á landinu sé atvinnuleysissjóður. Máski væri ástæða til að fara aó mennta fólk í að þola atvinnuleysi, já án vímugjafa. Andrés Kristinsson. í stað þess að biðja Guð að hjálpa mér, eins og fólk hefur gert all- ar götur frá svarta- dauða, hrópaði ég samkvæmt minni nýju trúarjátningu; „Blöndal hjálpi mér“. Mér flnnst konur hafa látið illa við okkur karlagreyin í fjölmiðl- um að undangengnu. Þetta eru nú einu sinni verur sem þær hafa get- ið af sér, alió upp, dáð og elskað alla tíð. Eg held að lang- skólagangan veki þessi minni- máttarkennd hjá blessuóum kon- unum. Þetta líkist helst innilokun- arkennd og er slíkt kannski engin furða. Eg hef tekið eftir líkum kvilla hjá rollunum ntínum, hafi þær staðið lengi inni á léttu fóðri. Já, þá fara þær að láta svona við hrútagreyin. Þegar ég var að alast upp héma niður í þorpinu við sjó- inn þá voru þaó konur sem öllu réðu og stjómuðu. Karlamir virtu þær og dáöu en þeir voru að mestu bara vinnudýr. Þeir voru ýmist á síldveiðum eða vertíðum í burtu frá heimilinu mest allt árið. Þessir kvenskörungar söltuðu síld á sumrin, stóðu oft heilu sólarhring- ana og höfðu margfalt kaup á við karla. Þetta gerðu þær oít með stórum barnahóp. Allir strákar sem einhverjar töggur þótti í voru kenndir við mæður sínar. Hins vegar voru þær stelpur sem töldust leiðinlegar væluskjóóur ætíð kenndar við föður sinn. Ekki þótti það tiltökumál þótt konur byggju meó tveim körlum. Hins vegar hefði verið mjög illa séó hefðu karlar sýnt tilburði í þá átt. Þær fréttir bárust vestan úr Fljótum aó þar byggju karlar með tveim kon- um og þótti þaó illa séð í konurík- inu. Oft böröust þessar konur eins og hanar en aldrei man ég eftir að heyra aó þær væru barðar af körl- unum, en oft voru karlamir baróir og flúðu jafnvel grátandi og blóð- ugir milli húsa. Nú eru komin kvennaathvörf og undantekning má teljast ef sést eða heyrist óvæ- landi kona í fjölmiðlum. Heldur þú, Halldór, að þarna sé úrkynjun eða fara skólamir máske svona með þessar dásantlegu verur? Nú, héðan er sosunt allt gott að frétta nema af veðrinu. Það hefur verið heldur leiðinlegt frá hálíö- um. Snjórinn orðinn nokkuð mik- ill og líklega hvergi rneiri í byggó á landinu. En við sem alin erum upp í þessari harðbýlu byggð þol- um þetta vel og þaö er ekki laust við að ég vökni af sarnúð þegar ég hlusta á hörmungargólið frá ná- grönnum mínum í góðsveitunum. Þessi miði er seint á ferð vegna mistaka. Hann er skrifaður í vondri stórhríð og stórhríðar geta haft slænt áhrif á sálarlíf bænda. Af þcim ástæðum hringdi ég til sálusorgara míns og las fyrir hann miðann og spurði hann álits á geð- heilbrigði mínu og hvort óhætt væri að hans mati að senda mið- ann. Hann tók málaleitan minni vel og lofaði að hringja til mín og láta í ljós sína skoóun á miðanum. Eg er nú búinn að bíða í hálfan mánuö og farið að leiðast biðin. Læt ég því mióaskrattann flakka án sáluhjálpartilrauna. Vertu best kvaddur. Megi þér vel líða. Andrés Kristinsson. Höfundur er bóndi á Kvíabekk í Ólafsfiröi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.