Dagur - 06.04.1995, Page 6

Dagur - 06.04.1995, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995 JUÞingiskoshlngarnar 8. apríl nk. Tryggjum framtíð Norðurlands með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn Undanfariö kjörtímabil hefur Sjálfstæöisflokkurinn veitt forystu samstjórn með Alþýóuflokknum, hér hefur verið vió völd viðreisn- arstjórn. Velheppnuðum verkum þessarar stjórnar sér víða stað í þjóðlífinu. Nú er skammt til Al- þingiskosninga og er því ekki úr vegi aó rifja upp hvaó áunnist hef- ur í tíó núverandi ríkisstjórnar og íhuga þaö hvað biói okkar ef úrslit kosninganna verða ckki Sjálfstæð- isflokknum í hag. ✓ Arangurinn af starfi viðreisnarstjórnar Ef tíunda á árangur af starfl ríkis- stjórnarinnar bcr hæst á hvern veg ríkisstjórninni hefur tekist aö ryója braut nýrri hugsun í þjóðlíf- inu. Horllð cr frá hugarfari sér- tækra aðgcróa og þess í staó eru vandamálin lcyst meó altækum aðgerðum. I því felst aö þegnun- um og þar mcö atvinnulílinu eru sköpuó skilyrói til að starfa með hagsæld að leiðarljósi. Stöðug- leika hefur verið komió á í efna- hagslífinu, vcxtir lækkaðir með markaðstengdum aðgerðum á hár- réttum tíma, horfið hefur verið af braut skuldasöfnunar og þátttaka Islands í viöskiptaheildum tryggó með aðild að EES og GATT samningunum. Enda cr umtals- verður efnahagsbati orðin stað- reynd. Þessum árangri megurn við ekki glutra niður. Þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi allt kjörtímabilió þurft aó ieggja megin áhersluna á vióreisn efnahagslífsins hefur á mörgum öórum svióum þjóðlífsins einnig oróió ábati. Þó hel'ur varnarbarátt- an ein orðið að nægja á sumum svióum, ýmist vegna erfiórar stöðu eóa þá að verk fyrri ríkis- stjómar bundu hendur þeirrar nú- verandi. Eg vil endurtaka að ár- angrinum í endurreisn efnahags- lífsins megum vió ckki kasta á glæ og við meguni heldur ckki fórna tækifærinu sem gefst á næsta kjörtímabili til að vinna öt- ullega að cndurreisn ýmissa ann- arra þátta þjóðlífsins nú þcgar bct- ur árar og svigrúm eykst. Þetta verður aðeins tryggt mcð því að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterk- ur út úr Alþingiskosningunum sem í hönd fara. Skipi Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur öndvegið, hvað þá? Verói Sjálfstæðisflokknum núna ýtt tii hliðar í íslenskum stjórn- málum er vargöld fyrir dyrum. Þá bíður okkar ekki annaó en tjöl- flokka vinstri stjóm með tilheyr- andi glundroða, ráðleysi og sund: urlyndi. Sporin þau hræða: I Rcykjavík situr nú slík samsuða vió völd. Lítil og smá eru afrek R- listans frá því að hann tók við völdum á síöastliðnu vori. Helst kæmi þá upp í hugann bitlinga- ráóningar pólitískra samherja og þrotlaus lcit hins nýja meirihluta eftir einhverjum hneykslismálum varðandi stjórnsýslu sjálfstæðis- manna í borginni. Þessi leit helur tckiö á sig margar cn æði lágkúru- legar myndir en engin hefur cftir- tekjan orðið. Þá má heldur ekki gleyma skattahækkunum scm R- listinn hefur staðið fyrir og cinar sér ollu þær hvað mestu róti sem íslenskt efnahagslíf varð fyrir á síðasta ári. Sé á skattahækkanir minnst kemur fijótt upp í hugann Jóhanna Sigurðardóttir með sína fylgillska, flest fólk úr liinurn ýmsu „félags- hyggjufiokkum" sem ekki hefur náð árangri þar sem þaö var áður. Allur málfiutningur Jóhönnu og einnig Alþýðubandalagsins og „óháðra" snýst um skattahækkanir í einni eða annarri mynd, skatta- hækkanir sem munu beint cða óbeint í gegnum hækkun vaxta kyrkja atvinnulífið í landinu og keyra það í gjaldþrot ásamt mcð mörgum Ijölskyldum. Framsókn- arllokkurinn eóa formaður hans og sumir aðrir frambjóðcndur llokksins hafa myndast við aó mótmæla þessum málfiutningi Þjóðvaka og Alþýðubandalagsins en llciri framsóknarmenn cru á sama máli. Enda alltal'jafn erfitt aö henda rciður á málflutning Framsóknar. Vinstri llokkarnir og Framsókn hafa í kosningabaráttunni cinnig rcynt aó draga athyglina að skuldavanda heimilanna í landinu. Sá vandi er ærinn en enginn stjórnmálamaður í landinu ber mciri ábyrgð á honum cn Jóhanna Sigurðardóttir mcð aðgeröum sín- um sem félagsmálaráðherra cn í því ráöuneyti sat hún í sjö ár sam- fellt. Hæfír frambjóðendur með víðtæka reynslu Á Norðurlandi eru í framboði fyrir Sjálfstæðisfiokkinn hæfir l'ram- bjóöcndur með fjölhæfa mcnntun og mikla reynslu bæói úr stjórn- málum og af öðrum sviðum þjóð- lífsins. Norðurland eystra er annaó stærsta landsbyggðarkjördæmið, Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra hefur leitt ©Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins í sumar frá 1. júní til 1. sept- ember. Starfshlutfall er 75%. Tungumálakunnátta nauósynleg og þekking á landinu. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknir sendist til Ferðafélags Akureyrar, pósthólf 48, 602 Akureyri. Upplýsingar hjá Ragnhildi, sími 96-25798 og Ingvari, sími 96-27866 eftir kl. 19 daglega. Stjórn FFA. Kristinn Hugason. lista sjálfstæðismanna í kjördæm- inu um alllangt skeið. Hiklaust má segja aó aldrei hefur hann sannað sig betur en á síðasta kjörtímabili er honum var falinn ráðherradóm- ur. I samgöngumálunum hefur mikið áunnist, t.d. stóó það ekki fyrir Halldóri Blöndal að stoppa af vonlausan rekstur Skipaútgerðar ríkisins og einkavæða fyrirtækið. Þá ráku vinstri flokkarnir og Framsókn upp mikið ramakvein eins og við mátti búast en hver sér nú eftir Skipaútgerð ríkisins? I landbúnaöarmálunum var sú kostulega staöa uppi er núverandi ríkisstjórn tók við völdum aó síó- asta ríkisstjórn hafði haft það fyrir eitt af síðustu verkum sínum að gera búvörusamning við bændur sem gilti allt þetta kjörtímabil og langt fram á þaö næsta. Þrátt fyrir þetta hefur Halldóri Blöndal auðn- ast aó hnika ýmsu til rétts vegar. Því þó að ýmislegt hafi áunnist viö uppbyggingu landbúnaóarins í gegnum áratugina hefur fleira far- ið miður enda má segja aó meg- instefnan í landbúnaðarmálunum hafi verið röng allt frá setningu af- Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hlutverki að gegna í öllum þáttum þjóðlífsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra leiðir flokkinn, þeirri leiðsögn er ljúft að lúta. urðasölulaganna upp úr 1930. Með þeim lögum var í raun komið í veg fyrir uppbyggingu frjáls at- vinnulífs í greininni. Landbúnað- urinn hefur enda verið leikvöllur Framsóknar, einkum hinar hefó- bundnu búgreinar. Eigi að vera hægt að bjarga landbúnaðinum frá hruni þarf sjálfstæðisstefnan að fá notið sín í landbúnaðarmálunum á næsta kjörtímabili. I öðru sæti á lista Sjálfstæóis- manna á Norðurlandi eystra er maóur sem er brýnt að nái inn á Alþingi en það er Tómas Ingi 01- rich. Tómas Ingi er gagnmenntað- ur skólamaður og hefur enda beitt sér mjög fyrir uppbyggingu Há- skólans á Akureyri. Sú stofnun hcfur þegar auögaó atvinnu- og menningarlífió umtalsvert á Akur- eyri og raunar á Norðurlandi öllu. Stærri átaka er þó þörf við upp- byggingu skólans. Háskólann á Akureyri ætti að gera að háskóla atvinnulífsins á Islandi m.a. með frekari uppbyggingu sjávarútvegs- og rekstrarfræðibrauta skólans og fiutningi búvísindanáms á há- skólastigi norður. Það myndi stór- bæta búvísindanámið að það yrói tengt betur en verið hefur öðru há- skólanámi í landinu. Háskóla íslands þarf síðan að byggja upp áfrarn sem forystuafl kennslu og rannsókna í hug- og raunvísindum í landinu. Jafnframt þarf aó bæta kjör kennara á öllum skólastigum, það er þjóðhagsleg nauðsyn. Til allra þessara hluta er enginn frambjóóandi á Norður- landi eystra líklegri en Tómas Ingi Olrich auk þess sem hann er ómissandi fulltrúi Akureyrar á Al- þingi. A Norðurlandi vestra er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauóárkróki. Séra Hjálmar er virt- ur og vel látinn maður sem mun sóma sér með stökum ágætum á meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi. í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu er maður nokkuð aníiarr- ar gerðar en séra Hjálmar en þaó er Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Það er styrkur fyrir dreifbýliskjördæmi að hafa Vilhjálm á meðal þing- manna sinna því fáir bera betra skynbragð á það en hann í hverju raunhæf byggðastefna felst. Því hann veit að fólkið á landsbyggð- inni vill og þarf að starfa með hagsæld í huga engu síður en íbú- ar þéttbýlisins. Fólk úti á landi á ekki að þurfa að búa í byggða- gildrum sem gera eignir þess verðlausar og reistar eru sam- kvæmt misheppnaðri byggöa- stefnu Framsóknar. Sjálfstæðisfiokkurinn hefur hlutverki að gcgna í öllum þáttum þjóólífsins. Davíð Oddsson for- sætisráðherra leiðir flokkinn, þeirri leiðsögn er Ijúft að lúta. Góóur meirihluti þjóóarinnar vill aó Davíð Oddsson verði áfram forsætisráðherra. Tryggjum það um leið og kjör fjögurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins af Noróurlandi í Alþingiskosningun- um á laugardaginn kemur. Kjósum Sjálfstæóisflokkinn. Kristinn Hugason. Höfundur er sérfræóingur í búvísindum, Norð- lendingur og sjúlfstæöismaóur. Samkórinn Björk ásamt söngstjóra sínum, Sólveigu Einarsdóttur. Samkórinn Björk: Tónleikaferð til Reykjavíkur Samkorinn Björk ur Austur- Húnavatnssýslu, Miklos Dalmay og Bjarkarkvartettinn halda tónleika í Bústaðakirkju í Reykjavík föstudagskvöldið 7. aprfl kl. 21.30. Söngstjóri samkórsins er frú Sólveig Einarsdóttir, undirleik annast Miklos Dalmay á píanó og Þórir Jóhannsson á harmoníku. Undirleik fyrir Bjarkarkvartettinn annast Guómundur Hagalín Guð- mundsson á harmoníku. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, bæði íslcnsk og erlend lög, þjóð- lög og létt gamanlög. Miklos Dalmay er ungverskur píanósnillingur sem kennir við tónlistaskóla í Austur- Húnavatns- sýslu. Hann mun á tónleikunum fara fimum höndum um nótna- borðið í einleikshlutverki ásamt undirleik með kórnum. Bjarkarkvartettinn er karla- kvartett, söngskráin er fyrst og fremst létt sönglög og dægurlög sem falla vel að undirleik með harmoníku.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.