Dagur - 06.04.1995, Síða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995
Umsóknir
\/VM,\ til Kisilgursjoðs
Samkvæmt ákvæöi í námaleyfi Kísiliöjunnar hf. í Mý-
vatnssveit skal starfræktur sjóöur til eflingar atvinnulífs
í þeim sveitarfélögum sem eiga hagsmuna að gæta
vegna starfsemi Kísiliðjunnar. Með lögum nr. 17/1995,
samanber reglugeró apríl 1995, er sjóðnum ætlað auk-
ið ráðstöfunarfé.
Sjóóurinn mun einbeita sér að nýsköpun í atvinnulífi.
Til þess aó ná fram markmiðum sínum og stuðla að
uppbyggingu mun sjóðurinn veita eftirfarandi fyrir-
greiðslu:
1. Lán til ákveóinna verkefna, einn eða í samvinnu við
aðra.
2. Veita styrki til rannsókna, markaðsathugana, vöru-
þróunar og nýsköpunar.
3. Kaupa hlutabréf í nýjum og starfandi félögum.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. hefur umsjón með
sjóðnum og veitir nánari upplýsingar. Umsóknareyðu-
blöð liggja hjá félaginu að Garóarsbraut 5, 640 Húsa-
vík, sími 96-42070, bréfsími 96-42151.
Alþingiskosningarnar 8. apríi nk.
Höfiium forsjárhyggju
a Smíður eldhúsi Teiknum og Greiðslusk HYRNAH/F BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • Akureyri ■ Sími 96-12603 • Fax 96-12604 n fataskápa, baðirmréttingar, nnréttingar og innihurðir gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu ilmálar við allra hæfi
KOSNINGASKRIFSTOFAN í GLERHÚSINU
Hætta er á að kjósendum verói
nokkuó villugjarnt í þeirri stjórn-
málaumræöu sem nú fer fram og
raunar fær maður ekki skilið að
þjóðfélagið skuli ekki vera réttlát-
ara og betra en raunin er þegar all-
ur hinn pólitíski lofsöngur þeirra
sem ráóið hafa landsstjórninni á
liðnum árum er veginn og metinn.
Allir eru svo GOÐIR, sérstaklega
við þá sem minna mega sín, hina
lægst launuðu, þá sem leigja sér
húsaskjól, eru að byggja, barn-
margar fjölskyldur, námsmenn, þá
sem búa afskekkt, eru gamlir, eru
kennarar, eru á spítölum, eru
sauðfjárbændur, fatlaðir, og bara
allt, - allt - allt - ALLT.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi var
ég í vinnumennsku hjá húnvetnsk-
um bónda. Bóndi þessi hafói
nokkuð hjúa. Eitt sinn brá karl á
það ráö aö reka mér eldri vinnu-
mann úr vistinni.
Þótti mér þetta nokkuð harka-
legt af bónda og fór að bera blak
af hinum brottrekna vinnumanni.
„Þetta er nú ágætis maóur, Lárus,“
sagði ég, „er nú ekki óþarfi að
reka greyið?" Svar bóndans er
mér aetíö minnisstætt. „Þaö er ekki
nóg, Amundi minn, að vera ágætis
maður, menn verða að geta unnið
verkin sín, það getur þessi maður
ekki, því verður hann að fara.“
Svo mörg voru þau orð...Nokkru
1
r tV
r
I
PYLSUTEITI
GLERHÚSINU
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ
6. APRÍL KL. 20.30
Helga Björk Eiríksdóttir,
veislustjóri
Fimmtudagskvöldið 6. apríl kl. 20.30 veröur helgaö ungu fólki og er
ætlunin að blanda saman gamni og alvöru. Til skemmtunar mun hiö
víöfræga Róðrarfélag V.M.A. sýna fyrstu og síðustu sýningu á
frábæru stykki.
Hljómsveitin Border mun spila.
Yfirpylsumeistarar veröa jóhannes Geir og Valgeröur.
Veislustjóri veröur Helga Björk Eiríksdóttir.
ua
Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra
Kosningaskrifstofan Akureyri, Glerhúsinu, símar 21 180,23150, fax 23617
Ámundi I.oftsson.
Var þaö ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar
sem fann upp á því að
taka skattpeninga
borgaranna í millj-
arðavís í landbúnaðar-
styrki og útdeila þeim
svo að mestum hluta
sem gjafafé til efnuð-
ustu bænda landsins?
Nei, það gerði land-
búnaðarráðherra Al-
þýðubandalagsins með
bindandi samningum
við samtök stór-
bænda.
síðar bætti hann um betur og sagði
að „þeir sem ávallt þættust vera
allt í öllu væru aldrei neitt í
neinu...“ Segir þetta nokkuð um
þá stjórnmálamenn sem allt þykj-
ast nú geta lagað og betrumbættt
og eru með endalaus yfirboð
hverjir yfir aðra?
Framsóknarflokkurinn var hér
við landsstjórn í tuttugu ár og
sökkti þjóðinni í erlendum skuld-
um. Hann kom á vægast sagt of-
beldishneigðu stjórnkerfi í sjávar-
útvegi og landbúnaði sem kostað
hefur hundruó ef ekki þúsundir
manna atvinnuna. Þetta veit þjóð-
in. Um þetta var pólitísk samstaða
allra þessara GOÐU fyrrverandi
þingmanna og núverandi fram-
bjóðenda. Upphrópanir þessa
mæta fólks um nýsköpun í at-
vinnulífi lætur því einkennilega í
eyrum, enda ekki trúverðug. Af
hverju unnu þeir ekki betur að
þessum málum meðan þeirra tími
var? Þeir höfðu einfaldlega ekki
tök á verkefnum sínum. Vesöld og
samdráttur ríkti á öllum sviðum.
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
fékk atvinnuleysið í arf frá fyrri
ríkisstjórn. Hvemig stendur á því
að verðtrygging fjárskuldbindinga
var ekki aflögð samhliða þjóðar-
sáttarsamningunum, þegar tekist
hafði að láta launafólkið í landinu
kaupa upp verðbólguna sem hér
hafði geysað í marga áratugi?
Húsbréfatöfralausnin var ein ger-
semin sem fundin var upp á þess-
um árum og komið var á með nán-
ast sjúklegu offorsi. Hér átti öllu
að bjarga hjá því fólki sem áræddi
húsnæóiskaup eóa réóst í hús-
byggingu. Hvernig er ástatt fyrir
þessu fólki nú? Var það ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar sem fann upp á
því að taka skattpeninga borgar-
anna í milljarðavís í landbúnaöar-
styrki og útdeila þeim svo að
mestum hluta sem gjafafé til efn-
uðustu bænda landsins? Nei, það
gerði landbúnaðarráðherra Al-
þýóubandalagsins með bindandi
samningum við samtök stór-
bænda.
Hið nýja afl, hreyfing fólksins,
Þjóðvaki, hefur málað sig út í
horn með yfirlýsingum um að fara
ekki í ríkisstjóm með neinum öór-
um en þeim sem komið höfðu öllu
hér í endalaus vandræði fyrir fjór-
um árum. Sama gildir um hið
„þverpólitíska“ kvennaframboð.
Ekki get ég hælt ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar fyrir alla hluti,
en þeir sem að henni standa mega
þó eiga, að vera ekki með enda-
laus fáránleg yfirboð á öllum svið-
um. Það segir meira en allt tal
annarra um þá möguleika sem ís-
lenskt þjóðfélag hefur til að rétta
sig við. Það verður fyrst og fremst
gert með auknu frjálsræði í at-
vinnulífi, þar sem auðlindin „ís-
lenska þjóðin“ fær að njóta sín óá-
reitt af afskiptasömum stjórnmála-
mönnum og annarlegum sérhags-
munasamtökum. I öðru lagi með
aðhaldsemi og spamaði í öllum
opinberum rekstri þannig að bönd
sé hægt að hafa á skattlagningu og
stuðla þannig að fjármyndun í at-
vinnulífinu sem eflir sig þar með
innan frá. Þar meö verður þaö
minna háó dýru lánsfjármagni,
lánsfjárframboð vex og vextir
lækka. Meó þessu móti getum við
sem þjóð skapað okkur forsendur
til að komast frá erlendum skuld-
um, haft æ meira til eigin ráðstöf-
unar, komið fleiru í verk og áunn-
ið okkur traust og viróingu ann-
arra þjóða.
Sukksjóóapólitík er fullreynd
hér á landi. Af ávöxtunum skuluð
þér þekkja þá. Tugum milljarða
króna hafa skattgreióendur mátt
horfa á eftir í vonlausa ævintýra-
mennsku stjórnmálamanna sem
hafa ætlað að töfra fram allsherj-
arlausnir í atvinnumálum með
hörmulegum afleiðingum fyrir
alla aðra en þá sjálfa. Loðdýraæv-
intýrió er veglegasti minnisvarð-
inn þar um. Það dæmi er enn
óuppgert vegna þess að þeir
stjómmálamenn sem þar áttu hlut
að máli lögðu á flótta frá þessum
heimskupörum sínum. Eftir situr
eignalaust gjaldþrota fólk.
Höfnum yfirboða- og töfra-
lausnaglamri forsjárhyggjuflokk-
anna 8. apríl nk.
Amundi Loftsson.
Höfundur er bóndi á Lautum í Reykjadal.
Skíðaferð
í Fjörður og á Kaldbak
Farin verður ferð á gönguskíðum á Kaldbak og í
Fjörður 9.-12. apríl nk.
Farió veróur frá Grýtubakka kl. 10.00 á sunnudags-
morgun. Gist verður í góóum skálum.
Nánari upplýsingar að Grýtubakka í síma 33179.