Dagur - 06.04.1995, Page 10

Dagur - 06.04.1995, Page 10
10-DAGUR-Fimmtudagur6. apríl 1995 MS Sæfari Áætlun um páskana Brottför frá Akureyri þriðjud. 11. apríl kl. 07.00 og miðvikud. 19. apríl kl. 07.00. Skipstjóri. SUíurtúnglið Frá Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra Furuvöllum 13, sími 96-24655 Akureyri Kennarastöður við eftirtalda skóla eru lausar til umsóknar Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1995. Grunnskólinn í Grímsey - Almenn kennsla. Barnaskóli Ólafsfjarðar - Yngri barna kennsla, hand- og myndmennt ásamt almennri kennslu. Dalvíkurskóli - Almenn kennsla, mynd- mennt. Grunnskólinn í Hrísey - Almenn kennsla. Árskógarskóli - Yngri barna kennsla. Þelamerkurskóli - íþróttir. Barnaskóli Akureyrar - íþróttir stúlkna. Lundarskóli - Sérkennsla, tónmennt. Gagnfræðaskóli Akureyrar - Stærðfræói, smíðar. Glerárskóli - Almenn kennsla, heimilis- fræði, tónmennt, smíðar. Síðuskóli - Almenn kennsla, sér- kennsla, danska, mynd- mennt, heimilisfræði, smíðar. Bröttuhlíðarskóli - Sérkennsla. Hvammshlíðarskóli - Sérkennsla. Hrafnagilsskóli - Almenn kennsla. Valsárskóli - Almenn kennsla, hannyrð- ir, smíóar, tónmennt. Grenivíkurskóli - Almenn kennsla. Litlulaugaskóli - Almenn kennsla. Hafralækjarskóli - Almenn kennsla, hand- mennt. Borgarhólsskóli - Almenn kennsla, smíðar. Grunnskólinn í Lundi - Almenn kennsla. Grunnskólinn á Kópaskeri - Almenn kennsla. Grunnskólinn á Raufarhöfn - Almenn kennsla. Grunnskólinn á Þórshöfn - Almenn kennsla. Auglýstar eru til umsóknar lausar stööur skólastjóra og kennara við nýjan skóla á Akureyri, Giljaskóla Upplýsingar gefur skólafulltrúi Akureyrarbæjar. Sími 96-27245. Þriðjudaginn 4. apríl frumsýndi LMA, Leikfélag Menntaskól- ans á Akureyri, verkefni sitt á þessu ári. Fyrir valinu hefur orðið Íeikritið Silfurtúngliö eftir Halldór Laxness. Leikstjóri er Rósa Guð- ný Þórsdóttir. Lýsing er verk Ing- vars Björnssonar, en umsjón með leikmynd og tónlist er í höndum Arnar Viðars Erlendssonar. Silfurtúnglið fékk blendnar móttökur, þegar það fyrst var sett á svið í Reykjavík. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og nú er þaó almennt viðurkennt, að Silfur- túnglið sé á meðal fremstu verka íslenskra leikbókmennta. Verkið er bitur ádeila á sýndar- mennsku og fals, undirlægjuhátt og eftirsókn eftir vindi. Þó að verkió fjalli um ferilinn til frægðar í skemmtibransanum, er höfðun þess miklu víðari og nær í raun um mannlífið allt. í því geta flestir fundið brot af sjálfum sér; brot, sem hverjum manni er hollt að horfast í augu við þó ekki sé nema til þess að ná áttum um stund í þeim dansi um fánýti, sem líf okk- ar flestra er. Yfírleitt þykir það ekki á færi viðvaninga að taka til sýningar verk á boró við Silfurtúngliö. Því hvílir mikið á leikstjóra, þegar áhugafólk setur upp þetta verk eigi vel að fara. Rósa Guðný Þórs- dóttir hefur unnið gott verk með hinum ungu leikurum Mennta- skólans á Akureyri. Hún hefur nýtt sér af næmni lífsþrótt þeirra og leikgleói en jafnframt náð aó stilla þessum þáttum í hóf, svo að góð heild er í sýningunni. Sviðs- ferð er langoftast í góðu lagi og lítið um kyrrar og erindislitlar stöður. Þeim bregóur þó fyrir, svo sem í hópatriðinu baksviðs í Silf- urtúnglinu eftir að Lóa hefur kom- ið fram í fyrsta sinn. Einnig er nokkur stirðleiki yfir fyrsta atriði Mr. Peacocks, svo að annað dæmi sé tekið, en í heild er hraði verks- ins góður og fas leikara einnig og í mörgum tilfellum vel yfir það. Leikmynd sýningarinnar er felld inn í leikmynd verksins Þar sem Djöflaeyjan rís, sem nú er á sviði Leikfélags Akureyrar. Sú að- lögun hefur tekist vel og hjálpar þar til talsvert vel unnin lýsing, sem gefur almennt góð skil atrióa og sviðshluta á milli. Hlutverk Lóu er í höndum Hildar Friðriksdóttur. Hún er skemmtilega einfeldningsleg í upphafsatrióum sínum, þar sem hún er yfir barni sínu í þorpinu úti á landi. Þann brag nær hún aó þróa á verulega sannfærandi hátt aftur eftir ferli verksins, er hún Mánudagsblað Vakin skal athygli á því að Dagur kemur út nk. mánudag, 10. apríl. Þar verður meðal annars fjallað ítarlega um niðurstööur alþingiskosninganna nk. laugardag. Auglýsendur! Skilafrestur auglýsinga í þetta mánudagsblað Dags er til kl. 14 föstudaginn 7. apríl nk. Strandgötu 31, sími 96-24222. berst eftir hinni hálu braut frægð- arinnar. Hvað hæst rís Hildur í at- riði sínu, Feilans og aflrauna- mannsins, þegar hún kemst að þvi, LEIKLIST HAUKUR A6USTSSON SKRIFAR að verið er að skapa lygamynd af sér. Feilan er leikinn af Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Hann fer víða á kostum í hlutverkinu hvort heldur í fleðulátum í upphafsatriði sínu sem í fjölda atriða á skemmtistaðnum Silfurtúnglinu. A nokkrum stöðum förlast Guð- mundi Inga flugió nokkuð, en aldrei svo, að til verulegs skaða sé. I heild skapar hann því vel heildstæðan og eftirminnilegan Feilan. Jakob Pétur Jóhannesson leikur Ola og nær ágætlega að túlka þennan saklausa og innilega dreif- býlismann, sem er heill í tryggð sinni og traustur sem bjargið. Persónan er dálítið barnaleg, en Jakobi Pétri tekst að fella þann þátt saman við aðrar eigindir hennar, svo að úr verður hlýleg heild, sem svarar sér vel. Gunnar Þór Jóhannesson fer með hlutverk Lauga og nær að draga fram skoplega þætti þessa aldraða fyrrverandi frammá- manns, sem kann því illa að vera settur til þess að sinna því ótótlega búfé, hænsnum. Gunnar Þór er einnig í hlutverkum löggu og veislugests. Isa er leikin af Erlu Sigurðar- dóttur. Hún á nokkuð góða spretti í þessu hlutverki, ekki síst í fyrstu atriðum sínum. Henni hættir þó nokkuð til dálítillar deyfóar í raddbeitingu og bregður fyrir les- blæ á stundum. Vilhelm A. Jónsson fer meö hlutverk Róra og tekst bærilega. Hlutverkið hefði þurft að vinna betur til þess aó túlkun næði meira samræmi við frammistöðu annarra leikara í stærri hlutverkum í verk- inu. Vilhelm á reyndar allgóða spretti, en er gjarnan heldur dauf- legur, og framsögn hans nokkuð ógreinileg á köflum. Jón Jósep Snæbjömsson er í hlutverki aflraunamannsins, sem hefur ekkert á milli eyrnanna og reyndar heldur lítið í handleggjun- um líka. Jóni Jósepi tekst víðast vel að ná þessari persónu og þá ekki síst í lokaatriði sínu og sam- leik við Feilan og Lóu vió undir- búning sýningarinnar á bakgrunni hinnar síóamefndu. Mr. Peacock er leikinn af Þor- valdi J. Jochumssyni. Hann kemst nokkuð vel frá þessu hlutverki en er þó stirólegri í túlkun sinni, en vera mætti. Söngmærin er leikin af Hildi Eir Bolladóttur. Hlutverk- ið er ekki stórt og texti afar lítill, en Hildur Eir gerir furðu mikið úr persónunni. Edda Hrönn Sveins- dóttir leikur sviðsgæslu. Þetta hlutverk er til þess að gera smátt, en Edda nær að skapa nokkuð hranalega persónu, sem heldur skikki á liði sínu baksviðs á skemmtistaðnum. Orri Gautur Pálsson leikur dyravörð og einnig löggu og veislugest og gerir vel. Gunnar Benediktsson leikur náttvörð og einnig útvarpsmann. Náttvörður- inn er ekki stórt hlutverk, en Gunnar gerir því lipurlega sann- ferðug skil. Dansmeyjar eru Freyja Dögg Frímannsdóttir, Hulda Steingríms- dóttir og Olöf Elsa Björnsdóttir. Þær skila sínu vel að flestu leyti. Blaðamenn eru Sigrún Konráðs- dóttir, Gerða Sigmarsdóttir, Asa Arnfríður Kristjánsdóttir og Katr- ín Jóhannesdóttir og par er leikið af Sólveigu Kristínu Sigurðardótt- ur og Jóhönnu G. Jóhannesdóttur. Allar þessar stúlkur leggja sitt af mörkum til þessarar líflegu sýn- ingar. Leikstjórinn, Rósa Guðný Þórsdóttir, virðist hafa lagt áherslu á það aó skapa fjörlega sýningu, þar sem beitt skop verksins nær að njóta sín. Adeilan hverfur samt ekki í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Hún verður, ef nokkuð er, hvassari cn ella, enda í rauna víða hert í hin- um kátlegu atriðum. Ur verður góð skemmtun, sem bæði kætir og skilur eftir efni til umhugsunar. Héraðsnefnd N.-Þing: Innköllun skráning- armerkja óþolandi Héraðsnefnd Norður-Þingeyinga ályktaði á fundi sínum í síðustu viku vegna nýrrar tilhögunar á geymslu á skráningarmerkjum ökutækja. Telur nefndin meó öllu óþol- andi tilskipun dómsmálaráðherra að fela Bifreiðaskoðun aó innkalla öll skráningarmerki sem lögð eru inn til geymslu. Segir nefndin þá aðgerð að gera lögreglu óheimilt að taka við og geyma skráning- armeki vera óliðandi skerðingu á opinberri þjónustu vió íbúa lands- byggðarinnar og með öllu ástæðu- jausa. Héraðsnefndin krefst þess aö fyrirkomulagi á innlögn skrán- ingarmerkja verði breytt til fyrra horfs. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri, sagði í samtali við Dag að nýja fyrirkomulagið væri sérlega óþægilegt fyrir sjómenn, sem væru vikum saman á sjó og hefðu bílinn ekki á skrá, en svo gæti tek- ið allt að viku að fá númerin af- hent þegar þeir kæmu í land. ■ IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.