Dagur - 06.04.1995, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995
JUþingiskosningiarnar 8. apríi nH.
„Það mæltí mín móðir...“
Faðir minn dó í blóma lífsins og
um hann á ég aðeins óljósar minn-
ingar um rautt hár, hlýtt bros og
heitar hendur. Móðir mín flutti á
mölina meó barnahópinn, félítil
og farin að heilsu. Hún lifði föður
minn í tíu ár og syrgói hann
óstjórnlega allan tímann.
Þar sem ég er yngst okkar
systkinanna, sat ég síðust eftir í
hreiðrinu, þannig að síðustu árin
sem móðir mín liföi bjuggum við
tvær einar. Við vorum mjög nánar
og spjölluóum margt, vissum cnda
báóar undir niðri að við höfðum
ekki allan tímann í veröldinni fyrir
okkur.
„Segóu mér frá í gamla daga,“
myndi ég kannski hvísla og skríða
undir sængina til hennar. Mest tal-
aði hún um pabba en þó röðuðust
smám saman ýmis brot úr hennar
eigin draumutn, hugmyndafræði
og reynslu kringum myndina af
ástvininum sem hún var sífellt að
draga upp handa barninu þeirra,
sem náói ekki aö kynnast honum.
Vió héldum alltaf báðar aó faðir
minn væri það sem allt snérist um
í þessu spjalli okkar og raunar var
hann miðpunkturinn í öllu hennar
lífi og hugsun. En þegar móðir
mín var látin og orðin að minn-
ingu áttaði ég mig á því, að í raun
og veru hafði ég auðvitað kynnst
henni sjálfri, hcnnar æskudraum-
um, vonum og vonbrigðum mun
betur en föður mínum í þessum
Freyvangs-
leikhúsið
Kvennaskóla-
œvintýrið
eftir Böövar Guömundsson
Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir
12. sýning
fóstud. 7. apríl kl. 20.30
13. sýning
laugard. 8. apríl kl. 20.30
14. sýning
miðvikud. 12. apríl kl. 20.30
15. sýning
fóstud. 12. apríl kl. 24.00
Aukasýning
Miðasala/pantanir
sími: 31349 og 31196
Kvennaskólacafé
Matur og aðrar veitingar
í gamla Kvennaskólanum
að Laugalandi
Upplýsingar í síma 31333
ástríðufullu frásögnum hennar af
fortíóinni.
Og eftir því sem ég eldist, átta
ég mig betur á því, að líklega hef-
ur ansi margt í minni lífsfílósófíu
mótast þarna undir sænginni hjá
mömmu, meóan ég horfói í loga
kertaljóssins og hlýddi á sögur
þessarar konu sem var bara af
næstu kynslóð á undan mér, en
átti samt minningar sem mér
fannst vera aftan úr grárri forn-
eskju. Lífshlaup hennar var svo
sem ekkert sérstakt eða frábrugóið
sögu fjölda annarra kvenna á sama
tíma. Þetta var bara sú saga sem
ég kynntist best og fyrir mér er
hún stórmerkileg og ekkert hefur
sannfært mig eins rækilega um
réttmæti þeirra orða aó að fortíð
skuli hyggja er framtíð skal
byggja og einmitt þau kynni.
„Nú, af hverju lærðirðu þá ekki
meira, úr því þig langaði svona til
þess? Því varðstu ekki kennari,
fórst í listaskóla eða lærðir á fiólu,
eins og þig dreymdi um?“, spurói
ég og var sáróánægð. Eiginlega
fannst mér að móðir mín hefði
staðið sig illa og kastaö hæfileik-
um sínum á glæ.
En þá mælti mín móðir: „Það
var nú svona í þá daga, vina mín.
Auraráðin voru ekki mikil og þar
sem efnaleg velferó fjölskyldunn-
ar og þjóðfclagsins var á herðum
karla, þótti sjálfsagt aó mennta þá
frekar. Þaó hefur svo margt
breyst, barnió gott, síðan ég var á
þínum aldri. Þá voru konur rétt
nýbúnar að öðlast réttinn til að
kjósa, það er að segja nýbúnar að
fá staófestingu karlanna á því að
þær tilheyróu mannfélaginu og
ættu rétt til að ráða einhverju um
eigin framtíð. En við erum öll
börn okkar tíma og hugarfars-
breyting tekur lengri tíma en laga-
breyting. Mína kynslóð skorti svo
sárlcga fyrirmyndir. Það er svo
crfitt að brjótast ótroðnar slóóir og
þar að auki cf til vill í trássi við
maka sinn. Enda tcl ég að helstu
bandamcnn kvcnna í mannrétt-
indabaráttunni hafi verið réttsýnir
karlmenn, feður og synir sem stutt
hafa sínar konur til dáóa.
Mikið hefur áunnist en þó er
langt í land. Nú eru nærri 70 ár frá
því konur fengu kosningarétt. A
öllum þessum tíma hefur aðeins
rétt um tugur kvenna setió á þingi
og það þykir ennþá undrunarefni
að sjá konur einhversstaðar í
valdastólum kerfisins eða einka-
fyrirtækja sem karlar hafa vermt
til þessa. Þín kynslóð verður að
halda baráttunni áfram, þá verður
árangurinn raunverulegur fyrir
ykkar böm. Gáðu aó: Þetta er ekki
einkamál kvenna. Jafnrétti kemur
öllum til góða. Karlmenn eru ekki
slæmir, enda elskum við þá út af
lífinu! En konur eru á margan hátt
svo allt öðruvísi samansettar ver-
ur. Þeirra hugsanagangur, tilfinn-
ingalíf og lífsreynsla lúta öðrum
lögmálum en karla. Og meðan
þetta kvenlega, sem hálft mann-
kynið býr yfir, nýtur ekki virðing-
ar og hefur ekki áhrif á valdakerf-
ió til jafns á við hinn helminginn,
þá er heimsmyndin hreinlega
röng. Eg treysti því þess vegna,
Anna mín, að þú látir ekki ríkis-
stjórnir framtíðarinnar vera kven-
mannslausar.“ Og móóir mín gekk
út til að kjósa þá karla sem henni
þótti líklegastir til að rétta hlut
kvenna, unga vinstrisinnaóa gáfu-
menn - annað var ekki í boói.
Þetta var upp úr 1970. Arið
1983 bauó Kvennalistinn fyrst
sína krafta í Alþingiskosningun-
um. Þá sátu fyrir þrjár konur á
þingi, eða 5% þingmanna. Mér
þótti þetta framboó fráleitt þá. Það
hlyti að vera réttara að berjast eftir
öðrum leiðum, þctta væri ekki
jafnrétti. Síðan eru liðin tólf ár. A
þessum tólf árum hefur konum á
Alþingi fjölgað úr þremur í fjórtán
og eru þær nú um 25% þeirra sem
þar sitja.
Margar konur hafa á þessum
tíma náð mjög langt og nægir þar
að benda á borgarstjórann í
\, •
________________
Anna Margrét Stefánsdóttir.
„Nánast hvert sem
litið er þykir sjálf-
sagt að borga kon-
um minna fyrir
þeirra vinnuframlag
og tilætlunarsemi
við karla í atvinnu-
lííinu bitnar sárlega
á jafnrétti í einkalífi
fólks.“
Reykjavík sem dæmi um það.
Ekki ónýt fyrirmynd það. Hefð-
bundnu stjórnmálaflokkamir
fiykkjast um það málefni sem
Kvennalistinn lagói upp meó og
landið á oróið herskara af há-
menntuðum konum. Hvaó viljum
vió hafa það betra? Jú, yfirborðið
er vissulega fegurra en forðum.
En gætum að: Örfáar konur í
valdastöðum er ekki nóg. Hvernig
er það með allar hinar konurnar?
Hvcrnig standa launamálin til að
mynda? Nánast hvert sem litið er
þykir sjálfsagt aö borga konum
minna fyrir þeirra vinnuframlag
og tilætlunarsemi vió karla í at-
vinnulífinu bitnar sárlega á jafn-
rétti í einkalífi fólks. Og þessir
pólitísku flokkar sem nú keppast
við að tefla fram konum í um-
ræðuþáttum og sjónvarpsauglýs-
ingum, eru þcir að bjóða fram
konur í baráttusætum sínum? Ekki
sýnist mér það nú vera reyndin
víóa og nægir að benda á að í
mínu kjördæmi, Norðurlandi
vestra, hefur aldrei komist kona á
þing og ungu mennimir sem móð-
ir mín kaus í Reykjavík fyrir kon-
ur fyrir tuttugu árum sitja þarna
enn og verja sín sæti.
Að baráttan hafi gengið hægt er
ég samt ekki viss um aó ég vilji
taka undir. Það hefur mikió breyst
á einum mannsaldri og mannsald-
ur er ekki langur tími í veraldar-
sögunni. Hugarfarsbreytingin er
enn í gangi, sem betur fer, en það
hlýtur að vera kvenna að halda
henni gangandi og þrýsta henni
áfram. Hverjum ætti betur að vera
treystandi fyrir því? Baráttuað-
feröir karla eru að vísu oft skjót-
virkari og þeirra hugmyndir knúð-
ar fram af meira afii en konum er
eiginlegt. Það liggur því í hlutar-
ins eðli að konum í minnihluta á
karlavettvangi gengur ekki hratt
að koma sínu fram. En dropinn
holar steininn og vissulega eiga
konur bandamenn meóal karla
sem sjá að jafnrétti er einnig þeim
í hag.
Nú kýs ég Kvennalistann, er
stolt af því og finnst reyndar ekki
annað koma til greina. Það er
spumingin um kjarnann í minni
tilveru. Þaó er vissulega tilhlökk-
unarefni þegar sá tími kemur að
slíkrar kvennahreyfmgar verður
ekki lengur þörf, en þaó er langt í
þaó, því miður - miklu lengra en í
fljótu bragði viróist. Minn draum-
ur er að börn minnar kynslóðar
eigi það sem ég aðeins eygi fram-
undan: Jafnhá laun og jafnrétti í
raun.
Því hef ég farið eftir því sem
mælti mín móðir og ætla að leggja
mitt af mörkum til að ljá þeirri
öndvegiskonu, Önnu Dóru
Antonsdóttur, fiey og fagrar árar
svo hún komist á þing meö hinum
víkingunum héðan að stýra þeim
dýra knerri er þjóðarskúta nefnist,
en einmitt ckki til að höggva
mann og annan - það er nefnilega
hin aðferðin sem gildir: Viröing
og vönduð vinnubrögó.
Setjum X viö V í vor!
Anna Margrét Stefánsdóttir.
Höfundur er bóndi í Hátúni í Skagafirói.
Þverrandi galdramáttur
Framsóknarmenn hafa tapað átt-
um á leið sinni til framtíðar og
guggna á kosningaloforðum þrátt
fyrir að skammt sé til kosninga. I
upphafi kosningabaráttunnar
böróu þeir sér á brjóst og lofuðu
mjög meintan kraft síns dugandi
formanns sem ætlaði að vinna það
þrekvirki að loknum kosningum
að hífa hagvöxt upp í 3%. Þá
sungu þeir við munum gera hitt og
þetta, sbr. texta stefnuskrár fram-
sóknarfiokksins. Nú stefnir hag-
vöxtur í 3% á þessu ári án nokk-
ura afskipta Halldórs Ásgríms-
sonar formanns Framsóknar-
fiokksins. Við þaö hefur trú fram-
sóknarmanna á görvileik og
galdramætti formannsins dofnað
all verulega þar sem þeireinungis
vilja gera hitt og þetta, eins og
segir í kynningu á stefnumálum
Framsóknarfiokksins, í stað þcss
að ætla að gera hitt og þetta. Hvað
gerist næst, byrjar þá að dreyma
hitt og þetta ætli þeir fari ekki svo
að gleyma?
Nú þegar framsóknarmenn
telja sig loks vera aó legga af staó
til framtíðar er þarft að spyrja þá
Glæsibæjarkjördeild
Kjörfundur vegna Alþingiskosninga hefst að félags-
heimilinu laugardag 8. apríl nk. kl. 10 árdegis.
Athygli er vakin á því að kjörfundi má slíta, að full-
nægðum vissum skilyrðum, þegar átta klukkustundir
eru liðnar frá því hann hófst.
Kjörstjórnin.
t>að er augljóst og
á allra vitorði að
gjaldþrotastefna sú
sem hefur alltaf
fylgt Framsóknar-
flokknum og þeir
eru enn að burðast
með, hefur tafíð
fyrir þeim.
hvaðan þeir eru að koma og hvaó
hafi tafið þá. Það er augljóst og á
allra vitorði að gjalþrotastefna sú
sem hefur alltaf fylgt Framsóknar-
fiokknum og þeir eru enn aö burð-
ast með, hefur tafið fyrir þeim. Nú
kynna þeir ábyrga leiðréttingu á
ríkisfjármálum meó sjóðasukki
sem er líkleg til að auka halla rík-
issjóðs um 3 milljarða. Þar sem
málgagnið Tíminn og óskabarnið
Sambandið fóru bæði á hausinn.
Finnur Ingólfsson segir Fram-
sóknarflokkinn ætla að koma
undir sig fjárhagslegu fótunum
Arnljótur Bjarki Bergsson.
einhvemtíman í framtíðinni á
næstu öld svo menn skilja hvers
vegna þeir vilja flýta sér svo mik-
ið, sem raun ber vitni um, inn í
framtíðina. íslendingar bíða vart
til eilífðarnóns eftir framsóknar-
mönnum, en engu aó síður var
tími til kominn að þeir leggðu af
stað.
Arnljótur Bjarki Bergsson.
Höfundurer nemi í MA.