Dagur - 06.04.1995, Page 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995
Frá yfirkjörstjórn
Norðurlandskjördæmis eystra
vegna alþingiskosninga
8. eða 8. og 9. apríl 1995.
Aðsetur yfirkjörstjórnar meðan á kosningu stend-
ur verður í Oddeyrarskólanum á Akureyri, sími
22954.
Atkvæði verða talin í íþróttahöllinni við Skólastíg,
Akureyri, að kosningum loknum.
Akureyri, 5. apríl 1995.
F.h. yfirkjörstjórnar
Norðurlandskjördæmis eystra.
Freyr Ófeigsson, formaður.
Alþingískosningarnar s. agríl nk.
Við höíum byggt
upp frá grunni
Látum bíla
ekki vera
í gangi
aö óþörfu!
Utblástur
bitnar verst
á börnunum
mIumferðar
Wf
Iráð
Á þeim átta árum sem Alþýóu-
flokkurinn hefur verið við stjóm í
félagsmálaráðuneytinu hefur orðið
gífurleg uppbygging á sviði hús-
næðismála.
Húsnæðislánakerfið sem þá var
við lýöi var löngu komið í þrot
enda voru um átta þúsund manns
sem þá bióu þess að fá lán úr
sjóðnum, sem gat tekið þrjú ár.
Fyrir utan þetta voru lánin svo lág
að nær undantekningarlaust þufti
önnur lán með. Þetta kerfi þjónaði
ekki fólkinu heldur mætti frekar
segja að fólkið hafi þjónað því. Ur
þessu var bætt með húsbréfakerf-
inu sem stytti biótímann og Iánin
hækkuðu. I stað niðurgreiddra
vaxta til allra varó stuðningurinn
markvissari í formi vaxtabóta sem
kemur sérstaklega tekjulágum ein-
staklingum og fjölskyldum til
handa. Sem dæmi um þetta er
reiknað með að vaxtabætur verði í
ár um þrír milljarðar króna.
Félagslega íbúðarkerfið fer nú
Aðgengilegar
upplýsingar
um tilvísanir - fyrir þig
Kominn er út nýr upplýsingabæklingur: Spurningar og svör um
tilvísanakerfið. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar fyrir
almenning um þessa nýju tilhögun og hvernig hún verkar. Þá er
bæklingnum ekki síst ætlað að svara mörgum spurningum sem
brunnið hafa á sjúklingum og aðstandendum þeirra undanfarnar
vikur og mánuði.
Einnig er fjallað um undirbúning tilvísana og ástæðurnar fyrir
því að þær eru teknar í notkun. Þar kemur m.a. fram að 1993
var skoðun á kostnaÖarlegum áhrifum tilvísana falin óháðum aðila,
Verk- og kerfisfrœðistofunni. Niðurstaða hennar er sú að tilvísanir
muni spara ríkinu um 100 milljónir króna á ári og sjúklingum
sjálfum um 50 milljónir! Að auki hefur Hagfræðistofnun
Háskóla íslands verið falið að fylgjast með áhrifum tilvísana á
kostnað, eftir að þær komast í gagnið 1. maí n.k., og hefur
læknum verið boðið að fylgjast með þeirri vinnu.
Upplýsingabæklingurinn liggur frammi á heilsugæslustöðvum,
læknastofum, í lyfjaverslunum, hjá samtökum sjúklinga og í
umboðum Tryggingastofnunar um land allt. Ef þú átt óhægt um
vik að nálgast hann þar, býðst þér að hringja í síma (91) 604545
og fá bæklinginn sendan heim, þér að kostnaðarlausu.
Við hvetjum þig til að nálgast bæklinginn og kynna þér málið!
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
5 HEILBRIGÐIS- OG
UH TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
S
u) WiM
z m,
I
3; S
I
Spurningar og svör um
tilvísanakerfið
is
Aöalhciöur Sigursveinsdóttir.
ört stækkandi á þessu kjörtímabili
og fjárveitingar hafa verió veittar
til byggingar 2000 íbúða á þessu
kjörtímabili.
Aðalatriði málsins
Mikil umræða hefur verið um
skuldastöðu heimilanna í kjölfar
skýrslu Þjóðhagstofnunnar á síð-
asta ári. Þar kemur fram að þær
hafi farið vaxandi. Stjómarand-
staðan hefur haldið því fram aó
staðan hafi aldrei verið jafn slæm,
þessu vísa ég alfarið á bug. Þetta
er nefnilega fjarri Iagi. Þjóðhags-
stofnun bendir á í þessari skýrslu
að skýringanna sé að leita í því að
endurfjármagna þurfti nær allt
húsnæði í kjölfar verðtryggingar
allt frá 1980, lengri lánstíma hús-
næðislána þannig að skuldir greið-
ast nú hægar en áöur og horfið
hefói verið frá skömmtun lánsfjár
og mikill fjöldi ungs fólks hefur
komið fyrr út á húsnæðismarkað-
inn. Enfremur er bent á að hlutfall
húsnæðisskulda heimila hafi farið
lækkandi vegna aukins frjálsræöis
á lánamarkaði. Aðalatriði málsins
varðandi greiðsluerfiðleika hcim-
ilanna er að það eru ekki skuldir
heimilanna heldur greiðslubyrói.
Auknar skuldir eru því ekki nei-
kvæðar í þessu tilfelli heldur já-
kvæðar.
„Alþýðuflokkur-
inn vill leysa
vandann en
ekki slá honum
á frest.“
Stefnan okkar er skýr
Almenna húsnæðiskerfið, hús-
bréfakerfið, þarf að styrkja og
festa í sessi. Til að bregóast vió
greiðsluvanda þeirra sem eiga í
vanskilum þarf að greina eðli
vandans eftir umfangi vanskila
hverju sinni. Aðgerðii; til lausnar
verða að byggja á slíkri greiningu.
Alþýðuflokkurinn vill leysa vand-
ann, ekki slá honum á frest. At-
huga þarf sérstaklega upphæð
lána, lánstíma og lán til kaupa á
fyrstu íbúð. Félagslega íbúðar-
kerfið þarf aö cndurskipuleggja.
Kerfið er nú of flókið og þarfnast
einföldunar vió. Þá er afar mikil-
vægt að lánskjörum sé haldið inn-
an þeirra marka sem félagslegar
aðstæður krefjast hverju sinni
Alþýðuflokkurinn leggur til að
sett verði lög um greiðsluaðlögun,
sem hafi það að markmiði að að-
stoða einstaklinga sem eru í alvar-
legum og viðvarandi greiðslu-
vandræðum, til þess að ná tökum
á fjármálum sínum. Við viljum að
vaxtabætur verði samtímagreiósl-
ur þannig aó útborgun þeirra verði
aðlöguð að gjalddögum húsnæóis-
Iána. Sérstaklega þarf aó koma til
móts við þá sem eru að kaupa sér
húsnæði í fyrsta skipti og lánshlut-
fall þeirra verói hækkaö. Alþýðu-
flokkurinn vill einnig beita sér
fyrir því að stimpilkosnaður veröi
endurskoðaður.
Stefna okkar er skýr, við vilj-
um halda áfram aó byggja upp
það velferðakerfi sem flokkurinn
hefur byggt upp, nánast frá
grunni.
Aðalheiður Sigursveinsdóttir.
Höfundur er ungur jafnaóarmaður og
skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokks á
Noróurlandi eystra fyrir komandi Al-
Tryggingastofnun ríkisins:
Gildistími hjálpar-
tækjaskírteina lengdur
Tryggingaráð hefur ákveðið að
hjálpartækjaskírteini til langtíma-
nota verði framvegis gefin út til
fimm ára í senn, í stað þriggja áð-
ur. Ákvörðunin felur í sér sparnað
og hagræði fyrir sjúklinga, sem
þarfnast einnota hjálpartækja til
langframa.
Tryggingastofnun ríkisins gef-
ur út hjálpartækjaskírteini fyrir þá,
sem þurfa á einnota hjálpartækj-
um aó halda samkvæmt læknis-
vottorði. Aðallega er um að ræða
hjálpartæki fyrir sykursjúka og
stómaþega, svo sem einnota
sprautur, nálar, poka og fleira.
Samþykkt Tryggingaráðs þýð-
ir, að sjúklingar þurfa sjaldnar aó
fara til læknis til að endumýja
vottorð vegna einnota hjálpar-
tækja. Sjúklingamir greiða sjálfir
fyrir læknisvottorðin, þannig að
þessi breyting sparar þeim bæói fé
og fyrirhöfn.
Samþykktin kemur í kjölfar
beiðna frá Samtökum sykursjúkra
og Stómasamtaka Islands um að
gildistími hjálpartækjaskírteina
yrði lengdur. Skírteini vegna ein-
nota hjálpartækja til skammtíma-
nota verða áfram gefin út til eins
árs í senn. (Fréllalilkynning).