Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 29. apríl 1995 - DAGUR - 3 Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur sl. fimmtudagskvöld: Skorar á launafólk að segja upp núgildandi kjarasamningi samningsforsendurnar eru brostnar, segir formaður Verkalýðsfélagsins Á fjölmennum aðalfundi Verka- lýðsfélags Húsavíkur sl. fimmtu- dagskvöld var samþykkt að skora á samtök launafólks að segja upp núgildandi kjara- samningi, þannig að hann verði laus um næstu áramót. Fundur- inn telur að samningsforsendur síðustu kjarasamninga sem und- irritaðir voru 21. febrúar sl. séu brostnar. Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, segir alveg ljóst að það mark- mið verkalýðshreyfingarinnar að rétta við kjör þeirra lægst launuðu hafi mistekist. „Þær samningsfor- sendur, sem var lagt af stað með og miðuðu að því að hækka laun þeirr lægstlaunuðu, hafa brostiö. Samningamir sem Alþýðusam- bandið og vinnuveitendur gerðu 21. febrúar sl. hafa verið notaðir sem grunnur fyrir aðra hópa og síðan hafa þeir náð einhverju meiru.“ Aðalsteinn sagði mörg dæmi um þetta, hann nefndi til dæmis að opinberir starfsmenn fái desemberuppbót strax en launa- fólk fái ekki hækkun á desember- uppbót samkvæmt kjarasamningi ASI og vinnuveitenda fyrr en 1996. Aðalsteinn sagði algjöran ein- hug á aðalfundi Verkalýðsfélags Húsavíkur um kjaramálin og þetta hafi verið fjölmennasti aðalfundur félagsins til margra ára. „Það er mikil gremja og óánægja í fólki. Ég var og er mjög óhress með þessa kjarasamninga. Þetta eru hrikalega lélegir samningar, menn eiga aö viðurkenna það.“ I ályktun aðalfundar Verka- lýðsfélags Húsavíkur um kjaramál segir orðrétt: „Aðalfundurinn telur aó færa þurfi þeim sem eru á lægstu töxt- unum raunverulega leiðréttingu á sínum kjörum. Samfara því þarf að endurskoða launamál kvenna, með það í huga að fullur jöfnuður ríki milli kynja. Miðaó við yfirlýsingar flokk- anna fyrir síðustu kosningar, þá ætti ekki að vera erfitt fyrir verka- lýðshreyfinguna að ná fram breyt- ingum á kjörum þeirra lægstlaun- uóu. Því allir flokkar boðuóu, að leiðrétta þyrfti þann mikla launa- mun sem er í þjóófélaginu og jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.“ óþh Snjórinn tefur vorverk skógræktarmanna Nú gengur maí í garð en óvenju- lega mikill snjór er víðast norð- anlands. Snjórinn hefur víða áhrif og þegar hefur komið fram að tré eru óvenjulega illa farin eftir þenna vetur. En má reikna með því að snjórinn hafi víðtæk- ari áhrif á norðlensk tré? Að sögn Hallgríms Indriðason- ar í Gróðrarstöðinni í Kjamaskógi hefur snjórinn þegar tafið vorverk í skógræktarstöðinni. „Snjórinn mun hindra ræktunarmenn eitt- hvað fram eftir vori en þess ber þó að geta að snjóalög hér norðan- lands eru mjög misjafnlega mikil. Til dæmis er ekkert mikill snjór á Þelamörkinni. Svo er jörðin nán- ast alveg þýð undir snjónum svo að það bætir þessi snjóalög veru- lega upp.“ Eins og sjá má á þessum myndum sem Robyn, ljósmyndari Dags, tók á Akureyri í gær, eru tré illa lcikin cftir erfiðan vetur. Eins og fram hefur komið hafa tré farið óvenjulega illa í snjófarg- inu í vetur en Hallgrímur sagði að grenitrén hefðu staðið sig einna best. „Þau hafa þannig vöxt að þau verja sig betur gegn snjónum en til dæmis birkið en það hefur farið einna verst í vetur hér í Kjamaskógi." Hallgrímur ráðleggur fólki að klippa eða saga sem fyrst brotnar greinar af trjánum. „Greinamar eru víða hálf grafnar í snjó og þegar snjórinn sjatnar dragst þær niður með honum þannig að sárió á trénu stækkar. Það er því mjög gott að losa tréð við þessar bromu greinar sem fyrst og það getur verið ágætt að bera fúavamarefni í sárið en það hefur enga þýðingu að nota málningu," sagði Hall- grímur. KLJ Dægurlagakeppni í Sæluviku: Þegar sólin sest - Geirmundur á sigurlagið Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðastliðið fimmtudagskvöld. Tíu lög komust í úrslit og það er skemmst frá því að segja að vinningslagið er lag hins þekkta skagfirska sveiflukóngs Geir- mundar Valtýssonar Þegar sólin sest við texta Kristjáns Hreins- sonar, Ari Jónsson söng lagið. Að sögn Lovísu Símonardóttur, sem sá um framkvæmd keppninn- ar, vom mörg laganna mjög góð en það var sjö manna dómnefnd og áhorfendur sem völdu sigurlag- ið. „Keppnin var mjög fjölsótt og tókst í alla staði vel. Meóan at- kvæði voru talin komu skemmti- kraftar fram, Islandsmeistarinn í Free style dansi Ragndís Hilmars- dóttir og íslandsmeistaramir í samkvæmisdönsum 16-18 ára þau Davíð Amar Einarsson og Eygló Karolína Benediktsdóttir, Fíla- penslamir frá Siglufiröi, kór Fjöl- brautaskólans og hópur eldri og yngri söngvara," sagði Lovísa. Þess má geta að úrslitalögin tíu hafa þegar verið tekin upp og eru komin út á spólu sem nefnist Sæluvikulög 95. KLJ Dræmur úthafskarfaafli og færri skip á svæðinu en reiknað var með: Akraberg landaði 300 tonnum Togari Framherja hf., Akraberg, landaði 300 tonnum af úthafs- karfa í Reykjavík í gær. Dræm veiði hefur verið sl. hálfan mán- uð hjá þeim togurum sem stunda úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg og er beðið þess að veiðin glæðist. Reikna má með að það gerist í maímánuði með tilliti til reynslu síðustu ára. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri, en útgerðarfyrirtækið á stærstan hlut í Framherja hf., segir markaðsaðstæður fyrir úthafskarfa nú erfiðar og þegar það bætist við dræma veiði séu færri íslenskir togarar á úthafskarfaveiðunum en ella hefði má búast við á þcssum árstíma. Enginn togara Samherja hf. er á Reykjaneshryggnum, en reikna má meó að einhverjir þeirra verði sendir þangað þegari veiðin glæð- ist. Erlendir togarar eru einnig heldur færri, en þeir hafa veriö, auk íslensku togaranna, en eru að ná betri tökum á úthafskarfaveió- unum auk þess sem veiðarfæri hafa verið að batna og því ekki líklegt að úthafskarfinn síðustu vikur sé umtalsvert minni að magni til. GG RF\f /'A Rafvirkjaféíaij NorðurCcmds | 1 Aðalfundur i verður haldinn föstudaginn 5. maí 1995 í Alþýðu- ^ | húsinu 4. hæð og hefst kl. 18.00. Í Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Stjórnarkjör. = 4. Önnur mál. = Stjórn R.F.N. ■i iiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiimiininiimiiiiniiiimiimimniiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiiininiiiiiiiiiiiniiiiiiinimii L' Sumartilboð ( Tilboð 1: Látir þú endurryðverja bílinn færðu 50% af- | slátt af umfelgun. | Tílboð 2: Látir þú endurryðverja bílinn og kaupir sum- | ardekk færðu umfelgun fría. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 31. MAÍ. Pústkerfi Dráttarbeisli | Undirsetning á staðnum, fast verð Undirsetning á staðnum, fast verð § Demparar Gleðilegt sumar! | RYÐVARNARSTÖÐIN | Fjölnisgötu 6e, sími 26339 riiiiiiiiiiiiiiimiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiir. AKUREYRARKIRKJA ÚTBOÐ Sóknarnefnd Akureyrarkirkju óskar eftir til- boðum í að endurbaeta og sinkklæða þak Ak- ureyrarkirkju. Þakið er 543 fm. Gögn verða afhent á Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks h.f., Kaupangi við Mýrarveg, Ak- ureyri, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 11.00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir kunna að verða. ARKITEKTA- OG VERKFRÆÐISTOFA HAUKS HF. KAUPANGIV/MÝRARVEG 600 AKUREYRI. S 96-23202 FAX:96- 23233

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.