Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1995 FRÉTTIR Slagurinn um Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Jákvæður og góður fundur - sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri, eftir fund með SH í fyrrakvöld „Þetta var jákvæður og góður ftindur þar sem við skiptumst á skoðunum. Næsta skref í málinu verður að ég mun gera bæjarráði grein fyrir umræðunum á fundi á sunnudag. Þá verður tekin ákvörðun um næsta skref í mál- inu,“ sagði Einar Njálsson, bæj- arstjóri á Húsavík, eftir fúnd hans með forsvarsmönnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í fyrrakvöld. Þar var rætt um tilboð SH um kaup á nýju hlutafé fyrir 100 milljónir króna ^RAR,K RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja birgðageymslu við Óseyri 9 á Akureyri. Útboósgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Óseyri 9, Akureyri og Laugavegi 118, Reykjavík frá og meó mióvikudeginum 3. maí 1995 gegn kr. 10.000,- í skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins á Akureyri fyrir kl. 10.00, föstudaginn 19. maí 1995, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-95004 Akureyri - Útboð 2“ Verkinu á að vera fullu lokið laugardaginn 30. sept- ember 1995. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS, Laugavegi 118,105 Reykjavík. í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á genginu 1,25. Aður höfðu fs- lenskar sjávarafurðir boðist til að kaupa nýtt hlutafé fyrir 75 milljónir króna á genginu 1,00. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna óskaði eftir fundinum í fyrrakvöld strax eftir að hafa lagt fram sitt til- boó. Að sögn Einars er skýring á þessum stutta fyrirvara fundarins sú að í næstu viku verða forsvars- menn SH uppteknir við undirbún- ing aðalfundar og því vildu þeir koma strax á fundi meó bæjaryfir- völdum. Bæjaryfirvöld á Húsavík ræða nú samhliða við sölusamtökin og eru óbreytt^ áform um fund með fulltrúum Islenskra sjávarafurða næstkomandi þriðjudag. Eftir þann fund er í fyrsta lagi hægt að vænta þess að ákvörðun verði tek- in um hvaða tilboði verður tekið. „Við erum í viðræðum við IS og munum leiða þær til lykta. Við þurfum líka að taka ákvörðun fyrir Ginar Njálsson. 19. maí hvort bærinn neytir for- kaupsréttar á sínum hluta og við munum stefna á að ljúka öllu mál- inu fyrir þann tíma,“ sagði Einar. JÓH Háskólinn á Akureyri: Eins og kom fram í Degi í gær heldur Gerður G. Osk- arsdóttir opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag, laugardaginn 29. apríl. í tilkynningunni í gær láðist að geta um tímasetningu fyr- irlestursins en hann hefst kl. 14. í þcssum fyrirlcstri fjallar dr. Gerður um áhrií' menntunar á gengi og starfsaðstæöur ungs l'ólks í atvinnulífinu. Leitaó er svara vió spurningum eins og: Hvaða áhrif hefur menntun á iaun, virðingarstöðu starfa og starfsánægju? Hvaða hæfhi reynir á í starl'i og er rnunur á menntunarhópum í því sam- bandi? Hvers virði er menntun viö ráöningar í störl' sem ckki kreíjast sérstakrar slarfsmcnnt- unar? Hef verulegar áhyggjur af þessu ástandi - segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir því miður engin teikn á HATIÐAHOLD VERKALÝÐSFÉLAGANNA Á AKUREYRI MAI 13.30 Safnast saman við Alþýðuhúsið 14.00 Lagt upp í kröfugöngu undir leik Lúðrasveitar Akureyrar HÁTÍÐARDAGSKRÁ í ALÞÝÐUHÚSINU AÐ LOKINNI KRÖFUGÖNGU ÁVARP 1. MAÍ NEFNDAR: Kristín Hjálmarsdóttir, formaður IÐJU AÐALRÆÐA DAGSINS: Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ ÁVARP: Matthildur Sigurjónsdóttir, fiskvinnsiukona FJÖLBREYTT SKEMMTIDAGSKRÁ: Þórhildur Örvarsdóttir og Karl Olgeirsson Dansar og söngvar frá Filippseyjum Sóri og Dofri, töfrar og fleira Þórarinn Hjartarson - fjöldasöngur KAFFIVEITINGAR í BOÐI VERKALÝÐSFÉLAGANNA MERKI OG PENNAR VERÐA SELDIR í TILEFNI DAGSINS SYNUM SAMSTOÐU OG SIGURVILJA! lofti um að atvinnuástandið sé að batna á félagssvæði Verka- lýðsfélagsins. í ályktun aðal- ftindar félagsins sl. fimmtudags- kvöld er þess krafíst að stjórn- völd „grípi nú þegar til sértækra aðgerða til að efla atvinnu og sporna við sívaxandi atvinnu- leysi á Norðurlandi eystra.“ „Eg hef verulegar áhyggjur af þessu atvinnuástandi og það er ekki af ástæðulausu. Hér ganga um að jafnaói 115 einstaklingar úr stéttarfélögunum á Húsavík og Suður-Þingeyjarsýslu án atvinnu. Þar af er tæplega 100 manns í Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Auó- vitað hafa menn stórar áhyggjur af þessu ástandi. Aberandi er að at- vinnuástandið í sveitum er að versna og síðan hafa menn stórar áhyggjur af því að unglingsstrákar á aldrinum 16-20 ára eiga orðið mjög erfítt með að fá vinnu,“ sagði Aðalsteinn. „Því miður sé ég ekkert sem bendir til þess að breytinga sé að vænta á þessu ástandi. Þó hafa menn verið að kaupa kvóta til Húsavíkur, en því miður er margt annað sem eykur manni ekki bjartsýni.“ í ályktun aðalfundar Verka- lýðsfélags Húsavíkur sl. fímmtu- dag um atvinnumál segir m.a.: „Þetta alvarlega ástand kallar á tafarlausar aógerðir. Aðgerðir sem byggja á framlögum til arðbærra opinberra framkvæmda, ásamt áherslu á rannsókna- og markaðs- starf. Sérstakar ráðstafanir gagnvart svæðum á Norðurlandi eystra þar sem atvinnuleysi er mikið þarf aó hafa forgang, samanber félags- svæói verkalýðsfélaganna á Húsa- vík og Suóur-Þingeyjarsýslu.“ Og síðar segir í ályktun aðal- fundar Verkalýðsfélags Húsavík- ur: „Aóalfundurinn ítrekar þá kröfu sína að stjómvöld hefjist nú þegar handa við að efla atvinnu í samvinnu við heimamenn á Húsa- vík og Suður-Þingeyjarsýslu. Því aðeins meó öflugu átaki hins opin- bera er hægt að koma í veg fyrir að æ fleiri vinnufúsar hendur, fé- laga í Verkalýðsfélagi Húsavíkur verði atvinnuleysisvofunni að bráð.“ óþh O HELGARVEÐRIÐ Nú er það að koma, vorið. í dag verður austlæg átt og léttskýjað, hiti 0-7 stig. A morgun hækkar hitastigið aóeins, þá verður gola eða kaldi, skýjað með köflum og 3-8 stiga hiti. Á mánudaginn verður svipað veður en þó aðeins hærri hiti eða 5-10 stig. Á þriðjudag er spáó súld eða rigningu um ailt land og 6-11 stiga hita. Aðalfundur Akureyrardeildar RKÍ verður haldinn í húsnæði deildarinnar í Kaupang sunnudaginn 7. maí nk. kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.