Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 15
UTAN LAN DSTEINANNA Laugardagur 29. apríl 1995 - DAGUR -15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Illcana Douglas lék á móti Robert De Niro í Cape Fear þar sem hann gæddi á kinn hennar. Stöó tvö sýnir í kvöld myndina Alive, sem fjallar um mann- raunir ungs fólks frá Urugvæ sem lifói af flugslys í Andes- fjöllum fyrir rúmum tuttugu árum. Stærsta kvenhlutverkið í myndinni er í höndum leikkonu sem heitir ILLEÁMA DQUGLAS og þrátt fyrir að hún sé ekki mjög þekkt þá er hún um margt merkileg. Hún hefur enn ekki unnið til stórafreka á hvíta tjaldinu en það hefur hjálpað ferli hennar að hún er sambýliskona leikstjórans og fram- leiðandans, Martin Scorsese. I þeim níu myndum sem hún á aó baki hefur Scorsese ýmist leikstýrt eóa leikið á móti henni í sex þeirra og þeirra þekktastar eru myndirnar Cape Fear, Good Fellas og New York Stories. En áður en hún byjaði meó Scorsese átti hún íslensk- an kærasta og hún ritjaði upp í blaðaviðtali fyrir skömmu að sam- band sitt vió hann hafi leitt til þess að ferill hennar sem gengilbeina hafi aöeins enst í tvo tíma. „Ég var verulega timbruð og kvöldiö áð- ur hafði ég étið svióakjamma með íslenskum kærasta mínum. Við átum augun og þegar ég sá rétt dagsins fyrsta daginn í vinnunni varð mér verulega óglatt," sagði Illeana, sem þegar var sagt upp störfum. Næsta verkefni hennar er sennilega það stærsta til þessa og ætti að koma henni vel á framfæri. Þá verður hún í aðalhlutverki í myndinni Grace Of My Heart með Matt Dillon og Eric Stoltz sem mótleikara. Þar mun Illeana leika lagahöfund sem náði langt á sjötta og sjöunda áratugnum en eins og oft áður þá er Martin Scorsese ekki langt undan því hann er framleiðandi myndarinnar. meirí síjarrn ún er nýorðin tvítug og er%páð miklum frama í Holly- wood. Hún heitir karlmannsnafninu Andrew en notast við styttingu á því. Þetta er DREW BARRYMORE, sem lék fyrst í auglýsingu þegar hún var enn með bleiu. Sex ára varð hún fræg fyrir leik sinn í myndinni ET. Sjö ára byrjaði hún að drekka alkóhól. Þegar hún náði 9 ára aldrinum var hún orðinn forfallinn alkóhólisti og 10 ára var það marijuana sem átti hug hennar allan. Hún átti erfitt með skólagönguna og þurfti 23 sinnum að skipta um skóla. Aðeins 12 ára var hún farin að sjúga í nös allskonar eiturlyf og 14 ára reyndi hún að fremja sjálfsmorð. Eftir að hafa dvalist nokkrum sinnum á meðferðarstofnun tókst henni að losa sig úr viðjum vanans og leikferillinn tók nýjan kipp. En þaö var ýmislegt sem Drew var ekki sátt við og 16 ára fór hún í aðgerð sem hún segir hafa breytt lífi sínu. Hún fór í brjóstaminnkun. „Þið hefðuð átt að sjá hversu stór þau voru,“ lét hún hafa eftir sér fyrir skömmu en til frekari fróðleiks má geta þess að hún notaði brjóstahaldara númer 34 DD. „Enn ein Dolly Parton glósa og ég var um það bil að tryllast. Fólk var hætt að horfast í augu vió mig. Það sagði: „Vá, en hvað þú hefur þroskast“, um leið og það góndi beint á brjóstin.“ Drew Barrymore var ung háð ^ ýmsum eiturefnum en hefur nú r losað sig við vandann. Andrew segir brjóstaminnkunina vera bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. ► Heímsk Ijóska á uppleið Hin undurfagra CAMEROM DIÁZ átti senni- lega eina eftirminnilegustu innkomu síðustu ára í kvikmyndaheiminn. Hún kom holdvot inn úr rigningunni og gekk rakleiðis í áttina að Jim Carrey í upphafi myndarinnar The Mask og þegar myndin var á enda var hún orðin ein sú eftirsóttasta í bransanum. Hún geröi sér þó litla grein fyrir hversu mikil áhrif þessi mynd hefói á feril sinn og taldi að hér væri aðeins um smámynd að ræða sem aldrei yrði sýnd í kvikmyndahúsum. „Ég hafði svo lítið vit á kvikmyndum,“ sagði Cameron í viðtali fyrir skömmu. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta var nokkuð stór mynd sem ég var að leika í. Þegar tökur voru hálfnaðar var ég enn að spyrja samstarfsfólkið: „Vitið þið hvort myndin verður sýnd einhvers staðar þar sem mamma og pabbi geta séó hana? Ég hafði ekki glóru. Ég er ljóska, mér leyfist þetta,“ sagói Cameron flissandi. Hún var uppgötvuð í teiti þegar hún var 16 ára og næstu fimm árin vann hún fyrir sér sem fyrirsæta. Hún ákvað að reyna fyrir sér í leik- listinni og var boðið hlutverk kærustu Brandon Lee í myndinni The Crow en hafnaði því þar sem henni leist ekki á handritió. Hún sá handrit af The Mask á skrifstofu umboðsaðila síns og segir það hafa verið meira í gríni en alvöru sem hún fór í hæfnisprófið. Hún var heppin og fékk næststærsta hlutverkið en hún hefur ekki alltaf verió jafn heppin. Á síðasta ári reyndi Cameron að fá hlutverk í bardagamyndinni Mortal Combat, sem væntanleg er í haust, en hand- arbrotnaói í hæfnisprófinu. „Ég var í hasaratriði og lamdi einhvem dela í höfuðið. Hann hafði glerharða höfuðkúpu og höndin var í mélum,“ sagði Cameron og flissaði enn meira. Talið er að frægðarsól hennar muni enn rísa síðla þessa árs þegar myndin Feeling Minnesota verður fmmsýnd en þar leikur hún á móti Keanu Reeves. Cameron Diaz viðurkennir fúslega að hún sé ekki í hópi þcirra skörpustu. ► Banvæn blanda Charlie Sheen er vígaleg- ur á velli. Harðjaxlinn CHARLIE SHEcM er draumur allra blaóamanna. Hann gefur jafnan stórar yfir- lýsingar um félaga sína jafnt sem fjandmenn og er tilbúinn aó deila raun- um sínum með hverjum sem heyra vill. Hann er þekktur fyrir kvensemi sína og er stoltur af afrekum sínum á því sviði. Það er sjaldan sem hann er allsgáður og áfengi er ekki þaö sterkasta sem hann hefur prófað. Fyrir skömmu var hann í viótali hjá bresku tímariti og svörin vom opinská. Að- spurður hversu mörg- um konum hann hefði verið meö í einu rúmi svaraói hann: „Ef ég segi sannleikann mun fólk annað hvort telja mig helvítis öfugugga eða ein hvers konar hetju. Kvöld eitt, ég veit ekki hvemig það kom til, var ég allt í einu staddur í svefnherbergi mínu með fimm stúlkum samtímis. Það var algjör keðjuárekstur. Þó ég vilji ekki monta mig þá komum vió öll sex ansi fullnægð út úr því her- bergi. Hei, ég er spænsk- írsk ættaður og það er banvæn blanda,“ sagði Sheen, sem segist ekki eins háður eit- urlyfjum og áður fyrr því nú sé hann með illa leikið vélinda. Charlie er son- ur leikarans Martin She- en og bróðir hans er einnig í bransanum, Emilio Estevez. Reynd- ar heitir hann réttu nafni Carlos Irwin Estevez en tók upp sviðsnafn föður síns til að hjálpa sér að kom- ast áfram í Hollywood.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.