Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1995 Eftirfarandi frásögn er úr dagbókum Silju Báru Omarsdóttur, íslensks háskólastúdents í Bandaríkjun- um, sem lagði land undir fót um síðustu jól og fór til Israels og Palestínu til aó kynna sér hversu mikið deilur um vatnsból spila inn í ófriðsamlega sambúö þessara nágranna. Silja Bára er Ólafsfirðingur aö ætt og uppruna og lýkur hún nú í vor þriggja ára háskólanámi í Bandaríkjunum. Spurningaflóð á flugvellinum Ég fór frá íslandi á annan í jólum. Ég var svolítið spennt, en ekkert of stressuó, enda vön því að ferðast. Á Heathrow fór mér fyrst að detta í hug að þetta væri kannski ekkert alltof góð hugmynd. Ég var komin að hliðinu rúmum tveimur tímum fyrir brottför. Þegar ég nálgaðist innritunarborðið gengu tvær stelp- ur í áttina til mín og spuróu hvert ég væri að fara. Ég sagðist auðvit- að vera á leiðinni til Tel Aviv, og spurði hvort þetta væri ekki vél fra E1 Al. - „Jú, en viltu gjöra svo vel að bíóa héma andartak.“ Ég var furðu lostin, en hlýddi nú samt. Þær komu aftur von bráð- ar, sögðu mér að koma með þeim upp að borði úti í sal, þar sem yfir- mannslegur maóur var þegar stadd- ur. Þau byrjuðu öll þrjú að yfir- heyra mig. Spumingamar voru al- veg hreint ótrúlegar. Þetta byrjaði allt voða sakleysislega, með spum- ingum um hver hefði pakkað far- angrinum mínum, hvort allt í tösk- unni væri mín eign o.s.frv. Svo komu nokkrar svolítió undarlegri. - „Af hverju flaugstu ekki beint frá Bandaríkjunum?" Þau virtust ekki skilja að jólin gætu skipt fólk nokkru máli. „Hefurðu einhvem tíma verið í Miðausturlöndunum áður?“, „Þekkirðu einhverja Ar- aba?“, „Bað einhver þeirra þig um að taka eitthvað með þér til Isra- els?“ Þau virtust hálf vonsvikin yfir því að svarið við síðustu spuming- unni var neikvætt. Svo kom yfir- heyrsla um ástæðuna fyrir því að ég var að fara. - „Við hvem ætlarðu að tala?“, „Veit allt fólkið sem þú ætlar að tala vió að þú ert að koma?“, „Get- uróu sannaó það?“ Ég þakkaði mínum sæla fyrir aó hafa gripió með mér möppuna meó öllum bréfaskriftunum sem ég hef átt við Israelana síðastlióna þrjá mánuði. Loksins virtust þær vera ánægðar, og ég hélt að ég væri sloppin. Þá greip yfirmaðurinn vegabréfið mitt, rétti annarri stelpu það, og hún byrjaöi á sömu syrp- unni. Þaó komu reyndar nokkrar nýjar spumingar frá henni. Til dæmis hvort ég væri með einhver vopn í farangrinum. Hún hló bara þegar ég sagóist ekki einu sinni hafa séó byssu, hvað þá snert eina slíka. - „Þú átt eftir að sjá nóg af þeim í Israel,“ sagði hún, og spurði hvort ég væri með einhver efna- vopn á mér, eða í farangrinum. Ég var vægast sagt svolítið ringluð þegar þessu loksins lauk öllu sam- Tel Aviv óhrein 27. desember Fyrsti dagurinn var alveg ágætur. Ég gekk aðeins um borgina um morguninn, borðaði morgunmat á göngugötunni vid Hacarmel Mark- et, og gekk svo aðeins meira áóur en ég fór aó taka fyrsta viðtalið mitt. Ég var vægast sagt furðu lost- in yfir útlitinu á borginni. Ef Isra- elamir eru góðir arkitektar, þá voru þeir ekki að reyna að sýna það þegar Tel Aviv var byggð. Bygg- ingamar jafnast á við fátækrahverf- in í Los Ángeles eða New York, og götumar eru alveg ótrúlega skítug- ar. Hundaskítur er ekki hirtur upp af gangstéttunum, kettir eru hlaup- andi út um allt. Fólk reykir alls staðar nema í strætó, og hendir frá sér logandi sígarettustubbum án þess að depla auga. Ég var búin að fá mig fullsadda af Tel Aviv á einum degi, og var því fegnust þegar ég komst í rútuna til Haifa. Ég hef ekki enn áttað mig á því hversu lítið land ísrael er. Ég bjóst við að minnsta kosti þriggja tíma ferð til Haifa, en rútan var lík- ari strætó, stoppaði á fnnm mín- útna fresti, og samt tók ekki nema einn og hálfan tíma að komast á áfangastað. Það var oróió dimmt úti þegar ég kom til Haifa, en það var samt augljóst að þetta var mun fallegri borg en Tel Aviv. Borgin er byggó í fjallshlíð og þar sem hótelið mitt var ofarlega í hlíðinni fékk ég hálfgerða skoðunarferð um borgina á leiðinni upp. Götuskilti á þremur leturgerðum 28. desember Ég lauk viðtalinu tiltölulega snemma, skoðaði University of Haifa sem er efst uppi á fjallinu, og naut bæði útsýnisins og góða veð- ursins. Ég skoðaði líka tæknihá- skólann, og þótti mikið til koma þegar ég tók eftir því að götuskilti voru öll í þremur leturgerðum; hebresku, arabísku og latnesku. Ég var ekki alveg jafn hrifin þegar ég sá veggjakrot við hlióina á einu slíku skilti, sem sagði „Arabs Leam Hebrew“. Eftir flakk um borgina fram eftir degi tók ég rút- una aftur til Tel Aviv. Jerúsalem álitlegri en Tel Aviv 29. desember Ég fór í aðra skoðunarferð um Tel Aviv í dag, og er enn jafn lítið hrif- in af borginni. Pakkaði svo saman seinni partinn og fór niður að rútu- stöð. Það er alltaf nóg aö gerast á rútustöðvunum í Israel. Þar sem þetta var seinni partinn, þá var allt fullt í strætó á leiðinni þangað, og Grískt musteri á Citadel í Amman í Jórdaníu. löng röð til að komast inn í rútuna til Jerúsalem. Rútan var tíu mínút- um of sein, sem er svo sem ekkert agalegt, en þegar það er haft í huga að það fer rúta til Jerúsalem á 15- 20 mínútna fresti, þá er þetta öllu verra. Ég var orðin ansi pirruð í röðinni (ég hef sennilega búið í Bandaríkjunum of lengi) því fólk var ekkert að hafa áhyggjur af því hvort það væri einhver fyrir fram- an það eða ekki. Það gekk bara beint af augum, yfir töskuna mína og allt. Þetta er kannski því aó kenna að fólk er svo vant því að þurfa að berjast fyrir landinu, að það berst fyrir öllu. Jerúsalem er æðisleg. Ég kom út úr rútunni og sá ekkert nema myndir af Yasser Arafat út um allt. Hann er æði grimmúðlegur á svip, en undir myndunum stóð eitthvað sem ég skildi ekki. Loksins fannst mér ég sjá örla á spennunni milli Israelanna og Arabanna. Loksins sá ég Arabana. Kvöldbænir og sólarlag í Jerúsalem 30. desember Ég vaknaði í Jerúsalem, og fór beint upp í gömlu borgina með einhverjum krökkum sem gistu á sama farfuglaheimilinu. Eg hef aldrei séð annað eins. Borgin er Silja Bára fyrir framan Grátmúrinn við sólarlag á föstudegi. Ein á ferð í Miðaustur- löndum eins og klippt út úr myndskreyttri Biblíu. Ég borðaði morgunmat úti á götu því ég gat ekki hugsað mér að missa af einu einasta augnabliki. Reyndi að ná áttum, og lagði af stað í áttina aó Gjátmúmum og A1 Aqsa moskunni. Ég komst niður að hominu á David og Chain Stréts, en þá mætti mér svo gífurlega þétt- ur mannfjöldi að ég komst hvorki aftur á bak né áfram. Það tók mig smástund að skilja hvaðan allt þetta fólk var aó koma, en þegar það loks rann upp fyrir mér ljós var þetta augljóst. Það var föstu- dagur, og klukkan var farin að ganga eitt. Helgasta bænastund Múslima er á hádegi á föstudögum, og mennirnir vom á leiðinni aftur til starfa. Tuttugu mínútum seinna var loksins hægt að ganga óhindr- að niður götuna, og ég komst að hliðinu að A1 Aqsa, til þess eins aó komast að því að moskan væri lok- uð til morguns vegna bæna. Þar sem ekki er hægt að deila við Drottin, þá lét ég þetta gott heita, og hélt áfram göngu minni. Þegar sólin var að setjast var ég uppi í Gyðingahverfinu, á hálfgerðum stigapalli þar sem var stórfenglegt útsýni yfir torgið fyrir framan grát- múrinn, A1 Aqsa, Dome of the Rock, og nokkrar kristnar kirkjur. Ég sat þama og horföi á sólina setjast, og Gyðingana flokkast inn á torgið til að biðja kvöldbænimar fyrir Hvíldardaginn. Það var alveg hreint ólýsanleg upplifun. Það er fyrst eftir þetta sem mér er farið að skiljast hversu mikið er í húfi fyrir báða aðila að deilunni milli Israela og Araba ljúki. A1 Aqsa (þýóir hom á arabísku) moskan er byggó á homi Grátmúrsins. Þó ég sé þeirrar skoðunar að deilur um vatnsbólin séu einn mikilvægasti þáttur ífiðarviðræðnanna, þá er augljóst að Jerúsalem verður annar stærsti áfanginn á leiðinni til friðar. Orðvana í bænahúsunum 31. desember Ég hafði hugsað mér að eyða deg- inum í nýrri hluta borgarinnar, en þegar ég áttaði mig á því aó það var ekki einu sinni hægt að fá morgunmat vegna þess að það var laugardagur hugsaði ég mig aftur um og fór upp í gömlu borgina, einu sinni enn. Sölumennimir eru famir að þekkja mig, sennilega best fyrir þaó að ég hef enn ekkert keypt nema mat. Ég komst inn í moskuna í dag. Ég var hreinlega orðvana (og þaó gerist ekki oft), það var svo ótrúleg fegurðin sem mætti auganu. Ég komst inn í bæði moskuna og Dome of the Rock, sem er byggð yfir steininn sem Muhammeð stóð á þegar hann var uppnuminn til himna. Ég vildi óska þess að ég væri ekki ein á ferð. Þetta var upplifun sem maður þarf að deila með einhverjum til að njóta hennar til fullnustu. Ég hefði líka viljað fá að taka myndir inni í bænahúsunum til aö geta sýnt vinuni mínum sem eru Islamstrúar. Mér hrýs hugur við tilhugsunina að þeir koma sennilega ekki til með að sjá þenn- an helga staö, a.m.k. ekki í náinni framtíð. Það er svo ótrúlegt aó hugsa um það aó það er sama til- finningin sem fær fólk til að byggja þessi ótrúlegu mannvirki og skapar þessar óbrúanlegu gjár á milli þeirra. Ég fór út sömu leið og ég kom inn þegar svæðinu var lok- að aftur vegna bænahalds og fór niður að Grátmúmum. Sölumennirnir á David Street Nú fannst mér tími til kominn að fara að skoða í búðir. Ég gekk í ró- legheitum niður David Street, við mikinn fögnuð sölumannanna, sem reyndu ýmist að selja mér skart- gripi, glös eóa boli sem á stóð „Holy Rock Cafe“. Sumir voru reyndar svolítið ágengari, og vildu helst fá að bjóða mér út, en mér tókst að snúa mig út úr öllum slík- um tilboðum. ísraelsku hermenn- imir sem stóðu vörð við gatnamót- in á David og Chain skemmtu sér konunglega yfir þeim ágengasta, sem fyrst vildi bara fá að sýnr mér útsýnið af þakinu, svo bjóóa mér upp á drykk og loks út að borða svo við gætum fagnað nýja árinu saman. Ég hef sjaldan verið fegnari en þegar einhver fór inn í búðina hans, svo hann þurfti að fara að sinna viðskiptavinum. Ég gekk yfir að Crusaders’ Market sem er í Kristna hveffinu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.