Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1995 I I | | 1 i I I SimAftP ÚOijt N -A gj Afi H’OLAVÁTMI I' FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar að Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir Tímabil Dagar Verð 1.fl. 6. júní-13. júní 7 dagar 13.800,- 2. fl. 15. júní-22. júní 7 dagar 13.800,- Stúlkur 3. fl. 24. júnf-1. júlí 7 dagar 13.800,- 4. fl. 4. júlí-11. júlí 7 dagar 13.800,- 5. fl. 14. júlí-21. júlí 7 dagar 13.800,- 6. fl. 24. júlf-31. júlí 7 dagar 13.800,- Unglingaflokkur 12-15 ára, blandaður: 7. fl. 8. ágúst-13. ágúst 5 dagar 9.900,- Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritunargjald er kr. 3.000,- og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.30 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá Önnu og 22066 hjá Addý sem einnig veita allar nánari upplýsingar. Sumarbúðirnar Hólavatni. íslandsmeistarinn Þorkell Freyr ^ Sigurðsson. v Mynd: SV Freyr 3 cl Cranberry Vodka Finlandia 2 cl Parfait Amour De Kyper 1 cl Banana líkjör De Kyper Freyr er sigurdrykkur Um síðustu helgi var íslandsmót barþjóna í kokkteilgerð árið 1995 0 ALÞYÐUHUSIÐ SKlPAGÖTCi 14 1. mat Sendum félagsmönnum okkar bestu kveðjur í tilefni dagsins Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Verkalýðsfélagið Eining | | I i haldið á Hótel íslandi. Barþjónar keppa sín á milli í þremur mis- munandi greinum og er keppt í einni grein ár hvert, að þessu sinni í gerð sætra kokkteila. í fyrra var keppt í gerð langra drykkja og að ári verður keppt í gerð þurra kokkteila. Það er skemmst frá því að segja að Akureyringurinn Þor- kell Freyr Sigurðsson bar sigur úr býtum og hlaut þar með titilinn Is- landsmeistari barþjóna árið 1995 fyrir kokkteilinn Frey. Þeir þrír þjónar sem hljóta ís- landsmeistaratitla í sinni grein mynda landslið íslands og halda til Tokyo í Japan haustið 1996 til keppni á heimsmeistaramóti bar- þjóna. Þorkell Freyr er yngsti Islands- meistari barþjóna frá upphafi en hann er tvítugur að aldri og út- skrifaðist sem þjónn fyrir tæpu ári síðan. Hann lærði fagið á Hótel Óðinsvé en starfar nú á Hótel Is- landi. - Þú ert Akureyringur, Þorkell Freyr, ertu fæddur og uppalinn á Akureyri? „Ég er fæddur á Akureyri en ólst ekki upp þar nema í skamman tíma en ég kalla mig samt Akur- eyring og er stoltur af! Ég bjó svo um sjö ára skeið á Húsavík." Móðir Þorkels Freys er Akur- eyringurinn Ásta Ottesen, fóstur- faóir hans er Páll Hermann Jóns- son frá Stóruvöllum í Bárðardal en faðir Þorkels Freys, Siguróur Hólm Freysson, býr á Eskifirði. „Það er yndislega gaman að vera þjónn á Hótel íslandi en vinnutíminn á svona stað, þar sem eru dansleikir allar helgar, er strembinn, þetta er svo mikil næt- urvinna," sagði Þorkell Freyr. Sigurkokkteillinn heitir Freyr, hvað er í honum? „Það er Cranberry Vodka frá Finlandia sem er ný vodkategund á markaðnum.“ - Er þetta hefðbundinn vodki? „Nei, alls ekki, þessi er með trönuberjasafa og er því ólíkur öórum vodka að því leyti aó hann er með þessu sérstaka bragðefni, trönuberjasafanum. Auk hans eru tveir líkjörar í Frey, Parfait Amo- ur sem er fallega fjólublár líkjör, unnin úr sítrusávöxtum og banana- líkjör.“ - Er þetta ljúfur drykkur? „Já, ég mundi segja það, enda bar hann sigur úr býtum í keppni 27 barþjóna. Þetta er kjörinn „konukokkteill," hvorki of sætur né of þurr heldur alveg mátulegur, ljósrauður og kristaltær. Vínteg- undimar þrjár falla mjög vel hver að annarri, engin ein þeirra sker sig úr heldur mynda þær full- komna heild.“ - Er ekki spennandi að vera á leið til Japans til að keppa fyrir Is- lands hönd? „Spennandi, ég hef ekki sofið síðan úrslitin lágu fyrir og það stórkostlegast við þetta allt var að um helgina eignaðist ég lítinn bróður svo ég er sannarlega him- insæll þessa dagana,“ sagði Þor- kell Freyr. KU I I 8: Félag verslunar- og skrifstofufólks ____i_..................................... Félag Byggingamanna Eyjafirði P.O. Box 473 - 602 Akureyri sími (96) 22890 - fax (96) 11879 Alþýðusamband Norðurlands l SKRIFSTOFUHUSHÆDI Tll LEIGU Til leigu eru skrifstofuherbergi í skrifstofuálmu á Gleráreyrum Húsnæðið er allt mjög glæsilegt og sérhannað fyrir skrifstofustarfsemi. Innréttingar eru í mjög góðu ástandi, aðeins fimm ára gamlar. Hægt er að leigja einstaka skrifstofur eða fleiri saman. Margar stærðir í boði. HAGSTÆÐ LEIGA UPPLYSINGAR I SIMA 23225 A DAGINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.