Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Akureyrí: Bæjarmála- punktar ■ Valgerður Bjamadóttir lætur á þessu ári af starll jafnréttis- og fræðslufulltrúa. Bæjarráö samþykkti sl. fimmtudag að leggja til að staðan verði aug- lýst og verði miðað við ráðn- ingu til fjögurra ára. ■ Bæjarráö hefur samþykkt að hcimila að áfram vcrði unnið að hönnun breytínga á cldhúsi Hlíóar og verði ákvöröun um útboð tekin að undirbúnings- vinnu lokinni. ■ Með tilvísun til bókunar bæjarráðs 19. janúar sl. I tílefni af erindi frá Húsnæðissam- vinnufélaginu Búseta á Akur- eyri dags. 11. janúar sl. var lögð fram niðurstaða starfs- hóps um hugsanleg kaup Akur- eyrarbæjar á búseturétti af fé- laginu. Starfshópurinn getur ekki mælt með því að Akureyr- arbær kaupi búseturétt í íbúö- um af Búseta og framleigi síð- an íbúðirnar. Bæjarráð lét bóka sl. fmimtu- dag aö þaö væri samþykkt nið- urstöðu starfshópsins. ■ Á fund bæjarráðs sl. fimmtudag kom Hallgrímur Guómundsson, forstöðuntaður atvinnumálaskrifstofu, til við- ræóu um fyrirkomulag og framkvæmd atvinnuátaksverk- cl'na. Bæjarráð lcggur til að at- vinnumálanefnd vcrói í um- boði bæjarstjómar falin fulln- aöarafgreiðsla styrkumsókna um atvinnuátaksverkefni að svo miklu lcyti, scm fjárskuld- bindingar rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs. Atvinnumálafullu-úi hafi alla yfirumsjón með verkefninu og beri ábyrgð á því gagnvart at- vinnumálancfnd. ■ Á aðalfundi Úrvinnslunnar hf. sl. miðvikudag voru eftir- taldir kjömir í stjóm til eins árs: Bjarni Kristinsson, Gísli Bragi Hjartarson (tilnefndur af Akureyrarbæ) og Þórarinn Kristjánsson. Varamenn eru Ásgeir Magnússon, Gunnar Garðarsson og Jóhann Pétur Andersen. ■ Með bréfi dags. 25. apríl er boóað til hluthafafundar hjá Kaupþingi Noróurlands hf. hinn 3. maí nk. Fyrir fundinum liggja tillögur um útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og um aukningu á hlutafé félagsins. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að fara með urnboð Akureyrar- bæjar á fundinum. ■ Næstkontandi þriójudag, 2. maí, verður Akureyrarhöfn í samræmi við kaup- og smíóa- samning vió Lithuanian Ship- building Enterprisc „Baltija'* Klaipeda Lithain dags. 8. nóv- ember 1994, afhent llotkví, 5000 TLC með smíðanúmer 465. ■ Bæjarráó samþykktí að veita Guömundi Sigurbjömssyni hafnarstjóra fullt og ótakmark- að umboð til þess aó undirriu afsal fyrir flotkvínni og önnur nauðsynleg skjöl 5 tengsluin við móttöku kvíarinnar. Laugardagur 29. apríl 1995 - DAGUR - 5 Húsavík: Fjölbreytt dag- skrá 1. maí Að vanda verður mikið um að vera á Húsavík á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Hátíðarsamkoma verður í Fé- lagsheimili Húsavíkur 1. maí og hefst hún kl. 14. Dagskrá hátíðarsamkomunnar er eftirfarandi: 1. Lög í tilefni dagsins í flutningi Lúðrasveitar Húsavíkur. 2. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, setur hátíðina. 3. Sönghópurinn NA-12 tekur lag- ið. 4. Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands Islands, flytur hátíðarræðu. Tjarnarkvartettinn tckur lagið á Húsavík. 5. Tjamarkvartettinn úr Svarfaðar- dal tekur lagið. 6. K.K. leikur og syngur nokkur Iög. Aó dagskrá lokinni bjóða stéttar- félögin í Suöur-Þingeyjarsýslu samkomugestum upp á kaffiveit- ingar. Þá verður kvikmyndasýning fyrir bömin í Samkomuhúsinu kl. 14,16 og 18. Að hátíðardagskránni á Húsa- vík standa Verkalýðsfélag Húsa- víkur, Sveinafélag járniðnaðar- manna, Byggingamannafélagið Árvakur, Verslunarmannafélag Húsavíkur og Starfsmannafélag Húsavíkurkaupstaðar. óþh Björn Grétar Sveinsson verður aðalræðumaður dagsins á Húsavík. Hátíðarhöld Verkalýðsfélag- anna á Akureyri Verkalýðsdagurinn 1. maí er eins og kunnugt er á mánudaginn og víða um land verða hátíðarhöld í tilefni dagsins. Á Akureyri verður safnast saman til kröfugöngu við Aiþýðuhúsið klukkan 13.30 og klukkan 14.00 lcggur kröfugangan af stað vió und- irleik Lúðrasveitar Akurcyrar. Að kröfugöngunni lokinni verður há- tíðardagskrá í Alþýðuhúsinu. Kristín Hjálmarsdóttir l'ormaður Iðju flytur ávarp 1. maí nefhdar, Matthildur Sigurjónsdóttir fiskvinnslu- kona flytur ávarp og aðalræðu dagsins fiytur Benedikt Davíðsson forseti ÁSI. Fjölbrcytt skemmtidagskrá veróur í Alþýðuhúsinu. Þar munu mcóal annarra koma frant Þórhildur örvarsdóttir og Karl Olgeirsson, Sóri og Dofri, Þórarinn Hjartarson og dansarar og söngvarar frá Fil- ippseyjum. Kaffiveitingar verða í boði verkalýðsfélaganna en merki og pennar vcrða seldir í tilefni dagsins. 1. maí ávarp vcrkalýðsfelag- anna á Akureyri er birt í hcild sinni á bls. 16. KLJ Benedikt Davíðsson er aðalræðuniadur á 1. mai á Akureyri. HESTHÚS TIL SÖLU! Til sölu er 8-10 hesta hús í Breiðholtshverfi. í hesthúsinu er nýleg innrétting, hnakkageymsla, kaffistofa, geymsla og hlaða fyrir allt hey. Úti er perlumöl í gerði, kassi fyrir tað og gott bílastæði. Upplýsingar í síma 12565 á kvöldin. Endurbótum á Reynistaðakirkju að Ijúka: Hátíðarguðs- þjónusta 7. maí nk. - sóknarbornum boðið tii kaffidrykkju að Melsgili Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á endurbætur á Reynistaðakirkju í Skagaflrði, sem staðið hafa yfir allt frá ár- inu 1992. Endurbæturnar hafa verið unnar í áföngum og hefur kirkjan verið endurgerð að miklu leyti, en hún hefur ekki verið í notkun síðan haustið 1994 og hafa allar guðsþjónust- ur og aðrar kirkjulegar athafnir farið fram í Glaumbæjarkirkju á þeim tíma. Kirkjan fellur undir húsfriðun- arlög, þ.e. í umsjón Húsfriðunar- nefndar ríkisins, og hefur Hjör- leifur Stefánsson arkitekt haft veg og vanda af endurbótunum af hálfu Húsfrióunamefndar. Reyni- staóakirkja er 125 ára gömul, tek- ur um 100 manns í sæti og er fyrsta kirkjan í Skagafirói sem byggð var úr timbri. Smiður henn- ar var sá sami sem reisti Víóimýr- arkirkju í Skagafirði, sem er síó- asta torfkirkjan sem reist var í Skagafirði og því eru að vissu leyti byggingarsöguleg skil milli þessara kirkna. Víðimýrarkirkja er í umsjón Þjóðminjasafnsins en er í góóu ásigkomulagi og notuð sem sóknarkirkja. Framkvæmdir viö Reynistaða- kirkju hófust meö því að skipt var um klæðningu á utanveröri kirkj- unni eftir að búió var að rétta hana á grunninum, en kirkjan fauk til í aftaka suðvestanroki sent gerði 3. febrúar 1992. Síðan var teppi og spónaplötur teknar af gólfinu og upphaflegt timburgólf pússað upp og sett einangrun undir. Kirkjan var síðan öll máluð og gert við allt sem var viðhalds þurfi. Sunnudaginn 7. niaí nk. verður messa í kirkjunni þar sem sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hól- um, mun prédika og blessa kirkj- una. Á eftir verður sóknarbömun- um boðiö til kaffidrykkju að fé- lagsheimilinu Melsgili, sem er skammt frá Reynistaóakirkju. Sóknarprestur á Reynistað er sr. Gísli Gunnnarsson í Glaumbæ og formaður sóknamefndar Hróðmar Margcirsson, bóndi að Ögmundar- stöðum. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.