Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 29.04.1995, Blaðsíða 11
SÍF skilaði 164 milljóna króna hagnaði 1994: Utflutningur saltfisks jókst um 10% og verð- mætaaukning nam 18% Rekstur Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda (SIF) skilaði á sl. ári 202 millj. króna hagnaði fyrir skatta en að teknu tilliti til skatta og reiknaðra tekjuskuldbindinga var hagnaðurinn 164,1 millj. króna á móti 53,5 milljónum króna árið 1993. Utflutningur jókst á milli ár- anna 1993 og 1994 að magni til um 10%, nam 29.230 tonnum, en að verðmæti til um 18%, úr 6,7 milljörðum króna í 7,9 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár sem var 682 milljónir króna var 24,1% og eiginfjárhlutfall 27,7% og veltu- fjárhlutfall 1,16. í upphafi árs 1994 var SÍF-Uni- on as. í Noregi stofnað og er sölu- skrifstofa þess í Tromsö. Megin- tilgangur fyrirtækisins er að út- vega viðskiptavinum SIF norskan saltfisk meðan skortur er á ís- lenskum saltfiski sökum síminnk- andi þorskveiðiheimilda hér við land. A sl. ári voru keypt um 1.500 tonn af saltfiski í Noregi og hann seldur til Suður-Evrópu og Kanada. SÍF flutti út sjávarafurðir til 19 landa og fór mest til Frakk- lands, 7.200 tonn, og á sjötta þús- und til Spánar og Kanada. Fjöldi framleiðenda sem SIF seldi fyrir var á sl. ári 167, og stærstur þeirra Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um með tæplega 2 þúsund tonna framleiðslu. GG Laugardagur 29. apríl 1995 - DAGUR -11 ------------------------------------- Kafphlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. Lyfjaverslun íslands hf.: Hagnaður seinni helming ársins nam rumlega 16 milljónum króna Hagnaður Lyfjaverslunar ríksins og Lyfjaverslunar Islands nam 55,7 milljónum króna á sl. ári sem er nánast óbreytt frá árinu 1993. Rekstur hlutafélagsins Lyfjaversl- unar Islands hf., sem stofnað var 1. júlí sl., skilaði 16,1 millj. króna hagnaði seinni hluta ársins. Velta ársins var 1.010 milljónir króna og jókst um 12% og vöru- sala síðari helming ársins var 520 milljónir króna. Heildareignir í árslok voru 818 milljónir króna, þar af veltufjármunir 434 milljónir króna og fastafjármunir 384 millj- ónir króna. Heildarskuldir námu 370 milljjónum króna, þar af skammtímaskuldir 194 milljónir Djasstríóið Fitlar áKaffiKrók króna. í árslok var veltufjárhlutfall 2,24. Eigið fé nam 448 milljónum króna og þar af hlutafé 300 millj- ónir króna. A aðalfundi, sem haldinn verð- ur 29. apríl nk„ mun stjóm félags- ins leggja til að greiddur verði 4% arður vegna seinni helmings árs- ins. GG AKUREYRARB/ER Tónleikar í minningu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi í íþróttaskemmunni á Akureyri 30. apríl 1995 kl. 16. Fram koma: Kór Menntaskólans á Akureyri, Tjarnarkvartettinn, Leikhúskvartettinn, Passíukórinn, Gamlir Geysisfélagar, Kór Glerárkirkju og Karlakór Akureyrar - Geysir. Flutt verða sönglög eftir ýmsa höfunda við Ijóð Davíðs Stefánssonar. Kynnir á tónleikunum er Erlingur Sigurðarson. Aðgangur er ókeypis. Djasstríóið Fitlar spilar á Sauðár- króki annað kvöld, sunnudags- kvöld. 30. apríl. Þar mun tríóið leika ljúfan djass á veitingastaðn- um Kaffi Krók. Ingi Rafn Ingvason, tónlistar- og enskukennari á Húsavík, leikur á trommur. Jón Rafnsson tónlist- arkennari á Akureyri leikur á kontrabassa. Og þriðji maðurinn er Jóel Pálsson tónlistarkennari í Reykjavík, sem um þessar mundir spilar með Páli Óskari og Millj- Akurevrarmót ífimleíkum Akureyrarmót í fimleikum verður haldiö í íþróttahúsi Glerárskóla á morgun, sunnudaginn 30. apríl, kl. 10 árdegis. Allir eru velkomnir á mótið. Keppt verður í öllum flokkum og eru margir skráðir til leiks. Mótinu lýkur síðdegis. ónamæringunum, en hann blæs í saxófón. Tríóið mun flytja fjöl- breytta tónlist, jafnt þekkta standarda sem og minna þekkt lög. Kaffi- hlaðborð í Hamri mánudaginn 1. maí frá kl. 15-17 til styrktar 3. og 4. flokki kvenna í handbolta rr Munið söfnun Lions fyrir endurhœfmgarlaug í Kristnesi Söfhunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr 1170-05-40 18 98 1. MAÍ1995 HÁTÍÐARDAGSKRÁ VERKALÝÐSFÉLAGANNA Á HÚSAVÍK HÁTÍÐARSAMKOMA í FÉLAGSHEIMILI HÚSAVÍKUR KL. 14 DAGSKRÁ: 1. Lög í tilefni dagsins Lúðrasveit Húsavíkur 2. Samkoman sett Aðalsteinn Árni Baldursson form. Verkalýðsfélags Húsavíkur 3. Söngur Sönghópurinn NA-12 4. Hátíðarræða Björn Grétar Sveinsson form. Verkamannasambands íslands 5. Söngur Tjarnarkvartettinn 6. Spil og söngur KK leikur og syngur Stéttarfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskránni. Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Samkomuhúsinu kl. 14,16 og 18. Launamenn fjölmennið og takið þátt í hátíðarhöldum dagsins! Verkalýðsféiag Húsavíkur - Sveinafélag Járniðnaðarmanna - Byggingarfélagið Árvakur - Verslunarmannafélag Húsavíkur - Starfsmannafélag Húsavíkurkaupstaðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.