Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. maí 1995 - DAGUR - 5 Krakkarnir i unglingaklúbbnum taka sporið í þoliimitíma í íþróttahöllinni. IJkamsrækt og skemmtun í Ungtingaklúbbi Vaxtarræktarinnar Hjá Vaxtarræktinni á Akureyri, sem þau Sigurður Gestsson og Halla Stefánsdóttir eiga og reka, hefur í vetur verið starfræktur unglingaklúbbur. Klúbburinn er ætlaður krökkum á aldrinum 13-16 ára, bæði strákum og stelpum, kennarar eru þeir Gunnar Már Sigfússon og Sverrir Gestsson. Hópurinn hittist í sameiginleg- um þolfímitímum tvisvar í viku en auk þess kjósa margir klúbbfélag- anna aö mæta oftar í þolfimi eöa lyfta lóðum í vaxtarræktarsalnum. Einu sinni í mánuói er svo brydd- að upp á einhverskonar skemmt- un, bíóferð, sundferð eða einhverju öðru skemmtilegu. Nú eru 30-40 krakkar í klúbbn- um og mikið líf og fjör. Sigurður Gestsson sagði að gerðar hefðu verið ýmsar tilraunir með það hverskonar form hentaði ungling- um best til líkamsræktar og með klúbbnum virtust þau hafa hitt naglann á höfuðið. Unglinga- klúbburinn nyti vaxandi vinsælda og sambærilegur klúbbur í Reykjavík teldi nú yfir 100 krakka. „Krakkamir eru í klúbbnum á mismunandi forsendum, sumir hafa áhuga á að taka þátt í þol- fimimótum en aðrir koma eingöngu til að vera í þolfimi og taka þátt í félagsstarfinu innan klúbbsins. Á þolfimimótinu, sem var haldið hér á Akureyri nú í vor, kepptu nokkrir krakkar úr hópnum og þau náðu mjög góðum árangri. Að mínu mati er þetta kærkom- inn valkostur fyrir krakka sem hafa gaman af hollri hreyfingu en hafa ekki áhuga á boltaíþróttum, þetta er einn valkostur í vióbót við það sem verið hefur. Hins vegar koma líka í þennan hóp krakkar sem stunda aðrar íþróttir og vilja einfaldlega bæta þessari grein við. Það má þó segja að við séum í nokkuð annarri stöóu en aðrir sem bjóða upp á íþróttir fyrir unglinga. Unglingastarfið hjá okkur nýtur engra styrkja eða fyrirgreiðslna það verður einfaldlega aö standa undir sér og því eru æfingagjöldin hærri en tíðkast almennt í ungl- ingaíþróttum.“ Leiðtogar krakkanna í ungl- ingaklúbbnum leggja ríka áherslu á heilsusamlegt lífemi og þann lífsstíl sem íþróttamenn, og raunar allir, ættu að temja sér. I hópnum er algjört reykingabann og þaó er veitt markviss fræðsla um holla fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Blaðantaður Dags hitt þrjá krakka úr klúbbnum að máli. Þau byrjuðu öll í þolfimi í Unglinga- klúbbi Vaxtarræktarinnar í upp- hafi þessa árs og tóku þátt í þol- fimimótinu sem var haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri fyrir skemmstu. Þau voru á einu máli um að það væri miklu meira fjör í tímum í þolfimi en öðrunt íþrótt- um sem þau höföu lagt stund á og þau stefna að því að keppa í þol- fimi á næsta móti sem væntanlega verður í haust. Þaö skal þó ítrekað aö markmiðið meó því að vera í Unglingaklúbbi Vaxtarræktarinnar er ekki að taka þátt í keppni held- ur að stunda holla hreyfingu í góðum félagsskap. KLJ Kátir krakkar í Unglingaklúbbi Vaxtarræktarinnar í Akureyrarsundlaug, í miðjum hópnum eru kcnnararnir þeir Gunnar og Sverrir. Klúbbfélgar sýndu ýmis tilþrif í sundlaugarferðinni um síðustu helgi. Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 640 Húsavík Sími 96-41300 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtallnni eign verður háð á henni sjálfri 18. mal 1995 kl. 15.30. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eig. Kaupfélag Langnesinga, gerð- arbeiðandi Sýslumaðurinn Húsa- vík. Sýslumaðurinn á Húsavík 10. maí 1995. tækniskóli íslands Háskóli - framhaldsskóli Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 91-874933 Netfang: http:// taekn.is/ Tækniskóli íslands er skóli á háskólastigi sem hefur frá upphafi boðið upp á fjölbreytt nám, lagað að þörfum ís- lensks atvinnulífs. Námsaöstaða nemenda er góð og tækja- og tölvukost- ur er í sífelldri endurnýjun. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft hjá LÍN. Innritun nýnema Móttaka umsókna um skólavist fyrir skólaárið 1995-96 er hafin. Áætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám: Námsbrautir með umsóknarfresti til 31. maí nk.: Frumgreinadeild: Fjögurra anna nám til raungreinadeildaprófs, sem veitir réttindi til náms á háskólastigi. Teknir eru inn umsækjendur sem a) hafa lokið iðnnámi eða hliðstæðu bóklegu og verklegu námi b) hafa tveggja ára starfsreynslu, eru 20 ára eða eldri og hafa lokið að jafnaði 20 einingum á framhaldsskólastigi með áherslu á ís- lensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Námsbrautir til iðnfræðiprófs: í Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterkstraums) og Bygg- ingardeild. Inntökuskilyrði er iðnnám. Námið tekur 3 annir. Námsbrautir til tæknifræðiprófs, B.S.-gráðu. Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlis- fræði- eða tæknibraut. Stúdentar af öðrum brautum eiga kost á að bæta sig (raungreinum ( Frumgreinadeild skólans. Lágmarkskröfur um verklega kunnáttu eru tveggja ára viðurkennd starfsreynsla á viðeigandi sviði, en umsækjendur, sem lokið hafa iðnnámi, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að framan getur Véla- deild tekið inn nokkra stúdenta af eðlisfræðibraut án verkkunnáttu að því tilskildu að þeir fari í skipulagt eins árs starfsnám áður en nám er hafið á öðru ári. Byggingadeild: 7 annir til B.S-prófs ( Byggingatæknifræði. í boði eru fjögur sérsvið: Húsbyggingarsvið, mannvirkjasvið, lagnasvið og umhverfissvið. Rafmagnsdeild: 2 annir til að Ijúka 1. árs prófi. Nemendur Ijúka náminu í dönskum tækniskólum. Rekstrardeild: 7 anna nám í Iðnaðartæknifræði til B.S prófs. Véladeild: Tveir möguleikar eru í boði. 2 annir til að Ijúka fyrsta ári í Véltæknifræði og námi síðan lokið í dönskum tækniskólum eða 7 annir til að Ijúka B.S prófi í Vél- og orkutæknifræði sem er ný námsbraut við Tækniskólann. Nám í rekstrarfræðum: (námið hefst um áramót) Iðnrekstrarfræði: Námið tekur 4 annir. Inntökuskilyrði er stúdents- próf og tveggja ára starfsreynsla. Innan iðnrekstrarfræðinnar eru í boði þrjú sérsvið: Framleiðslusvið, markaðssvið og útvegssvið. Útflutningsmarkaðsfræði til B.S prófs. Námið tekur 3 annir og inntökuskilyrði eru: Próf ( iðnrekstrarfræði, rekstrarfræði eða sam- bærilegu. Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráðlagt að sækja um fyrir 31. maí til að komast hjá að lenda á biðlista. Með umsóknarfresti til 10. júní. Nám í Heilbrigðisdeild: Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Námsbraut í meinatækni; 7 annir til B.S prófs Námsbraut (röntgentækni; 7 annir til B.S prófs. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (umsækj- endur, sem eru búsettir eru utan höfuðborgarsvæðis- ins geta fengið þau send í pósti). Kynningarfulltrúi skólans og deildarstjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar í síma 91-874933. At- hugið að símanúmer skólans verður 577-1400 eftir 3. júní. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.30-16.00 Öllum umsóknum, sem póstlagðar eru fyrir lok umsóknarfrests, verður svarað ekki seinna en 16. júní. Rektor. <Ú7\ -h BROSUMI i nmfoivKnni umferðinni allt gengur betur! •

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.