Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995 Vélstjórar! Vélstjóra vantar á b.v. Rauðanúp og einnig vantar vélstjóra á rækju- og línuveiðabátinn Ásgeir Guð- mundsson. Bæði skipin eru frá Raufarhöfn. Við leitum að mönnum sem gætu flust til Raufarhafnar á árinu. Uppl. gefnar í síma 96-51200. Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Leikbæ á Árskógsströnd frá 15. ágúst. Þetta er heil staða og er húsnæði á staónum. Nánari upplýsingar í Leikbæ í síma 96-61971 og á skrifstofu Arskógshrepps í síma 96-61901. Umsóknarfrestur er til 30. júní og skulu umsóknir send- ar til skrifstofu Árskógshrepps, Melbrún 2, 621 Dalvík. Leikskóla kennarar Auglýstar eru lausar til umsóknar 4'A staða leik- skólakennara við Leikskólann Bestabæ á Húsavík. Upplýsingar veitir aðstoðarleikskólastjóri, Guðrún Frið- jónsdóttir, í síma 41255 á vinnutíma. Bæjarstjórinn á Húsavík. Dalvíkurbæ Laust er til umsóknar nú þegar 50% starf safn- varðar við byggðasafnið Hvoi á Dalvík. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Dalvíkurbæjar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, merktar: „Safnvörður - umsókn“. Umsóknarfrestur er til 24. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Kristján Ólafsson, formaður safnstjórnar í síma 96-61000 og á kvöldin í síma 96- 61353. Dalvík, 11. maí, 1995. F.h. safnstjórnar, Kristján Ólafsson, formaður. Laus ertil umsóknar staða við Háskólann á Akureyri Staða lektors í tölfræði/stærðfræði. Starfsvettvangur er aðallega við kennaradeild og rekstrardeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinni og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir. Meö umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum um- sækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskóla- kennara á Akureyri. Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist Háskólan- um á Akureyri fyrir 5. júní 1995. Uppiýsingar um störfin gefa forstöðumenn viðkomandi deilda eða rektor í síma 96-30900. Háskólinn á Akureyri. h?áímt;n U’JiílihBil j| Sýningar- og ^ sviösstjóri óskast tii starfa hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir næsta leikár sem hefst 15. ágúst nk. Reynsla af leikhúsvinnu æskileg. Ráðningartími er 1 ár. Möguleikar gætu opnast á áframhaldandi starfi við leikhúsið. Umsóknir sendist til: Leikfélag Akureyrar, leikhússtjóri, pósthólf 522, 602 Akureyri, fyrir 22. maí nk. Blaðamenn Dagblaóið Dagur á Akureyri óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: ♦ íþróttafréttamann. ♦ Blaðamann í almenn greina- og fréttaskrif. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita ritstjórar blaðsins, Óskar Þór og Jóhann Ólafur Halldórssynir, í síma 96-24222. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun, starfs- reynslu og meðmælum, sendist í síðasta lagi 1. júní nk. til: Dagblaðið b.t. ritstjóra Strandgötu 31, 600 Akureyri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Læknisstöður á Geðdeild Á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eru lausar til umsóknar tvær stöður lækna: 1. Staða deildarlæknis (reynds aóstoðarlæknis) frá 1. júlí til 31. desember 1995. Til greina kemur að fram- lengja starfið um 6 mánuði frá 1. janúar 1996. 2. Staða þriðja sérfræðings í almennum geólækning- um frá 1. júlí 1995 til 31. desember 1995. Áframhaldandi ráðning frá ársbyrjun 1996 kemur til greina. Umsóknir um störfin með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar framkvæmdastjóra Fjóróungs- sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1995. Upplýsingar um störfin veitir yfirlæknir Geðdeildar FSA í síma 4630100. @FRÁ DALVÍKURBÆ Starf bæjarritara Vegna orlofs óskum við að ráða í starf bæjarritara á Dalvík til eins árs, þ.e. frá 1. ágúst, 1995 til 31. júlí 1996. Undir bæjarritara heyra eftirtaldir þættir: 1. Fjármálastjórn og áætlanir 2. Starfsmannamál og skrifstofustjórn 3. Bókhald og endurskoðun 4. Menntamál - Leikskólar 5. Samskipti deilda innan bæjarkerfisins Nauðsynlegt er aó umsækjendur kunni góð skil á tölvunetkerfum og IBM-36. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Dalvíkurbæjar, Ráóhúsinu, 620 Dalvík, merktar „Bæjarritari - umsókn." Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn á Dalvík í síma 96-61370. Daivík, 11. maí 1995, Bæjarstjórinn á Dalvík, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. Listasafnið á Akureyri: Tónleikar Sigurðar og Ashkenasy Siguróur Bragason söngvari og Vovka Ashkenasy píanóleikari halda tónleika í Listasafninu á Ak- ureyri nk. sunnudag, 14. maí, kl. 20.30. A efnisskránni verða ljóða- lög eftir Rachmanninoff, Frydryk Chopin og Franz Liszt. Yfirskrift tónleikanna er „Ljóðasöngvar píanósnillinganna“. Sigurður Bragason nam söng við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Söngskólann í Reykjavík. Hann stundaði framhaldsnám í Mílanó á Italíu. Sigurður hefur á undanförnum árum sungið á fjöl- mörgum tónleikum bæði hér heima og erlendis. Vovka Ashkenasy nam píanó- leik vió Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni og hjá Sulamita Aronov- sky við Royal Northem College of Music. Hann hefur leikið með hljómsveitum og á einleikstón- leikum í Astralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Noróur- og Suóur-Amer- íku. Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Vortónleikar í Laugarborg Fyrstu vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar vcrða í Laugarborg nk. mánudag, 15. maí, kl. 20.30. Fram koma nemendur úr söng- deild skólans. Aó vanda er dag- skráin fjölbrcytt og aðgangur ókeypis. Kísilgúrsjóður: Tveim styrkjum úthlutað Tvær umsóknir voru afgreiddar á l'undi í Kísilgúrsjóði sl. miðviku- dag. Tíu umsóknir um styrki höfðu borist sjóösstjórninni og var næsti l'undur ákveóinn 16. júní. Sjóösstjórnin ákvað að veita 500 þúsund krónum í styrk til samstarfs Prýði hf. og KÞ Mið- bæjar um vöruþróunarverkefni. Einnig var ákveðið að veita 2,2 milljónum. í styrk til uppbygging- ar náttúruskóla í Mývatnssveit. Skólinn cr hugsaður fyrir erlenda feróamenn, aöallega jarðfræðinga og líffræðinga, sem þurfa á rann- sóknaraóstöðu að halda og áhuga hafa á að afla sér þekkingar á vett- vangi. Mikið mun vera spurt um slíka þjónustu hér á landi, en þarna verður um mjög sérhæfða dagskrá að ræða. Skútustaða- hreppur og Hótel Reynihlíð vinna að verkefninu í tenglsum við aðila með góða þekkingu á þessu sviði. IM Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.