Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. maí 1995 - DAGUR - 9 Þessar stöllur eru sjö ára og fengu allar hjólahjálm og veifu frá Kíwanisklúbhnum Kaldbak á Akureyri um síðustu helgi, þær eru bekkjarsystur og heita Ingibjörg, Elísabct og Kristín. Myndir: KIJ Út að hjóla Þessa dagana leiða smáir og stór- ir reiðhjólin sín út úr bflskúrum og geymslum, vetrinum er lokið og sumarið í nánd jafnvcl þó þykkar fannir skreyti enn norð- lenskar byggðir. Það er gaman að hjóla, gaman að ferðast milli staða á hjóli, reyna á eigin lík- ama og jafnvel að bregða á leik. En slysatölur sýna að það er hættulegra að hjóla en að ganga eða aka bfl og að meira en helm- ingur þeirra sem Ienda í reið- hjólaslysum eru böm undir 15 ára aldri. Oftast vcróa hjólreiðaslys scint að kvöldi og algcngustu og alvar- lcgustu aflciðingarnar eru höfuó- ávcrkar. Flcst dauðsföll eftir hjól- rciðaslys verða vegna höfuð- meiðsla og margir skaddast alvar- lcga í slysuni af þcssu tagi og bera þcss aldrei bætur. Um þaö bil tvö- falt fleiri drcngir cn stúlkur slasast í hjólreiðaslysum. Algengustu ástæður þessara slysa eru að barn missi stjórn á hjóli, til dæmis vegna hálku, ójöfnu á vegi, galla cða bilunar í reiðhjólinu, tösku cða poka sem hangir á stýrinu, skóreima eða buxnaskálma sem flækjast í keðj- una. Einnig reynast hjólreiðaþraut- ir og torfærur hættulegar og slys verða þegar böm reiða önnur börn á hjóli. Ef um yngri börn er að ræöa er algengt að orsök slysanna sé sú að þau fari ekki eftir unrferðarreglun- um eða séu einfaldlega utan við sig og annars hugar. Hjálminn á Eins og margoft hefur komiö fram er hjálmur einfaldasti og mikil- vægsti öryggisbúnaðurinn scm hjólrciðamönnum stcndur til boða. Það cr að segja þegar frá eru talin sjálfsögð öryggistæki sem eiga að fylgja hvcrju einasta rciðhjóli. A það skal þó bcnt að hjálmur dregur að sjálfsögðu ekki úr slysatíðni mcðal hjólreiðamanna, hann vam- ar því ckki að barn dctti harkalcga, en hann dregur verulcga úr líkun- um á alvarlcgum höfuöáverka. Af- Iciðingar af miklu höfuöhöggi gcta veriö mjög alvarlcgar t.d. höfuð- kúpubrot, mcövitundarlcysi, löm- un, missir á sjón, hcyrn cða máli. Þcss vcgna cr mikilvægt aó vcrja höfuðið sérstaklcga vcl. Allir hjól- Sigríður Ósk var á leiðinni á leik- skólann á nýja þríhjólinu sínu. Að sjáifsögðu var hjáimurinn á sínum stað enda sjálfsagt að venja sig á það þcgar í upphafl að hjálmur og hjói fylgist að. rciðamcnn ættu að nota hjálm, hve gamlir sem þeir eru. Að sögn Viðars Garðarssonar hjá Skíðaþjónustunni á Akureyri, sem jafnframt þjónustar hjólrciöa- mcnn, er algengt vcrð á góðum hjálmum á bilinu 2-3 þúsund krón- ur. „Það cru til hjálmar fyrir alla, allt niður í smábarnahjálma fyrir börn scm sitja í barnastólum á hjólum forcldra sinna. Hjálmamir cru af ýmsum gcróum og nú oröið fást vcrulcga spcnnandi hjálmar fyrir cldri krakka, hjálmar scm þau cru sátt við að nota og það cr auð- vitaó mjög mikilvægt að krökkun- um líki við hjálmana og séu sátt við þá.“ Auk hjálmanna eru hjólavcifur gott öryggistæki fyrir hjólreiða- mcnn sem eru lágir í loftinu. Veif- unar eru festar mcð stöng á hjólið, þær vekja athygli annarra vegfar- cnda og geta þannig komið í veg fyrir slys. Hvert einasta hjól ætti svo að vera prýtt glitaugum að framan og aftan og hclst líka innan í gjörðinni. Viðhaldið er mikilvægt Nútíma hjól eru hin flóknustu tæki, í það minnsta margra gíra hjól eins og vinasælust eru meðal unglinga og eldri hjólreiðamanna. „Gírahjólin cru bara með hand- bremsum og það þarf að fylgjast mcð því að þær séu í lagi því bremsumar slakna og púðarnir slitna og þá þarf að skipta um púða og herða bremsumar upp,“ sagði Viðar. Hann benti einnig á að það væri nauðsynlegt að fylgjast vel með því að gírarnir væm rétt stillt- ir ef um gírahjól væri að ræða. „Ef gíramir eru ckki rétt stilltir skcmmist kcðjan og getur hrein- lcga slitnað þegar mest á reynir. Forcldrar ættu því'að fylgjast vcl mcö því aó hjól bamanna þcirra fái nauðsynlegt viðhald öryggisins vegna.“ Aó sögn Viðars kosta barnahjól á bilinu 10-12 þúsund en unglinga- hjól mcð 18 gírum kosta um það bil 20-25 þúsund, 21 gíra hjól kosta síðan 25-40 þúsund cn þau eru einkum keypt af unglingum og fullorðnum hjólreiðagörpum. Viðar sagði að hjólreiðavertíðin hefði byrjað óvenju seint í ár en síóustu dagana hefði verið ótrú- lega mikið að gera. „Það er geysi- legur áhugi á hjólreiðum og hann vex ár frá ári.“ KLJ Eva og Guðni voru að hjóla um fallegan stíg í Glerárþorpi, bæði með hjálm. Kaffthlaðborð alla sunnudaga fJ&Jk Lindin við Leiruveg sími 21440. V-__________________________r MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Laus er til umsóknar staða skólameistara Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frá og með 1. ágúst 1995. Ráðning verður tímabundin meðan skipaður skóla- meistari er í leyfi vegna setu á Alþingi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 8. júní 1995. MENNTAMÁLARÁÐUNE> TIÐ. 11. maí 1995. r C L A S S / SOKKAR & SOKKABUXUR 10% afsláttur 11. MAÍ-11. JÚNÍ FILODORO FYRIR FRJÁLSAR KONUR Akureyrar apótek Húsavíkur apótek JJ Brúðkaup 20. ágúst 1994 voru gefin saman í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af sr. Þórhalli Höskuldssyni, brúðhjónin Sveinbjörn Hákonarson og Guörún Sumarrós Guðmundsdóttir. Heimili þeirra er að Hafnarstræti 18, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.