Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 20
ÞREFALDUR 1. VINNINGUR Landsleikurinn okkar! undur besta Ijóðsins Hjörtur Pálsson, skáld, hlaut fyrstu verðlaun í Ijóðasam- keppni dagblaðsins Dags og Menningarsamtaka Norðlend- inga, en niðurstaða dómnefndar var kunngjörð í hófi á veitinga- staðnum Fiðlaranum á Akureyri síðdegis í gær. Ljóð sitt nefnir Hjörtur „Farið um Vatnsdal“. Dómnefnd, sem í áttu sæti séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, Geirlaugur Magnússon, kennari á Sauðárkróki, og Kristín S. Arnadóttir, kennari á Akureyri, var einróma sammála um að meta ljóð Hjartar það besta í keppninni. Hins vegar gal dómnefnd ekki gert upp á mflíi tveggja ljóða til ann- arra verðlauna og því var ákveðið að þau hlytu bæði viðurkenningu. Höfundur Ijóðsins ,,Hljóðaklettar“ er Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga á Akureyri, og Jóhann árelíuz, skáld í Bromma í Svíþjóð, sem reyndar er Akureyringur að ætt og uppruna, nefnir ljóð sitt „Sumartungl". Þeir Hjörtur og Hallgrímur tóku við viðurkenningum sínum í hófinu í gær en fulltrúi Jóhanns var Björg Bjarnadóttir. Gríðarleg þátttaka var í ljóða- samkeppninni, sem er sú þriðja HELGARVEÐRIÐ Ekkert lát virðist vera á norð- an- og norðaustlægum vind- áttum næstu dagana. Spáð er að hiti verði 0-4 stig á Noröurlandi um helgina og að mestu þurrt í veðri og hægviðri. Urkomu gæti þó gætt út við ströndina og verður þá rigning eða jafnvel slydduél. í langtímaveðurspá Veðurstofu íslands er ekki að heyra mikla breytingu. sem Dagur og MENOR efna til. Tæplega sextíu höfundar sendu inn Ijóð. Auk viðurkenningarskjala fengu höfundar vegleg ritverk. Hjörtur Pálsson fékk að launum safn rit- verka Þorsteins Erlingssonar, þrjú bindi í öskju, og Heimskringlu Snorra Sturlusonar, einnig þrjú bindi í öskju. Útgefandi beggja rit- verka er Mál og menning. Hallgrímur Indriðason og Jó- hann árelíuz hlutu að launum Kvæði og laust mál Jónasar Hall- grímssonar, tveggja binda útgáfu frá Iðunni. Dagblaðið Dagur og Menning- arsamtök Norðlendinga færa öll- um þeim höfundum sem sendu ljóð í ljóðasamkeppnina bestu þakkir. Þau þrjú ljóð sem viður- kenningu hlutu verða birt í Degi nk. þriðjudag og þá verða einnig birtar myndir úr hófinu á Fiðlaran- um í gær. Næstkomandi laugardag verða síðan birt í Degi viðtöl við þá Hjört Pálsson, Hallgrím Indr- iðason og Jóhann árelíuz. óþh r Innanhúss- 1 málning 10 lítrar kr. 4.640,- 0 KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 I I I SUZUKI AFL OG ÖRYGGI Þrír krókabátar lönduðu 16 tonnum á Árskógssandi í gærmorgun: Særún EA-291 með 42 tonn á hálfum mánuði Þeir Gunnar Leósson t.v. og Konráð Sigurðsson skipstjóri að hefja löndun úr drekkhlaðinni Særúnu í gærmorgun. Þeir voru svefnlitlir el'tir mikla törn að undanförnu og voru þeir hvíldinni fegnir sem þriggja daga veiðibann krókabáta veitti þeim. Krókabátar og trillur hafa undanfarnar vikur verið í mokveiði vestur af Melrakka- sléttu og aflinn ævintýri líkast- ur. Yfirleitt er þetta hrygningar- fiskur sem hrygnir á litlum bleiðum þar sem botninn er harðari og verður þá oft þröng á þingi þegar margir bátar eru á litlu svæði og hart barist um at- hafnasvæði. í gær hófst þriggja daga veiðibann á krókabátum og komu þeir þá til heimahafna, nær undantekningalaust með fullfermi. Særún EA-291 kom til Ár- Þær voru handfljótar, konurnar í fiskverkun G. Ben hf. á Árskógssandi, enda eins gott þegar svo mikill fiskur berst að til vinnslu. Myndir: GG skógssands með um 6 tonn, en áð- ur en haldið var að austan var tveimur tonnum landað á Kópa- skeri til að nýta tímann og afla meira. Á sl. hálfum mánuði er afli bátsins kominn í 42 tonn og gæti verðmæti þess afla ef seldur væri á fiskmarkaði verið um 3,6 millj- ónir króna. Aflinn er unninn hjá Sólrúnu hf. á Árskógssandi og hefur honum verið ekið að austan á bíl, ýmist frá Kópaskeri eða frá Húsavík nú eftir að þungatak- markanir tóku gildi í Öxarfirði og Kelduhverfi. Tveir aðrir krókabát- ar, Hafdís EA-19 og Þjarkur ÁR- 299, lönduðu einnig á Árskógs- sandi í gærmorgun og var afli allra bátanna um 16 tonn, sem fer til vinnslu hjá Sólrúnu hf. og hjá G. Ben hf. Starfsfólk fiskverkun- arhúsanna hefur átt Iangan vinnu- dag að undanfömu, byrjað klukk- an sex á morgnana og oft lýkur vinnudeginum ekki fyrr en 10-12 tímum seinna. Auk þessa hafa fiskverkunar- húsin verið að kaupa fisk af Grímseyjarbátum, en dragnótabát- ar hafa verið að fá góðan ufsa sem nánast gefur sig upp í harða landi. Ufsinn er flattur á Kandamarkað en þar er hann þurrkaður, m.a. fyr- ir Brasilíumarkað. GG Ljóðasamkeppni dagblaðsins Dags og MENOR: Hjörtur Pálsson höf- FBUMSVNUM laugardag 13. maí kl. 10-17 og sunnudag 14. maí kl 12-17 BALENO Nýr hágœða japanskur fjölskyldubíll í fullri stœrð. Ótrúlega hagstœtt verð. VITARA V6 Nýr og breyttur Vitara með 24 ventla, 4 knastása, V6 álvél. BiS fc Laufásgötu 9, Akureyri, sími 96-26300 SUZUkÍ bílUí Skeifunni 17, Reykjavík, sími 568 5100 Þormóður rammi: Gagngerar endur- bætur á húsnæði reykvinnslu Nú standa yfir gagngerar endurbætur á húsnæði reykvinnslu Þormóðs ramma á Siglufirði og segir Rúnar Marteinsson, verkstjóri, að ætlunin sé að auka hlut þess- arar vinnslu í veltu fyrirtæk- isins. Á undanförnum árum hefur Þormóður rammi verið með reykingu á laxi fyrir Banda- ríkjamarkað. Þessi framleiðsla hei'ur líkað vcl og Þormóður rammi gerir ekki bctur en að anna eftirspurninni. Rúnar seg- ir að undanfarinn mánuð hafi vcrið unnið að gagngerum end- urbótum á húsnæði þessarar reykvinnslu og megi segja að verið sé að byggja nýtl hús inni í því gamla. „Við leggjum auka áherslu á þessa vinnslu, við viljum gera vel sem við er- um að gcra," sagði Rúnar Mar- teinsson. Hann sagðist reikna með að lagfæringunum á hús- inu verði ekki lokið fyiT en um tniðjan júní. Laxinn kaupir Þormóður rammi frá Silfurstjömunni hf. í Öxarfirði og segir Rúnar að hráefnið sé afbragðs gott og líki vel á veitingastöðunum vcstur í Bandaríkjunum. Árs- veltan í þessum hluta fram- leiðslu Þormóðs ramma er að sögn Rúnars ekki fjarri 80 milljónum króna og starfs- mennirnir eru um 15. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.