Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 4
DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Vor til lands og sjávar Því miður fer lítið fyrir vorinu í veðrinu, hitinn fer ekki langt upp fyrir núllið og kvikasilfurssúlan fer niður fyrir frostmarkið á nóttunni. Á meðan svo er er ekki að búast við því að snjóskaflarnir hverfi og í sumum sveitum norðanlands er eins og yfir jökul að líta. Þetta er ekki beint gæfulegt ástand um miðjan maí, gerir bændum afar erfitt fyrir og er síst til þess fallið að efla þeim bjartsýni um sumarið. En þrátt fyrir kalt vor eru teikn á lofti um að það sé loksins að vora í atvinnumálunum. í dag birtast í Degi 11 atvinnuauglýsingar sem er meira en sést hefur í einu tölublaði Dags í nokkur ár. Og um síð- ustu helgi birtust í Mogganum fleiri atvinnuauglýs- ingar en þar hafa birst mjög lengi. Þetta gefur góðar vonir um að loksins sé að birta til í atvinnumálunum, enda má merkja, í það minnsta í sumum atvinnugreinum aukna bjartsýni. Hins veg- ar er viðvarandi dökkt yfir byggingariðnaðinum, en úr því ætti að geta ræst ef fyrirtækjunum er loksins að takast að snúa taprekstri yfir í hagnað. Slíkur við- snúningur ætti að geta leitt áður en mjög langt um líður til fjárfestinga sem aftur ætti að hafa í för með sér eftirspurn eftir starfsfólki. En vissulega eru hættumerkin til staðar, vaxtabreytingar undanfarna daga sýna svo ekki verður um villst að vaxtastigið er viðkvæmt og lítið má út af bregða til þess að vextirn- ir fari yfir hættumörkin. Ríkisvaldið verður að standa betur á bremsunni en það hefur gert og reyna með öllum ráðum að koma böndum á ríkissjóðshallann. Takist að lækka hann umtalsvert færist sá bati strax út í atvinnulífið vegna stöðugra vaxtastigs. Eftir niðursveiflu undanfarinna ára er næsta víst að atvinnulífið er betur í stakk búið að vinna rétt úr batnum. Það hefur vonandi lært af offjárfestingu í síðustu efnahagsuppsveiflu sem ekki síst varð til þess að keyra fyrirtækin hvert af öðru í þrot. Væntan- lega munu menn fara varlega og taka ekki of stór skref í einu. Það er mikilvægt þegar til lengri tíma er litið. Og það hefur vissulega mikið að segja um stöðu efnahags- og atvinnumálanna þegar loðnubátarnir koma einn af öðrum drekkhlaðnir til hafnar með síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Það eru aldeilis já- kvæð merki um vorið. I UPPAHALDI •• að er Dröfn Friðfinnsdótt- ir, myndUstarmaður, sem er i Uppáhaidi Dags í dag. DrÖjh hefur verið búsett á Akureyri frá því hún var barn. Eiginntaður hennar er Guð- mundur Óskar Guðmundsson, kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri, en þau hjónin eiga þrjár uppkomnar dœtur. Dröfn nam myndlist í Myndlista- og handíða- skólanum í Reykjavik, Myndlista- skólanum á Akureyri, í Danmörku og í Finnlandi. Hún starfar í hluta- starfi í Tómstundamiðstöðinni Punktinum á Akureyri. Þar leið- beinir hún þeim sem hafa áhuga á að takast á við eitthvað sem tengist myndlist og handverki síðdegis alla virka daga og eitt kvöld í viku. Þegar Punktinum sleppir er Dröfn að störfum á sinni eigin vinnustofu sem er að heimili hennar í Lerki- lundi á Akureyri. Þessa dagana er hún að undirbiia þátttöku t sam- sýningum víða erlendis en hún stefnir að því að halda nœstu einkasýningu sína á nœsta ári. Hún er einkum að fást við grafik- verk, tréristur, en einnig málverk og teikningar. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? „Matarsmekkurinn hefur breyst í gegnum árin og nú finnst mér léttur matur bestur, fiskur og grænmeti.“ Uppáhaldsdrykkur? „Kaffi.“ Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? „Stundum er þetta alit ágætt en stundum er það óskop leiðinlegt." Stundarþú einhvetja markvissa hreyfutgu eða líkamsrœkt? „Ég á hund sem heitir Arto og við Dröfii Friöfinnsdóttir. förum saman í gönguferð á hverjum dcgi.“ Ert þú í einhverjumklúbbi eðafé• lagasamtökum? „Eg er í myndlistarfélögum og saumaklúbbi, sem hefur haldið vclli alveg síðan við stöllurnar í klúbbn- um vorum sautján, átján ára gamlar.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Dag, hálfa áskrift af Mogganum og tímarit 1 lausasölu þegar hugurinn gimist.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Óðurinn um Evu sem er eftir Manu- ela Dunn Mascetti, mannfræóing. Hún fjallar um konuna og er prýdd fjölda fagurra listaverka." / hvaða stjörnumerki ert þú? JÉg er fædd 21. mars óg er ýmist tal- inn hrútur eða ftskur.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Þegar ég er að störfum í vinnustof- unni hlusta ég á munkatónlist, Canto Gregoriano, en annars höfðar öll fai- leg og góð tónlist til mín.“ Uppálialdsíþróttamaður? „Ég dáist að öllu íþróttafólki en það er enginn sérstakur í uppáhaldi.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Eg horfi mest á fréttir og íslenska þætti.“ Hvað mundir þú gera efþú œtlaði að dekra við sjálfa þig eina kvöld- stund? „Ég mundí til dæmís fara út að borða á huggulegan veitingastað með manninum mínum.“ Uppáhaldsleikari? „Sean Connery.“ A hvaðastjórnmálamanniItefurðu mestálit? „Ég held ég hafi alltaf dáóst mest að Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Hver er að þínu matifegursti staður áíslandi? „Ailir staöir á íslandi eru fallegir í yndislegu veöri.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum? „í Hafnarfiröi eða Garðabæ." Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Stóra vinnustofu." Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þínum? „Til ferðalaga og til aó vinna að myndlistinni.“ Hvað œtlarðu að gera í sunmrfríinu þínu? „Ég ætla að vera í sumarbústaðnunt mínum, Hamri, sem er cyðibýli í Hörgárdal, þar er yndisiegt að vera.“ KLJ POSTKORT FRA ÞYSKALANDI HLYNUR HALLSSON ÞAÐ ERU FIMMTIU AR FRA ÞVIAÐ bandamenn frels- uðu Þýskaland undan nasistum. Þann 8. maí sl. voru fimmtíu ár frá því aó Bretar þrömmuóu inn í Hannover eftir aó hafa stoppað nas- ista og bjargaó pól- itískum föngum og gyðingum í nokkr- um fangabúóum í nágrenninu. Tíma- mótanna var minnst meó nokkr- um tugum af fyrir- lestrum, guósþjón- ustum, tónleikum, minningarathöfn- um, myndlistarsýn- ingum, mótmæla- aógeróum, sögu- sýningum, sam- komum og öórum vióburöum. í há- skólunum er líka meira framboð en eftirspurn af fyr- irlestrum sem fjalla um stríóiö og áhrif þess. Hver meðal þjóðverji skammast sín fyrir uppruna sinn. Ekki vegna þess að þeir tóku þátt í bví aó drepa eða kvelja fólk heldur vegna þess að þeir geta ekki verið sannfærðir um að þeir hefðu barist gegn nasist- um ef þeir hefðu verið uppi á valda- tíma Hitlers og fé- laga. Það versta er hinsvegar að enn er til fólk sem lítur undan og gerir ekkert þegar ný- nasistar ganga um götur hrópandi slagorð um að nú þurfi að sparka hel- vítis tyrkjunum i burtu. Eða þegar fólk er farió að draga í efa aó það hafi verió drepnir svona margir gyð- ingar í útrýming- arbúóunum eða þá að þær hafi yfir höf- uó verió til. Það eru líka dæmi um að þegar nýnasistar í Magdeburg gengu um götur og hittu nokkra frióarsinna og útlendinga og börðu þá til óbóta þá hikuóu óbreyttir vegfarendur ekki vió aó Ijúga uþp í myndatökuvélar fjölmiðla því aö í raun hafi þaó verið útlendingarnir sem byrjuóu. Sem betur fer gátu sjónvarps- stöðvarnar samt sýnt fram á það sem raunverulega gerðist, þökk sé myndbandsupp- tökuvélavæóingu heimilanna. Nú hafa forsprakkar nýnasista líka verið dæmdir sam- kvæmt lögum sem segja fyrir um að bannað sé aó falsa staóreyndir eóa að halda því fram aó Auschwitz hafi bara verió orlofsbúóir en ekki útrýmingar- búóir. Þaó er ekki laust við að maður verói niðurdreginn af öll- um þessum upprifj- unum enda mynd- irnar sem sýndar eru í sjónvarpinu allt annað en fagr- ar. Frásagnir í dag- blöðum og tímarit- um snúast líka svo- til eingöngu um þessi mál. Stjórn- málin auóvitaó líka. Plútóníumsmyglið frá Rússlandi eða öllu heldur hver vissi um hvað og hvenær ráðherrar og yfirmenn í leyni- þjónustunni vissu um málið hefur aö vísu tekið smá pláss í fréttatímun- um líka. En samt er þaö upprifjun á at- buróum sem gerð- ust fyrir rúmum fimmtíu árum sem er aðal atrióið alls staóar. Núll stundin er sá tímapunktur sem okkar tímatal er miðaó við og þess vegna voru áramót á mánu- daginn 8. maí sl. og árió fimmtíu tek- ur við. Stunde Null var þegar fáni nas- istanna var rifinn nióur í hinsta sinn og upp komu fánar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í staó- inn. Þjóðverjar höfðu sem betur fer, tapað stríóinu en í' raun og veru tapa; auðvitaó allir í stríói nema vopnasalarn- ir. Sumarið er samtl komió og vel til þess fallið að draga mann uppúr dapur- legum hugleið- ingum og leita að stuttbuxunum ogi mála veröndina og taka til í garðinum og slá grasflötina sem er 4 fermetrar og þykir stór ij þessu verka- mannahverfi. Kær- ar kveójur heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.