Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995
DÝRARÍKI ÍSLANDS
SICURÐUR Æ6ISSON
Hvalir 9. þáttur
Hnúfubakur
(Megaptera
Hnúfubakurinn er af undirætt-
bálki skíðishvala, og tilheyrir
þaðan ætt reyðarhvala, en er
annars svo ólíkur þeim í mörgu,
að honum er skipað í sérstaka
ættkvísl, þar sem hann býr einn,
ef svo má aó orði komast.
Hann er venjulegast svartur
eða dökkgrár á baki og síðum,
en hvítur eða grár undir. Þó get-
ur litamunstur á hálsi og bringu
verið mismunandi frá einu dýri
til annars. Bægslin eru yfirleitt
svört að mestu að ofanveróu, en
hvít í oddinn og að neðan.
Akveðnir stofnar hnúfubaks
munu þó vera með næstum al-
hvít bægsli. Þau eru eitt af ein-
kennum hnúfubaksins og geta
orðið um 5 m löng og rúmur 1 m
á breidd. Sporðblaðkan er
einnig geysimikil vexti,
klofin í miðju og
oft mjög
novaeangliae)
rokkar eftir árstíðum á milli
kuldasjávar og hitabeltis. A
sumrin fer hann í kaldsævið
beggja vegna til að nýta sér
dýrasvifið eða átuna, sem þar er
að finna í gríðarlegu magni, en á
vetuma er lagt upp í ferð til hita-
beltissjávarins, til að æxla sig og
bera. I N-Atlantshafi em suður-
mörk útbreiðslunnar við NV-
Afríku og V-Indíur, en norður-
mörkin við ísbrúnina.
I N-Atlantshafi maka dýrin
sig á norðurleió, sem venjulegast
er í mars og apríl. Mcðganga
tekur svo um 11 mánuói og bera
kýmar á tveggja eða þriggja ára
fresti. Kálfurinn fæðist venjuleg-
ast í febrúar eða mars. Nýfæddur
er hann 4,5-5 m á lengd og vegur
um 1/2 tonn. Hann er 6-10 mán-
uði á spena, og tvöfaldar lengd
sína á þeim tíma,
þ.c.a.s. er
skörðótt. Neðra borð hennar
getur verið afar margbreytilegt á
litinn eftir einstaklingum, stund-
um aldökkt, en er þó oftast ljóst
eða hvítt að einhverju leyti.
Hnúfubakurinn er 11-15 m á
lengd og um 25-30 tonn að
þyngd að meðaltali. Hann er tal-
inn mest geta orðið um 18 m á
lengd. Kýrem ívið stærri en tarf-
ar.
Eins og aðrir reyðarhvalir er
hnúfubakurinn með skomr á
brjósti og kvið, en þó mun færri,
eða yfirleitt ekki nema á bilinu
14-35 talsins, en um leið breiðari
og grófari. Þá er bakhyrnan
fremur iítil og staósett mun
framar en á hinum tegundunum,
eða rétt aftan við miðju. Getur
hún vcrið á ýmsan máta í laginu,
breið og þríköntuð eða mjó og
hálfmánalaga og allt þar á milli.
Þessi ólíka lögun bakhymunnar
olli vísindamönnum heilabrotum
áður fyrr, og það reyndar svo, að
álitið var að um margar ólíkar
tegundir væri þama að ræða. En
nú er venjulegast talið, aó allir
hnúfubakar séu ein og sama teg-
und, en af henni a.m.k. 10 svæð-
isbundnir stofnar, ólíkir um
margt, bæði í hegðun og úliti.
Hnúfubakurinn er með 740-
800 skíði, beggja vegna í efri
skolti. Þau em flest tiltölulega
stutt, dökkgrá að lit, en með
svarta kanta.
Ofan á hausnum eða snopp-
unni birtast þau einkenni, sem
hvalurinn dregur nafn sitt af. Um
er að ræóa þrjár raðir af einhvers
konar útvexti, sem kallast hnúfur.
Að auki em fleiri stakar hnúfur á
neðri kjálkunum og geta einnig
verið á framjaðri bægslanna. I
þær sest gjaman ýmis óværa,
hrúðurkarlar og sníkjudýr. Þá er
styrtlan einnig alsett hnúðum,
fram undir bakhymu, ekki ósvip-
að og á búrhval.
Sökum belglaga vaxtar getur
hnúfubakurinn ekki synt eins
hratt og aðrir reyðarhvalir, og fer
sér reyndar ósköp hægt alla
jafna, eða með 5-10 km hraða á
klukkustund. Þó getur hann, ef
kemur að honum styggð, náð allt
að 27 km hraða á klukkustund.
Hnúfubakurinn er farhvalur, eins
og aðrir reyðarhvalir, þ.e.a.s.
orðinn 8-9 m lang-
ur. Talið er að hann verði
svo kynþroska um 5 ára
gamall. Þá er hann búinn aö ná
um 12 m lengd.
Hnúfubakar em oftast einfarar
eða í litlum hópum, þetta 2-5
dýr, á ætisslóðum í heimskauts-
höfunum, en þegar kemur í hita-
beltissjóinn á vetuma gerast
samskiptin öllu flóknari og
byggjast mjög á getnaðar- og
meðgönguhringnum.
Aðalfæða hnúfubaks er ljós-
áta, en einnig er mikió tekiö af
smávöxnum uppsjávarfiskteg-
undum, eins og t.d. síld, loðnu
og makríl, þar sem hann er að
finna, og sandsíli. Fæðunnar er
venjulegast aflað frá yfirborði og
niður á 50 m dýpi. Veiðiaðferðin
er svipuó og hjá öðmm reyðar-
hvölum, þ.c.a.s. tekin er ein gúl-
fylli og því kyngt sem úr henni
síast. En hnúfubakurinn er þó
frábmgðinn ættinni í því, að
samvinna er hér oft um veiði-
skapinn.
Hnúfubakur var fyrr á öldum
ekki sérlega eftirsóttur af vciði-
mönnum, heldur var meir tilvilj-
unarkennd stakveiði. En upp úr
aldamótunum var farið að sýna
honum meiri áhuga. Eyddu hval-
veiðiflotar, einkum norskir, þá
að kalla nær öllum hnúfubaks-
stofninum í N-Atlantshafi. Eins
fór með aðra stofna hnúfubaks,
annars staðar. Frá aldamótunum
síðustu og fram til ársins 1940
vom t.d. yfir 100.000 dýr felld á
suóurhveli jarðar og um 50.000 í
viöbót frá 1940 og til 1963, að
eitthvað sé nefnt.
Friðanir hófust árið 1938, en
þá voru ekki eftir í sjávardjúpun-
um nema örfáir hvalir, miðað við
það sem áður hafði vcrió.
Hnúfubakuv var svo alfrióaóur í
N-Atlantshafi árið 1956, á suður-
hveli árið 1963 og í N-Kyrrahafi
árið 1966.
Alheimsstofninn er í dag tal-
inn vera um 10.000 dýr, þ.e.a.s.
um 7.000 á noróurhveli jarðar,
og þá einkum í N-Atlantshafi, og
um 3.000 dýr á suðurhveli.
Talið er að hnúfubakurinn
geti orðið allt að 95 ára gamall.
H
ELGAR11EILABR0T
h2
Umsjón: GT
32. þáttur
Lausnir á bls. 16
Hvar er það markmið sett að öllum þegnum þjóðféíagsins sé tryggt jafnrétti til náms in tillits til búsetu, aidurs, efnahags og kynferðis?
I i reglugerð um Reykholtsskóla í stefnuskrá Framsóknarflokksins í stjórnarskránni
Hver hefur skrifað í Morgunblaðlð að hófleg vínneysla lengi lífið?
Höskuldurjónsson Ólafur Ólafsson
Þorbjörn Magnússon
Hvert eftirtalinna ríkja endurvann stærstan hluta af gteri árið 1987?
I Holland B9 Noregur
Stóra Bretland
Hver stór hluti af gleri var endurunninn þar?
I Einn þriðji Kjfl Helmingur
Tveir þriðju
Með hve margra marka mun unnu íslendingar Bandaríkjamenn í iandsleik í handknattleik sl. sunnudag?
n 9 19 io H n
Hver orti Ijóðið Konan sem kyndir ofninn minn?
I Davið Stefánsson fffl Einar Benediktsson
Tómas Guðmundsson
Hver er fréttastjóri menningarmáia á Morgunblaðinu?
9 Agnes Bragadóttir B9 Matthías Johannessen
Súsanna Svavarsdóttir
Hvaða ríki ernú i forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins?
I Frakkland |Q Spánn
Italía
Hver er félagi Per Wahlöö?
Benny Andersen
Maj Sjöwall
Birthe Weiss
Hvaða ráðherra fer með vísitölu- og verðlagsuppbótarmál?
I Fjármálaráðherra Rjj Viðskiptaraðherra
Ráðherra Hagstofu Islands
Hvort á að segja/skrifa stystur eða styðstur þegar lýsingarorðið stuttur er stigbeygt?
Stystur Q Styðstur WM Hvort tveggja er heimilt
Jónsbók
Hvaða iögbók var lögtekin á Alþíngl árið 1271?
I Grágás B9 Járnsiða
Hvað vinna margir Ijósmyndarar á Degi?
Einn B9 Tveir
Einn auk „framkallara"
CAMLA MYNDIN
M3-1562 Ljósmynd: Hallgrímur Kinursson og synir/
Minjasafnið á Akureyri
Hver
kannast
við fólkið?
Ef lescndur Dags þekkja ein-
hvcrn á þcim myndum sem hér
birtast cru þcir vinsamlcgast
bcðnir að snúa sér til Minja-
safnsins, annað hvort mcð því að
senda bréf í pósthólf 341, 602
Akureyri eóa hringja í síma
24162 eða 12562 (símsvari).