Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 6
6- DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995 Lokaverkefhi Um þessar mundir er að útskrifast ellefu manna hópur úr Mynd- listaskólanum á Akureyri. Þetta er ijölmennasti hópurinn sem hef- ur útskrifast frá skólanum og jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem skólinn útskrifar nemendur úr grafískri hönnunardeild auk mál- unardeildar. Lokaverkefni nemendanna ellefu eru sýnd á Vorsýn- ingu skólans í húsakynnum hans í Kaupvangsstræti en sýningin var opnuð síðasta laugardag og henni lýkur þann 28. maí. Nem- og listamenn endur skólans sýna einnig á Ólafsfirði, Dalvík, Siglufirði og Sauð- árkróki þessa dagana. Útskriftarnemarnir eru Anna María Guð- mann, Arnar Tryggvason, Ágústa Gullý Malmquist, Friðrik Örn Haraldsson, Haraldur Sigurðarson, Helga Björg Jónasardóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Konráð W. Sigursteinsson, Rannveig Helgadóttir, Skafti Skírnisson og Þórhallur Kristjánsson, eigum við að kynnast þeim aðeins nánar? KLJ/Myndir: Robyn Redman Helga Björg Jónasardóttir - Málunardeild Fæðingardagur: 19.02.1968. Foreldrar: Jónas Sigurjónsson og Hallfríður Einarsdóttir. Uppruni: Akureyringur. Maki: Jóhannes Már Jóhannesson. Börn: Isak Már 5 ára, Bjamey Anna 2 ára og það þriðja væntan- legt í sumar. Námsferill: Stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri, náttúru- fræðibraut árið 1988, Myndlista- og handíðaskólinn, fomám og eitt ár í skúlptúrdeild. Framtíðaráform: Aö stunda myndlist og fara í framhaldsnám erlendis á næstu árum. „í vetur hef ég verið að fást viö og fjalla um hlutverkaramma, þann lífsramma sem sérhvert okkar skapar sér um eigið líf. Eg hugsa mér rammann utan um myndina sem rammann utan um líf persón- Rannveig Helgadóttir eitthvað í nánasta umhverfi lista- mannsins scm er kveikjan að verkum hans. Við undirbúning lokaverkefnis hef ég staldrað við köttinn niinn, Leonardo, scnt mér finnst ég vera tengd mjög sterk- um böndum. Mér finnst vera tenging milli listamannsins og kattarins, listamaóurinn lifir í sínum heimi og sér allt á sinn hátt, rétt eins og kötturinn. Nú þegar ég hef glímt vió lokaverkefni mitt í skólanum finnst mér ég tiltölulega sjálfstæð og frjáls. Heimurinn horfir öóru- vísi við en áður. Þegar lisUiemi lýkur skóla veröur hann sjálf- stæður listamaður! Þar fmnst mér vera önnur tcnging við köttinn þ.e.a.s. vegna þcss hversu sjálf- stæðir kettir eru. Umhverfió tengir okkur líka saman, þar sem ég leitaði að myndeíhi í mínu nánast umhverfi sem er líka um- hverfi kattarins." Konráð W. Sigursteinsson - Málunardeild Fæðingardagur: 10.08.1971. Uppruni: Akureyringur. Börn: Daníel Máni, 2 ára. Námsferill: Fomám og nám í fjöltækni við Myndlista- og handíóaskóla Islands. Framtíðaráform: Að flytja til Danmerkur í haust til að starfa þar um skeið og síðan, frekara myndlistamám erlendis, skiptir cngu hvar. „Ég er algjör kaffihúsafluga og því lá það beinast við að túlka stemmningu kaffihúsanna í loka- verkefninu. Myndimar snúast um andrúmsloft og persónueinkenni manneskjunnar sem er í aðalhlut- verki í hverri mynd. Málverkin eru unnin út frá ljósmyndum. Ég fór á kaffihús og tók svart/hvítar ljósmyndir af fólki. Síðan málaói ég myndir eftir ljósmyndunum og þeim áhrifum sem ég skynjaði frá manneskunni sem er í aðal- hlutverki í hverri mynd þau áhrif ráða einnig litavali verksins.“ - Málunardeild Fæðingardagur: 05.09.1971. Foreldrar: Soffía Sævarsdóttir og Helgi Vilberg. Uppruni: Akureyringur. Maki: Friðrik Öm Haraldsson. Námsferill: Menntaskólinn á Akureyri, myndlistarbraut. Framtíðaráform: Lifa lífinu með listinni og skoóa heiminn. „Umhverfið setur mark sitt á sér- hverja manneskju og ósjaldan cr unnar. Lokaverkefnið mitt fjallar um móðurhlutverkið en það kallaði á athygli mína einmitt núna. Myndimar þrjár eru þungun, móðir með bam og móðir sem er að sleppa móðurhlutverkinu. Hún er komin að hluta til út úr ramma hlutverksins, annar fótur hennar nær út fyrir rammann. Þó lífið skapi okkur ákveðinn ramma þá eigum vió ekki að líta á það sem heftingu, eða of þröngan ramma, heldur að aðlagast aðstæðunum og læra að teygja rammann.“ Ágústa Gullý Malmquist - Grafísk hönnun Fæðingardagur: 02.09.1970. skólanum og mér finnst mjög áhugavert að starfa sem grafiskur hönnuóur. Lokaverkefniö mitt er Foreldrar: Svandís Stefánsdótt- ir og Einar Friðrik Malmquist. Uppruni: Akureyringur. Maki: Ari Svavarsson. Fósturdætur: Bima Ósk Ara- dóttir, 5 ára og Hera Björt Ara- dóttir 3 ára. Námsferill: Stúdent af nýmála- braut Fjölbrautaskólans í Ár- múla. Framtíðaráform: Að starfa vió grafíska hönnun hjá Ara og Co og afla mér frekari þekkingar í faginu jafnhliða starfinu. „Ég hef unnið hjá fyrirtækinu Ari og Co við grafíska hönnun með altæk hönnun fyrir ímyndað veit- ingahús sem sérhæfir sig í sjávar- réttum og heitir, „Fagur fiskur í sjó.“ Ég skapa staðinn frá gmnni eins og ég sé hann fyrir mér og bý til matseðla, bréfsefni, reikn- inga, mióa á vín- og bjórflöskur hússins og eldspýtnabréf. Ég fékk svo Margréti Jónsdóttur leirlistarkonu til að vinna diska fyrir veitingasmðinn. Þetta er að mínum dómi draumur grafísks hönnuðar, að fá að skapa ákveóna ímynd eða andlit fyrir- tækis frá gmnni cnda var verk- efnið fyrir veitingahúsíð „Fagur fiskur í sjó,“ mjög skemmtilegt." Jónborg Sigurðardóttir - Málunardeild Fæðingardagur: 02.07.1966. Foreldrar: Elín Jóhannesdóttir og Sigurður Högnason. Uppruni: Fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu. Maki: Sigurður Guðmundsson. Börn: Selma 7 ára og Siggi Dóri 11 ára. Framtíðaráform: Að læra gler- list erlendis. „Lokaverkefnið er sjálfsmynd, sjötíu myndir sem allar eru sjálfsmyndir, olía á striga. Myndunum sjötíu er raðað sam- an í eina heild sem einnig cr sjálfsmynd. I vetur hef ég ein- mitt unnið með einingar sem raóað er saman í stærri heild allt frá því í haust en þá byrjaði ég á því að perla nteð plastperlum, eins og böm gera, og hélt svo áfram aó perla eða raða saman einingum og lokaverkefnió varð þessi sjálfsmynd úr sjötíu ein- ingum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.