Dagur - 19.05.1995, Page 3

Dagur - 19.05.1995, Page 3
FRETTIR Föstudagur 19. maí 1995 - DAGUR - 3 Dalvík: Stýrimannadeildin kaupir siglinga- og fiskveiðihermi - mikil lyftistöng fyrir skólann, segir Skúli Guöbjarnarson, kennslustjóri VMA-útvegssviðs á Dalvík Að undanförnu hefur staðið yfir mikið átak til eflingar tækjakosti stýrimannadeildarinnar á Dalvík. Nú hefur verið ákveðið að ráðast í kaup á siglinga- og fiskveiðihermi, sem er fyrsta og jafnframt stærsta skrefið í þeirri tæknivæðingu sem nú er á döfinni hjá útvegssviðinu. Að sögn Skúla Guðbjarnarsonar, kennslustjóra útvegssviðsins á Dalvík, verður hermirinn mikii lyftistöng fyrir skólann, sem sár- lega hefur vantað þennan búnað til að sleppa við að senda nemend- ur annað í þjálfun sem að sjálf- sögðu kostar sitt. Skólann vantar einnig svokallaðan GMDSS íjar- skiptabúnað sem vonast er eftir að hann geti eignast í sumar. „Okkur hefur tekist að safna nægjanlegum peningum til að kaupa sjálfan siglinga- og fiskveiðiherm- Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri og Jón Þórðarson, forstööumaður sjávarútvegsdcildar skólans, mættu á fund bæjarráðs í gær og ræddu framkomna hug- mynd urn íþróttaháskóla á Ak- ureyri og framdðamppbygg- ingu Háskójans. Fram kom að flutningur íþróttakennaraskól- ans frá Laugarvami væri ekki á dagskrá. Bæjarráó telur mjög áhugavert að Háskólinn gæti boðió upp á nám á sviöi iþrótta og tómstunda og beinir þeim tilmælum til stjómenda skól- ans að vinna aó því að svo gæti oröið. ■ Bæjarráð samþykkti á t'undi sínum, að tilnefna Erling Sig- urðarson, í fulltrúaráð Mál- ræktarsjóðs. ■ Á fundi bæjarráðs voru lögð fram tvö bréf, þar sem áfengis- sölu í íþróttahöllinni er mót- mælt, annað frá Góótemplara- reglunni cn hitt frá starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar. í báðum bréfunum er lýst yftr miklum vonbrigðum með þá ákvöróun bæjarstjómar að mæla með áfengissölu í íþróttahöllinni á meóan á HM- 95 stendur yfir. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra og bæjarfull- trúum, sem sitja fulltrúaráðs- fund Sambands íslenskra sveit- arfélaga, að vera fulltrúar Ak- ureyrarbæjar á 50 ára afmælis- hátíð Sambandsins, sem haldin verður í Háskólabíói 11. júní nk. ■ Bæjarráó hefur f.h. Akur- eyrarbæjar, staðfest nýgerðan kjarasamning launanefndar sveitarfélaga við Samflot, bæj- arstarfsmannafélaga, sem und- irritaöur var 13. maí sl. inn fyrir sumarið og ætlum síóan að bæta við tækjum eftir því sem okkur tekst að afla í sumar. Vió áttum 600 þúsund fyrir af árlegum fjárlögum til tækjakaupa. Þá fengum við 2,5 milljónir á fjárlögum til tækjakaupa og aðrar 2 milljónir frá fyrrverandi menntamálaráðherra fyrir atbeina Halldórs Blöndal. Þannig áttum við fyrir hermisbúnaðinum og hann hef- ur þegar verið pantaður. Síóan þurf- um við helst nokkur tæki til viðbót- ar sem tengjast honum og sjáum við fyrir að þessi tæki verði tilbúin til notkunar í skólanum næsta haust. Við miðum við að nota þau tæki sem eru nýjust á markaðnum, með stóra markaðshlutdeild í íslenska flotanum, sem hafa þannig mikið kennslugildi,“ sagði Skúli. Hermirinn sjálfur er vél- og hug- búnaður sem líkir eftir þeim merkj- um sem koma frá siglinga- og físki- leitartækjum í skipum. Boðin sendir hann í tilbúna skipsbrú með tækjum sem sett verða upp í skólanum. Þannig er hægt aö líkja eftir raun- veruleikanum inn í skólastofu. Skúli segir mikinn skrið hafa verið á söfnuninni undanfamar vik- ur. „Okkur hafa borist stórar gjafir að sunnan í formi tækja sem tengj- ast herminum. Einnig hafa okkur borist mikilvægar gjafír héðan að norðan en fljótlega munum við kanna hug Norðlendinga sem við höfum þegar haft samband við. Héðan hafa áður borist höfðinglegar gjafir fyrir daga hermisins." GMDSS búnaóurinn sem fyrr er getið er fjarskiptabúnaður sem stór- lega eykur öryggi og samskipta- möguleika til sjós. Tekið hafa gildi reglur sem gera auknar kröfur til fjarskipta og menntunar skipstjóm- armanna á flestum skipum. Þeir þurfa því að hafa þessa þekkingu. „GMDSS tæki þurfum við að hafa til að geta gefið okkar skipstjómar- nemum þau réttindi sem þeir vilja fá út úr þessum skóla. Þá er í bígerð að komast inn á veraldarvefinn og bæta almenna kennsluaðstöðu í skólan- um,“ sagði Skúli. Próf standa nú yfir og verður út- skrift 3. júní. HA Á þessari mynd má sjá siglinga- og fíksveiðihermi sambærilegan þeim sem settur verður upp á Daivík og tekinn verður í notkun næsta haust. Þingið að komast í gang - stefnuræða forsætisráðherra flutt á Alþingi í gærkvöld í gærkvöld voru sendar út í sjónvarpinu umræður frá Al- þingi um stefnuræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Þar með má segja að þingstarfið sé komið í fullan gang, en þetta þing verður í styttra lagi. Búið er að kjósa í allar nefndir þingsins en formlega eiga sumar þeirra eftir að skipta með sér verkum. Þó liggur fyrir pólitísk ákvörðun um formennsku í nokkrum ncfndum. Þannig er til dæmis ljóst að Geir H. Haarde verður formaður utanríkismálanefndar, Jón Kristjánsson formaður Qár- laganefndar, Össur Skarphéð- insson formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, Kristín Ást- geirsdóttir formaður félagsmála- nefndar, Steingrímur J. Sigfús- son formaður sjávarútvegs- nefndar. Olafur G. Einarsson var kjörinn forseti Alþingis og varaforsetar eru Ragnar Arnalds, Sturla Böðv- arsson, Guðni Ágústsson og Guð- mundur Ámi Stefánsson. Þingmenn Norðurlands eystra eru í eftirtöldum nefndum: Val- gerður Sverrisdóttir situr í alls- herjamefnd og efnahags- og við- skiptanefnd, Steingrímur J. Sig- fússon situr í efnahags- og við- skiptanefnd og sjávarútvegsnefnd, Tómas Ingi Olrich situr í mennta- málanefnd, umhverfísnefnd og utanríkismálanefnd og Svanfríður Jónasdóttir situr i sjávarútvegs- nefnd. Þingmenn Norðurlands vestra eru í eftirtöldum nefndum: Hjálmar Jónsson situr í allsherjar- nefnd, fjárlaganefnd og landbún- aðamefnd, Vilhjálmur Egilsson situr í efnahags- og viðskipta- nefnd og sjávarútvegsnefnd, Stef- án Guðmundsson situr í iðnaðar- nefnd, sjávarútvegsnefnd og samgöngunefnd og Ragnar Am- alds situr í samgöngunefnd. óþh Krakkar Landsbankahlaupið fer fram laugardaginn 20. maí 1995. Mæting við Landsbankann v/Ráðhústorg kl. 10 f.h. Hlaupið er ætlað öllum krökkum fæddum árið 1982-1985. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna RAUTTyÚix RAUTT uos r^L uosi MKam mm Tilbdð úr kjötborði á grillið Lambarif kn. 1 99,- kg Svínakótelettur kn. 890,- kg Svínarif kn. 303,- kg KEA grillmatur 1 QD/a afsláttun Matfangs saltkjöt 1 1 S kn. kg. Pepsi 2 I kn. 130,- Braggi, áðun kn. 359, nú kn. 259,- pk. KEA Pepsi leikur góð venðlaun og léttan spunningan Hrísalundi Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.ki. 10.00-18.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.