Dagur - 27.05.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. maí 1995
* «*■
I VINNUNNI HJA dUÐRÚNU EC6ERTSDÓTTUR, HJÚKRUNARFORSTJÓRA
Samfellan og
persónulegu tengsl-
in vega þyngst
Guðrún G. Eggertsdóttir, ljós-
móðir og hjúkrunarfræðingur,
er hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Kópaskeri.
Guðrún flutti til Kópaskers frá
Akureyri fyrir tveimur og hálfu
ári en þá hafði hún gegnt starfi
yfirljósmóður við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri um
tíma, áður starfaði hún á Fæð-
ingadeild Landspítalans. Guð-
rún er Norður-Þingeyingur að
ætt og uppruna frá Laxárdal í
Þistilfirði, sambýlismaður henn-
ar er Þröstur Friðfinnsson,
bankaútibússtjóri Landsbank-
ans á Kópaskeri.
A Kópaskeri er lítil heilsu-
gæslustöð, sem er ágætlega tækj-
um búin. Næsta sjúkrahús er á
Húsavík, þangað eru um 100 km.
Guðrún er í fullu starfi á heilsu-
gæslustöðinni en þar starfa auk
hennar læknir staðarins, Sigurður
Halldórsson, og læknaritari í hálfu
starfi. A Kópaskeri býr sjúkra-
þjálfari sem tekur aó sér meðferð í
samvinnu vió heilsugæslustöðina.
Svæði Heilsugæslustöðvarinnar á
Kóþaskeri nær frá Tjömesi og
austur undir Raufarhöfn, þar búa
um 500 manns.
Frá mæðraskoðun til
öldrunarþjónustu
- Hver eru helstu verkefnin þín,
Guðrún?
ÍÞRÓTTIR
„Ég hef yfirumsjón með al-
mennri starfsemi á heilsugæslu-
stöðinni. Ég annast mæðraskoðun,
foreldrafræðslu og ungbarnavernd
og hef m.a. opið hús fyrir foreldra
meö ung börn. Svo er ég skóla-
hjúkrunarfræóingur í grunnskól-
unum á Kópaskeri og í Lundi.
Ég sæki alla ellilífeyrisþega
heim til að skoða aðstæóur, spjalla
og fara yfir lyf og lyfjabirgóir og
sinni hjúkrun aldraðra í heimahús-
um og á heilsugæslustöóinni eftir
því sem þörf krefur.“
Fjölbreytt verkefni
„Hér á heilsugæslustöðinni er
móttaka og hingað leitar fólk
vegna slysa og andlegra og líkam-
legra kvilla. Það er líka aðstaða til
móttöku í Skúlagarði og þar tök-
um við, starfsfólk heilsugæslu-
stöðvarinnar, á móti skjólstæóing-
um um það bil tvisvar í mánuði.
Við förum líka í vitjanir í heima-
hús eftir því sem nauósynlegt er.
Við gerum einfaldari rannsókn-
ir á heilsugæslustöðinni, til dæmis
ýmsar blóðrannsóknir og þvag-
rannsóknir og tökum röntgen-
myndir og framköllum þær. Hér á
stöðinni rekum við líka apótek
sem er útibú frá Húsavík.“
Samhliða heilsugæslunni gafst
Guðrúnu og Sigurði tækifæri til að
vinna að rannsókn á síðasta ári.
Þau unnu að rannsókn um þvag-
leka kvenna og meðferð heima í
héraði og buðu upp á meðferð
samhliða rannsókninni.“
Að fá tækifæri til að kynnast
fólkinu
- Nú hefur þú unnið á stóru
sjúkrahúsi eins og Landspítalan-
um og varst yfirljósmóðir Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri,
hvemig líkar þér að starfa á
heilsugæslustöð í samanburði við
þau störf sem þú hefur gegnt?
„Helsti kosturinn við starfið
sem ég gegni nú er samfellan sem
er í starfinu. Að fá tækifæri til að
þekkja fjölskyldurnar og fá að
fylgja þeim eftir. Ég fylgist með
verðandi móður í mæðraeftirlitinu
og fæ svo að fylgjast með hvemig
barnið vex og dafnar í ungbama-
eftirlitinu og í grunnskólanum
sem skólahjúkrunarfræðingur.
Margar ljósmæður hafa spurt
mig að því hvort ég sakni þess
ekki að taka á móti börnum og
það er út af fyrir sig sérstakur at-
burður en mér finnst þessi tengsl
eiginlega gefa mér meira, að fá aó
fylgjast með einstaklingnum og
fjölskyldunum."
Fagleg einsemd
„Helsti gallinn við starfið er hins
vegar faglega einsemdin. Það að
vera eini hjúkrunarfræðingurinn á
svæðinu, að vinna ein en ekki með
fólki í sömu stétt. Mér finnst það
að mörgu leyti miklu meiri ábyrgð
og hér er heldur ekki öll aðstaða
sjúkrahúsanna til staðar. Það er til
dæmis oft erfitt að taka ákvöróun
um það hvort það sé nauðsynlegt
að senda sjúkling á sjúkrahús eða
hvort hægt sé að meðhöndla við-
komandi heima. Þessar ákvarðanir
verða enn erfiðari yfir veturinn
því þá getur sjúklingurinn átt
strangt feróalag fyrir höndum en
þetta er sannarlega ekki síður gef-
andi starf en að vera stjómandi á
stórri fæðingadeild.“
- Þú bjóst lengi í Reykjavík og
svo á Akureyri. Var mikil breyt-
ing að flytja til Kópaskers?
„Já, það var mikil breyting, en
sem dreifbýlismanneskju þá finnst
mér ég hafa meiri tíma til að sinna
sjálfri mér hér en í þéttbýlinu. Ég
reyni að njóta þess sem staðurinn
býður upp á í stað þcss að hugsa
um það sem ég gæti gert ef ég
byggi annarsstaðar,“ sagði Guð-
rún. KLJ
SÆVAR HREIÐARSSON
Knattspyrna:
„Eg greip tækifæríð fegins hendi“
- segir Dean Martin, Englendingurinn í liði KA
Knattspyrnulið KA fékk góðan
liðsstyrk á dögunum þegar enskur
lcikmaður, Dean Martin, gekk til
liðs við félagið. Hann lék sinn
fyrsta leik gegn Víkingi sl. mánu-
dag og var maðurinn á bak við 3:0
sigur liðsins. Samvinna hans og
Þorvaldar Makan Sigbjörnssonar
skilaði KA tveimur mörkum og
mikilvægum stigum í baráttunni í
2. deild. Blaðamaður Dags hitti
Dean að máli eftir leikinn og
spurði hann hann fyrst hvar hann
hefði leikið áður en hann kom til
íslands.
„Ég hóf ferilinn hjá smáliðinu
Fisher Athletic þegar ég var 16 ára.
Þaðan keypti West Ham mig og ég
spilaði með þeim í þrjú ár. Mér
fannst ég eiga möguleika á aó kom-
ast í liðió og taldi að ég hefði nýtt
mín tækifæri vel en þegar tímabilið
1993-94 var á enda og ég var farinn
að hlakka til næsta tímabils snérist
lukkan gegn mér. Ég lék fjóra leiki í
deildarkeppninni en síðan tók nýr
framkvæmdastjóri við liöinu fyrir
síðasta tímabil, Harry Redknapp, og
ég var ekki í hans framtíðaráformum.
Við höfðum mjög stóran og reyndan
leikmannahóp hjá West Ham og ég
vissi að það yrði mjög erfitt fyrir mig
að ná sæti í liðinu. Þess vegna taldi
ég hentugast að færa mig um set, til
liðs þar sem ég fékk tækifæri til að
leika meö aðalliði. Ég fór til utan-
deildarliðsins Degenam og ^ hafði
mjög gaman af dvölinni þar. Ég var
fastamaóur í liðinu í vetur og það var
góð tilbreyting eftir að hafa leikið í
varaliði West Ham. Leikir varaliö-
anna eru ekki mjög alvarlegir og
margir lcikmenn sem hafa ekki
áhuga á þeim leikjum," sagði Dean.
- Hver var aódragandinn að
komu þinni til Islands?
„Ég hafði á orði við mann í Eng-
landi að ég hefði áhuga á að leika
fótbolta yfir sumartímann og síðan
fékk ég upphringingu og var spurður
hvort ég hefði áhuga á að fara til ís-
lands. Ég hafði aldrei hugsað út í að
það væri spilaður fótbolti á Islandi
en ég greip tækifærið fegins hendi.“
- Hafðir þú gert þér einhverjar
vonir um staðinn?
„Ég hafði aldrei séð landið, né
heyrt nokkuð um það. Þegar þetta
kom upp á borðið gat ég varla beðið
eftir að komast hingað.“
- Hvemig hafa fyrstu dagamir á
Islandi verið?
„Frábærir, að veðrinu undan-
skildu. Hér er mjög kalt miðað við
það sem ég er vanur.“
- Hvemig fannst þér fyrsti leikur-
inn?
„Mjög harður. Ég vissi ekki
hverju ég átti von á en ég aðlagaðist
ágætlega. Ég hélt að íslensku liðin
léku ekki svona fast en ég hafði
gaman af þessu."
- Hvemig íannst þér að leika á
mölinni?
„Það er mjög erfitt og dregur
bæói liðin niður á sama plan en það
lið sem hefur meiri sigurvilja stendur
uppi með sigur. Ég hef aldrei leikið á
möl áður.“
- Fannst þér þú falla vel inn í lið-
ið?
„Já, mér finnst strákamir hafa
tekið mér mjög vel. Það er erfitt fyrir
þá þar sem ég skil þá ekki og stund-
sínum með KA og lagði upp tvö
mörk gegn Víkingum. Hann verður
aftur í cldlínunni með KA-mönnum
gegn Stjörnunni á KA-vcllinum kl.
14.00 á morgun, sunnudag. Mynd: sh
um skilja þeir mig ekki. Ég ætla að
reyna að læra eitthvað í íslensku til
að bjarga mér.“
- Hvemig finnst þér liðsandinn í
KA-liðinu?
„Ég hef aldrei kynnst öðm eins.
Eftir leikinn vom leikmennimir
syngjandi, rétt eins og við hefðum
unnið bikarúrslitaleik. Ég er ekki
vanur svona stemmningu frá Eng-
landi.“
Dean sagðist staðráðinn í að
reyna áfram að komast að hjá ensk-
um deildarliðum og það þýddi lítið
að gefast upp. „Vonandi hjálpar dvöl
mín hér á Islandi mér þegar ég sný
aftur til Englands. Ég kom hingað til
að reyna að bæta leik minn og kynna
mér annars konar þjálfunaraðferðir.
Það er gott að breyta um umhverfi
og ég tel þetta mikilvæga reynslu. Ég
í dag er stórleikur í 1. dcildinni í
knattspyrnu í Ólafsfirði þar sem
Leiftur og KR mætast. Leiftur
byrjaði íslandsmótið með sigri á
Fram og verður fróðlegt að sjá
hvernig liðinu reiðir af á heima-
velli sínum en leikið verður á grasi
í Ólafsfírði.
í dag hefst einnig^ keppni í 1.
deild kvenna þar sem IBA er í eld-
línunni og tekur á móti Breiðabliki á
malarvelli KA.
I 2. deild sækja Þórsarar lið Vík-
Knattspyrna 2. deild:
Boðið uppá
hjónamiða
KA og Þór leika sinn annan leik í
2. deildinni í knattspyrnu á morg-
un, eins og fram kemur hér til hlið-
ar. KA á heimaleik gegn Stjörn-
unni en Þór útileik gegn Víkingi.
Félögin hafa sameinast um miða-
verð á heimaleiki liðanna á Akureyri
og þetta sumarið verður boðió upp á
sérstaka hjóna- eða paramiða. Miða-
verð fyrir fullorðna kr. 600 og kr.
200 fyrir böm en hjóna- eða para-
miðamir kosta kr. 1000.-.
mun gera mitt besta fyrir KA og
vonandi náum við góðum árangri í
deildinni. Það var gott að ná í fyrstu
þrjú stigin,“ sagði kappinn að lokum.
ings heim þar sem Þórsarar verða án
Sveinbjöms Hákonarsonar, sem er í
leikbanni, en í hans stað kemur
hugsanlega ungur serbi, Radovan
Cvijanovic. Stefnt að því að hann
verði löglegur fyrir leikinn. Á Akur-
eyri mætast KÁ og Stjaman og má
búast við fjömgum leik.
íþróttir
KNATTSPYRNA: Lau&ardaiiur:
1. deild karla: Leiftur-KR kl. 14.00
1. deild kvenna: ÍBA-Breiðablik kl. 17.00
aunnuuagur. 2. deild karla: KA-Stjarnan Víkingur-Þór kl. 14.00 kl. 14.00
3. delld karla: Dalvík-Haukar Þróttur N.-Völsungi kl. 14.00 r kl. 14.00
4. deild karla: SM-Hvöt kl. Þrymur-Tindastóll KS-Neisti H. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00
Knattspyrna:
Leiftur-KR í dag