Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 15. júlí 1995 FRÉTTIR Undirbúningi að útflutningsskóla á Sauðárkróki miðar vel: Sterk tengsl við atvinnulífið er lykilatriði Vörumiðar hf i ; * ÞAR SEM LlMMIÐARNIR FÁST * j REYNSLA • GÆÐI • ÞJÓNUSTA j Límmiðar i miklu úrvali. j Vogarmiðar fyrir Ishida , Digi j og Bizerba vogir. j j Tilboðsmiðar o.þ.h. i i Fólíugylling og plasthúðun. i Númeraðir miðar, tölvugötun, i pappírs-, plast- og álmiðar. i Hönnun og filmuþjónusta. i Fax 461 2908 | Hamarsstígur 25 ! 600 Akureyri Snjóbræðslurör, mátar og tengi Hagstætt verð [rMI DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Kaffí- hlaðborð Verðum með glæsilegt kaffihlaðborð alla sunnudaga í sumar Sjoppa, matur, gisting, sauna. Verið velkomin! Kiðagil í Bárðardal v/sprengisandsleið, sími 464 3290 Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð- árkróki hefur tekið þátt í undir- búningi að stofnun útflutnings- skóla á Sauðárkróki en auk þess hafa starfað í undirbúnings- nefndinni fulltrúar frá Háskóla íslands, Endurmenntunardeild Háskólans, skólayfirvöldum í Skagafirði og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, Vilhjálm- ur Egilsson alþingismaður. Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri, segir að hugmyndin gangi út á það að kannaðar verði þarfir at- vinnulífsins fyrir það að stofnaður verði útflutningsskóli sem byggist fyrst og fremst á sölumennsku og markaðsmálum til að mennta fólk til að vinna á erlendum markaði fyrir hvaðeina sem flutt er út frá landinu. Niðurstaða könnunar bendir til Húsavík: Höföi kaupir rækjufrysti- togara Útgerðarfyrirtækið Höfði hf. á Húsavík hefur skrifað undir samninga um kaup á rækju- frystitogara frá Grænlandi. Skipið er um 400 tonn, smíðað í Danmörku árið 1987. Höfði á fyrir skuttogarann Júlfus Hav- steen ÞH-1 og bátana Aldey ÞH- 110 sem er um 100 brúttórúm- lestir og cikarbátinn Kristey ÞH- 25 sem er 50 brúttórúmlestir. Að sögn Kristjáns Ásgeirsson- ar, framkvæmdastjóra Höfða, er ekki ljóst hvort Júlíus Havsteen fer úr rekstri í stað nýja skipsins en verið er að vinna í hvernig kvótamál verða leyst. Nýja skipið er að sögn Kristjáns í góðu ásig- komulagi. Það á að koma til landsins í desember og fer fyrst í slipp hjá Slippstöðinni-Odda á Akureyri áður en Höfði tekur við því. Hann sagist reikna með 15 manna áhöfn á skipinu. HA ----------------------- Riiir nýjustu ieikirnir TÖLVULEIKIR frá kr. 890 á diskettum og CD Tilboðsverð: NBR '95 kr. 5490,- Fullthrottle kr. 4990,- Manchester United kr. 5490,- T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 ________ __________Á þess að mikil þörf sé í atvinnulíf- inu fyrir það að styrkja söluþátt út- flutningsstarfseminnar og auka þekkingu þeirra sem að þessu starfa. I sambandi við þessa könn- un hefur undirbúningsnefndin ver- ið í samstarfi við danska útflutn- ingsskólann í Herning. Málið er þó enn á undirbúningsstigi og hefur enn sem komið er ekki verið kynnt fyrir menntamálayfirvöldum lands- ins. Danski útflutningsskólinn og hugmyndir undirbúningsnefndar- Við sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina á Hvammstanga standa nú yfir talsverðar byggingafram- kvæmdir. Þar er verið að reisa þjónustuálmu þar sem verður eldhús, borðstofa, þvottahús, starfsmannaaðstaða og fleira. Húsið er rúmir 700 fermetrar að gólffleti og er á tveimur hæðum. Það er Ástré hf. í Hveragerði sem sér um framkvæmdir og á húsið að vera fokhelt í haust. Hlutur Ástrés á raunar ekki að vera búinn fyrr en 1. júní 1997 og þá á u.þ.b. helmingur hússins að vera kominn í notkun, að sögn Guðmundar H. Sigurðssonar, innar voru kynntar í sumar á há- degisverðarfundi sem utanríkisvið- skiptaráðherra hélt og eftir þá kynningu kom berlega í ljós að mikill áhugi er fyrir því að eitthvað verði gert í málinu. Lögð hefur verið áhersla á að atvinnulífið væri mjög virkt í und- irbúningi málsins og frumdrög byggja á þeim hugmyndum að um væri að ræða samstarfsverkefni at- vinnulífsins og skólayfirvalda. Skólinn yrði því ekki rekinn sem ríkisskóli heldur í sterkum tengsl- framkvæmdastjóra sjúkrahússins og heilsugæslunnar. Hann segir tilkomu hússins vera verulega við- bót við húsnæði stofnunarinnar. „Vissulega verður ekki mikil aukning á leguplássum heldur er fyrst og fremst verið að bæta að- stöðuna. Þetta hefur verið ansi þröngt." Á síðasta ári var einmitt lokið við verulegar endurbætur á núverandi húsnæði og kemur ný- byggingin í framhaldi af því. Framkvæmdir við nýja húsið hafa að sögn Guðmundar gengið samkvæmt áætlun og sagðist hann vonast til að svo svo verði áfram. HA um við atvinnulífið. Þórólfur Gísiason segist ekki sjá neina þörf á því að þessi skóli sé á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri sé t.d. háskóli, en fyrir liðlega ára- tug síðan var það talið fjarstæðu- kennt að reka háskóla nema á ein- um stað á landinu. Við nútíma fjar- skiptakerfi skiptir staðsetning ekki höfuðmáli, og með staðsetningu útflutningsskóla úti á landi, t.d. á Sauðárkróki, er betur hægt að ná góðum tengslum við atvinnuveg- ina. Hugmyndin er að annars vegar skiptist skólinn í nám og hins veg- ar í vinnu á markaðnum erlendis svo þannig færi verulegur hluti námsins fram erlendis. Staðsetning skólans á Sauðárkróki væri því hið besta mál fyrir landsbyggðina. GG Húsavík: Framkvæmdir við íþrótta- völlhafnar f vikunni hófust framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík en verið er að búa til grassvæði þar sem áður var malarvöllur. Ætl- unin er að nota svæðið til æfinga. Sveinn Hreinsson, tómstunda- fulltrúi Húsavíkurkaupstaðar, segir að framkvæmdum hafi nokkuð seinkað. Upphaflega hafi verið áætlað að laga líka neðri völlinn, sem er grasvöllur og aðalkeppnis- völlurinn, en mönnum hafi vaxið í augum að ráðast í bæði verkefnin í einu enda mikið fjármagn sem þyrfti til. Framkvæmdirnar sem nú eru hafnar munu að öllum líkind- um kosta eitthvað á bilinu 6-7 milljónir og er þetta að hluta til út- seld vinna og að hluta til bæjar- starfsmenn sem vinna við fram- kvæmdirnar. Sveinn segir að vonast sé til að hægt verði að byrja að æfa á nýja grassvæðinu snemma í ágúst. AI Bílvelta í Öxnadal Um gögurleytið aðfaranótt föstudags valt bfll út af vegi við Steinsstaði í Öxnadal. Bflinn er mikið skemmdur en lítil meiðsl urðu á fólki. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann Ienti út af veginum. Einn farþegi var í bílnum auk ökumanns og voru bæði flutt á sjúkrahús en um minniháttar meiðsl var að ræða. AI Sólin hefur skinið að undan- förnu en líkur eru á að eitt- hvað dragi fyrir sólu um helgina því spáin fyrir Norð- urland er skýjað veður með köflum. í dag verður austan- gola en snýst í norðangolu eða kalda á morgun. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. Veðurhorfur fyrir mánu- dag og þriðjudag eru svip- aðar en þó er spáð heldur batnandi veðri. Econoline, árgerð ’86 15 manna í mjög góðu lagi til sölu. Skoðaður. Upplýsingar í sima 462 1560 á kvöldin. Nýja þjónustuhúsið sem nú er í byggingu á Hvammstanga á að vera orðið fokhelt í haust. Mynd: óþh Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Hvammstanga: Þjónustuhús í byggingu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.