Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 15. júlí 1995 I VINNUNNI HJÁ RÚNARI CUÐLAUCS5YNI Nokkuð víðfeðmt starf Rúnar Guölaugsson í hópi hressra vinnuskólakrakka í Ólafsfiröi. Mynd: Halldór Rúnar Guðlaugsson er félagsmála- stjóri Óiafsfjarðarbæjar. Hann hefur gegnt starfmu síðan til þess var stofnað árið 1990 en var áður kennari. Rúnar hefur búið í Ólafs- firði sl. 11 ár en eiginkona hans, Valgerður Sigurðardóttir, er ein- mitt þaðan. Hann vill þó ekki við- urkenna að hún hafi dregið sig til bæjarins og jafnvel væri nær sanni að tala um að hann hafi dregið hana. Starf félagsmálastjóra í Ólafs- firði tekur að sögn Rúnars til ým- issa þátta. „Ef við förum í stórum dráttum yfir þá málaflokka sem heyra undir þetta starf þá eru það málefni barna og unglinga, þjón- usta við aldraða, þjónusta við fatl- aða, félagsleg heimaþjónusta, fjár- hagsaðstoð, íþrótta- og æskulýðs- mál og vinnumiðlun. Þetta er því nokkuð víðfeðmt starf. Yfir sum- artímann er vinnuskóiinn í gangi, en hann fellur undir íþrótta- og æskulýðsmálapakkann." Almennt séð sagist hann telja að bæjarlíf í Ólafsfirði væri á góðu róli. „Ætli þetta sé ekki svip- að og á öðrum sambærilegum stöðum, hvorki verra né betra, án þess að ég hafi nákvæman saman- burð. Atvinnuástand er mjög gott, það eru þrír á atvinnuleysisskrá í dag og við náum að hreinsa það upp í næstu viku.“ Eitt af því sem aðkomumenn á Ólafsfirði taka eftir er hversu íþróttaáhugi virðist vera almenn- ur. Þetta hefur líka skilað sér í góðum árangri á ýmsum sviðum, en þó hvergi jafn glæsilegum og á skíðum og nú hin síðari ár einnig í knattspyrnu. Rúnar segist kannski ekki geta gefið einhlíta skýringu á þeim mikla íþróttaáhuga sem ríkir í bænum, en bendir á að bæjaryfir- völd, fyrirtækin og einstaklingar í bænum hafi stutt mjög vel við bakið á íþróttunum. Góður árangur í íþróttum bygg- ist ekki síst á góðum aðbúnaði að yngri kynslóðinni og í því sam- bandi bendir Rúnar á að nýja íþróttahúsið hafi verið mikil lyfti- stöng. Með tilkomu þess hafa menn verið að fikra sig áfram með að stunda íþróttagreinar sem fram til þessa hefur ekki verið aðstaða til að stunda, t.d. handbolta og körfubolta. „Auðvitað er íþrótta- húsið líka stór breyting fyrir fót- boltann, því við stöndum oft frammi fyrir því að geta ekki farið út fyrr en einhvern tímann í maí. Þá værum við illa settir ef við gætum ekki spriklað inni. Málið er að við þyrftum kannski að ná almenningi meira inn í húsið en það er eitthvað sem við þurfum að vinna í rólegheitunum. Menn þurfa kannski bara að átta sig á því að aðstaðan er fyrir hendi.“ Upphaflega kom Rúnar til Ól- afsfjarðar til að þjálfa Leifturslið- ið í fótbolta og það gerði hann í tvö sumur. „Það var 1979 og 1980 og þetta var það fyrsta sem ég stoppaði hér.“ Þá strax sagist hann hafa orðið var við hinn mikla fót- boltaáhuga sem ríkti í bænum og orðinn er landsfrægur, en Rúnar segir hann þó enn hafa aukist mik- ið frá þeim tíma. „Áhuginn hefur farið vaxandi ár frá ári og hangir auðvitað saman við árangurinn.“ - Er þá ekki gaman þegar gengitr svona vel eins o% í sttmar? „Það er auðvitað alltaf gaman þegar vel gengur og um þessar mundir er staðan eins góð og bjartsýnustu menn vonuðu.“ Rún- ar hefur raunar verið á kafi í starfi knattspyrnudeildar Leifturs allan þann tíma sem hann hefur búið í Ólafsfirði en segir að í sumar sé hann heldur lausari við en oft áð- ur. „Það getur verið ágætt að hvíla sig aðeins og kannski er það þess vegna sem gengur svona vel. Maður getur kannski notað það sem ástæðu til að vera laus við þetta aðeins lengur,“ sagði Rúnar í léttum tón. HA MATARKROKUR Humarinn vinsælastur Það er Matthildur Matthíasdóttir frá Dalvík sem er í matarkrókn- um að þessu sinni. Matthildur er sem stendur í sumarleyfi frá rækjuvinnslu en hún skúrar einnig á pósthúsinu og hefur ver- ið í afleysingum í bakaríinu á Dalvík. Matthildur á tvö börn, Sjöfn sem er fjögurra ára og Sæ- þór tveggja ára. Hún er í sambúð með Ólafi Traustasyni sjómanni. Matthildur leggur til fjórar uppskriftir og segir hún að pönnusteikti humarinn sé vinsæl- astur á sínu heimili. „Hvítlauks- bollurnar eru líka vinsælar,“ seg- ir hún. Auk þessara rétta er líka uppskrift af matarsalati og pönnusteiktri ýsu og eftirréttur- inn sem Matthildur býður upp á heitir Mokkafrauð. „Fljótlegur, einfaldur og góður eftirréttur," segir hún. Matthildur skorar á mágkonu sína, Dórótheu Jóhannsdóttur, sem er einnig frá Dalvík, til að sjá um uppskriftir í næsta matar- krók. Pönnusteiktur Humar ca. 40 humarhalar 50 g íslenskt smjör Z tsk. salt hvítlauksduft 2 dl rjómi Z dl hvítvín (má sleppa) Humarinn er skelflettur og brún- aður í smjörinu. Kryddað með salti og hvítlaukdufti. Hvítvíninu hellt yfir og síðan rjómanum. Lát- ið malla á pönnu í 1-2 mínútur. Hvítlauksboilur 500 g nautahakk 2 eM salt 4 hlautar brauðsneiðar 2 liiktir Ritzkex 3-4 msk. hveiti I msk. kartöflumjöl 3 msk. rjómaostur 6 hvítlauksrif Blandið öllu saman í eina skál og hrærið vel saman. Litlar boll- ur búnar til úr hrærunni og þær steiktar á pönnu. Settar í eldfast mót og sósunni hellt yfir. Hitað í ofni í ca. 20 mínútur. Sósa: I laitkttr 1 paprika 1 dós niðurskornir tómatar 1-2 súputeningar 8-10 hvítlauksrif Laukur og paprika skorið smátt og steikt á pönnu. Tómat- arnir, hvítlaukurinn og krafturinn sett út á og þetta látið malla í 1-2 mínútur. Matarsalat Kínakál (1 hatts) 6 tómatar 1 rattð paprika 150 g sveppir 6 hc.rðsoðin egg 200 g skinka 1 steikt kjúklingahringa svartar ólívur 200 g ostur Grænmetið skorið smátt ásamt skinkunni, eggjum, kjúklingi og osti. Allt sett í skál og sósunni síðan hellt yfir. Hrært vel saman og salatið sett í ofn og hitað þar til osturinn er vel bráðinn. Berið fram með brauði. Sósa: 6 msk. olívttolía 2 msk. edik 4 msk. tómatþykkni 6 pressttð hvítlauksrif salt og pipar Pönnusteikt ýsa í súrsætri sósu 2 ýsttjlök 1 egg 1 dl mjólk 6 msk. hveiti salt og aromat Eggin og mjólkin hrærð saman. Ýsan er roðflett og skorin í stykki og henni síðan velt upp úr eggjahrærunni og krydduðu hveitinu. Stykkin brúnuð á pönnu og sósunni hellt yfir. Látið malla í nokkrar mínútur. Sósa: Z dós ananssaji 4 msk. pútðursykur 4 msk. edik 2 msk. sojasósa Z tsk. engifer Allt sett í pott og soðið saman í 2-3 mínútur. Ananasinn er sett- ur síðast. Gott með hrísgrjónum og brauði. Mokkafrauð 250 g siiðtisúkkulaði (Síríits) 25 g smjör 3 egg 1 msk. romm 2 tsk. Neskajji / msk. heitt vatn Bræðið súkkulaðið yfir gufu. Þeytið smjör, eggjarauður og romm vel. Stífþeytið eggjahvít- urnar og bætið varlega út í súkkulaðiblönduna. Hellið í skál- ar og skreytið með rjóma og súkkulaðispónum. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.