Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. júlí 1995 - DAGUR - 9 m - Hvernig kynntust þið Felix? Kristján Viðar: Okkur vantaði einhvern vanan sviðsmann og Gunnar Már, frændi Bjössa, sagði okkur frá honum. Hann var í Verslunarskólanum með Felix, sem hafði tekið þátt í sýningunni „Rocky Horror Show“. Við feng- um m.a. að sjá myndbandsupptök- ur af honum áður en hann kom á æfingu tveim vikum fyrir Músíktil- breytingin hafi verið sú að sjálfs- traustið jókst verulega. Þetta var mjög þroskandi og maður hafði mjög gott af þessu. - Hvað með stelpurnar sem voru að elta ykkur.fór þessi athygli ekk- ert í taugarnar á konunum ykkar? Sveinbjörn: Jú, auðvitað reyndi þetta verulega á samböndin, en við vorum allir á föstu. Það er náttúr- lega grundvallaratriði að vera ekki og gaf voðalega sjaldan færi á mér. En margt var reynt á þessum árum og stelpurnar voru ágengar. Ég sýndi bara hringinn, en þá voru viðbrögð kvennanna oft á þann veg að hann væri ekki fyrirstaða og þær sýndu hringinn á móti. Kristján Viðar: Ég man eftir því að hafa verið eltur inn á kló- sett. Þetta var eftir ball og ég hélt að allir gestir væru farnir út. Allt í iðleikum með að losna við þessar dömur, það var ekki meira en svo að við gætum lokað hurðinni að gistihúsinu. Kristján Viðar: Já, ef ég man rétt þurfti ég að koma fram og hjálpa ykkur við að loka hurðinni. Ég minnist annars dæmis um ágengni kvenfólksins. A einhverjum dansleik kom allt í einu stúlka upp á svið í miðju lagi „Mig dreymdi að draumadrottningin...u Greifarnir hafa sannarlega slegið í gegn í sumar. Þessi mynd var tekin á fyrsta balli þcirra í sumar, á Hótel Islandi þann 16. júní sl. Um þessa helgi spila þeir fé- lagarnir í Vestmannaeyjum. Felix. raunir og við létum hann taka „Turn me loose“. Það var langt frá því að hann gæti sungið það. En þetta small fljótlega saman og við fengum mikla umfjöllun eftir Músíktilraunir í blöðum og út- varpi. Ég held að það hafi verið því að þakka að á þessum tíma voru bara tvær útvarpsstöðvar, rás 1 og rás 2. Keppninni var útvarpað beint á rás 2 og allt unga fólkið hlustaði á hana. Að vera í sviðsljósinu - Hver var mesta breytingin við það að verðafrœgur? Kristján Viðar: Það var náttúr- lega fjári mikið vesen á morgnana að taka sig til, því maður gat ekki látið sjá sig úti nema almennilega til fara. Nei, þetta var í raun ekkert mál, maður hárlakkaði og hristi hausinn, þá var þetta komið. Öll þessi athygli var náttúrlega mesta breytingin. Sveinbjörn: Ég held að aðal- á föstu þegar maður slær svona í gegn! Kristján Viðar: Næst þegar ég verð frægur ætla ég ekki að vera á föstu. Nei, nei, ég er bara að grín- ast. Sveinbjörn: Sjálfstraustið jókst auðvitað við aukna athygli sem kvenfók fór að sýna okkur, en þau sambönd sem við vorum í á þessum tíma urðu sterkari við þessa áreynslu og þau sambönd sem slitnuðu, slitnuðu ekki fyrr en eftir að við vorum hættir að spila. Athygli kvenfólksins - Hvað er það ótrúlegasta sem ykk- ur hefur hent í sambandi við kven- fólk? Kristján Viðar: Þetta er svolít- ið góð spurning, ég hef aldrei feng- ið hana áður. Eg er bara ekki tilbú- inn að svara. Sveinbjörn: Ég var trúlofaður Texti og myndir: Kristín Ólafsdóttir og Baldur Benediktsson. einu var farið að nudda á mér bak- ið. Ég hélt fyrst að þetta væri bara Bjössi að gera at í mér. Höndin tók að færast neðar og þá leist mér ekki á og snéri mér við. Þarna var þá komin stelpa sem ég hafði litið til á ballinu. Hún hafði haldið að ég hefði verið að gefa henni merki um að sofa hjá sér, sem ég var síð- ur en svo að gera. Sveinbjörn: Ég man eftir því að eitt sinn komu tvær stelpur í leðurfötum á ball. Þær litu út fyrir að vera mestu píurnar á svæðinu, afskaplega merkilegar með sig. Ég ákvað að sjá hvort eitthvað myndi ganga hjá mér ef ég gæfi þeim auga. Ég blikkaði þær og horði á þær. Það var ekki að sökum að spyrja því fljótlega fóru þær að spjalla og báðu mig að hitta sig eft- ir ball. Ég ætlaði bara að sitja og kjafta við strákana eftir ballið, við gerð- um það oft eftir að allir voru farnir út. En okkur var hent í fangið á stelpunum, því starfsfólk hússins vildi fara heim strax eftir ballið. Við vorum í svefnpokaplássi þarna rétt hjá og stelpurnar slógust í för með mér og Ingvari hljóð- manni áleiðis heim. Á leiðinni vildu þær endilega koma við í kirkjugarðinum, en það leist okkur ekki á. Við áttum síðan í mestu erf- og fór að þukla á mér. Ég var auð- vitað að spila og syngja, algjörlega varnarlaus. Ég varð að gjöra svo vel að hætta að spila og sleit mig lausan. Hún lét hins vegar ekki deigan síga, gekk bara á röðina og reyndi það sama við hina í hljóm- sveitinni. Sveinbjörn: Til að byrja með voru hljóðmennirnir að ýta manni í að nýta þau tækifæri sem gáfust, við í hljómsveitinni vorum hins vegar alls ekki að ýta hvor á annan í þessum efnum. Við reyndum fremur að taka höndum saman um að koma í veg fyrir þetta. Kristján Viðar: Við vorum ör- ugglega stilltasta hljómsveit sem getið er um í íslandssögunni. Við vorum VILLTIR EN STILLTIR. Sveinbjörn: Við lentum í mörgum mjög ágengum konum. Álit mitt á konum minnkaði á tímabiii, en síðan sá ég að þær eru sem betur fer ekki allar svona. Til dæmis er núverandi kona mín eini kvenmaðurinn sem ég hef virkilega þurft að ganga á eftir. Það var gaman, mjög gaman. Ég klifraði upp á svalir um nætur með jarðar- ber og Camembert! Einkalíf og eiginhandaráritanir - Einkalíf, hvernig er það fyrir þekktan Islending? Kristján Viðar: Við höfum náttúrlega haft einkalíf undanfarin ár. Sveinbjörn: Það var á tímabili ótrúlega lítið, þá var þetta eigin- handaráritunaræði. Það var hringt svo mikið heim að maður fékk sér leyninúmer, en það lak fljótlega út. Ég þurfti að skipta um ieyninúmer fimm sinnum á einum mánuði. Við lentum allir í vandræðum með símanúmerin. Kristján Viðar: Við fengum fullt af aðdáendabréfum og lásum sum þeirra upp á æfingum. Sveinbjörn: Það skeði líka margt skemmtilegt. Með okkur voru margir rótarar sem unnu fyrir ánægjuna, bara til að vera með, og þeir gerðu okkur rosalega mikið gagn. Maður kynntist hinu ótrúleg- asta fólki. Kristján Viðar: Ég man sér- staklega eftir einu fjölmennu balli þar sem gæslan var í lágmarki. Sveinbjörn: Það pirraði mig verulega að strákur óð um sviðið með leikfangabyssu og miðaði henni á okkur. Svo fylltist mælir- inn þegar dama labbaði yfir hljóðeffekt-pedalana mína og rúst- aði spilamennskunni hjá mér. Ég var orðinn svo þreyttur á þessu fólki sem var æðandi út urn allt svið, að ég greip vesalings leik- fangabyssudrenginn og henti hon- um niður af sviðinu. Hann lenti illa á andlitinu og mér leist ekki á blik- una. Hann steig á fætur blóðugur í framan, en vinir hans, höfðinu hærri en ég og miklir að vöxtum, komu upp á svið. Ég verð að viður- kenna það að ég varð ofboðslega hræddur, en einhverra hluta vegna létu þeir ekki verða af því að berja mig. Strákurinn sem ég kastaði niður af sviðinu fór hins vegar á spítala og var þar saumaður. Hann kom síðan aftur á ballið og síðar tókst með okkur góður kunnings- skapur. Hann kom eftir þetta reglu- lega á böll með okkur. 28 vinsæl lög - Hvað hétu plöturnar sem þið gáf- tið út? Sveinbjörn: Dúbl í horn, Blátt blóð, Sviðsmynd og Blautir draumar, auk einnar 12 tommu plötu og laga á safnplötum. Við áttum mörg vinsæl lög, ein 28 stykki og það þykir nokkuð gott á ekki lengri tíma. - Afhverju hœttuð þið? Sveinbjörn: Það var komin lægð bæði innan hljómsveitarinnar og utan. Við vorum búnir að spila og gera svo ntikið á þessum litla markaði. Kristján Viðar: Við vorum ekki nógu duglegir að semja nýja tónlist. Það er miklu erfiðara að fylgja hlutunum eftir og lifa af tón- list hér, heldur en fyrir þá sem „meika" það úti. Við lifðum á þessu í þrjú og hálft ár án þess að vinna við nokkuð annað. - Hver átti htigmyndina að því að þið kœmtið aftur saman í sum- ar? Kristján Viðar: Það voru Radíusbræður. Þetta hafði verið rætt áður, við spiluðum á Gauki á Stöng fyrir hálfu öðru ári og þar var alveg troðfullt og löng biðröð. Þá kviknaði í okkur og þegar Radíusbræður komu að máli við okkur ákváðum við að það væri nú eða aldrei. - Hvað œfðuð þið lengi fyrir þetta sumar? Kristján Viðar: Þrjár vikur. Sumir okkar höfðu vart snert á hljóðfærum í fimm ár. Sveinbjörn: Ég hef að vísu ver- ið að spila sem trúbador síðan við hættum. í rauninni er ég miklu betri í dag en ég var með Greifun- um. - Hvar hefurðu verið að spila? Sveinbjörn: Aðallega í Kefla- vík, á Vesttjörðum, á Fógetanum í Reykjavík og Ásláki í Mosfellsbæ. Eins og áður segir eru Greifarn- ir að spila um þessa helgi í Vest- mannaeyjum. Eftir því sem næst verður komist er ekki á dagskrá þeirra að koma norður í land síðar í suntar, en maður veit þó aldrei. En eitt er víst; það verður eng- inn svikinn af því að fara á bab með Greifunum. Af ballinu á Hótel íslandi þann 16. júní sl. að dæma hafa Greifarnir engu gleymt og því síður áhangendur þeirra frá árum áður. I"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.