Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 15. júlí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), UÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENTHF. Þegar allir ætla að græða á því sama Eitt af þjóðareinkennum íslendinga er að ef að einn finnur upp á að gera eitthvað öðruvísi og sem vekur eftirtekt, hvort sem er í atvinnumálum eða einhverju öðru, þarf næsti maður að prófa það líka. Þetta er sama lögmálið og gildir um kýrnar; þegar ein pissar verður þeirri næstu undir eins brátt. Um þetta eru mýmörg dæmi. Við bindum miklar vonir við ferðaþjónustuna og það ekki að ástæðulausu. Sé rétt á málum haldið eigum við að geta gert okkur góðan mat úr þessari vaxandi at- vinnugrein. Hún er vinnuaflsfrek og gefur drjúgan skilding í kassa þjóðarbúsins. Hins vegar er ekki sama hvernig staðið er að málum. Það virðist því miður vera svo að ferðaþjónustuaðilar eru margir hverjir að hjakka í sama farinu, berjast á sama afþreyingarmarkaðnum og bítast þar með um sömu ferðamennina. Gott dæmi um þetta eru hesta- leigur sem eru orðnar mjög víða og þeim fjölgar með hverju árinu. Nú skal það auðvitað viðurkennt að hestaferðir eru einstök upplifun fyrir erlenda jafnt sem innlenda ferða- menn, ekki skal gert lítið úr því. Hins vegar verða menn að gæta sín á að ofgera ekki markaðnum. Án þess að hægt sé að fullyrða neitt um hvaða stefna sé farsælust varðandi framboð á afþreyingu fyrir ferðafólk, þá má ætla að númer eitt, tvö og þrjú sé að hverju byggðarlagi sé mörkuð sérstaða í þessum efn- um. Vel hefur til dæmis tekist á Siglufirði þar sem áhersla hefur verið lögð á órjúfanleg tengsl síldarinnar og Siglufjarðar í gegnum tíðina. Þessi tími er skemmti- lega rammaður inn með síldarsöltun í réttu umhverfi, nokkuð sem vekur athygli ferðafólks og hefur komið Siglufirði svo rækilega á kortið að Síldarævintýrið um verslunarmannahelgina er orðið fjölmennasta útihátíð landsins. Og ekki síður hefur vel tekist til á Hofsósi þar sem gömul uppgerð hús virka sem segull á ferðafólk. Á þessum vettvangi hefur oft verið lögð áhersla á gildi afþreyingar fyrir ferðafólk og sem betur fer virðast forystumenn ferðamála í landinu vera á sama máli. Hins vegar er vert að vara menn við að fara ekki of geyst í þessum efnum. Það geta ekki allir grætt á því sama. I U PPAHALDI mitt líf er endalaust frí“ Anm Richardsdóttir er í uppáhaldi í dag, enda ástœða til, því hún er að fara að gifta sig í dag. Eún œtlar sér að gera unnusta sinn að heiðvirðum manni, en hann heitir Wolfgang Frosti Sahr. Saman eiga þau tvö börn, þriggja ára og níu mánaða. Þau búa á Marbakka á Svalbarðs- strönd. Anna fór til Kölmr í Þýskalandi árið 1980 þar sem hún mm íþróttafrœði. Þar kynntist hún til- vonandi eiginmanni sínum, ogflutt- ist ham heim til íslands 1985 til að kynnast landi og þjóð upp á eigin spýtur og Anm kom ári síðar. Anna er ekki eingöngu íþróttajrœð- ingur, hún er líka menntaður spumdanskenmri og dansari, en hennar aðalstarf, í það minnsta yfir vetrarmánuðim er við íþrótta- kennslu. Brúðkaup Önnu og Wolfgangs fer fram undir berum himni, sem er ekki algengt á Fróni, í Koti í Kota- byggð á Svalbarðsströnd. Anm segir að það sé hefð fyrir því að halda upp á stóráfanga á staðnum; meðal anmrs hafi systir henmr giftsigþar. Hvaða maíur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Grænmetisréttir sem ég elda sjálf. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Mér finnst engin heimilisstörf skemmtileg, en leiðinlegast er að vaska upp, enda á ég uppþvotta- vél. Anna Richardsdóttir. Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrcekt? Já, ég kenni leikfimi á vetuma. Svo tek ég tamir þegar ég er aó fara að sýna dans og kem mér í form. Þá æfi ég daglega hvar sem ég kemst inn í sal. Ert þú í einhvetjum klúbbi eðafé- lagasamtökum? Nei. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Uppeldi, Mjólkurpóstinn, það er blað sem áhugahópur um brjósta- gjöf í Kópavogi gefur ót, og danstímaritið Contact Quarterly. Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? Nokkrar, ýmsar bamabækur. I hvaða stjómumerki ert þú? Ég er vog. Hvaða fdjómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Akurdjass er uppáhalds hljóm- svcitin, en tónlistarmaðurinn er Wolfgang Frosti saxafónleikari, sem ég þoli ekki þegar hann æfir sig heima hjá sér, en er mjög skemmtilegur á tónleikum, og svo Ragga Gísla. Uppáhaldsíþróttamaður? Ómar Ámason, sundmaður. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Sakamálaþætti. A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? Ingibjörgu Sólrúnu. Hver er að þínu matifegursti staður áíslandi? Kot í Kotabyggð. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Á einhverrri eyju, langt, langt ! burtu frá öllum bróðkaupsundir- bóningi. Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? Mig vantar svo garðskór. Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þínum? Úti með fjölskyldunni. Ætlarðu að fara í sumarfrí? Ætli ég fari ekki í vikuferðalag með fjölskyldunni um ísland. Annars er allt mitt líf endalaust frí. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Gifta mig og sofa síðan ót á sunnudagsmorguninn. Ég hlakka mest til þess í sambandi við gift- inguna, því ungt par ætlar að taka bömin um morguninn og við munum eiga brúðkaupsmorgun í stað brúðkaupsnætur. shv BAKÞAN KAR KRISTINN C. JÓHANNSSON Um skuldasöfiiun og skattheimtu ríkis og sveitarfélaga Þegar aóra snjóa leysti í vor var kartöfiugarðurinn minn enn undir jökli sem myndast hafói eftir ítrekaðar hreinsunaraögerðir á heimreiðinni héma. Þessi sérstaki kartöfiugaróur hefur eins og þið kannski munió skipað veglegan sess í bakþönkum undanfarinna ára og oft til hans vitnað þegar vel heppnaður garðbúskapur hefur veriö færður í tal. Hann hefur þó valdið eiganda sínum æmum áhyggjum og oft verió tvísýnt um uppskeru kartaflna vegna stríórar ásóknar annars gróðurs í þetta kjörlendi. Nú brá sem sagt svo vió í vor að hann kom ekki undan fargi fyrr en komið var fram í júní. Ég fylgdist með vorkomunni í garðinum meó eftirvæntingu og spenningi og vonaði satt að segja hálfpartinn að jökullinn entist nógu lengi til þess að ég gæti sagt sem svo við gesti og gangandi að það væri honum að kenna að ég setti ekki nióur kartöfiur 5 ár. Hann hvarf að lokum helst til snemma að vísu en þá hugkvæmd- ist mér að upplýsa frú Guðbjörgu um aö enn væri garðurinn svo blautur að tilgangslaust væri að setja niður. Þá afsökun notaöi ég fram undir þjóóhátíðardag og að honum liðnum var auðvelt að sannfæra yfirvöld hér um að eng- inn færi að ganga í vorverk á miðju sumri og þegar dag færi brátt að stytta aftur og senn lióió aó hausti og uppskemtíð í eðlilegu árferði. Samkomulag varð því um að kenna tíðarfari um uppskeru- laust haust í ár. Ég undi því vel. Þessi kartöflubóndi situr nú og horfir yfir akur sinn. Það er ekki sjón að sjá hann, akurinn. Þar sem kartöfiugrös háðu áður harða bar- áttu vió innrásarlið arfa og njóla er nú friðsamt yfir að sjá og illgresið blómstrar kyrrt á sinni rót og af- skiptalaust og í friði fyrir útrým- ingaröfium. Hann fellur orðið lag- lega inn í landslagið núna, kart- öflugarðurinn, og engan grunar sem yfir lítur að þar hafi nokkum tíma ætilegt eða nýtilegt verið að finna. Þar sem friður ríkir hér á landareigninni milli mín og arfans hefi ég í auknum mæli getað snúið mér að öðmm nýtum störfum til fegmnar í umhverfinu. Garösláttu- vélin á nú hug minn allan. Ég slæ með henni. Hún er vond í gang. Þaó er á henni spotti sem í á að kippa snöggt og fast og oft. Þegar sláttur hefst hjá mér byrja ég að kippa í spottann snemma dags eft- ir að ég er búinn að fylla vélina af bensíni. Ég hvíli mig á spottanum eftir svo sem klukkutíma og fæ mér kaffi og vindil til slökunar og set hægri hendina í fatla á meðan enda hún þá farin að lafa af þreytu. Undir hádegi kemur oft fyrir að vélin hrekkur í gang og sláttur hefst. Við spásserum um dagsláttuna, ég oftast á eftir en hún á undan, vélin. Það snörlar stundum í henni og koma úr henni köfnunarhljóð ýmiss konar en ég svitna og kólna á víxl af spenn- ingi. Það segir sig sjálft að þegar ég er búinn að eyða hálfum degin- um í að koma vélinni í gang að þá læt ég hana urr, aö ákveða hve lengi hún er svoleiðis og hve lengi við stöndum við slátt hverju sinni. Þegar vel liggur á henni hættir hún ekki fyrr en bensínið er búió. Þá er ekki stingandi strá eftir á lóðinni enda er ég þá búinn að slá suma hluta tvisvar en aðra þrisvar eða oftar. Allt orðiö nagað í rót. Varla að græna slikju slái á þar sem áður var glóandi grænt og grösugt. Onefndur einstaklingur beinir því stundum að mér að ekki séu þetta gáfulegir búskaparhættir en ég læt slíkar úrtölur sem vind um eyru þjóta og held mínu striki, knúinn áfram af gang-trufiaóri, skynlausri sláttuvél. Lýkur hér aö segja frá fjármál- um ríkis og sveitarfélaga á Islandi nú um stundir, sjóðir að kafna í skuldaflækju en slegið og skatt- pínt allt um kring. Þaö verður þessum fyrrum kartöflubónda ef til vill til bjargar ef í haróbakka slær að hér undir vegg vex dugmikil ætihvönn án nokkurrar aðstoöar eða dekurs af hans hálfu. „Þessi kraftmikla jurt hefur styrkjandi, vindeyðandi, svitaleiðandi, ormdrepandi, upp- leysandi, forrotnun mótstandandi og blóðhreinsandi kraft. Hún er því góð í móti matarólyst, vindum í þörmum, innvortis tökum, gulu, hósta, skyrbjúgi, stöðnuóu tíóa- blóói og mótstendur drepsóttum. Það er haldið besta meöal að tyggja þurrkaða hvannarót þá næmar sóttir ganga. Til manneldis má rótina brúka, er hún munntöm fæða með fiski og nýju smjöri og hún er og besta sælgæti bituó og selltuó með sykri.“ Það er ekki ónýtt að eiga slíkan bakhjarl þegar uppskera annarra ávaxta bregst og aö geta þá gripið til rótargrefilsins að ná sér í hvannarót til næringar. Vænt væri ef fleiri ættu fjársjóð undir vegg að grípa til ef illa vor- ar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.