Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. júlí 1995 - DAGUR - 5 KVl KMYNDI R S/EVAR HREIÐARSSON Borgarbíó sýnir: Snillinginn Appolo enn á toppnum ‘ýjasta stórverk Tom Hanks gerir það gott í bíóhúsum í Bandaríkjunum og um síð- ustu helgi hélt myndin toppsætinu yfir mest sóttu myndirnar. Rúmar 19 milljónir dollara bættust í kass- ann á annarri sýningarhelgi og hef- ur myndin nú fengið 65,5 milljónir af þeim 175 sem stefnan var sett á. Myndin Species var frumsýnd og komst upp í annað sætið þegar um 17 milljónir dollara skiluðu sér frá áhorfendum fyrstu sýningarhelgina og kom það nokkuð á óvart. Þar fara Ben Kingsley, Forest Whita- ker og Michael Madsen með aðal- hlutverkin en það er þó tvítug kanadísk fyrirsæta sem stelur sen- unni. Hún heitir Natasha Henstr- idge og leikur stúlku sem búin hef- ur verið til á rannsóknarstofu og er sambland af mannveru og geim- veru. Hún sleppur frá skapara sín- um og reynir ákaft að vera frjósöm og fjölga sér. Natasha hefur þegar verið ráðin til að gera aðra mynd, spennutryliinn Adrenaline, sem sýndur verður á næsta ári. í þriðja sæti í miðasölunni var teiknimyndin Pocahontas þar sem Mel Gibson lánar rödd sína og í fjórða sæti var myndin First Knight, sem frumsýnd var um helgina. Sean Connery, Richard Gere og Julia Ormond eru í aðal- hlutverkum í þessari rómantísku miðaldamynd. í fimmta sæti er Batman Forever sem sýnd hefur verið í fjórar vikur en hún verður frumsýnd með prompi og prakt í Borgarbíói í næstu viku. Um næstu helgi verða tvær at- hyglisverðar myndir frumsýndar vestan hafs en það eru Clueless með Alicia Silverstone í aðalhlut- verki og Under Siege 2: Dark Ter- ritory, nýjasta mynd Steven Seagal. orgarbíó sýnir um þessar .rnundir myndina IQ eða Snillingurinn. Hér er á ferð- inni rómantísk gamanmynd af bestu gerð þar sem Albert Einstein (Walter Matthau) er í lykilhlut- verki. Myndin gerist árið 1955 og segir frá tilraunum gáfnaljóssins Einstein til að kveikja ástarblossa milli frænku sinnar, Catherine (Meg Ryan), og bflvirkjans Ed (Tim Robbins). Catherine er glæsi- leg og óeðlilega vitur námsmey á meðan Ed er myndarlegur, einfald- ur og óslípaður almúgamaður. Ed fellur fyrir hinni undurfögru og bráðgáfuðu Catherine og er yfir sig ástfanginn en það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Catherine er trúlofuð vísindamanninum ógeðfellda Jam- es Moreland (Stephen Fry). Með hjálp Einstein tekst Ed að sannfæra Catherine að hann sé mikill fræði- maður og fellur hún þá kylliflöt. Meg Ryan og Tim Robbins fara á kostum í þessari mynd enda eru þau bæði leikarar í fremsta flokki. Meg Ryan (heitir reyndar Margaret Mary Emily Anne Hyra) byrjaði ung að leika jafnframt því sem hún nam fjölmiðlafræði við New York háskóla. Hún hóf leikferilinn í myndinni Rich and Famous og síð- an eru komnar 22 myndir í sarpinn. Þar á meðal eru myndirnar Top Gun, Innerspace, D.O.A., The Presidio, Joe Versus the Volcano, The Doors, Prelude to a Kiss, Flesh and Bone og When a Man Loves a Woman. Mesta athygli vakti þó leikur hennar í When Harry Met Sally þar sem hún sýndi snilli sína í að gera sér upp fullnægingu. Hún komst í stjörnu- flokk með leik sínum í myndinni Sleepless in Seattle og er nú ein sú eftirsóttasta í Hollywood. Eftir að hún lék í IQ tóku við myndirnar Restoration á móti Hugh Grant og Robert Downey Jr. og French Kiss þar sem hún leikur á móti Kevin Kline og Timothy Hutton. Eddy Murphy eins og hann lítur út í myndinni The Nutty Professor. Murphy í stóru hlutverki Natasha Henstridge er í stóru hlut- verki í myndinni Species og henni er spáö bjartri framtíð. rínistinn Eddie Murphy hef- »ur í nógu að snúast þessa dagana og hefur stefnan ver- ið sett á toppinn í kvikmynda- heiminum á nýjan leik. Þessa dag- ana standa yfir tökur á myndinni The Nutty Professor og þar er Murphy í heldur óvenjulegu hlut- verki. Murphy leikur spikfeitan fræði- mann og fyllir vel út í hvíta tjald- ið. Hann hefur verið gagnrýndur í gegnum tíðina fyrir að vera fastur í sama hlutverkinu í flestum myndum sínum en nú er breyting þar á. Murphy klæðist ?? kílóa „fitugalla" og það tekur hann sex klukkutíma á hverjum degi að komast í gervið. Þetta hefur reynst Murphy erfitt og þegar hann klæddist „spikinu" í fyrsta sinn munaði minnstu að hann félli í yfirlið í hitanum í Hollywood. Næsta mynd kappans kallast Sandblast og mun hann þar reyna fyrir sér í hasarmynd í fyrsta sinn. Þar er Murphy í hlutverki sprengjusérfræðings sem telur sig vera að vinna fyrir herinn en kemst síðar að því að kúnnamir eru óforskammaðir krimmar sem nota sér sakieysi hans. Tökur hefj- ast í nóvember en í mars á næsta ári tekur við gamanmyndin Metro, þar sem hann snýr aftur í iöggu- hlutverkið enn á ný. Þar leikur hann sérfræðing lögreglunnar í samningaviðræðum við mannræn- ingja. Emmy-verðlauna leikstjór- inn Thomas Carter hefur verið fenginn til að leikstýra myndinni. Tomas fékk Emmy verðlaunin fyrir að stýra sjónvarpsþáttunum Equal Justice, sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Hann er einnig maðurinn á bak við þættina Hill Street Blues, sem nutu mikilla vinsælda fyrir örfáum árum. Borgarbíó sýnir While You Were Sleeping: Hver er þessi Pullman? ill Pullman fer með annað I aðalhlutverkið í myndinni While You Were Sleeping, sem nú er sýnd í Borgarbíói. Flestir kannast við andlitið þegar þeir sjá hann þó svo að fæstir viti hver hann er. Bill Pullman hefur oftast farið með aukahlutverk í þeim myndum sem hann hefur leikið í og jafnan fengið hlutverk ólánssama og þjakaða náungans. Hann á 26 myndir að baki, allt frá því hann lék í Ruthless People árið 1986 til While You Were Sleeping. Þar á meðal eru myndirnar Spaceballs, Singles, A League Of Their Own, Sommersby, Sleepless in Seattle, Mr. Jones, Malice, Wyatt Earp og The Last Seduction. Nú er honum loks treyst fyrir aðalhlutverkunum og hefur tekist vel upp. Hann fer með stórt hlut- verk í myndinni Casper, sem nýt- ur mikilla vinsælda og var tíunda best sótta myndin í Bandaríkjun- um um síðustu helgi eftir 7 vikur í sýningu. Næst leikur hann á móti Bill Pullman kann vel viö sig í aðal- hlutverki. sjónvarpsstjörnunni Ellen DeGen- eres í hennar fyrstu kvikmynd, Mr. Wrong, og því næst tekur við myndin Independence Day þar sem hann leikur á móti Jeff Gold- blum og Will Smith. Þar er á ferð- inni kostnaðarsöm framtíðannynd sem ætlað er að verði sumarsmell- urinn næsta sumar og er áætlað að myndin verði frumsýnd á þjóðhá- tíðardag Bandaríkjanna næsta su.mar, 4. júlí. Pullman verður í hlutverki forseta Bandaríkjanna í þeirri mynd. f Kvikmynda- punktar Enn bætist á kostnaðinn við Waterworld, nýjustu mynd Kevin Costner. Stéttarfélag kvikmyndagerðamanna hefur úrskurðað að hver og einn starfsmaður myndarinnar eigi að fá 2000 krónur fyrir öll þau skipti sem matartími tafðist um korter. Samtals þurfa framleið- endumir að borga 155 milljón- ir króna aukalega vegna þessa. Verkið er nú lang dýrasta kvik- mynd sem framleidd hefur ver- ið og má segja að þetta hafi verið sem dropi í hafið í þeim mikla kostnaði. & Michael Jackson hefur hug á að einbeita sér að leik- listinni. Hann hefur nú skipt um umboðsaðila sem mun eingöngu sjá um kvikmynda- feril hans. Það er kannski ekki nema von því fyrrum umboðs- skrifstofa hans nældi aldrei I safarík hlutverk handa honurn. Eitt af því sem honum bauðst var mynd sem kallaðist Red Hot og ijallaði um kappakst- ursbfl sem breyttist í mannveru í þeim göfuga tilgangi að hjálpa litlu sveitarþorpi í bar- áttunni við kölska. Johnny Depp er kaldur karl. Hann leikur nú í mynd- inni Nick of Time, þar sem hann mun reyna fyrir sér í hetjuhlutverkinu í spennutrylli. Depp vill hafa smá spennu í þessu og bað ffamleiðendur myndarinnar um að fá að leika í nokkrum áhættuatriðum sjálf- ur. Fyrsta verk hans var að stökkva ffam af þaki Westin Bonaventure hótelsins í Los Angeles. Stökkið tókst vel enda ekki nema sex hæða fall og Depp fékk mjúka lendingu á stórum loftpúða. Pierce Brosnan kann vel við sig í hlutverki Bond, James Bond. Framleiðendum mynd- arinnar Goldeneye, sem er fyrsta Bond-mynd Brosnan, voru yftr sig ánægðir og hafa þegar boðið honum að leika í næstu tveimur Bond-myndunt. Hann fær 7,5 milljón dollara fyrir næstu mynd og 10 millj- ónir fyrir þá þriðju. Emilio Estevez mun leikstýra föður sínum, Martin Sheen, og Kathy Bates f mynd- inni The War At Horne. Mynd- in segir frá baráttu foreldra við son sinn og vankanta hans þeg- ar stráksi snýr heim úr Víet- nam-stríðinu. Sjálfur fer Este- vez með hlutverk sonarins auk þess að leikstýra. Myndin mun kosta um 300 milljónir króna í framleiðslu og segist Estevez vera „í senn spenntur og hræddur" við að leikstýra föð- ur sínum. ☆ Myndin Forrest Gump fór sigurför hvar sem hún var sýnd ef undan er skilið eitt land því þessi farsæla mynd þótti algjörlega misheppnuð í Kína. Myndin, sem halaði inn nteira en 600 milljónir dala f aðgangseyri á Vesturlöndum, hefur verið sýnd í nær tómum kvikmyndahúsum í Beijing og Shanghai að undanfömu. Kín- verjar hafa gert samning um að sýna vestrænar stórmyndir og Forrest Gump var ein af fjórum sem sýndar hafa verið á þessu ári. Hinar eru Rumble in the Bronx, True Lies og bama- myndin The Lion King. Sú síð- astnefnda var ffumsýnd fyrr í þessum mánuði og er búist við að hún fái góðar viðtökur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.