Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 15. júlí 1995 Greifarnir voru ein vinsœlasta hljómsveit áranna 1986-1990. Nýverið var hljómsveitin endurvakin. Hún œtlar sér ekki að gefa út nýtt efni, heldur rifja upp gömul og góð lög sem allir kunna og spila þau á nokkrum böllum í sumar, sér og öðrum til skemmtunar. Greifarnir komu fyrstfram á Hótel Islandi þann 16. júní, síðan lá leiðin norður á Húsavík þar sem hljómsveitin skemmti á þjóðhátíðar- daginn. Síðan hafa þeir Greifar troðið upp á Selfossi og í Tunglinu íReykjavík og um þessa helgi skemmta þeir Vestmannaeyingum. Meðlimir Greifanna eru Kristján Viðar Haraldsson, hljómborðsleikari og söngvari, Jón Ingi Valdimarsson, bassaleikari, Sveinbjörn Grétarsson, gítarleik- ari, Gunnar Hrafn Gunnarsson, trommuleikari, og Felix Bergsson, söngvari. I sumar getur Gunnar ekki spilað með þeimfélögum, svo Greifarnir fengu til liðs við sig ungan trommuleikara úr hljómsveitinni Cigarette, Rafn Marteinsson að nafni. Blaðamaður náði tali aftveimur meðlima Greifanna, þeim Kristjáni Viðari og Sveinbirni ogfékk þá til að rifja upp sögu þessarar þekktu og vinsælu hljóm- sveitarfrá Húsavík. Special Treatment - Aður en Greifarnir urðu til hét hljónisveit ykkar Special Treat- ment. Hvert var upphaf þeirrar hljómsveitar? Kristján Viðar: Það er nú ekki stutt saga. Eg man fyrst eftir því þegar ég var 12 ára og reyndi að fá Jón Inga til liðs við mig. Við vor- um báðir búnir að læra á píanó. Jóni Inga fannst hugmyndin um stofnun hljómsveitar alveg út í hött. Við ræddum hana síðan aftur þegar við vorum orðnir 17 ára og byrjuðum þá að vinna saman; ég, Jón Ingi og Bjössi (Sveinbjörn - innsk. blaðam.), en okkur vantaði trommara. Við vorum svo lélegir að við gátum eiginlega bara spilað okkar eigin lög. Ekki rétt, Bjössi? Sveinbjörn: Það var með Greifana eins og U2 og REM, við vorum allir of lélegir til að taka önnur lög svo við neyddust til að semja sjálfir. „Draumadrottningin" var fyrsta lagið. Kristján Viðar: Nei, var það ekki „Feeling like I’m wasting my time“? Við vorum komnir til Reykja- víkur tii að læra og við Jón Ingi sátum sem oftar í eldhúsinu hjá systur hans að byggja einhverjar skýjaborgir um það að við ætluð- um að verða frægir og slá í gegn. Þá sagði hún: „Strákar, ég nenni ekki að hlusta á ykkur, þið eruð alltaf að byggja einhverjar skýja- borgir, það verður aldrei neitt úr þessu hjá ykkur.“ Þetta fékk á okkur og við bitum það í okkur að fara að gera eitt- hvað í þessu. - Af hverju nafnið Special Tre- atment? Kristján Viðar: Þetta var nátt- úrlega einstök tilfinning. Sveinbjörn: A þessum tíma voru allir dægurlagatextar á ensku. Við bjuggust auðvitað við að slá strax í gegn úti í hinum stóra heimi. Kristján Viðar: Við vorum að hugsa um að skrifa til Paul McCartney vegna þess að okkur vantaði pening fyrir hljóðfærum og hann munaði ekkert um að lána okkur. Við vorum svo miklir bítla- aðdáendur. Sveinbjörn: Kannski hefði hann verið til í það ef við hefðum beðið fallega? Kristján Viðar: Ég veit ekki, þetta var eitt af því sem ekkert varð úr. Sveinbjörn: Nú, svo við höld- um áfram. Frændi Jóns Inga átti bassa, þess vegna ákvað hann að byrja að spila á bassa því að Viddi (Kristján Viðar - innsk. blaðam.) var betri á píanó. Jón Ingi kunni ekkert á gítar og trommusett var hvergi til. Bassinn var til staðar, en Jón Ingi vissi ekki einu sinni hvernig hann átti að snúa. Kristján Viðar: Þú manst að við keyptum svo trommusettið. Sveinbjörn: Já, það var yndis- legt. Við keyptum þetta sett í Kvistási í Kelduhverfi. Þar var hljómsveit sem hét Krummar. Sett- ið fannst sem sagt uppi á háalofti og við drógum það heim. Þetta var hvítt trommusett, merkilegur grip- ur. Inni í því voru dagblöð frá því um 1940. Við tróðum síðan upp í hljóm- sveitakeppninni í Atlavík árið 1984. Það eina sem okkur vantaði var trommari. Við reyndum vini og kunningja, en enginn gat spilað svona einn, tveir og þrír. Svo rétt fyrir verslunarmannahelgina feng- um við „professional“ trommuleik- Greifarnir frá Húsavík, sem spila á nokkrum dansleikjum í sumar, ri§a upp ýmislegt frá gömlu góöu árunum: Grundvallar- atríði að vera ekki á föstu þegar maður slær í gegn ara, eða þannig, úr dauðarokk- hljómsveit á Húsavík. Við komumst ekki í úrslit hljómsveitakeppninnar þetta árið, enda stóðum við eins og við vær- um með þursabit í bakinu, alveg skelfingu lostnir á svip.. Organdi grænt Volkswagenhúdd Kristján Viðar: Við sátum þarna í grasinu og biðum eftir því að koma fram. Allir nema Gunni (Gunnar Hrafn - innsk. blaðam.) voru að deyja úr stressi. Þegar síðan kom að því að við stigum á sviðið höfð- um við náð bærilegri heilsu, en þá vildi svo til að Gunni var orðinn náhvítur af skelfingu. Eftir þetta spiluðum við á tón- leikum í Húsavíkurbíói. Þar kom strax fram hin frumlega markaðs- setning sem síðar átti eftir að skila sér. Það var saumuð þriggja metra stór blúndubrók sem var merkt hljómsveitinni og Volkswagen- húdd var málað alveg organdi grænt í auglýsingaskyni. Þetta hafði þau áhrif að húsfyllir varð á tónleikunum. Veturinn 1984-1985 vorum við allir komnir í Fjölbraut í Ármúla nema Gunni og vorum þar eins- konar skólahljómsveit. Meðal ann- ars komum við fram í Háskólabíói. Ég man vel eftir því að þegar við vorum tilbúnir að koma fram og tjöldin voru dregin frá, þá fóru hljóðnemarnir og allt tilheyrandi með tjöldunum. Skruðningarnir voru ógurlegir. Sigurinn í Músíktilraunum Sveinbjörn: Við tókum svo þátt í Músíktilraunum 1985. Hljómsveit- in Gypsy vann þá keppni og við lentum í öðru sæti. Sama ár urðum við í öðru sæti í Atiavík, á eftir Skriðjöklum. Við bjuggum okkur vel undir Músíktilraunir 1986 og höfðum þá ákveðið að breyta hljómsveitinni. Allir textar voru á íslensku og við breyttum nafni sveitarinnar í „Greifarnir“. Dæmið gekk upp og við unnum Músíktilraunir. Áður höfðum við reyndar gengið frá plötusamningi og sigurinn kom því á réttum tíma. Við vorum líka bún- ir að gera sjónvarpsþáttinn „Rokk- arnir geta ekki þagnað“ áður en við við unnum Músíktilraunir, reyndar vorum við að taka þáttinn upp sama kvöld og keppnin fór fram og mættum fyrir vikið of seint. Við ruddumst inn á sviðið með látum og Felix datt í fangið á Vidda með látum. Kristján Viðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.