Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. júlí 1995 - DAGUR - 15 UTAN LANPSTEINANNA 5ÆVAR HREIPAR5SON 4iu David Hasselhoff fer fyrir ein- vala liði leikara. Fyrir afían hann standa Frank Marino og Angie Harmon og á innfelldu myndinni cru klæðskiptingarnir tveir. tver Hver er þessi tæfulega gella sem klæðist svörtu fremst á myndinni? Þetta er í raun David Hasselhoff, framleiðandi og að eigin áliti aðalstjama strandvarðanna í Baywatch. Hann lék gestahlutverk í þáttunum Baywatch Nights, sem eru af- sprengi upphaflegu Baywatch-þáttanna, þar sem hann var í hlutverki klæðskipt- ings. Asamt honum er annar klæðskipt- ingur, Frank Marino og Angie Harmon, sem fer með eitt aðalhlutverkið í nýju þáttunum. Hasselhoff á miklum vin- sældum að fagna víða um heim og þá sérstaklega í Þýskalandi. Þar er hann ekki einungis sjónvarpsstjarna heldur vinsæll tónlistarmaður einnig. Hann segist vera afburðamaður á þeim vett- vangi einnig en geislaplata hans, Look- ing for freedom, sem var í átta vikur í efsta sæti vinsældalista í Þýskalandi, hefur ekki verið vel tekið í Bandaríkjun- um. Hasselhoff heldur því fram að vin- sældir hans í Bay watch aftri honum í aó ná langt á vinsældalistum í heimalandi sínu. Þú getur farið í fangelsi sakaður um morð og nælt í plötusamning og slegið í gegn. En ef þú ert leikari getur þú gleymt því, er haft eftir Hasselhoff, súrum í bragði. (”7Ömul Söng- og leikkonan Madonna hef- ur þótt nokkuð laus í rásinni og hefur átt í ástarsambandi við fjölda fólks á undanförnum árum, jafnt konur sem karla. Persónu- legri aöstoðarkonu hennar og ást- konu til margra ára, Ingrid Cas- aras, brá illilega í brún fyrir skömmu þcgar hún fór meö Mad- upp onnu og fyrrum eiginmanni henn- ar, Sean Penn, á matsölustað í New York. Ingrid skrapp á snyrt- inguna í smá stund og þegar hún snéri aftur voru Madonna og Penn önnum kafin við að rifja upp fyrri kynni á mjög opinskáan hátt. Þótt Ingrid væri ýmsu vön í sambandi sínu við Madonnu er óhætt aö segja að hún hafi ekki tekið því vel að sjá þau kyssast og kela á al- mannafæri og hún öskraði á Madonnu í reiði sinni. Söngkonan svaraói í sömu mynt og Ingrid stormaði út í fússi. Madonna tók því ekki alvarlega og hélt áfram þar sem frá var horfrð meó Penn. Hann er nú giftur leikkonunni Robin Wright, sem best er þekkt fyrir að fara með hlutverk vinkonu Forrest Gump. Wright er um þess- ar mundir stödd á Irlandi við tökur á myndinni Moll Flanders, sem er endurgerö myndarinnar The Am- orous Adventures of Moll Fland- ers frá árinu 1965 og fjallar um lostafulla konu á Englandi á 19. öldinni. Þar er hún í aðalhlutverki á móti Morgan Freeman. Madonna hefur aldrci verið fcimin á almannafæri. Madonna og Ingrid notuðust ^ við blástursaðferðina þcgar ^ þessari mynd var smellt af. Sean Penn er í hópi þeirra fjörug- ustu í Holiywood og hann kann vel við fyrrum ciginkonu. Halle Berry fékk að kcnna á því þegar hún neitaði að borga lcigubílstjóra í Sidney. á ocj Fegurðardísin Halle Berry gengur nú um meó stórt og myndarlegt glóðaratiga eftir að hafa lent í úti- stöðum við leigubílstjóra í Sidney í Astralíu. Bcrry, sem hefur verið við tökur á ævintýramyndinni Race the Sun ásamt Jim Belushi í Astralíu, sakaði bílstjórann um að taka krók á leið sína til þess að hækka fargjaldið og fór út úr leigubílnum án þess aó borga. Því tók bílstjórinn illa og stökk út á eftir leikkonunni, greip um arm hennar og löðrungaði stúlkuna rækilega. Berry þurfti aðhlynn- m ai°in ingu á spítala en lagði ekki fram kæru þar sem hún vildi ekki dvelja mínútu lengur í Astralíu en nauðsyn krafði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berry fer illa út úr samskiptum sínum við hitt kynið því þegar hún var ung og upp- rennandi stjarna í Hollywood barði ástmaður hennar hana svo illilcga aó hún missti að mestu heyrn á öóru eyra. Hún hefur skýrt frá því að árásarmaðurinn í það skiptið sé virtur maður í kvik- myndabransanum en hún vill ekk- ert gefa upp um hver hann er. hvíti viiip menn qeia tc Áóur hefur verið fjallaö um það á þessum síðum að faóir leikarans Woody Harrelson sé dæmdur moróingi og tugthúslimur til langs tíma. Charles Harrelson komst aftur í fréttimar í síðustu viku þegar hann reyndi að flýja úr fangelsi í Atlanta, þar sem hann afplánar nú lífstíöardóm. Verðir sáu Harrelson, sem orðinn er 56 ára, þar sem hann og tveir aórir fangar nálguðust fangelsismúrinn með stiga sem þeir höfóu byggt úr málaratrönum og öðru lauslegum efnivið úr tómstundarherbergi fanganna. Mennirnir voru hand- samaðir á flóttanum og settir í ein- angrun, þar sem þeir dveljast þar til málið hefur verið rannsakað að fullu. Harrelson var dæmdur áriö 1982 fyrir morðið á dómaranum John H. Wood yngri í Texas þremur árum áður. Woody sonur hans hafði þangað til haft lítil samskipti við föður sinn, sem eitt sinn gortaði sig af því að hafa myrt John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en dró síð- an þá yfirlýsingu til baka. Woody náði sáttum við föður sinn fyrir Woody Harrclson hefur tröllatrú á pabba sinum, morðingjanum Charles Harrelson. nokkrum árum og heimsækir hann reglulega í fangelsið. Hann lýsti föður sínum eitt sinn í viðtali sem: einurn nákvæmasta, best lesna, indælasta manni sem ég hef nokk- urn tíma hitt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.