Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 10
10-DAGUR-Laugardagur 15. júlí 1995 ----------------------------------. í siimar verður okkar stórglæsilega 17 sorta sveitahlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15-18 Frítt í sund og sauna fyrir kaffigesti Verið velkomin Hrafnagili • Sími 463 1400 \_________________________________________________/ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Öldrunarlækningadeild Við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður hafin ný starfsemi í öldrunarþjónustu í haust, en 1. október tek- ur til starfa öldrunarlækningadeild. í fyrstu verður starf- semi deildarinnar staðsett á báðum deildum Kristnes- spítala. Núverandi öldrunardeild breytir um nafn og mun verða hluti af öldrunarlækningadeild. Hlutverk deildarinnar er að veita sérhæfða þjónustu í öldrunar- lækningum, hjúkrun, endurhæfingu og félagsráðgjöf. Einnig að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum, rannsókn- um og kennslu. Markmið öldrunarlækningadeilda er að vera leiðandi afl við að koma á fót nútímalegri öldrun- arþjónustu og fjölbreyttu meðferðarformi. Lögð er áhersla á teymisvinnu. Starfsmenn við þjálfun heyra stjórnunarlega undir endurhæfingadeild en aðrir starís- menn undir öldrunarlækningadeild. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 31. júlí 1995. Ráðið verður í allar stöðurnar 15. september. 1. Verkefnastjóri hjúkrunar. Staðan er 50% og er veitt í eitt ár. Verkefni: Sjá um þátt hjúkrunar í undirbúningsvinnu og fram- kvæmd við stofnun öldrunarlækningadeildar á Kristnesi og vinna í öldrunarlæknisfræðilegu teymi. Við ráðningu verður tekið tillit til faglegrar þekkingar, reynslu og menntunar um- sækjenda. Nánari upplýsingar gefur Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 463 0271. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra. 2. Félagsráðgjafi. Staðan er 75%. Verkefni: Félagsráðgjöf fyrir öldrunarlækningadeild og endur- hæfingardeild FSA. Þekking og reynsla á sviði öldrunarþjónustu, tryggingamála og réttinda fatlaðra eru mikilvæg, auk reynslu í samskiptum við aðstandendur og starfsmenn heilbrigðisstétta. Nánari upplýsingar veita Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldr- unarlækningadeildar og Stefán Ingvason, yfirlæknir endur- hæfingadeildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfirlækni öldrunarlækningadeildar. 3. Sjúkraþjálfari. Staðan er 100%. Verkefni: Stjórn sjúkraþjálfunar á öldrunarlækningadeild. Á FSA eru fyrir 6.5 stöðugildi sjúkraþjálfara. Nánari upplýsingar veita Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálf- ari, í síma 463 0100 og Stefán Ingvason, yfirlæknir endur- hæfingardeildar, í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfirsjúkraþjálfara. 4. Iðjuþjálfi. Staðan er 100%. Verkefni: Stjórn iðjuþjálfunar á öldrunarlækningadeild. Á FSA eru fyrir 2 stöðugildi iðjuþjálfa. Nánari upplýsingar veita Ólöf Leifsdóttir, yfiriðjuþjálfi og Stef- án Ingvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar, í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfiriðjuþjálfa. 5. Aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Staðan er 100%. Verkefni: Aðstoða og vinna með iðjuþjálfa á öldrunarlækn- ingadeild. Reynsla í samskiþtum við sjúklinga nauðsynleg. Starfið er heppilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á námi í iðjuþjálfun. Nánari upplýsingar veita Ólöf Leifsdóttir, yfiriðjuþjálfi og Stef- án Ingvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfiriðjuþjálfa. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tennískennsla í íþrótta húsi Þelamerkurskóla - Luigi Bartolozzi með námskeið eins og undanfarin ár Eins og undanfarin tvö ár mun ítalinn Luigi Bartolozzi vera með tennisnámskeið á Norður- landi í sumar. Nú er hann í sam- starfi við Tennissamband Is- lands og verður með námskeið í íþróttahúsi Þelamerkurskóla frá 25. júlí til 12. ágúst. Auk þess mun Bartolozzi bjóða upp á ókeypis kynningartíma laug- ardaginn 22. júlí og er það ein- stakt tækifæri til að prófa þessa vinsælu íþrótt. Luigi Bartolozzi er menntaður tenniskennari og hefur starfað hjá Tennissambandi Italíu. Hann var með námskeið á eigin vegum á Akureyri fyrir tveimur árum og síðan í samráði við TBA í fyrra. Þá var spilaó á völlum fyrir utan Iþróttahöllina á Akureyri en nú er það svæði undirlagt körfuknatt- leiksvöllum og því hefur nám- skeiðið verið fært í íþróttahús Þelamerkurskóla. Þar hefur hópur fólks spilað tennis í vetur og mun áframhald vera á því næsta vetur. Tennisíþróttin hefur átt fremur erfitt uppdráttar á Akureyri en nú er Tennissambandið komið inn í dæmið og er vilji fyrir að byggja íþróttina upp norðan heiða. Iþrótta- og tómstundarráð Akur- eyrar hefur tekið mál tennisleikara fyrir og lýsir yfir vilja sínum á að koma upp aðstöðu við Iþróttahöll- ina næsta sumar og þar til aðstaóa kemur við Sundlaug Akureyrar. Námskeið Bartolozzi á síðustu tveimur árum hafa verió vinsæl og vel sótt og áhuginn viróist sífellt meiri á íþróttinni. Luigi vonast til þess að sem flestir nýti sér þetta tækifæri að ná tökum á tennis- íþróttinni, sem auk þess að vera frábær hreyfing, er skemmtileg af- þreying. A námskeióin geta komið ungir jafnt sem fullorðnir og eru þau bæði fyrir algera byrjendur og eins þá sem lengra eru komnir eða lært hafa tennis og vilja bæta sig. Boðið er bæði upp á 10 og 5 tíma námskeið á tímabilinu 25. júlí til 12. ágúst. Börn og unglingar frá 8-17 ára verða í hópum 4-6 saman og námskeiðið kostar 4.500 krón- ur. Fullorðnir verða í hópum 4 saman og námskeiðið kostar 6.500 krónur. Bæði tennisspaðar og boltar eru á staðnum og því þarf ekki að kaupa það sérstaklega. Á Þelamörk er góð aðstaða til aö spila tennis og frábær sundað- staóa og að sjálfsögðu er ókeypis í sund eftir hvern tennistíma. Sl. vetur kom hópur tennisspilara saman í íþróttahúsi Þelamerkur- skóla og möguleiki á áframhaldi á því fyrir þá sem áhuga hafa. Laugardaginn 22. júlí veróur ókeypis kynning á tennistímunum hjá Luigi og er fyrsti tíminn kl. 14-15, annar tíminn kl. 15-16 og þriðji tíminn kl. 16-17. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 588-2313 eða 462-4718. Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina Sæludagar verða haldnir í komandi verslunarmannahelgi, Á Sæludögum að þessu sinni Vatnaskógi í Borgarfirði um dagana 4.-7. ágúst. verður margt á döfinni fyrir alla aldurshópa; m.a. kvöidvökur, varðeldur, kappróður á vindsæng- um, koddaslagur úti á vatni, krakkaklúbbar, gönguferðir og ratleikur. Ekki er um aó ræða „lókal“ KFUM-mót. Aðstandendur hátíð- arinnar líta á hátíóina sem framlag út á við og er dagskráin skipulögð í samræmi við það. Undanfarin ár hefur meirihluti gesta tilheyrt þeim hópi sem telur sig ekki vera mjög kirkju- eða trúrækinn. Aðgangseyrir á Sæludaga er kr. 2.700. Börn yngri en 13 ára fá ókeypis svo og 67 ára og eldri. Boðið er upp á fjölskylduafslátt þannig að foreldrar meö unglinga undir 16 ára aldri greiða kr. 6 þús- und fyrir alla fjölskylduna. Aó Sæludögum standa heima- menn í Vatnaskógi, Skógarmenn KFUM, í samvinnu við einstak- linga og hópa innan kirkjunnar. Sæludagamir eru áfengislaus há- tíó. UTBOÐ Stálþil - Krossanesi Hafnarstjórn Akureyrar óskar eftir tilboðum í gerð stálþilsbakka. Verkefnið er fólgið í því að reka 106 m langt stálþil, fylla um 8.000 rúmm. af fyllingarefni og ganga frá þybbum á þili. Verkinu skal lokið eigi síðan er 15. desember, 1995. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafnamálastofn- un, Vesturvör 2, Kópavogi, og á skrifstofu Akureyrar- hafnar frá og með þriðjudeginum 18. júlí, 1995 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 3. ágúst, 1995, kl. 14. Hafnarstjórn Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.