Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1995 MINNIN Cm Elín Sigtryggsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahrcppi í Skagafirði 16. júní 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöidi 30. júlí. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir, fædd 1. ágúst 1904, búsett á Sauðár- króki og Sigtryggur Einarsson, fæddur 11. mars 1886, dáinn 4. október 1955. Systkini Elinar eru: Einar, fæddur 8. september 1924 og Marta Sigríður, fædd 30. nóv- ember 1931. Látin eru: Dag- björt, tvíburasystir Elínar, fædd 16. júní 1923, dáin 31. október 1941, Egill Björgvin, fæddur 1. febrúar 1902, dáinn 21. febrúar 1930, og Eiður Brynjar, fæddur 19. desember 1935, dáinn 22. október 1970. Elín ólst upp frá eins árs aldri hjá hjónunum Margréti Sigurðardóttur, fædd 23. júlí 1867, dáin 11. maí 1960, og Helga Björnssyni, fæddur 2. október 1854, dáinn 16. maí 1947, Reykjum og síðar Reykja- borg, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. I>au áttu tíu börn, af þeim eru þrjú á lífi, Hólmfríður, Sigríður og Hjálmar. Eiginmaður Elínar var Pálmi Sigurður Ólafsson, fæddur 24. mars 1918, dáinn 23. ágúst 1982. Dætur þeirra eru: 1. Olöf Helga, fædd 15. mars 1951, gift Theódóri Skúla Halldórssyni, þeirra börn eru Sigfríður Guð- ný, fædd 1975 og Pálmi Ólafur, fæddur 1980; 2. Margrét Hólm- fríður, fædd 13. júlí 1957, gift Páli Jóhannessyni, þeirra börn eru Dagbjört Elín, fædd 1980, Sölmundur Karl, fæddur 1984 og Sædís Ólöf, fædd 1990. Börn Pálma af fyrri hjónaböndum eru: ÓIi, Þórunn, Jón og Garð- ar. Elín og Pálmi bjuggu í Skagafirði til ársins 1959 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðan. Útfór Elínar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. í dag cr til moldar borin Elín Sig- tryggsdóttir, Kcilusíðu lOb, Akur- eyri. Elín er fædd 16. júní 1923 í Hérársdal, Lýtingsstaóahreppi, Skagafirði. Var hún elst systkina sinna ásamt tvíburasystur sinni, en þau voru sex talsins. Elín starfaði mikið að félagsmálum gegnum ár- in, sem hún gerði af mikilli festu og ábyrgð. Þau ár sem hún starfaói fyrir Sálarrannsóknafélag- ið á Akureyri varð mikill upp- gangur í félaginu og var Elín ætíð reiðubúin til að vinna fyrir félag- ið, en hún stjórnaði einnig fjölda bænahringja í þágu þess gegnum árin og verður hennar ætíö minnst í því starfi. Samstarfsfélagar minnast hennar meó miklum söknuði. Eg undirritaður og fjöl- skylda mín minnumst hennar meö söknuði í hjarta, því hún gaf okk- ur og dætrum okkar ætíð mikið í hvert skipti sem hún kom í heim- sókn til okkar. Kynni mín af Elínu eru búin aó vera löng því hún bjó í næsta húsi við foreldra mína í nokkur ár. Þegar ég fór að sinna andlegum málum í mínu lífi, varð ég að finna mér fólk sem ég gat treyst til að vcra með mér. Var þá ljósið í lífi mínu að fá Elínu til að starfa mcð mér því hún vissi ætíð hvað verið var að gera og hvernig væri bcst að fá það fram sem við vorum aó fást við á hverjum tíma og gaf hún mikinn kærlcik og ást- úð í þetta starf. Á ég henni mikið að þakka en ég veit aö hún er um- vafin ljósi lífs, friðar og kærleika og stefnir nú á hærra vitundarstig til hjálpar þcim sem eru aó yfir- gefa þetta jarðvistarlíf. Elín var afar bamgóð og nutu barnabörnin hennar þess í ríkum mæli. Einnig fengu þau góðan lærdóm af hennar fræðslu sem hún var ætíð reiðubúin að láta af hendi, vegna þess að börnin skiptu hana miklu máli í lífinu. Elín var stöðugt að hjálpa fólki sem átti í erfióleikum bæði á sál og líkama og var hún alltaf reiðubúin til að setjast niður með þeim sem áttu erfitt. Þeir cru margir sem vilja þakka henni fyrir gott starf í þágu sjúkra gegnum árin. Elín var virk- ur heilari hjá Sálarrannsóknafélag- inu á Akureyri og vann þar gott starf fyrir þá sem komu í heilun hjá félaginu. Elín hafði gaman af að ferðast og var hún ætíð meö mér þcgar ég var á fcrð um landið og naut hún þeirra feröa. Hún sýndi starfi mínu mikinn áhuga og studdi mig á allan hátt við það sem ég var að fást við hverju sinni og skipti það hana miklu máli hvernig til tækist við það sem við svo lengi höfum unnið saman að hjá Sálarrannsóknafélaginu. Ekki fór hjá því aó hún þekkti vel inn á kauða og oft fannst mér hún vita hvað ég hugsaði áður en ég kom orðum að því. Vil ég að lokum þakka þér allan þann tíma sem þú gafst mér, Elín mín, og bið ég góðan Guð aó umvefja þig Ijósi lífs, friðar og kærleika og gefa þér styrk til að þroska þig áfram á nýj- um vetvangi. Megi almættið umvefja dæt- urnar Helgu og Margréti, tengda- börn, barnabörn, móöur og syst- kini. Þó ég sé lálinn, harrnió mig ekki með lárum. Hugsið ekki um dauð- ann með liarmi og ótta; ég er svo nœrri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þig hlœið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur, og ég, þótl látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífwu... (óþ. höf.) Megi Ijós líls, friðar og kær- leika umlcika ykkur. Skúli Viðar Lórenzson og Guðrún H. Þorkelsdóttir. Bœn er að lifa með Guði. Hafðu Guð í huga og minni, hafðu guð fyrir augum þér. (H.P.) Trúrækni og náungakærleikur voru eóliskostir sem einkenndu systur okkar, Elínu Sigtryggsdótt- ur, sem við kveðjum í dag. Með fyrirbænum og kærleiks- hugsunum lagði hún sitt af mörk- um til að létta samborgurum sín- um þeirra þrautastundir. Elín var ákaflega hógvær og traust kona og frá henni geislaði góðvild og hlýja. Elín var félagi í Samfrímúrarareglunni til fjölda ára. Hún tók virkan þátt í störfum rcglunnar á meðan heilsa hennar leyföi og þau störf sem henni voru falin leysti hún af hendi af alúð og nákvæmni. Við systkinin í Gimli kveðjum þessa látnu systur okkar með þakklæti og virðingu og biðjum henni Guðs blessunar á æðra til- verustigi. Dætrum Elínar og öðrum ást- vinum sendum við innilegar sam- úöarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Hvar eða hvernig það að ber engu skiptir Ijóssins vini. Ardags vegsemd við þeir sofna, vakna í Zions geisla skini. (Stefán G.) Jóna Fjalldal. í þessari minningargrein ætla ég í fáum orðum að minnast ömmu minnar. Eg og Ella amma mín höfóum tengst mjög mikið síðastlióin ár á mjög persónulegan og andlegan hátt. Við vorum einskonar trúnað- arvinkonur og hún var einnig vemdarengillinn minn og verður það vonandi alltaf. Eg má teljast mjög heppin því ég fékk að kynn- ast henni mjög vel og sá ég hana á hverjum einasta degi. Ef ég sá hana ekki í nokkra daga myndað- ist einskonar tómarúm inni í mér. Hún var mjög lífsglaóur persónu- leiki og var hún ætíð brosandi og hlæjandi og held ég að enginn hafi verið eins óhræddur við dauðann og hún var. Hún sagði mér að dauðinn væri bara einn mikilvæg- ur punktur í Iífinu sem enginn ætti að vera hræddur við. Eg held að Elín amma mín hafi kennt mér all- ar mikilvægustu staðreyndir lífs- ins, bæði þær umflýjanlegu og óumflýjanlegu. En ég held að ég ætti að gleójast yfir þeirri guðs- náðun að hún hafi fengið að fara eftir alla þessa kvalafullu mánuði en auðvitað mun ég sakna hennar sárt og djúpt. Alltaf skal ég muna það svo lengi sem ég lifi að amma vildi hafa alla í kringum sig glaða og ánægða svo ég held aö ég minnist allra þeirru góðu minn- inga sem amma mín gaf mér. Svo að lokum vil ég þakka öllum sem hafa veitt mér mikinn stuðning og auðsýnda samúð. Dagbjört Pálsdóttir. í dag kveó ég kæra vinkonu mína, Elínu Sigtryggsdóttur, sem lést 30. júlí síðastliðinn eftir löng og ströng veikindi, sem hún tók með miklum hetjuskap eins og hennar var von og vísa. Mig langar til að minnast hennar með örfáum orð- um. Hún var ekki mikið fyrir mærð, hún Ella mín. Við kynntumst fyrst í Skagafirði vorið 1945. Hún var fædd á bjartasta tíma ársins og vorsins barn. Hæglát, draumlynd og rómantísk var hún þá, og sér- staklega saklaus fannst mér. Síðan hefur verið með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Hún var mér afar góð er ég átti um sárt að binda og hjálpaði mér á allan máta og þau hjón bæði, hún og Pálmi. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málum og vildi öllum gott gera. I gegnum það eignaðist hún marga góða vini. Hún var líka mikil félagsmála- manneskja. Viö vorum saman í stúkunni Isafold og Samfrímúrara- reglunni. Allsstaðar kom hún fram til góðs á sinn hljóðláta hátt og þegar hún sagói eitthvað þá var eftir því hlustað. Hún hafði mjög gaman af að ferðast. Við fórum saman alla Austfirðina, Vestfirð- ina, Snæfellsnes og Borgarfjörð. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð á Snæfcllsjökul. Það er erfilt að kveöja eftir 50 ára vináttu, cn góðar minningar um góóan vin ylja mér. Til mín jafnan yl og birtu barstu, bróðurhuga sannan fanii ég þinn. Þcgar mest ég þurfti við þá varstu, vinur, sem ég treysti hvert eitl sinn. (J.K.J.) Ég vil að lokum senda samúö- arkveðjur til móður hennar, dætra, tengdasona, ömmubarna og systk- ina. Guð blessi ykkur minningamar um góða konu og vaxandi alla tíð. Aó síðustu vil ég segja þetta við hana Ellu mína: Ég kveð svo margt er kveð ég þig, svo kœr, sem þú varst mér. Nú heldur þú á hœrra stig, er hérvist lokið er. (J.K.J.) Góða ferð og Guð geymi þig. Jódís Kristín Jósefsdóttir. Sunnudaginn 30. júlí lést hún Elín eftir að hafa háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem stóð yfir í rúma þrjá mánuði. Þann tíma sem Elín lá sjúk bæði heima og á sjúkrahúsinu rann upp fyrir mér hve stór vinahópur EIlu var. Vinahópur Ellu var ekki bara fjölmennur heldur voru vinir hennar á öllum aldri. Jafnt ungir sem aldnir voru duglegir að stytta henni stundirnar í veikindum hennar. Elín stundaði mikið félagsstarf. I mörg ár var hún Æðstitemplar í stúkunni ísafold no. 1 og starfaói vió það þangað til fyrir um þaó bil tveimur mánuðum síóan er hún varð að hætta þar sem fæturnir voru farnir að gefa sig, en þrátt fyrir þaö kvartaði Elín aldrei. Eftir að Elín hætti að vinna við dreif- ingu Morgunblaðsins átti Sálar- rannsóknafélagið á Akureyri hug hennar allan og voru húsakynni félagsins því sem næst hennar annað heimili. Hjá Sálarrann- sóknafélaginu virtist Ella fmna sig mjög vel. Þar vann hún með fólki á öllum aldri og þar kom sérstaða hennar vel í Ijós, því Ella virtist skilja alla og gat rætt við alla um allt mijli himins og jarðar, hvort heldur sem ungabörn; eða gamalt fólk átti hlut að máli. Staðföst trú hennar á æóri máttarvöld og líf eftir dauðann gerði það að verkum að þegar sýnt var hvert stefndi, hélt Ella ró sinni á undraverðan hátt, hún vissi hvað biói hennar hinum megin. Fyrstu kynni mín af Elínu voru þegar ég var unglingur cn þá var hún Æðstitemplar í stúku, og ég gleymi aldrei þeim virðuleika sem henni fylgdi í því starfi. Það var eitthvað í fari hennar sem náði að snerta mig, þá óharðnaðan ung- linginn. Elínu kynntist ég fyrir al- vöru þegar ég varð svo lánsamur að kynnast yngri dóttur hennar og hún varó tengdamóðir mín. Elín átti eftir að sýna og sanna að hún væri engum lík, því það var alveg sama hvað það var sem okkur vantaði, alltaf var hún boóin og búin hvenær sem var. Vandinn virtist aldrei vera henni ofvaxinn, hún kunni alltaf ráó við öllu. Börnin okkar þrjú sem nú sjá á eftir Ellu ömmu upplifa nú mikið tómarúm því Ella amma var stór hluti í Iífi þeirra. Þegar bömin áttu í hlut hafói amma alltaf tíma til að hlusta, lesa, segja sögu eða bara láta sjá sig, því ef Ella amma sýndi sig ekki á hverjum degi voru bömin ekki í rónni. Þau elsk- uðu hana og dáðu eins og allir sem þekktu hana. Það mun taka sinn tíma að venjast lífinu án Elín- ar og hafa hana ekki alltaf til stað- ar þegar eitthvað stendur til. En vió getum huggaó okkur við að þér líóur örugglega vel þar sem þú ert nú stödd. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Elínu og minninguna' um hana mun ég geyma ofarlega í huga mínum. Er ástvinir hverfa og kólnar i sál, kvíði og söknuður brenna. Tungunni verður þá tregasl um mál tárin um vangana renna. En þeim sem að þjást verður hvíldin svo kar, og kvalafull bið er á enda. Síðasti blundurinn blíður og var, beint þá til himnanna senda. Þann sem að eilífu farinn er frá, fjarltegu móðuna yfir. Hann syrgjum við ákaft með söknuð og þrá, i sálinni minningin lifir. Páll Jóhannesson. ^Jóhanna Kristín ^ Gunnlaugsdóttir Fædd 3. mars Það er fátt eða ekkert sem tekur mig jafnsárt eins og aó vera fjar- staddur útför ömmu minnar. Hennar ömmu sem alltaf studdi við bakið á mér, hvort sem það var góður eða slæmur dagur. Að mæta í graut hjá ömmu í Hlíðar- götuna eða á jóladag eða gamlárs- kvöldi í uppdckkaðar veislur og alltaf nóg handa öllum. Þctta eru stundir sem koma til með að veita mér lífsfyllingu um ókomnar stundir. Og þegar ég hugsa til þeirra stunda þcgar amma var að færa mér ullarsokka og vettlinga svo að mér yrði ekki kalt á hestbaki. Ekki get ég leynt því að nú renna tár niður vangann á mér. En huggun mín er sú að ég veit að hún amma er komin þang- að sem hún vildi fara, til hans afa. - Dáin 4. ágúst 1995 Mínar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar og ástvina. Guðmundur Hannesson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.