Dagur - 16.08.1995, Page 15
IÞROTTIR
Miðvikudagur 16. ágúst 1995 - DAGUR - 15
FROSTI EIÐSSON
Knattspyrna:
Hlynur fékk góöa dóma
Hlynur Birgisson fékk góða
dóma fyrir leik sinn um síðustu
helgi með Örebro. Liðið lék þá
gegn Malmö á heimavelli og
sigraði 5:0 óg lék Hlynur með
Örebro síðustu áttatíu mínútur
leiksins, ekki síðustu tíu mínút-
urnar eins og ranghermt var í
Degi í gær.
„Við vorum ekki búnir að
skora mark í fimm leikjum áður
en það kom að þessum leik en
skoruðum iangflest mörkin í
fyrra,“ sagði Hlynur sem fékk
þrjár stjörnur í tveimur blöðum
sem þýðir að hann hafi átt mjög
góðan leik og í tveimur öðrum
fékk hann góðan vitnisburð.
„Liðin hafa verið að reyta stig
hvert af öðru og þrátt fyrir að okk-
ur hafi ekki gengið neitt sérstak-
lega vel erum við í fjórða sætinu
og sex til sjö stigum frá toppn-
um.“
Það var hins vegar ekki af góðu
sem Hlynur kom inná gegn Mal-
mö, hægri kantmaður liðsins
meiddist á ökkla og talið er að
hann verði frá í mánuð. Hlynur
verður því líklega í byrjunarliðinu
á laugardaginn þegar liðið Ieikur
útileik gegn Gautaborg.
Handknattleikur:
Andrés þjálfar
kvennalið ÍBA
Andrés Magnússon, sem þjálf-
að hefur yngri kvennaflokka
hjá KA í handknattleik hefur
verið ráðinn þjálfari ÍBA sem
verður með lið í 1. deild
kvenna í vetur og hann mun
jafnframt stýra 2. flokki
kvenna hjá KA. Ljóst er að
ÍBA kemur til með að tefla
fram mjög ungu liði í dcildinni.
„Það má eiginlega líta á þetta
sem tilraun. Arangurinn fer að
einhverju leyti eftir aðstöðunni
sem við fáum og ef hún verður
þokkaleg eigum við að geta
staðið okkur gegn nokkrum lið-
anna í deildinni. Liðið verður
skipað stúlkum sem komu upp
úr þriðja flokki en líklega einnig
steipum sem enn eru í þriðja og
fjórða flokki. Þá hafa eldri stúlk-
ur æft þrátt fyrir að þær hafi
ekki verið með lið á ísiandsmót-
inu.“
íslandsmeistaramótið í sandspyrnu í Glerárdal
Meistaratitillinn í
sjónmáli hjá Einari
- sigraöi í tveimur flokkum í Glerárdalnum
Einar Gunnlaugsson frá Akureyri
er nokkurn veginn öruggur um að
tryggja sér Islandsmeistaratitilinn
í sandspyrnu í flokki sérútbúinna
bíla. Annað mótið af þremur á ís-
landsmótinu var haldið á braut í
Glerárdalnum og Einar gerði sér
lítið fyrir og sigraði í tveimur
flokkum, þar sem hann tryggði
sér einnig sigurinn í „allt-flokki“
þar sem öll farartæki geta keppt.
Allt bendir ti\ þess að tveir Akur-
eyringar hampi fslandsmeistaratitli í
sandspyrnu því Einar Birgisson hef-
ur einnig sigrað á báðum mótunum.
Hann keppir í fólksbílaflokki á bif-
reið sinni Chevrolet Nova.
Áhuginn er gjarnan mestur fyrir
sérútbúna flokknum þar sem kraft-
urinn er mestur. Einar keppti á far-
artæki sínu, „Norðdekkdrekanum“
og lenti í úrslitunum gegn Gísla G.
Jónssyni sem keppti á bifreið sinni
„Kókómjólkinni." Einar sigraði ör-
ugglega í fyrri ferð þeirra og tók
framúr Gísla í síðari ferðinni eftir
Einar Birgisson frá Akureyri sigr-
aði í flokki fólksbíla á Chevrolet
Nova. Mynd: GG
að hafa setið eftir í rásmarkinu en
Helgi Schiöth varð í þriðja sæti á
„Frissa fríska.".
„Eg er nokkuð öruggur með sig-
urinn í sandinum. Ég held að það
dugi mér að mæta í síðasta mótið og
keppa í einni grein. Möguleikarnir í
torfærunni eru hins vegar litlir en ég
á þó einhverja möguleika á 2. sæt-
inu,“ sagði Éinar sem var reyndar
ekki allskostar ánægður með braut-
ina sem var nokkuð grýtt. Einar
sagði að besti tími hans í mótinu,
4:58 sekúndur væri nokkuð frá hans
besta en á góðum brautum væri
hægt að komast niður fyrir fjórar
sekúndurnar.
Mótið fór fram í blíðskaparveðri
og um 200 hundruð áhorfendur
fylgdust með mótinu.
Ingólfur Jónsson frá Akureyri
sem sigraði á fyrsta mótinu í sand-
spyrnu í mótorcrosshjóla datt á hjóli
sínu og þurfti að hætta keppni.
Flokkur mótorcrosshjóla:
1. Karl Gunnlaugsson
2. Finnur Aðalbjörnsson
3. Þorvaldur Ásgeirsson
Flokkur fólksbíla:
1. Einar Birgisson
2. Bjarni Hjaltalín
3. Almar Sævarsson
Flokkur jeppa:
1. Gunnar Guðmundsson
2. Kristján Hreinsson
3. Jóhann Björgvinsson
Opinn flokkur:
1. Bogi Arnarsson
2. Ásmundur Stefánsson
3. Jón Haukur Stefánsson
Sérútbúinn flokkur:
1. EinarGunnlaugsson
2. Gísli G. Jónsson
3. Helgi Schiöth
Allt-flokkur:
1. Einar Gunnlaugsson
2. Einar Birgisson
3. Jóhann Björgvinsson
Handknattleikur:
KA-stúlka í
landsliöshópi
Anna Bryndís Blöndal, leik-
maður í 3. flokki KA í hand- jj
knattleik var valin í sextán 11
manna landsliðshóp 16-18 ára U
landsliðsins sem heldur til
Þýskalands í keppnis- og æf-
ingaferð í dag. Islenska liðið
áætlar að keppa við þýska jafn-
aldra sína.
Firmakeppni KA
í knattspyrnu
Firmakeppni í knattspyrnu fer
fram á vegum KA á knatt-
spyrnuvöllum félagsins dagana
25. og 26. ágúst. Skráningar-
frestur er til miðvikudagsins
23. Tekið er á móti skráning-
um í síma 4626615 á milli kl.
10-12 fyrir hádegi og í síma
4623482 allan daginn. Þátt-
tökugjald er kr. 10.000.- Leikið
er á litlum völlum með sjö í
liði.
Mót hjá GA
Viking brugg mótið f golfi
verður haldið á Jaðarsvellinum
á sunnudaginn. Ræst verður út
frá klukkan 10. Keppni er með
höggleik og glæsileg verðlaun
með og án forgjafar og nándar-
verðlaun á par þrjú brautum.
Alfrcð Gíslason og félagar hjá KA mæta KA og Aftureldingu í fyrstu um-
feröum 1. deildarinnar.
Handknattleikur:
Afturelding verður fyrsti
mótherji KA nyröra
Bikarmeistarar KA í hand-
knattleik mæta KR-ingum í
fyrsta leik Islandsmótsins sem
hefst 17. næsta mánaðar. Leikur
liðanna fer fram í Laugardals-
höll en þremur dögum síðar á
KA heimaleik gegn Aftureld-
ingu.
Verið er að leggja lokadrög á
mótaskrá íslandsmótsins en eftir-
talin lið mætast í 1. umferðinni
sem fram fer þann 17. september:
KR-KA, FH-IBV, Selfoss-Stjarn-
an, ÍR- Grótta, Valur-Haukar og
Víkingur-UMFA.
í 3. umferð leikur KA gegn FH
úti og þar á eftir við Hauka á
heimavelli.
ÍBA á fyrsta leikinn í 1. deild
kvenna þegar liðið leikur gegn
Haukum í Hafnarfirði þann 29.
september og daginn eftir í Laug-
ardalshöll gegn KR.
Einar Gunnlaugsson kampakátur
með bikarinn í flokki sérútbúinna
bíla. Við hlið hans standa þeir Gísli
G. Jónsson sem varö annar og Helgi
Schiöth sem hafnaði í þriðja sæti.
Mynd: GG
Mynd: GG
Með 650-700 hestöfí
„Eg hef ekki tekið það saman
hvað bíllinn er úr mörgum pört-
um en ætli hann sé ekki búinn til
úr 15-20 bíltegundum,“ segir
Einar Gunnlaugsson um Norð-
dekkdrekann sinn sem sést hér á
myndinni fyrir ofan. „Grindin er
úr Bronco en finna má hluti úr
mörgum öðrum tegundum. Það
má nefna, Benz, Ford, Citroen og
Trabant svo eitthvað sé nefnt.“
Bensíntankurinn er úr síðast-
nefndu tegundinni og hluti af
stýrisútbúnaðinum er fenginn úr
lyftara. Einar sagði að vélin hefði
ekki verið mæld nákvæmlega en
hann gæti trúað að 650-700 hest-
öfl væru undir húddinu og síðan
væri bætt á kraftinn með því að
sprauta nitrogasi inn á vélina.
1 i H|°°°n □ d
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080