Dagur - 22.08.1995, Side 5
Bretamir landa
Ted Watt og Watson landa hér fallegum flugulaxi úr Hofsá í Vopnafirði. Góðir kaflar hafa komið í
veiðina í ánni á síðustu dögum og allt stefnir í að hún verði nálægt veiðinni í fyrra.
Hofsá:
Þriðjudagur 22. ágúst 1995 - DAGUR - 5
Allt fyrir
veiðimanninn
MITCHELL
^Abu
Garcia
Daiwa
Opið á laugardögum
VEIÐI-
SPORThf
Kaupvangsstræti 21
Sími 96-22275
Veiðileyfi
Laxá í Aðaldal
Múlatorfa
Staðatorfa
Fnjóská
Eyjafjarðará
Hörgá
Reykjadalsá
Húseyjarkvísl
Presthvammur
Blanda
Veiðideild
Hjón með 20 laxa
á einum degi
„Hér eru komnir 700 laxar og
raun meira ef við tökum með í
reikninginn það sem veiðst hefur á
silungasvæðinu. En þetta gengur
vel þessa dagana og áin fer í 850
til 900 fiska í sumar sem er nálægt
veiðinni í fyrra," segir Þórhildur
Þórhallsdóttir í veiðihúsinu Ár-
hvammi við Hofsá í Vopnafirði.
Sunnudagurinn í Hofsánni var
mjög góður því þá komu 36 laxar
á land, 26 fiskum meira en á laug-
ardaginn. Dæmi eru um ágæt skot
í ánni á síðustu dögum, til að
mynda veiddi holl frá Akureyri
tæplega 80 fiska á þremur dögum
sem telja verður mjög góða veiði.
I fyrradag voru það erlend hjón
sem áttu besta árangurinn á und-
anförnum vikum, veiddu 20 laxa á
deginum á 1. svæði. Þessa dagana
er blandaður hópur við veiðar í
Hofsá, veiðimenn frá þremur
löndum.
„Veiðin var mjög róleg í byrjun
tímabilsins en svo komu góðir
kaflar inn á milli eins og t.d. hjá
Akureyringunum sem fengu tæp-
lega 80 fiska á þremur dögum.
Þeir voru mjög ánægðir með þetta
enda nærri helmingi meira en í
fyrra,“ sagði Þórhildur ennfremur.
Þokast áfram í Miðfirðinum
„Ætli við séum ekki komnir með
760 laxa og við verðum að fram
til 10. september,“ sagði Böðvar
Sigvaldason, formaður Veiðifé-
lags Miðfjarðarár.
Hljóðið var einnig þokkalegt í
Gylfa Gylfasyni í veiðihúsinu
Flóðvangi við Vatnsdalsá. Þar
hafa veiðst tæplega 400 fiskar það
sem af er tímabilinu en þó bendir
margt til að áin sé fisklítil. Samt
sem áður er þetta örlítið betri
veiði en var í fyrrasumar.
Annars má telja að vel megi
una við tímabilið í húnvetnsku án-
um í sumar. Flestar eru að skila
betri veiði en í fyrra og sumar
bæta sig talsvert. JÓH
.. jú.þflð er alveg rétt hjd þér,
vio seljum allt nema fiskinn...
Ein glæsilegasta veiði-
vöruverslun norðan-
lands.
Allt fyrir veiðimanninn
á einum stað.
Verið velkomin!
Kornnir eru 650 laxar á land úr
Víðidalsá í sumar og eru menn
spenntir að sjá hvað gerist á loka-
kafla veiðitímabilsins því ekki er
að sjá annað en áin sé full af fiski.
Gunnar Bollason í veiðihúsinu
Tjarnarbrekku sagði í samtali við
blaðið í gær að þetta eigi ekki að-
eins við um laxinn heldur líka sil-
- segir Gunnar Bollason
ung sem veiðist með albesta móti
í ánni núna.
„Hér var tregara í síðasta holli
en þá spilaði veðrið inní. Núna er
kominn dumbungur og rigning
þannig að við búumst við að þá
komi líf í veiðina. Það er nóg af
fiski, bæði í Fitjánni og Víðidals-
ánni, og sömuleiðis feikileg sil-
ungsveiði. Það hafa líka veiðst yf-
Laxveiðin:
Risarnir úr Aðaldal
og Víðidal stærstir
- báðir veiddir af erlendum veiðimönnum
Þó veiðimenn og aðstandendur
laxveiðiánna á Norðurlandi gætu
sætt sig við betri veiði þetta sum-
arið geta þeir þó huggað sig við að
tveir stærstu laxar sumarsins
koma úr norðlenskum ám.
Snemrna á veiðitímabilinu setti
breskur veiðimaður í 26 punda lax
í Víðidalsá og reyndist hann sá
ir 20 laxar á silungasvæðinu fyrir
utan allar bleikjurnar, þannig að
við kvörtum ekki,“ sagði Gunnar.
f£SS0) nestileiruvegi,
1 1 sími461 3008 - 9.
stærsti fram að þeim tíma og stóð
jrað met um nokkurra vikna skeið.
Þá fékk veiðimaður frá Venesúela
25 punda lax á Nessvæðinu í Laxá
í Aðaldal síðari hluta júlímánaðar
og þar við stendur í baráttunni um
stærstu laxa tímabilsins. íslensku
veiðimennirnir þurfa að taka sig á
á síðasta sprettinum ef slá á þess-
um erlendum köppum við. JÓH
Vöðlur
Spúnar
Hjól
Flugur
Maðkar
Víðidalsá:
Ain er full af físki