Dagur - 22.08.1995, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 22. ágúst 1995
ÍÞRÓTTIR
Kvennaknattspyrna:
Valur bikarmeistari
Valur varó á sunnudaginn bikarmeistari
kvenna í knattspymu þegar liðið sigraði KR
1:0. Það var Guðrún Sæmundsdóttir, vamar-
maður Vals, sem gerði draum Vesturbæjarliðs-
ins um tvöfaldan sigur í bikamum, að engu
þegar hún skoraði mark eftir homspymu í síð-
ari hálfleiknum. KR mætir Fram í úrslitaleik
bikarsins í karlaflokki nk. sunnudag.
Greifamótið í dag
Greifamót Golfklúbbs Akureyrar sem verið
hefur á fimmtudögum í sumar verður leikið í
dag, þriðjudag. Ástæðan er sú að Sveitakeppni
unglinga 15-18 ára fcr fram á Jaðarsvelli um
helgina og hefst unglingamótið á fimmtudag-
inn.
Alþjóðlegt júdómót:
Bjarni lagði Vernharð
Júdókappamir Vcmharð Þorleifsson og Bjami
Friðriksson glímdu um 3. sætiö á Opna banda-
ríska meistaramótinu í júdó sem haldið var um
helgina. Bjami lagði Vernharó í glímunni um
bronsið en Vemharð hafnaði síðan í fimmta
sætinu í þessum flokki. Hann sigraði þrjá
fyrstu andstæðinga sína, Bandaríkjamann, Ge-
•orgíu- og Úkraníumann en tapaði síðan fyrir
Stevens, silfurverðlaunahafa frá því á Olymp-
íuleikunum í Barcelona.
Ný stjarna í tennis
Gunnar Einarsson, sautján ára piltur sem búió
hcfur í Bandaríkjunum undanfarin ár gcrði scr
lítið fyrir og varð Islandsmeistari í karlaflokki
í tennis um síðustu helgi. Gunnar sigraði
margfaldan meistara, Einar Sigurgeirsson í úr-
slitum 7:6, 1:6 og 7:5. Hrafnhildur Hannes-
dóttir cndurhcimti titilinn af Stcfaníu Stcfáns-
dóttur. Viðurcign þcirra í úrslitum lauk mcð
sigri Hrafnhildar 7:6 og 6:3.
Knattspyrna - Svíþjóö:
Tap hjá Örebro
Möguleikar Örebro, liðs Hlyns Birgissonar og
Amórs Guðjohnsen á sænskum meistaratitli
eru því sent næst úr sögunni cftir 3:1 tap gegn
Gautaborg á útivclli á laugardaginn. Hlynur
lék mcð Orebro cn liðið vcrður aftur í sviðs-
ljósinu á morgun þegar það á síðari Evrópu-
leik sinn gegn liöi frá Luxemborg. Gautaborg
styrkti mjög stöðu sína með sigrinum og er
komið með 27 stig en Helsingborg er á toppn-
um ntcð 30 stig cftir 1:0 sigur gcgn Dcgerfors.
Hópferð hjá Dalvíkingum
Knattspymulið Dalvíjair sem á í harðri baráttu
í 3. deild karla á Islandsmótinu fyrirhugar
hópferð á leik liðsins við Selfoss sem fram fer
á föstudag. Ætlun þeirra er að dvelja í Reykja-
vík og fylgjast jafnframt mcð bikarúrslita-
Iciknum í karlaflokki.
Stangarstökk kvenna:
Vala bætti Norðurlandametið
Sautján ára stúlka úr ÍR, Vala Flosadóttir bætti
Norðurlandametið í stangarstökki um einn
sentimetra þegar hún fór yfir 3,81 metra á
Reykjavíkurlcikunum. Vala átti sjálf eldra
metið en það var sett í Svíþjóð þar scm hún
hefur verió búsctt síðustu þrjú árin. Heims-
metið í stangarstökki kvenna er 4,20 en það
var einnig sett á föstudagskvöldið, á stórmóti í
Köln þar sem Daniela Bartova frá Tékklandi
fór yfir 4,20 mctra.
Verður Ágúst á bekknum?
Þróttarar voru mjög óhressir með að Bragi
Bergmann dómari skyldi gefa Ágústi Hauks-
syni leikmanni og þjálfara liðsins gula spjald-
ið í leiknum gcgn KA á Akurcyrarvellinum sl.
sunnudagskvöld. Spjaldið er það sjötta sem
Ágúst fær í sumar og hann verður þ'ví að taka
út leikbann í næstu umferö en þá á Þróttur leik
gegn Stjömunni. Hljómar það kunnuglega?
Jú, títtnefndur Ágúst var einmitt í banni þegar
Stjaman og Þróttur mættust í fyrri umferóinni
og Þróttarar hugðu það leyfilcgt að Ágúst
mundi stjóma liði sínu af bekknum. Fram-
haldið þekkja flestir, Stjaman lagði fram kæru
og var dæmdur sigurinn í leiknum og síöan
hefur allt gengið á afturfótunum hjá þeim
röndóttu, - þangað til um helgina. Nú cr það
bara spumingin hvort Ágúst stjómar sínum
mönnum af bekknum gegn Stjömunni.
Knattspyrna -
KAtvis
Þórsarar tóku öll stigin með sér frá Reykjavík eftir sigur á IR 1:2. A myndinni má sjá lcikmenn liðsins fagna
marki fyrr í sumar.
Knattspyrna - 2. deild karla:
Þór skaust upp í þriðja
sætið með sigri á ÍR
1 Þórsarar hafi nert út Marteinsson os Hreinn voru síðan áttu meðal annars stant
Segja má að Þórsarar hafi gert út
um leikinn við ÍR í Breiðholtinu á
fyrsta stundarljórðungnum. Á
þeim tíma höfðu þeir skorað tví-
vegis og slakir ÍR-ingar voru
aldrei nálægt því að jafna. Loka-
tölur urðu því 1:2 sigur Þórs sem
þar með skaust upp í þriðja sæti
deildarinnar.
Ámi Þór Árnason skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Þór þcgar á
fyrstu mínútunni þegar hann slapp
framhjá varnarmönnum IR og átti
gott skot frá vítateig sem hafnaði í
netinu. Hreinn Hringsson bætti öðru
marki við eftir fjórtán mínútna leik
þegar hann skallaði knöttinn í
markiö eftir hornspymu. Andri
Marteinsson og Hreinn voru síðan
báðir nálægt því að bæta við mörk-
um, skoti Ándra var bjargað á línu
og Hreinn Hringsson skaut knettin-
um i hliðarnetið eftir að hafa slopp-
ið innfyrir vöm ÍR. Heimamenn
fengu sín marktækifæri þrátt fyrir
að vera minna inn í leiknum, þar á
meðal sláarskot.
Leikurinn jafnaðist í síðari hálf-
leiknum og bæði liðin fengu þokka-
leg marktækifæri. Mark IR-liósins
kom á 57. mínútu. Einn vamar-
manna Þórs missti knöttinn framhjá
sér á blautum vellinum og Guðjón
Þorvaróarson nýtti sér það og
minnkaði muninn eftir aó hafa
sloppið inn í vítatciginn. Þórsarar
áttu meðal annars stangar- og sláar-
skot í hálfleiknum en fleiri urðu
mörkin ekki.
„Það er langsóttur möguleiki á
að við komumst upp en það hlýtur
að vera keppikefli allra liða aó
stefna að góðu sæti í deildinni. Mér
fannst aldrei vera nein hætta á að
við misstum forskotið frá okkur því
IR-ingarnir voru ekki að búa mikið
til í leiknum,“ sagði Nói Bjömsson,
þjálfari Þórs.
Þór: Ólafur Pétursson, Sveinn Palsson,
Guðmundur Hákonarson, Þórir Askels-
son, Öm Viðar Arnarson, Birgir Þór
Karlsson, Sveinbjöm Hákonarson, Elmar
Eiríksson (Páll Gíslason), Andri Marteins-
son, Árni Þór Árnason, Hreinn Hringsson.
Bátasiglingar - íslandsmót:
Andri og Jens hrepptu meistaratitla
Keppendur úr Siglingafélaginu
Nökkva á Akureyri voru sigur-
sælir þegar íslandsmótið í báta-
siglingum var haldið í Skerjafirð-
inum um helgina.
Andri Pálsson sigraði í keppn-
inni í Topper-flokki en það er sú
tegund báta scm keppt er á. Andri
bar þar siguroró af Herði Finn-
bogasyni úr Nökkva því báðir
fcngu jafnmörg refsistig. Andra
var úrskurðaður sigur vegna þess
að lakasta ferð hans var betri en
hjá Jcns en samkvæmt reglum
mega siglingarmcnn láta sex bestu
ferðir af sjö tclja.
Jens Gíslason sem einnig er í
Nökkva sigraði örugglega í Eur-
ope-flokki án þess að fá refsistig.
Snorri Valdimarsson úr Ymi Kópa-
vogi varð annar með 11,7 refsistig
og Gunnar Hallsson Nökkva í
þriðja sæti mcð 17,4 refsistig.
Olafur Víðir Olafsson úr Ymi
sigraði í A-flokki Optimist báta
með þrjú refsistig og Martin Swift
frá Brokey í Rcykjavík í B-flokkn-
um mcð sama stigafjölda.
Mótið stóö frá föstuc’egi til
sunnudags og var stígandi í vind-
inum. Kyrrt veður á föstudaginn
en farið að blása vel síðasta keppn-
isdaginn.
entapa
KA-mönnum gekk illa að halda
forskoti sínu gegn Þrótti í leik liðr
anna á Akureyrarvellinum e á
sunnudagskvöld. Akureyrarlíðið
náði forystunni í tvígang en gestr
irnir náðu að jafna í bæði skiptin
og skora síðan sigurmark sitt á
lokamínútu leiksins.
Ekki var liðin nema ein mínútá af
leiknum þegar Höskuldur Þórhallst
son skoraði fyrsta mark KA með
skalla eftir homspymu Þorvaldar
Makan Sigurbjömssonar og heima-
menn voru heldur sterkari aðilinn
fyrsta stundarfjórðung leiksins en
eftir það komust Þróttarar betur inn í
leikinn og Páll Einarsson jafnaði í
1:1 með föstu skoti sem Eggert Sig-
mundsson rétt náði aö snerta með
fingurgómunum.
Snilldartilþrif hjá Dínó
Ekki voru liðnar nema sex mínútur
af síðari hálfleiknum þegar KA
komst yfir í annað sinn og kom
markið eftir stórkostleg tilþrif Eng-
lendingsins Dean Martin á hægri
kantinum. Dínó, eins og hann: er
gjaman nefndur, skildi tvo vamar-
Pétur Ormslev, þjálfari KA:
„Vorum klaufar"
„Við vorum klaufar. Við komumst
yfir í báðum hálfleikunum . og
kannski hafa leikmenn haldið að
þetta yrði auðvelt,” sagði Pétur
Ormslev, þjálfari KA eftir leikinn
gegn Þrótti. „í heildina verður þaij
að segjast að við vorum lakara lið-
ið og skorti vilja og kraft. Það
koma alltaf svona dagar og við
verðum að kyngja því,“ sagði þjálf-
arinn. Aðspurður um það hvers
vegna vörnin hefði opnast oft sagði
hann: „Við vorum of langt frá
mönnunum og gáfum þeim þannig
meiri tíma til að velja rétta menn
til að gefa á.“
Það voru mikil fagnaóarlæti í her-
búðum Þróttar eftir leikinn, en sigur-
inn á sunnudagskvöldið var sá fyrsti
frá því liðið sigraði IR í fjóröu um-
feróinni sem leikinn var 12. júní.
„Það var kominn tími á sigur hjá
okkur. Vlð höfum oft spilaó ágæt-
lega en með Iitlum árangri og ákváö-
um í dag að breyta til, koma inn á
völlinn með því hugarfari að berjast.
Mér fannst baráttan mikil hjá báðum
liðunum og nokkur harka sem oft
fylgir í svona leikjum þegar blautt er.
Spjöldin hefðu því getað orðið mun
fleiri," sagði Ágúst Hauksson, þjálfr
ari Þróttar.
EIMSKA KNATTSPYRNAN
Stan Collymorc byrjaði vel með Livcrpool og skoraði glæsilcgt mark gcgn
Shcffield Wedncsday.
Man. Utd. steinlá
Enska úrvalsdeildin hófst um
helgina og lofa leikirnir góðu fyr-
ir veturinn. Meistarar Blackburn
hóf tímabilið með sigri og sama
er að segja um Newcastle og Li-
verpool. Manchester United
mátti hins vegar þola stóran
skell gegn Aston Villa.
Blackburn fékk draumabyrjun á
hcimavelli gegn QPR. Strax á
sjöttu mínútu fékk liðið vítaspyrnu
sem Alan Shearer skoraði úr. Vítió
var dæmt þegar Shearer lenti í
vægu samstuði vió Danny Maddix
innan vítateigs. Chris Sutton var
nálægt því aó bæta við öðru marki
í síðari hálfleiknum en tókst ekki
og lokastaðan því 1:0. Það dró til
tíðinda á 73. mínútu þegar mark-
verði Blackburn, Tim Flowers var
vísað af leikvelli fyrir að fella Tre-
vor Sinclair, kantmann QPR innan
vítateigs.
Aston Villa hefur styrkt lið sitt
mikið frá síðasta leiktímabili og
liðið hreinlega valtaði yfir Manc-
hester United. Ian Taylor skoraði
fyrsta markið af stuttu færi eftir
14. mínútur og Mark Draper sem
keyptur var frá Leicester í sumar
bætti öðru marki við á 27. mín
putu. Það var síðan Dwight Yorke
sem skoraði þriðja mark Birming-
hamliðsins; úr vítaspyrnu á 37.
mínútu. Manchester United átti
ekkert svar við stórleik Villa en
náði þó aó minnka muninn á 83.
mínútu þegar unglingurinn David
Beckham sendi þrumufleyg í
markió af löngu færi.
Liverpool byrjaði á heimavelli