Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 1
I 78. árg. Akureyri, miðvikudagur 27. september 1995 185. tölublað Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iögj'óU Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Akureyrskir læknar á Grænlandi: Viðbrögð viö neyðarópi Ilok ágúst fór Pétur Péturs- son, læknir á Akureyri, til Scoresbysunds á Grænlandi til að sjá um læknisþjónustu fyrir íbúa á svæðinu. Þengill Odd- son, læknir á Reykjalundi, fór til sama svæðis nokkru seinna og um þessar mundir er annar læknir frá Akureyri, Edward Kiernan, í Scoresbysundi í sömu erindagjörðum. Pétur segir að ferðir íslensku lækn- anna til Grænlands séu við- brögð við neyðarópi sem hafi borist vegna þess að ekki tókst að finna neina danska lækna tii að sjá um læknisþjónustu á staðnum í ákveðinn tíma. Scoresbysund er á austur- strönd Grænlands um 500 km norðan við heimskautsbaug. Um 500 manns búa á svæðinu og er þetta eini byggðarkjarninn á austurströndinni utan Amma- salik og byggðarinnar þar í kring sem er mun sunnar. Pétur segir að raunar sé vegalengdin milli Scoresbysunds og Am- massaliks lengri en milli Scores- bysunds og Siglufjarðar. „Þarna hefur verið vandræða- ástand því enginn læknir hefur verið á staðnum og 700 km eru til næsta byggða bóls á Græn- landi. í gegnum flugþjónustu FN og Flugfélagsins Óðins hefur alltaf verið eitthvað um sjúkra- fiug frá Grænlandi til íslands. Það er f.o.f. nágrennið sem veld- ur því að hingað barst neyðaróp þegar ekki tókst að finna danska lækna,“ segir Pétur. Pétur vonast til að þetta ástand sé einungis tímabundið og fastur læknir fáist til að sjá um læknisþjónustu á svæðinu. „Þetta er auðvitað sama vandamál og ýmis afskekkt byggðarlög á ís- landi hafa átt við að stríða.“ Pétur segir að læknisaðstaðan í Scoresbysundi sé um margt svipuð og var í sveitahéraði á Is- landi fyrir 20-30 árum. Eins hafi verið ansi þröngt en ágætlega fari þó um lækni þama. „Það er samt nokkurt ónæði vegna lífs- stfls íbúanna." AI Búið er að lengja hafnargarðinn á Grenivík um 70 metra en eftir er bæði að hækka hann og hreikka. Mynd: Halldór. Stórbætt hafnaraðstaða á Grenivík Ferðamálasamtök Norður-Þingeyinga: Mikið verk að vinna - segir Gunnlaugur A. Júlíusson Stofnuð hafa verið Ferðamála- samtök Norður-Þingeyinga en aðild að þeim eiga allir hreppar í Norður-Þingeyjarsýslu auk Bakkfirðinga og Vopnfirð- inga, sem landfræðilega eiga meiri samleið með Þingeyingum en Austfirðingum. Gestir stofn- fundarins voru Helga Haralds- dóttir, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri, Þórður Höskuldsson, ferðamála- fulltrúi á Húsavík, og Kristófer Sólarglenna. Mynd: BG Ragnarsson, ferðamálafulltrúi á Austurlandi, sem héldu öll er- indi á fundinum. I fyrstu stjórn samtakanna vom kjörin: Gunnlaugur A. Júlíusson á Raufarhöfn, sem er formaður, Guðmundur Þórarinsson í Vogum í Kelduhverfi, Jón Kr. Ólafsson á Kópaskeri, Bjarni Skaftfeld í Ytra-Álandi í Svalbarðshreppi, Sæmundur Jóhannesson á Þórs- höfn, Klara Sigurðardóttir á Bakkafirði og Vilmundur Gísla- son á Vopnafirði. Stefnt er að útgáfu kynningar- bæklings og á prjónunum eru áætlanir um námskeið fyrir leið- sögumenn auk fræðslunámskeiða fyrir fólk sem starfar að ferða- þjónustu og þannig efla heima- vinnuna. Gunnlaugur Júlíusson segir að sveitarfélög á þessu svæði hafi helst þann hag af því að standa sér að ferðamálasamtökum að marka sína sérstöðu betur og ná fram markvissara starfi sem miðar við aðstæður í héraðinu. „Helsta sérstaða sveitarfélaga í Norður-Þingeyjarsýslu er sú stað- reynd að hér er náttúran töluvert frábrugðin því sem gerist í öðrum landshlutum. Þar er Kelduhverfið sér á parti með Ásbyrgi, Jökulsár- gljúfur og Jökulsá. Auk þess má benda á Melrakkasléttu og Langa- nes, sem eru mjög fáfarin svæði og mjög vannýttir ferðamanna- staðir. Fuglalífið á þessum stöðum er hreint stórkostlegt og alveg ein- stakt og Rauðinúpur og Langanes eru einu staðir landsins þar sem sjá má súlu frá landi. Merkingar á þessu svæði eru varla til og þar er mikið verk að vinna auk fræðslu- starfs, kynningarstarfs og upplýs- ingastarfs^ og gera aðganginn greiðari. Ég get nefnt sem dæmi að Hraunhafnartangi er ekki merktur sem nyrsti tangi landsins, og því þarf auðvitað að breyta, ekki síst í ljósi þess að ntargir halda að nyrsta tanga landsins sé að leita á Vestfjörðum, þ.e. á Hombjargi," sagði Gunnlaugur A. Júlíusson. GG Snyrtivörufyrirtækiö Purity Herbs á Akureyri: Samningur um sölu á 50 þúsund krukkum essa dagana er unnið að því að bæta hafnaraðstöðuna á Grenivík. Verið er að styrkja Akureyri: Brotist inn í Sunnuhlíð Aðfaranótt þriðjudags var brotist inn í verslunarmið- stöðina Sunnuhlíð á Akureyri. Engu virðist hafa verið stolið en um stórt hús er að ræða og því á eftir að athuga betur hvort eitt- hvað hafi horfið. Þessi óveíkomni gestur komst inn í verslunarmiðstöðina með því að brjóta hurð í kjallaranum. Lög- reglunni á Akureyri er ekki kunn- ugt um hverjir voru að verki. AI grjótgarðinn eða hafnargarðinn sem fyrir er og lengja hann um 70 metra í suðvestur. Verkið hefur staðið yfir frá því í lok júlí og á því að ljúka í lok næsta mánaðar. Búið er að keyra út lengdina á garðinum en eftir er bæði að hækka hann og breikka. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 40 milljónir en tilboð verktakans var 32 milljónir. Verkið annast verktakafyrirtækið Völur. Að sögn Guðnýjar Sverrisdótt- ur, sveitarstjóra, bæta þessar fram- kvæmdir hafnaraðstöðuna til mik- illa muna. „Það hefur verið tölu- verð ókyrrð í höfninni, sérstaklega í vestan- og norðvestanátt og menn vonast því til að þetta verði mjög mikil bót.“ Sveitarfélagið greiðir 10% af kostnaði en ríkið eða hafnamálastofnun 90%. HA Snyrtivörufyrirtækið Purity Herbs á Akureyri hefur gert stóran viðskiptasamning um framleiðslu og sölu á handunn- um snyrtivörum til Belgíu og Hollands. Skv. samningnum yrðu sendar út allt að 50 þúsund krukkur af handunnu kremi á ári hverju, og fleiri markaðir og stærri geta í framhaldinu opnast. Að sögn André Raes hjá Purity Herbs fer fyrsta sendingin af vör- um fyrirtækisins út í kringum ára- mótín næstu. Hann kveður útflutn- ingsstarfið þó ekki ganga þrauta- laust þar sem uppfylla þurfi afar strangar kröfur um ýmsa Evrópu- staðla. Tilraunasending sem telur 1.800 krukkur fer utan í janúar ef fjármagn fæst. í framhaldinu skýr- ist svo hvert framhald þessa út- fiutnings verður almennt. Vörur frá Purity Herbs eru meðal annars unnar úr íslenskum náttúrulegum afurðum og eru al- farið handunnar. André Raes segir ekki loku fyrir það skotið að enn stæni markaðir opnist í Belgíu og Hollandi sem og Skandinavíu. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.