Dagur


Dagur - 27.10.1995, Qupperneq 9

Dagur - 27.10.1995, Qupperneq 9
Föstudagur 27. október 1995 - DAGUR - 9 Liggur talkennsla forskólabarna niðri? Að undanfömu hafa birst í fjöl- miðlum greinar um greiðslur til talmeinafræðinga og má þar nefna grein í Degi þann 18. október og í Morgunblaðinu þann 21. október sl., svo einhverjar séu nefndar. Að gefnu tilefni og af því að málið er mér skylt sem talmeinafræðingi, vil ég gera athugasemdir, sérstak- lega við yfirlýsingar menntamála- ráðuneytisins. Til þess að skýra forsögu máls- ins er um að ræða greiðslur sem menntamálaráðuneytið hefur innt af hendi til talmeinafræðinga vegna talkennslu forskólabama. Þær greiðslur vom felldar niður þann 1. júlí 1995 og vísað til sveitarfélaga að inna þessa greiðslu af hendi. Hins vegar var ekki búið að ganga frá því við sveitarfélögin að þau greiddu fyrir þessa þjónustu og því er enginn sem greiðir hana í dag. I yfirlýstri skýringu frá menntamálaráðuneyt- inu er um að ræða greiðslur fyrir talkennslu fatlaðra bama á leik- skólum sem sveitarfélag reiði af hendi eftir 1. júlí 1995 en geti síð- an fengið endurgreiddar hjá ráðu- neytinu, hafi ég skilið rétt. En þarna er einhver misskilningur á ferðinni því menntamálaráðuneyt- ið hefur aldrei mér vitanlega greitt talmeinafræðingum fyrir tal- kennslu fatlaðra bama heldur hef- ur Tryggingastofnun ríkisins ann- ast þá greiðslu alfarið. Hins vegar hefur menntamálaráðuneytið greitt fyrir talkennslu bama með framburðargalla sem ekki hafa fram að þessu verið skilgreind fötluð. Þama stendur hnífurinn í kúnni því í dag er enginn tilbúinn til að greiða fyrir talkennslu þeirra bama. En er þá ekki hægt að láta for- eldra borga sjálfa fyrir slíka tal- Valdís Jónsdóttir. Af hverju eiga þessir foreldrar að greiða fyrir talkennslu sinna barna ef aðrir foreldrar og þá for- eldrar fatlaðra barna fá hana end- urgjaldslaust? kennslu? Jú, vissulega er það hægt en málið snýst ekki um það heldur er þetta fyrst og fremst í mínum huga réttlætismál. Af hverju eiga þessir foreldrar að greiða fyrir tal- kennslu sinna bama ef aðrir for- eldrar og þá foreldrar fatlaðra bama fá hana endurgjaldslaust? Það hlýtur að vera jafn mikilvægt að koma öllum til máls, fötluðum sem ófötluðum. Það má líka benda á að talkennsla er endurgjaldslaus þjónusta fyrir skólaböm þar sem grunnskólalögin kveða svo á um að mæta skuli öllum sérþörfum nemenda. En má þá ekki bara láta þessi talgölluðu forskólaböm bíða þangað til þau koma í skóla? Svar- ið við því er nei, því bamið líður fyrir þennan galla og verður auð- veldur skotspænir fyrir stríðni. Það er því ekkert skrítið að foreldrum finnist liggja á að koma bami sínu í talkennslu áður en það byrjar í skóla þar sem það lendir í aukinni hættu á að verða fyrir aðkasti. En er þetta ekki óskaplegur kostnaður fyrir sveitarfélög að greiða fyrir talkennslu bams sem ekki kann að bera rétt fram ein- stök hljóð? Nei, því að það tekur ekki langan tíma að kenna bami réttan framburð ef forsendumar em í lagi. Hér á því ekki að vera um mikinn kostnað að ræða fyrir sveitarfélög, ekki síst ef um semst að þau fái hann endurgreiddan hjá menntamálaráðuneytinu. Þá er ég að tala um kostnað vegna tal- kennslu ófatlaðra bama á leikskól- um. En þá er spumingin. Fáist samþykkt að greiða fyrir tal- kennslu bama á leikskólum, hver greiðir þá fyrir talkennslu bama sem eru í heimahúsum eða hjá dagmæðmm? Það hefur hvergi komið fram. Eins og málin standa í dag get ég ekki séð að lausn sé beint í sjónmáli. Þó skal tekið fram að verið er að vinna í því að finna einhverja lausn og fullur vilji er hjá öllum að sem best megi takast til. En á meðan verið er að losa þessa stíflu í kerfinu verða talgöll- uð forskólaböm og aðstandendur þeirra að bíða. Valdís Jónsdóttir. Höfundur er talmeinafræðingur og rekur eigin talmeinastofu á Akureyri. Nýtt útlit ökutækjaflota Skeljungs hf. Á bifreiðaverkstæði Skeljungs hf. hafa starfsmenn hafist handa við að mála bifreiðaflota félagsins í samræmi við nýtt útlit sem Shell Intemational Petrolium hefur tek- ið í notkun. Nú þegar hafa nokkur ökutæki félagsins verið málum í nýjum stíl og munu önnur fylgja í kjölfarið eftir því sem tækifæri gefst til. Ljóst er þó að nokkur tími mun líða þar til allur floti Skeljungs hefur klæðst nýja búningnum, þar sem félagið á og rekur yfir 100 ökutæki. Hjá Skeljungi eru menn almennt þeirrar skoðunar að létt- ara sé yfir nýja útlitinu og segja bílstjórar félagsins augljóst af við- brögðum fólks að þessi nýjung veki athygli. (Fréttatilkynning) íslenskur tónlistar- dagur á morgun: Dagskrá í Deiglunni aflýst Á morgun, laugardag, var ætlunin að efna til dagskrár í Deiglunni á Akureyri í tilefni íslensks tónlist- ardags, en aðstandendur dagskrár- innar hafa ákveðið að af henni verði ekki vegna hinna hörmulegu atburða vestur á Flateyri. Til stóð að kennarar og nemendur Tónlist- arskólans á Akureyri ásamt öðmm tónlistarflytjendum, myndu halda upp á íslenskan tónlistardag í Deiglunni, en af því verður sem sagt ekki. Akureyri: Hagyrðinga- kvöldinu frestað Vegna veðurs, ófærðar og atburð- anna á Flateyri var frestað hagyrð- ingakvöldi sem vera átti í Deigl- unni á Akureyri í gærkvöld á veg- um Gilfélagsins og dagblaðsins Dags. Stefnt er að því að hagyrðinga- kvöldið verði 16. nóvembernk. S Shell Á myndinni eru f.v. Jósef Gunnlaugsson við nýjustu bifreið Skeljungs, sem er af gerðinni Scania, og Tryggvi Bjarnason við eina þá elstu í flotanum, Mercedes Ben/ frá 1976, en bílarnir voru þeir fyrstu sem málaðir voru í nýju útliti Shell. Scanian dreifir olíu- og smávörum á suðvesturhorni lands- ins, en olíubíllinn með dráttarvagninn þjónustar héraðið kringum Drangs- nes við Húnaflóa. BÓNUSTÖLUR ■16 !í 345(47) Helldarupphæð þessa viku: 47.989.943 á fsi.: 2.679.943 mmViiwingur: er tvöfaldur næst UPPtÝSINGAH. SÍMSVARI 66B 5111 LUKKULÍNA 668 1511 - TEXTAVARP 451 BIRT MCÐ FYRIRVARA UM PRÍNTVILLUR Vetrorgalli á frábxru verii! Nýkomnir! Vatnsþéttir! IVIeð losaniegu fóðri! Hlýir é veturna, þægilegir c sumrin! StærSir: 92-140. Lifir: Rauðir og blúir. Fóðrið má losa frá. Gallin er úr „Beavernilon". 3.990,- I Aígreiðslutími: !£££

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.