Dagur - 27.10.1995, Side 15
Föstudagur 27. október 1995 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
UMFÍ þingar
að Laugum
39. sambandsþing Ungmennafé-
lags fslands verður sett klukkan
9 í fyrramálið á Laugum í S-
Þingeyjarsýslu.
A þinginu verða störf Ung-
mennafélagshreyfingarinnar síðast-
liðin tvö ár vegin og metin, þar
með talin Landsmót, Landshreyf-
ing 95 og umhverfisverkefni
UMFÍ svo nokkuð sé nefnt. Lagð-
ar verða fram nýjar tillögur og ný
stjóm kosin.
Þór mætir
Keflavík
Þórsarar mæta Keflvíkingum í 8.
umferð úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik á sunnudagskvöld. Leik-
ur liðanna fer fram í fþróttahöll-
inni á Akureyri og hefst klukkan
20. Tindastóll leikur gegn Vals-
mönnum á sama tíma að Hlíðar-
enda, íþróttahúsi Reykjavíkurliðs-
ins.
Handknattleikur - 2.jdeild karla:
Leik Þórs og Ármanns
flýtt um þrjá mánuði
Hvernig stendur á óskabvriun KA á íslandsmótinu?
Samsetning liðsins helsti
lykillinn að góðri byrjun
- segir Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins
Lið Þórs í 2. deildinni í hand-
knattleik hefur nóg fyrir stafni
um helgina, því liðið mun leika
tvo heimaleiki í íþróttahöllinni.
Fyrri leikur liðsins verður gegn
Ármanni í deildarkeppninni í
kvöld klukkan 21 í íþróttahöll-
inni á Akureyri. Leikur liðanna
var ekki settur á fyrr en 3. febrú-
ar en Ármenningar báðu Þórsara
um að flýta leiknum um rúma
þrjá mánuði til að Reykjavíkurl-
iðið gæti nýtt ferðina norður en
liðið mætir Völsungi í bikar-
keppninni á Húsavík klukkan 12
á morgun. Þórsarar keppa bikar-
leik sinn einnig á morgun, í
íþróttahöllinni. Liðið mætir þá
Val Reyðarfirði og hefst leikur-
inn klukkan 16.
Páll Gíslason verður á fullri ferð
með Þórsurum uin helgina.
Alfreð Gíslason, þjálfari KA segir það hafa komið á óvart hve Julian Duran-
ona (á myndinni hér að ofan) hafi verið fljótur að komast í form eftir að
hafa ekki leikið handknattleik í tvö til þrjú ár. Mynd: BG
Öllum íþróttaviðburðum gær-
kvöldsins var frestað í gær og
því ljóst að leikir KA og Stjörn-
unnar í 1. deildinni í handknatt-
leik og viðureign Tindastóls og
Þórs í 1. deildinni í körfuknatt-
leik bíða betri tíma.
Ellert Schram, forseti ÍSf, fór
þess á leit við Körfuknattleiks-
sambandið rétt eftir hádegisbilið í
gær að það frestaði þeim leikjum
sem vera áttu í gærkvöld vegna
náttúruhamfaranna á Flateyri. Á
svipuðum tíma ákváðu KA og
Stjaman að fara fram á það við
Mótanefnd HSÍ að hún frestaði
leik liðsins í KA-heimilinu og var
það auðsótt mál, enda höfðu sam-
böndin þá bæði sameinast um að
fresta öllum íþróttakappleikjum.
Nýir leikdagar hafa ekki verið
settir á en ljóst er að það verður
erfitt að koma leikjunum inn í
þétta leikjadagskrá félaganna.
HSÍ hefur farið þess á leit við
félögin að leikmenn muni votta
Flateyringum samúð sína með því
að leika með sorgarbönd um helg-
ina og munu leikir hefjast á einnar
mínútu þögn.
Öllum
1 leikjum
frestað
Handknattleikur- 5. flokkur karla:
Ekkert verður af
KEA-mótinu
KEA-mótinu í 5. flokki karla í
handknattleik, sem leika átti á
Akureyri um helgina, hefur ver-
ið aflýst. Mótanefnd HSÍ tók þá
ákvörðun, að beiðni margra for-
eldra og vegna ótryggrar færðar.
Nýir leikdagar hafa ekki verið
settir á en svo virðist sem Akur-
eyringar munu ekki halda fyrstu
umferðina, hún fari fram í Reykja-
vík um næstu helgi.
Að sögn Atla Hilmarssonar, hjá
Mótanefnd HSÍ, liggur ekki ljóst
fyrir hvort Þór og KÁ fái að halda
fjölliðamót í þessum flokki í vet-
ur. Öðrum mótum hefur verið ráð-
stafað, en hugsanlegt er að úrslita-
keppnin í þessum aldursflokki
verði haldin á Akureyri. Það fer
þó mikið eftir því hvort Akureyr-
arliðin verða í úrslitum í þessum
aldursflokki.
Handknattleikur - 1. deild karla:
Öruggt
hjá Gróttu
Fjórir leikir fóru fram í 1. deild
karla í handknattleik í fyrra-
kvöld. Mesta athygli vekur stór
sigur Gróttu á Haukum 29:23 og
Seltirningar eru því enn sem
komið er taplausir á heimavelli í
vetur. Hafa sigrað í þremur við-
ureignum en tapað leikjum sín-
um á útivöllum.
Valsarar skutust upp í annað
sæti deildarinnar með sex marka
sigri á FH 27:21. Meistaramir frá
því í fyrra hafa því hlotið níu stig,
einu færra en KA eftir sex leiki í
mótinu. Víkingur sigraði KR
27:21 og ÍR lagði Selfoss með
sömu markatölu. Leikjum kvölds-
ins lyktaði því öllum með sex
marka sigri. Leikjum ÍBV og Aft-
ureldingar og KÁ og Stjömunnar
var frestað og hafa þeir ekki verið
settir á.
Ekkert verður leikið í deildar-
keppninni fyrr en 15. næsta mán-
aðar vegna landsleikjanna við
Rússa og Evrópuleikja félagslið-
anna.
Guðrún og
Anna keppa
í San Marinó
Anna Sigurðardóttir og Guð-
rún Gísladóttir, þolfimikenn-
arar, verða fulltrúar íslands á
Evrópukeppninni í Ms. Fit-
ness, sem fram fer í smáríkinu
San Marinó á Ítalíu á laugar-
daginn.
Þær Anna og Guðrún héldu
til Ítalíu á miðvikudagsmorgun-
inn og hafa því ágætan tíma til
að æfa sig fyrir keppnina. Þær
eru fyrstu fulltrúar íslands í
Evrópukeppninni í þessari grein
en Anna tók þátt í heimsmeist-
aramótinu í Bandaríkjunum í
fyrra og náði þá mjög góðum
árangri, hafnaði í 15. sæti.
Þær unnu sér rétt til keppn-
innar með því að hafna í tveim-
ur efstu sætum íslandsmótsins,
sem fram fór í Sjallanum á Ak-
ureyri um síðustu helgi.
I umfjöllun Dags frá mótinu
var missagt að stúlkum í keppn-
inni hefði einvörðungu verið
greitt af hársnyrtistofunni Passi-
Guðrún Gísladóttir frá Akureyri
verður annar fulltrúi íslands í
Evrópukeppni Ms. Fitness.
on. Hið réíta er að Anna kom
með eigin hársnyrti norður,
Guðrúnu Sverrisdóttur frá Hár-
greiðslustofunni Cleo í Garða-
bæ. Þá sá Hulda Hafsteinsdóttir
frá Hársnyrtistofunni Medulla
um að greiða Guðrúnu og Guð-
rún Bjamadóttir, förðunarfræð-
ingur, um förðun hennar.
Byrjun KA-liðsins í 1. deildinni í
handknattleik í vetur er nokkuð
sem menn þar á bæ eru ekki
vanir. Liðið hefur sigraði í öllum
fimm leikjum sínum í deildinni,
en undanfarin ár hefur liðið ver-
ið seint í gang og skemmst er að
minnast ijögurra tapleikja í
byrjun deildarinnar í fyrra. En
hvernig skyldi standa á því að
KA-menn eru fyrr á ferðinni nú
en áður? Dagur sló á þráðinn til
Alfreðs Gíslasonar, þjálfara KA,
til að fá svör við því.
„Nei, það er víst örugglega
ekki hægt að þakka þetta neinum
áherslubreytingum í þjálfuninni,
því hún hefur verið mjög svipuð
og í fyrra,“ sagði þjálfarinn, að-
spurður um það hvort þjálfunin
hefði verið með öðrum hætti en
áður. „Við byrjuðum aðeins fyrr
að æfa en ég held að það megi
segja að lykillinn að þessari byrj-
un sé góð samsetning liðsins. Við
misstum Valdimar (Grímsson) en
fengum Julian (Duranona) í stað-
inn og ég held að þessi samsetn-
ing sé sterkari. Ég byggi það á því
að í fyrra var hægt að stöðva
sóknarleikinn hjá okkur með því
að taka Patrek (Jóhannesson) úr
umferð og klippa á Valdimar úr
horninu en það er mikið erfiðara
fyrir liðin að gera sóknina óvirkari
í vetur. Svo finnst mér liðið vera
stöðugra og ég er ánægður með
nýju mennina, þeir hafa komið vel
inní liðið og að sama skapi má
segja að þeir sem fyrir voru hafi
einnig staðið sig vel.
- En er eitthvað sem komið
hefur þér á óvart hjá liðinu?
Nei, í rauninni ekki. Julian hef-
ur verið að spila eins og ég bjóst
við. Hann var reyndar fyrr í gang
en ég bjóst við, eftir að hafa ekki
spilað handbolta í tvö til þrjú ár.
Mér finnst Addi (Guðmundur
Arnar Jónsson) hafa verið van-
metinn í markinu. Hann er ekki
sami „showkarlinn" og Sigmar
Þröstur Óskarsson en hann hefur
verið að verja vel jafnt og þétt og
hentar okkur vel, því við erum
með háa 6-0 vörn og hann lokar
mjög vel uppi. Þá eru varnarmenn
liðsins betri í vetur og gera færri
mistök heldur en í fyrra. Við eig-
um þó nokkuð eftir ennþá í að ná
toppgetu. Að mínu mati eru Vals-
arar með sterkasta liðið í deild-
inni. Mönnum hættir til að gleyma
þeim eftir erfiða leiki í byrjun
mótsins en þeir sýndu það gegn
FH að þeir eru sterkastir í dag og
ekki spuming um það að mínu
áliti,“ sagði Alfreð.
KA mætir erfiðum andstæðingi
á sunnudagskvöldið, Gróttu í
bikarkeppninni. Grótta hefur ekki
enn tapað á heimavelli í vetur og
liðið lagði Hauka að velli í fyrra-
kvöld með sex marka mun. Er Al-
freð ekki smeykur við þann leik?
„Grótta hefur komið rnjög á
óvart í vetur og hefur verið að
spila vel. Það er hins vegar ekki á
stefnuskránni hjá okkur að detta út
úr bikamum," sagði Alfreð, og
það verða lokaorð hans í þessu
spjalli.
Afmœlisfagnaður
1 i M oanD n n
1915
1995
80 ára
Sjallanum
28. okt.
Húsið opnað kl. 19.30 og borðhald
hefst stundvíslega kl. 20.30.
Þríréttaður matseðill
á aðeins kr. 2.500.